Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 4
Alþýöublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Úlgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaöamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Fimmtudagur 19. júní 1986 Prentun: Blaöaprent hf„ Síðumúla 12 alþýöu Askriftarsíminn er 681866 Hver eru áhrif Robert Hahn, sœnskur lœknir, útskýrir í stórum dráttum áhrif geislunar á líkamann. Hvað gerist í líkamanum þegar menn fá á sig geislavirkt ryk, anda því að sér eða fá það í líkamann með mat? Þessar spurningar hafa verið of- Hafnfirðingar eignast nýja slökkvibifreið Hafnarfjarðarbær hefur keypt nýj- an slökkvibíl af M.A.N. gerð, sem yfirbyggður er hjá H.F. Nielsen í Danmörku. Kaupverð bílsins er tæpar 5 milij. króna. Bifreiðin er þýsk af gerðinni M.A.N. 12.192 F. Bíllinn er 12 tonn með 192 DiN Hö. dieselvél. Gír- kassi er sjálskiptur með aflúrtaki fyrir dælu. Dæla bílsins er sænsk „Ruberg“. og afköst hennar eru 3000 ltr./mín. Vatnstankurinn tek- ur 2000 ltr. og einnig er 80 ltr. froðugeymir á bílnum, sem tengja má dælunni og með einu handtaki að hleypa froðu í slöngur. Á bílnum er ýmis búnaður til slökkvi- og björgunarstarfa s. s. 490 m. af slöngum, reykköfunartæki, útdreginn stigi, stökkpúði, rafstöð, ljós, reykblásari, björgunartjakkur og mótorsög. Hús bílsins er gert fyrir 5 menn og er við það miðað að fjölgað verði á vöktum slökkviliðsins. Um yfirbyggingu bílsins sá fyrir- tækið H.F. Nielsen’s maskinfabrik A/S í Danmörku. Umboðsmenn eru Kraftur hf„ Reykjavík. Nýi slökkvibíllinn verður 1. bíll í útköllum, og er skáparými hans nægjanlegt fyrir þann búnað, sem honum er ætlað að flytja. Þessi nýi björgunar- og slökkvi- bíll kemur til með að leysa 2 bíla af hólmi, tækjabíl og gamlan dælubíl. Slökkvilið Hafnarfjarðar sér um brunavarnir í Hafnarfirði, Garða- bæ og Bessastaðahreppi. Slökkvi- liðið á nú 3 dælubíla, vatnsbíl og hefur afnot af körfubíl. Á stöðinni eru einnig reknir tveir sjúkrabílar. arlega í hugum margra síðustu vik- urnar, ekki síst á svæðum þar sem geislavirkni mælist éðlilega mikil. Sænski læknirinn Robert Hahn gefur svör við nokkrum algengustu spurningunum. Sums staðar í Svíþjóð hefur mælst 10 sinnum meiri geislavirkni í loftinu en eðlilegt er. Þar sem efn- isagnir safnast saman, t. d. í af- rennslislausu vatni, hefur geisla- virkni mælst allt að 200 sinnum meiri en það er venjulega. Með tím- anum minnkar geislavirknin, síast niður i jörðina með regnvatni. Mikil orka Geislunin dreifist með efnisögn- um sem berast með vindum frá Sovétríkjunum og kallast jónískar. Þær eru hlaðnar mikilli orku og geta valdið rafhleðslu í öreindum sem þær komast í snertinu við. Þeg- ar menn verða fyrir geislun vekur það mestan ótta að upp komi s. k. óháð efnahvörf, sem geta t. d. orðið með klofningu vatns í frumunum. Nýju efnasamböndin geta valdið truflun á eðlilegri starfsemi frum- anna. Geislun getur haft áhrif á erfða- eiginleika og stuðlað að myndun krabbameins. Við rannsókn á frumukjörnum hefur komið í ljós að litningarnir missa nokkuð af hreyfihæfni sinni strax og geislunar verður vart. Við stærri skammta af geislun verða litningarnir undarleg- ir útlits og viðkomu. Sams konar breytingar má sjá í sumum tegund- um krabbameins, t. d. húðkrabba. Miklu skiptir hvort geislunin sem menn verða fyrir er mikil eða lítil, en