Alþýðublaðið - 13.05.1986, Qupperneq 4
Askriftarsíminn
er 681866
alþýóu
Þriðjudagur 13. maí 1986
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Framboðslistar
Alþýðuflokksins
í Grindavík, Njarðvík, ísafirði, Bolungarvík og Sauðárkróki
Hér á eftir fara nokkrir fram-
boðslistar Alþýðuflokksins. Þetta
eru framboðslistarnir í Grindavík,
Njarðvík, ísafirði, Bolungarvík og
á Sauðárkróki.
Grindavík:
1. Magnús Ólafsson, rafvirki.
2. Jón Gröndal, kennari.
3. Petrína Baldursdóttir, for-
stöðukona.
4. Ásgeir Magnússon, skipstjóri.
5. Jóhann Sverrir Jóhannsson,
umboðsmaður.
6. Kolbrún Tóbíasdóttir, hús-
móðir.
7. Örn Traustason, eftirlitsmaður.
8. Kári Ölversson, vélstjóri.
9. Jón Thorberg Jensson, nemi.
10. Hörður Helgason, rafverktaki.
11. Hjalti Magnússon, afgreiðslu-
maður.
12. Jón Hólmgeirsson, bæjarritari.
13. Svavar Árnason, umboðs-
maður.
14. Einar Kr. Einarsson, fyrrver-
andi skólastjóri.
Njarðvík:
1. Ragnar H. Halldórsson, húsa-
smiður.
2. Eðvarð Bóasson, húsasmiður.
3. Guðjón Sigurbjörnsson, kenn-
ari.
4. Eyrún Jónsdóttir, húsmóðir.
5. Ólafur V. Thordarsen, fram-
kvæmdastjóri.
6. Óskar Bjarnason, húsasmiður.
7. Hallfríður Matthíasdóttir, for-
stöðukona.
8. Borgar L. Jónsson, skipasmið-
ur.
9. Haukur Guðmundsson, bif-
reiðastjóri.
10. Július V. Valgeirsson, málari.
11. Einar Guðmundsson, rafvirki.
12. Jón Friðrik Ólafsson, múrari.
13. ísleifur Guðleifsson, skip-
stjóri.
14. Guðmundur Kristjánsson,
múrari.
ísafjörður:
1. Kristján K. Jónasson, fram-
kvæmdastjóri.
2. Halldór S. Guðmundsson, for-
stöðumaður.
3. Ingibjörg Ágústsdóttir, hús-
móðir.
4. Snorri Hermannsson, skóla-
stjóri.
5. Dýrfinna Torfadóttir, gull-
smiður.
6. Sigurður R. Ólafsson, formað-
ur Sjómannafélags ísafjarðar.
7. Urður Ólafsdóttir, matráðs-
kona.
8. Halldór Antonsson, húsasmið-
ur.
9. Gestur Benediktsson, pípu- ■
lagningamaður.
10. Sigríður M. Gunnarsdóttir,
starfsmaður gæsluvalla.
11. Eiríkur Kristófersson, húsa-
smiður.
12. Guðmundur Níelsson, málara-
meistari.
13. Anna Rósa Bjarnadóttir, hár-
greiðslukona.
14. Arnar Kristinsson, útgerðar-
tæknir.
15. Karitas Pálsdóttir, verkakona.
16. Össur P. Össurarson, pípulagn-
ingamaður.
17. Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða.
18. Matthías Jónsson, húsasmiður.
A—listi jafnaðarmanna,
Bolungarvík:
1. Valdimar Lúðvík Gíslason, bif-
reiðastjóri.
2. Guðmunda Ó. Jónasdóttir,
verslunarmaður.
3. Daði Guðmundsson, varafor-
maður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Bolungarvíkur.
4. Gestur Pálmason, húsasmíða-
meistari.
5. Hjörleifur Guðfinnson, verk-
stjóri.
