Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. júní 1986 ÁITSTJORNARGREIN- Ahrif jafnaðarstefnunnar í fara stöðugt vaxandi heiminum m A morgun hefst í Lima í Perú sautjánda þing Alþjóðasambands jafnaðarmanna. Þetta er í fyrsta sinn að þing sambandsins er haldið á meginlandi Ameríku. Þingið sækja fulltrúar nær allra jafnaðarmannaflokka í heiminum. Jón Baldvin Hannibalsson er fulltrúi Alþýðu- flokksins á þinginu. Þetta þing Alþjóðasambands jafnaðarmanna getur markað tímamót í störfum þess. Ætlunin er, að afgreiða nýja stefnuyfirlýsingu Alþjóða- sambandsins, sem verið hefur í smíðum sl. tíu ár. Þærtillögur, sem nú liggjafyrirum breyting- ar á stefnuyfirlýsingunni eru mjög róttækar og geta haft veruleg áhrif á stefnu og störf sam- bandsins á næstu árum. Þá liggur fyrir þinginu stefnuályktun um nýja efnahagsskipan heimsins, samskipti Norðurs og Suðurs í framhaldi af Brandt-skýrslunni. Rauði þráðurinn í þeirri skýrslu ersá, að sovét- kommúnisma og óheftum markaðsbúskap er hafnað sem fyrirmyndum þróunarríkjanna. Benteráþriðju leiðina; leió hins blandaðahag- kerfis, einkaframtaks og markaðsbúskapar undir heildarstjórn lýðræðislega kjörins ríkis- valds, sem stefnir að jöfnun eigna- og tekju- skiptingar og félagslegu öryggi allra. Þess hefurorðið mjög vart á síðustu árum, að hin nýfrjálsu þróunarríki hafa hafnað forystu stórveldanna við mótun þjóðskipulags. Þau hafa í æ ríkari mæli leitað fyrirmynda meðal ríkjaþarsem flokkarjafnaðarmannaeru öflugir og hafa haft meiri áhrif á mótun þjóðfélagsins en aðrar pólitískar stefnur. Mörg þessara ríkja hafa leitað til Alþjóðasambands jafnaðar- manna um aðstoð og fræðslu. Það er engum blöðum um það að fletta, að jafnaðarstefnan er nú í meiri sókn í heiminum en nokkru sinni fyrr. Hún verður valkostur fleiri og fleiri, sem hafafengið sig fullsadda af þeirri pólitísku innrætingu og valdakapphlaupi, sem stórveldin hafa iðkað. Fleiri og fleiri þjóðir leita nú friðsamlegrar lausnar á margvíslegum vandamálum og hafna þátttöku í þvi tortíming- arkapphlaupi, sem gerir vart við sig á hverjum degi. Fyrir marga er jafnaðarstefnan og al- þjóðahyggja jafnaðarmanna áþreifanlegur og fýsilegur valkostur. Fyrir þingi Alþjóðasambands jafnaðarmanna liggur einnig itarleg ályktun um samskipti Austurs og Vesturs um afvopnunarmál og um frumkvæði alþjóðahreyfingar jafnaðarmanna í friðarmálum, sem hinnar einu sönnu friðar- hreyfingar samtímans. Þessu þingi Alþjóðasambands jafnaðar- manna verður mikill gaumur gefinn um allan heim. Fjölmargar þjóðir, sem búa við kúgun og einræði og eiga höfði sínu hvergi að halla í póli- tískum skilningi, leita stuðnings hjá Alþjóða- sambandinu. Margar stjórnmálahreyfingar þriðja heimsins eiga nú aukaaðild að sam- bandinu, og fleiri hafa sótt um aðild. Alþýðuflokkurinn á íslandi hefur átt aðild að Alþjóðasambandinu frá árinu 1922 og átt við það mikil og góð samskipti. Sú alþjóðahyggja og samstaða, sem einkennt hefur störf sam- bandsins, er einstæð í heiminum í dag og af henni getur engin önnur pólitísk hreyfing stát- að. — Skúli H. Nordahl, arkitekt: Hvernig er farið rétt- arfarinu í landinu Seinheppnir fréttamenn 1. Til hvers eru menn hnepptir í gæsiuvarðhald? 2. Hvers vegna er sakamálarann- sókn leynileg? 3. Hverjar eru trúnaðarskyldur rannsóknaraðila? A þjóðhátíðardegi 17. júní reyn- ast íslenzkir fréttamenn svo sein- heppnir að gera að stórfrétt dagsins söguburð, sem virðist vera upp- runninn frá þeim, sem skyldir eru sakarannsókninni og eru utan gæsluvarðhalds eða vera látinn leka úr rannsóknarstofum rannsóknar- lögreglu. Þjarmað er að einstaklingum og þeim borið á brýn mútuþægni og misferli, er leiði til afsagnar trúnað- arstarfa. Yfirheyrslan byggð á framangreindum söguburði. Er að furða, að almennir borgar- ar ófróðir um lagareglur spyrji framangreindra spurninga? 