hve stóra skammta þarf til að skaðast vita sérfræðingar ekki með vissu. Ástæðan er sú að þær breyt- ingar sem geislun veldur á litning- um og erfðaeiginleikum eru ekki óalgengar, þótt engin geislun hafi átt sér stað. Fósturlát Erfðagallar konm oft ekki í ljós fyrr en í annan eða priðja ættlið eða jafnvel síðar. Af þeim sökum er erf- itt að gera sér nákvæma grein fyrir orsökum þeirra eða sanna ótvírætt hver áhrif tiltekinn skammtur hef- ur, jafnvel þótt hann sé mun stærri en sú geislun sem menn verða fyrir frá umhverfi sínu dags daglega. Hins vegar er það vitað að fóstrið er viðkvæmt fyrir geislun i upphafi meðgöngutímans. Fósturlát og/eða truflanir á eðlilegri meðgöngu urðu eftir Hirosimasprenginguna mestar hjá mæðrum sem urðu fyrir geislun áður en 17 vikna meðgöngutíma var náð. Þessum tilfellum fjölgaði verulega þar sem geislunin reyndist 100 sinnum meiri en ársskammtur af geislun, miðað við venjulegar að- stæður. Sú geislun sem hefur mælst und- anfarið, eftir slysið í Chernobyl, mun að líkindum vaida aukinni tíðni krabbameins, en á það ber að líta að geislunin minnkar þegar frá líður og það dregur úr hættunni á heilsutjóni. Hvítu blóðkornin eyðast Sá sem verður skyndilega fyrir geislun, svo mikilli að nemur u. þ. b. þrjúþúsundföldum meðalárs- skammti, fær einkenni og sjúkdóm sem rekja má beint til geislunarinn- ar. Eftir hálfan sólarhring minnkar matarlystin og ýmiss konar vanlíð- an gerir vart við sig. Áhrifanna gæt- ir fyrst í frumum sem skipta sér ört. Hvítu blóðkornunum fækkar og við það lamast sýkingavarnir lík- amans. Truflanir verða í starfsemi meltingarfæranna og óstöðvandi blæðingar sem geta leitt til dauða á fáeinum dögum. Við enn meiri geislun skaðast miðtaugakerfið og það leiðir einnig oftast til dauða innan skamms. Börnin viðkvæmust Geislavirkni hefur mest áhrif á frumur sem eru í vexti. Þess vegna eru börn viðkvæmari fyriráhrifum hennar en fullorðið fólk. Að sjálf- sögðu leggst hún einnig þungt á alla þá sem eru veikir fyrir af einhverj- um ástæðum. Mest áberandi er aukningin á brjósta- og lungna- krabbameini og húðkrabbameini. Joð töflur eru helsta vörnin, sem vitað er um. Þær draga úr hættunni á að geislunin nái að þrengja sér inn í frumur líkamans. Miklar líkur eru á að þeir sem voru í námunda við kjarnorkuverið í Chernobyl þegar slysið varð, hafi fengið banvænan skammt af geisl- un. Hve margir þeir eru er ekki vit- að, né heldur hver verða langtíma- áhrif slyssins. Molar Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa að undan- förnu látið vinna litprentaðan kynningarbækling á ensku um höfuðborgarsvæðið, til dreifingar erlendis. í þessu riti er að finna margvís- legar upplýsingar um höfuðborg- arsvæðið, svo sem atvinnumál og aðstöðu til atvinnurekstrar, þjón- ustukerfi, íbúa, fyrirtæki, ráð- stefnuaðstöðu og margt fleira, auk nánari upplýsinga um ýmsa þætti er tengjast atvinnulífi svæð- isins. Trimmdagar Trimmdagar í Hafnarfirði dagana 20, 21 og 22. júní undir kjörorð- inu „Heilbrigt líf — Hagur allra“: 20. júní — Dagur leikfiminnar — í íþróttahúsi Víðistaðaskóla hefst leikfimi kl. 16.00 og sjá leiðbeinendur frá fimleikafé- laginu Björk um tilsögn, sem hefst á hálftíma fresti til kl. 18.00. Engin þátttökugjöld. 