6. Guðmundur Sigurðsson, nemi.
7. Hlíðar Kjartansson, mat-
sveinn.
8. Hörður Snorrason, sundlaug-
arvörður.
9. Ingunn Hávarðsdóttir, hár-
greiðslumeistari.
10. Sverrir Sigurðsson, bifreiða-
stjóri.
11. Sveinbjörn Ragnarsson, skip-
stjóri.
12. Helga Sigurðardóttir, hjúkrun-
arfræðingur.
13. Jón V. Guðmundsson, gjald-
keri.
14. Lína D. Gísladóttir, verkakona.
Sauðárkrókur:
1. Björn Sigurbjörnsson, skóla-
stjóri.
2. Jón Karlsson, formaður Verka-
mannafélagsins Fram.
3. Pétur Valdimarsson, verslunar-
maður.
4. Sigmundur Pálsson, húsvörð-
ur.
5. Helga Hannesdóttir, verslunar-
maður.
6. Dóra Þorsteinsdóttir, talsíma-
vörður.
7. Brynjólfur D. Halldórsson,
mælingamaður.
8. Eva Sigurðardóttir, húsmóðir.
9. Guðmundur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri.
10. María Gréta Ólafsdóttir, versl-
unarmaður.
11. Bjarney Sigurðardóttir, versl-
unarmaður.
12. Valgarður Jónsson, vélvirki.
13. Daníel Einarsson, verkamaður.
14. Guðmundur Steinsson, verka-
maður.
15. Baldvin Kristjánsson, banka-
maður.
16. Guðmundur Karlsson, verka-
maður.
17. Jóhannes Hansen, bifreiða-
stjóri.
18. Guðbrandur Frímannsson, raf-
virki.
LAUSUM
TÖNNUM
BJARGAÐ
Á Tannlæknaháskólanum í
Árhus hafa verið gerðar tilraunir
með nýja aðferð við lækningu á
sjúku tannholdi, sem virðist ætla
að gefa góða raun. Húðað er með
sérstöku efni kringum tönnina þar
sem hið sjúka hold hefur losnað frá
og það hefur komið í Ijós að tann-
holdið vex á tönnina að nýju, sem
hindrar að tönnin losni og detti úr.
í mörg ár hafa verið gerðar til-
raunir með þessa aðferð á dýrum og
niðui stöðurnar gefa tilefni til bjart-
sýni um að sömu aðferð megi beita
á fólk sem þjáist af tannholdssjúk-
dómum. Nú þegar hafa nokkrir
sjúklingar fengið þessa meðferð í
tilraunaskyni og eftir nokkur ár
ættu allar tannlæknastofur að geta
veitt sams konar þjónustu, að sögn
próf. dr. odont. Thorkild Karring
hjá danska tannlæknasambandinu.
Húðin sem komið er fyrir um-
hverfis tönnina eyðist smátt og
smátt fyrir tilverknað vefjanna um-
hverfis, en áður hefur hún stuðlað
að uppbyggingu og nýmyndun vefj-
anna.
Ef tilraunir þessar heppnast vel
veitir það nýja von þeim mörgu sem
haldnir eru þessum sjúkdómi.
Meiri líkur eru á fullum bata og
einnig verða skurðaðgerðir óþarfar,
en fram að þessu hefur skurðaðgerð
verið eina úrræðið þegar sjúkdóm-
urinn er kominn á hátt stig.
Svíar hafa einnig unnið að svip-
uðum tilraunum og einnig þeirra
tilraunir gefa góða von um árangur.
Þeir nota einnig húðunarefni sem
MM
^mmmm
mmrnm
_ _
..................................................i
Iliplll
m-í: " : 'v
iillllli
- -
Tannlos: Tennurnar líta ekki illa út, en tannholdið hefur eyðst og losnað frá tönninni um ca 5 mm. Ef ekkert er
að gert losnar tönnin og dettur úr.
eru vörn gegn sýklum og stuðla að
endurnýjun tannholdsins á sýktum
svæðum.
