Alþýðublaðið - 13.05.1986, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.05.1986, Qupperneq 1
alþýóu IH hT'jT' Þriöjudagur 13. maí 1986 89. tbl. 67. árg. „Líka ykkur að kenna“ — fjölmennur kapprœðufundur á Akureyri á sunnudagskvöldið Á sunnudagskvöldið var haldinn sameiginlegur kappræðufundur allra flokka í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri. Húsfyllir var á fundinum og urðu þar líflegar umræður um mál- efni bæjarins. Góður rómur var gerður að málflutningi Alþýðu- flokksmanna á fundinum og að sögn Jökuls Guðmundssonar á Ak- ureyri virtist einkum málflutningur Gisla Braga Hjartarsonar, sem skipar annað sætið á lista Alþýðu- flokksins, hljóta góðar undirtektir Framh. á bls. 2 Morgunblaðið fékk einkarétt — til að birta niðurstöður úr skoðanakönnun Félagsvísindadeildar Háskólans. Morgunblaðið fékk svokallaðan „frumbirtingarrétt" á hluta af nið- urstöðum úr fyrstu skoðanakönnun Félagsvísindadeildar Háskóla ís- lands. Frumbirtingarréttur felur í sér að aðrir fjölmiðlar fá ekki að- gang að niðurstöðunum fyrr en Morgunblaðið hefur birt þær. Þetta er sami háttur og hefur verið hafður á varðandi niðurstöður úr skoðanakönnunum Hagvangs, og hefur m.a. orðið þess valdandi að skoðanakannanir þess fyrirtækis hafa fengið á sig „hægri stimpil“. Sá hluti niðurstaðnanna sem hér um ræðir, birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn og greiddi Morgun- blaðið ákveðna fjárupphæð fyrir réttinn til að birta þessa frétt fyrst fjölmiðla. Einn af forsvarsmönnum könn- unarinnar, Ólafur Harðarson, hjá Félagsvísindadeild Háskólans, staðfesti þetta í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, en lagði jafnframt áherslu á að áður en farið var af stað með skoðanakannanir á veg- um deildarinnar, hefði fjölmiðlum verið sent bréf, þar sem vakin var athygli á þessu og þeim sem áhuga hefðu, boðið að kaupa hluta af nið- urstöðunum. Ólafur sagði ennfremur að auk Morgunblaðsins hefði sjónvarpið sýnt þessu máli áhuga og keypt frumbirtingarrétt á öðrum hluta niðurstaðnanna. Ólafur tók einnig fram að samningurinn við Morgun- blaðið gilti einungis um þessa fyrstu könnun og ef fleiri óskuðu eftir frumbirtingarrétti á sömu nið- urstöðum yrði að leysa það mál. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar um afstöðu fólks til borgar- stjórnarkosninganna, hafa vakið talsverða athygli, enda ólíkt betur til könnunarinnar vandað en áður hefur sést hérlendis, þegar um sam- bærilegar kannanir hefur verið að ræða. Með markvissum viðbótar- spurningum tókst að fækka mjög óákveðnum svörum, en fjöldi þeirra hefur einn út af fyrir sig verið stór óvissuþáttur í niðurstöðum kannana sem gerðar hafa verið hingað til. Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins í vorblíðunni. Hún þarfnast víst ekki nánari skýringa. Landhelgisgœslan: Látin sæta opin- berri rannsókn Dómsmálaráóherra hcfur falið ríkissaksóknara að láta fara fram opinbera rannsókn vegna ásakana Jóns Sveinssonar á hendur Land- helgisgæslunni. Jón hefur sem kunnugt er haldið því fram að aga- leysi hafi ríkt um borð í varðskipinu Tý, þegar hann var þar um borð, og áfengisneysla hafi verið algeng. í fréttatilkynningu sem dóms- málaráðherra hefur sent frá sér um málið er sérstaklega vakin athygli á því að meðferð og neysla áfengis sé óheimil um borð í varðskipum eins og við önnur löggæslustörf. í fréttinni segir ennfremur að ráðuneytið telji að með tilmælum til ríkissaksóknara sé tryggt að fram fari sú rannsókn sem rætt hefur ver- ið um að sjálfsögð væri í þessu sam- bandi. Nú er starfandi nefnd sem Al- þingi kaus til að fjalla um eflingu Landhelgisgæslunnar og hefur hún þegar skilað tveimur áfangaskýrsl- um. Af hálfu dómsmálaráðuneytis- ins hefur því nú verið komið á fram- færi við formann nefndarinnar, að æskilegt væri að nefndin lyki störf- um og skilaði lokaskýrslu sem fyrst. I lokaskýrslunni skal sérstaklega hugað að samvinnu við aðrar stofn- anir um verkefni og þjónustu, ásamtöðrum æskilegum skipulags- breytingum. I frétt dómsmálaráðuneytisins er að endingu tekið fram að þótt þessi nefnd hafi enn ekki skiíað loka- skýrslu um athuganir sínar, hafi engu að síður verið unnið að endur- bótum á þessu sviði að undan- förnu. Heimdallur: Leynileg skoðanakönnun — Nöfn þátttakenda hugsanlega skráð og tengd svörunum. Leiðandi spurningar. Er Davíð skemmtilegur? Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna i Reykjavík, hefur upp á eigin spýtur, gert skoðana- könnun meðal reykvískra kjós- enda á aldrinum 18—30 ára. Þótt skoðanakannanir af ýmsu tagi hafi verið gerðar og fjöldi þeirra aukist mjög á síðustu árum, mun þetta í fyrsta sinn sem stjórnmála- flokkur eða hluti hans stendur beint að gerð slíkrar könnunar. Niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar. Þótt heitið sé fullri nafnleynd við gerð skoðanakönnunar, er sá möguleiki fyrir hendi í flestum til- vikum, svo sem kunnugt er, að merkja svör hvers einstaklings með nafni hans. I þessari könnun hefur þessi möguleiki ótvírætt verið fyrir hendi, því samkvæmt bréfi Heimdallar sem fylgdi spurningalistanum til svarenda, er skýrt tekið fram að dregið hafi verið af handahófi úr nöfnum Reykvíkinga á aldrinum 18—30 ára. Heimdellingar sóttu síðan svörin heim til hvers og eins. Þegar hlutlausir aðilar standa að gerð skoðanakannana, er al- mennt talið að ekki sé fyrir hendi áhugi fyrir því að skrá nöfn þátt- takenda, en allt öðru máli gegnir um stjórnmálaflokk sem gerir könnun af þessu tagi. Meðal þess sem spurt er um í könnuninni, er hvaða flokk við- komandi hyggist kjósa í Borgar- stjórnarkosningunum í vor. Auk þess er spurt um afstöðu þátttak- andans til ýmissa borgarmálefna og sérstakur flokkur spurninga tileinkaður Davíð Oddssyni og af- stöðu unga fólksins til hans. Með- al annars er spurt hvort fólki þyki hann „skemmtilegur" og hvort það sé álit viðkomandi einstakl- ings að hann sé lýðræðislegur for- ystumaður og framsýnn sem hugsi fyrst og fremst um heildar- hagsmuoi. Þá er spurt hvað fólki finnist raunhæft verð fyrir strætómiða, og til leiðbeiningar er sérstaklega getið um núverandi gjald. Einnig er spurt hvort viðkomandi þyki nauðsynlegt að vita um borgar- stjóraefni hvers stórnmálaflokks áður en tekin sé ákvörðun um stuðning við ákveðinn flokk. Ennfremur má nefna að spurt er um hverjar líkur séu taldar á „góðu samkomulagi og virkri stjórn“ núverandi minnihluta- hópa næstu fjögur ár. Þegar á heildina er litið, virðast margar spurningar eyðublaðsins einkum ætlaðar til þess að lokka fram ákveðin svör, hver sem til- gangurinn kann að vera með slíku atferli. Engin lög eru nú til á íslandi um gerð skoðanakannana og virðist því sem hverjum og einum sé heimilt að framkvæma kann- anir af þessu tagi. Eins og áður segir er hins vegar sá möguleiki óhjákvæmilega fyrir hendi að Nskrá nöfn þeirra einstaklinga sem taka þátt í könnuninni og tengja þau við svörin. Þannig gæti Heimdallur nú sem best haft und- ir höndum skrá um afstöðu hátt í 500 ungmenna til borgarstjórnar- kosninganna. Þegar stjórnmálaflokkar eru farnir að gera skoðanakannanir milliliðalaust, hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé orðið tíma- bært að setja lög um framkvæmd skoðanakannana. Agæti Reykvikingur, Heimdallur, félag ungra sjálfstæóismanna i Reykjavik, hefur ákveóið aó efna til skoóanakönnunar um borgarmál fyrir Reykvikinga á aldrinum 18 - 30 ára. Tilefni þessarar könnunar er að fræóast um hvað valdi ákvöróun ungs fólks um stuðning við ákveðinn framboðslista i borgarstjómarkosningunum san munu fara fram 31. mai nk. Qkkur leikur hugur á fá nánari upplýsingar um fjölbreytileg viÓhorf ungs fólks til einstakra málefnaflokka, viðhorf til forystuhlutverks borgarstjóra og afstöóu gagnvart stjómmálaflokkum og frambjóóendum þeirra. 500 manna úrtak var valió af handahófi úr hópi Reykvikinga á aldrinum 18 - 30 ára. Nafn þitt kan upp. Við værum þér mjög þakklát ef þú vildir taka þátt i þessari könnun. Góó þátttaka nun stuðla að þv.í að viö getum betur bent frambjóóendum sjálf- stæðismanna á hverjar óskir Reykvikinga eru varðandi hin ýmsu borgar- málefni. Vonandi geta aðrir einnig lært sitthvað af niðurstöðum. Við teljum þessar upplýsingar sjálfsagðan og nauðsynlegan lið í nánara upp- lýsingastreymi fulltrúa i borgarstjóm og borgarbúa. Það tekur þig taplega tiu minútur að svara þessari könnun. Könnunarblað er ekki merkt þér og biðjum við að þú skráir ekki nafn þitt á það. Svar þitt verður þannig aðeins liður i heildamiðurstöðum. Til þess að spara okkur póstburðargjöld og hraða 'vinnu við þéssa köftnun höfum við brugðið á það ráö að láta félagsmenn afhenda ykkur þátttakendum könnunarblöðin beint. Þeir .munu svo sækja blöóin til ykkar innan viku, eða eftir nánara samkcmulagi viö ykkur, Sendill mun þá taka á móti gögnum i lokuðu umslagi og kcma áleiöis til vinnslustaðar. Við heitum þér að Treöferð upplýsinga þinna verði á engan hátt tengd nafni þinu. Teljir þú óæskilegt að afhenda gögnin beint en ekki gegnum póstþjónustuna, þá er þér boðið að senda könnunarblaðið til skrifstofu okkar, Munum við að sjálfsögóu greióa póstburðargj öld. Við vonum að þú takir vel i þessa ósk okkar. Með kveðjUj Þór Si< formaður Þetta bréf fylgdi spurningaeyðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.