21. júní — Dagur sundsins — Sundhöllin verður opin frá kl. 7.00 til kl. 16.00. Leiðbein- endur verða frá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Engin lág- marks vegalengd. Aðgangur ókeypis þennan dag. 22. júní — Dagur skokks og gönguferða — Skokkað verður í miðbæn- um. Safnast verður saman við Sparisjóðinn kl. 10.00 f.h. Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar. Skokkiðhefst kl. 10.30 f.h., vegalengdir við allra hæfi. Þátttakendur fá Svala. Frjálsíþróttadeild F.H. sér um skokkið. GÖNGUFERÐ: Gengið verður frá Höskuldarvöllum um Sog að Djúpavatni og komið niður á Lækjarvelli. Rútuferðir frá íþróttahúsinu v/Strandgötu kl. 13.15. Leið- sögumenn verða með í ferð- inni. Þetta er kjörin fjöl- skylduferð. Ferðin er ókeypis. Ferðafélag íslands sér um ferðina. Munið að klæðast með tilliti til veðurs. Allir þátttakendur í Trimmdögum fá viðurkenningu. Reiðhjól í Svíþjóð Þann 1. apríl sl. gengu í'gildi í Svíþjóð nýjar reglur um öryggis- búnað reiðhjóla. Svíar krefjast þess nú að á öllum reiðhjólum sé svokallað teinaglit, sem tryggir að hjólið sést frá hlið í allnokkurri fjarlægð. Þá varð einnig skylda, að hafa framan á hjólum hvítt glitmerki með þríhliða endurskini, rétt neð- an við ljósið. Mikil umræða hefur verið þar í landi um notkun öryggishjálma fyrir börn. Staðreynd er að höfuð- þungi barna er hlutfallslega miklu meiri en fullorðinna, sem veldur því að meiri hætta er á að þau slasist á höfði. • Frimerki Póst- og símamálastofnunin gefur út tvö ný frímerki í tilefni aldarafmælis Landsbanka ís- lands. Ennfremur er á þessu ári ein öld liðin frá því íslenskir pen- ingaseðlar voru fyrst gefnir út. Það voru seðlar Landssjóðs. — Landsbankinn var stofnaður með lögum, sem staðfest voru 18. september 1885 og reglugerð fyrir bankann var gefin út 5. júní 1886. Hinn 1. júlí 1886 hóf bankinn starfsemi sína í tveimur herbergj- um í húsi Sigurðar Kristjánsson- ar, bóksala, við Bakarastíg í Reykjavík. Gatan var síðan kennd við bankann og nefnd Banka- stræti og ber hún enn það nafn. Landsbankinn hefur nú starfað í 100 ár, og rekur 42 afgreiðslur víðsvegar um landið. Hlutverk bankans hefur frá upphafi verið „að greiða fyrir peningaviðskipt- um í landinu og styðja að fram- förum atvinnuveganna", eins og segir í lögum frá 1885. Frímerkið, að verðgildi 13 krónur, sýnir mynd af bankahús- inu í Austurstræti 11 í Reykjavík. Smíði hússins lauk í febrúar 1924 og var það tekið í notkun 1. mars það ár. Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson, arkitekt, og var á þeim tíma talið „vandaðasta og fallegasta hús sem nokkru sinni hefur verið reist hér á landi“ eins og sagði í blaðinu Óðni frá 1924. ■ » » ■ »"■'» m rr» » ■ »■¥"« » » iiuimm í afgreiðslusal er veggmynd eftir Jón Stefánsson, listmálara, sem sýnir sveitabúskap þess tíma og á annarri hæð eru veggmálverk eft- ir Jóhannes Kjarval, listmálara, sem sýna sjávarútveg frá þeim tíma. Frímerkið, að verðgildi 250 krónur, sýnir bakhlið 5 krónu seð- ils úr fyrstu seðlaútgáfu Lands- banka íslands samkvæmt lögum nr. 10, 15. apríl 1928. Á þessari hlið er mynd af fálka, sem var skjaldarmerki íslands frá árinu 1903 til 1.12.1918. Seðilinn teiknaði danski list- málarinn Gerhard Heilmann og annaðist prentsmiðjan H.H. Thiele í Kaupmannahöfn prent- un. Sömu aðilar höfðu áður séð um teiknun og prentun seðla fyrir Landssjóð íslands. .....................

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.