En best af öilu er að sjálfsögðu
að beita fyrirbyggjandi aðgerðum
og það verður best gert með því að
bursta tennurnar vel og vandlega og
láta ekki tannstein safnast fyrir. Sé
það vanrækt veldur það bólgu í
tannholdinu og eyðingu tannholds-
ins sem leiðir til þess að tennurnar
losna. Besta vörnin er því og verður
góð tannhirða, enda er kjörorð
tannlækna um þessar mundir:
„hreinar tennur losna ekki“.
Molar
Keðjubréf af nýrri tegund
Keðjubréf það sem hér fer á eftir,
barst hingað inn fyrir nokkru.
Aldrei þessu vant snýst málið ekki
um peninga, heldur allt annað. En
bréfið er sem sagt svona:
Kæra vinkona!
Upphaf þessara keðju er hug-
sjón um það að færa þreyttum
eiginkonum ævarandi sáluhjálp
og hamingju.
Ólíkt flestum öðrum keðjum
kostar þessi ekkert eða enga pen-
inga. Þú sendir einfaldlega eintak
af þessu bréfi til vinkvenna þinna
(giftra) sem sitja í sömu súpunni
og þú.
Síðan pakkarðu manninum
þínum inn og sendir hann til
þeirrar konu sem efst er á Iistan-
um og bætir þínu nafni neðst.
Þegar nafn þitt er komið efst á
listann, þá munt þú fá 500 karl-
menn senda heim til þín og sumir
verða algjört ÆÐI.
Þú verðúr að hafa trú á keðj-
unni. Ein kona rauf keðjuna og
fékk manninn sinn sendan til
baka.
Láttu það ekki henda þig!!
Með vinkonu-kveðju,
Es. Þegar þetta bréf er ritað,
hafði ein vinkvenna minna fengið
377 karlmenn, hún varð jarðsett í
gær og það tók 7 líksnyrtimenn 36
klst. að ná brosinu af andliti
hennar. (Athugaðu það).
Ég ítreka . . . þú verður að hafa
trú á keðjunni. Gangi þér vel!!!
•
Pósturinn á fiskiríi
Tíðindin um póstbátinn á Mjóa-
firði, sem tekur eitt til tvö höl á
leiðinni, eru hins vegar úr Fiski-
fréttum.
Nokkur hundruð kíló af pósti
og 60 tonn af þorski. Þetta eru
flutningar póstbátsins Anny SU
71 frá Mjóafirði frá áramótum.
Þetta þætti ekki í frásögur fær-
andi ef áhöfn bátsins hefði ekki
sjálf aflað þessara 60 tonna, en
bréfin hafa hins vegar Mjófirð-
ingar og aðrir séð um að skrifa.
Að sögn kunnugra er póstbát-
urinn í Mjóafirði eini báturinn á
Austfjörðum sem hefur fiskað að
ráði. Egill Stefánsson, eigandi
bátsins, staðfesti það að fiskiríið
hefði gengið framar öllum vonum
en Anny hefur verið á snurvoð.
Báturinn er 13 tonna plastbátur
og hefur aflinn mestur orðið 8,5
tonn eftir tvo daga.
— Þeir hafa aðallega fengið
aflann yst í Seyðisfirði undir svo-
nefndu Bjargi, segir Egill en sam-
kvæmt upplýsingum hans hafa
póstflutningar tafið bátinn tals-
vert frá veiðum. Farið er með póst
til Neskaupstaðar tvisvar í viku en
oftar en ekki hefur Jóhann sonur
Egils sem er með bátinn, náð einu
til tveimur hölum á leiðinni. Ef
svo heldur sem horfir verður
Jóhann fljótur að fylla kvótann
sem er um 120 tonn. Má því búast
við að fiskilyktin á bréfum Mjó-
firðinga dvíni þegar líða tekur á
árið.