1. Til hvers eru menn hnepptir í gæsluvarðhald? Almennt trúa menn því, að það sé gert til að halda leynd yfir upplýsingum, til að koma í veg fyrir að þeir, sem utan gæslu eru geti haft áhrif á rannsóknina eða að gæslufangar i samskiptum við aðra geti haft áhrif á gang rannsóknar. 2. Hvers vegna er sakamálarann- sókn Ieynileg? Svarið felst að nokkru leyti í svari við fyrstu spurningunni. Að öðru leyti er um að ræða ör- yggisráðstöfun til að tryggja að jafnt sakborningar sem aðrir, er málið snertir, hljóti fordóma- Iausa og hlutlæga réttarmeðferð. Þá kemur e.t.v. að alvarlegustu spurningunni. Hverjar eru trúnaðarskyldur rannsóknaraðila? Skyldur rannsóknaraðila eru einhlítar og afdráttarlausar í hugum almennings. Rannsókn- araðilar hafa algjöra þagnar- skyldu um störf sín og varðveislu gagna. Framangreindar spurningar hljóta að vakna, þegar innlendir fréttamenn erlendra fréttastofnana senda erlendis svokallaðar upplýs- ingar úr sakamálarannsókn og bera sumpart fyrir sig pólitíska áhrifa- menn og síðan í viðtölum telja upp- lýsingarnar komnar beint úr saka- málarannsókninni. Það vakna fleiri spurningar. 4. Hvernig hafa hinir pólitísku áhrifamenn fengið upplýsingar sínar? 5. Til hvers er upplýsingunum komið á framfæri? 6. Hverjir eru þessir pólitísku áhrifamenn? Ellert Schram hefur í heilsíðu- grein í DV gert athugasemdir við framkomu fjölmiðla í garð gæslu- fanga í Hafskipsmálinu. Hætt er við, að sú umfjöllun, sem Ellert mótmælir hafi áhrif til að sakfella fangana i hugum almennings áður en rannsókn er lokið á máli þeirra. Ennþá alvarlegri er sú málsmeð- ferð fréttamanna, að ráðast að ein- staklingum með dómfellandi yfir- heyrslu út af söguburði, sem látinn er leka ábyrgðarlaust. Slík mannorðsmorð þjóna vart réttarfarinu í landinu. Svo virðist sem allt þetta mál sé komið úr höndum réttvísinnar. Það er að verða eins og krabbamein í saklausum þjóðarlíkamanum. Það sprettur upp hér og þar og eitrar umhverfið og enginn fær séð beint samhengi orsakar- tilgangs og af- ieiðinga. Nú er málum svo komið að eftir stendur ein skýlaus krafa almenn- ings. Hún er. Rannsóknin fari fram fyrir opn- um tjöldum vegna þess að hvorki sakborningar né aðrir njóta réttar- öryggis leyndrar rannsóknar. Meinið verður að skera burt með aðgerð svo að ekki verði eftir angar, sem geri því kleift að halda áfram að grafa um sig. Að lokum til fréttamanna. Þeim er þetta ritar hefur oft þótt þið seinheppnir í vali frétta ykkar. Við því er víst lítið að gera. Frétta- mat er misjafnt. En þess mun í framtíðinni verða minnst af endemum, að á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní 1986, á 200 ára afmæli höfuðborgarinnar og 42. afmælisári lýðveldis á íslandi var í fjölmiðlum aðalfréttin sú, sem að framan greinir og með þeim hætti sem hér er lýst. Ritað á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1986. Skúli H. Norðdahl ark. F.A.I. Aths. Hér er sérstaklega átt við fréttamennsku útvarps og sjón- varps. S.H.N. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS TILKYNNING! ERUM FLUTTIR AÐ BÍLDSHÖFÐA 16 MEÐ ALLAR DEILDIR STOFNUNARINNAR Á EINUM STAÐ OG ® ER 672500 VINNUEFTIRLIT RIKISINS BÍLDSHÖFÐA 16 — 112 REYKJAVÍK Eru karlar líka menn? Kvenfrelsast karlar? Hvernig eru mjúkir karlmenn? Ég ætla sko að lesa um þetta allt í 19. júní — sérstak- lega þessa mjúku! ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS „19. JÚNÍ“ ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaversiunum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.