Alþýðublaðið - 21.06.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1986, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. júní 1986 fllTSTJORNARGREINH Hin hámenntaða láglaunastétt löntæknistofnun býður þessa dagana upp á námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja sér- staklega fyrir konur. Aðsókn að þessum nám- skeiðum hefur orðið miklum mun meiri en gert var ráð fyrir, þegar ákvörðun var tekin um þau á sínum tíma. Upphaflega var einungis gert ráð fyrir einu námskeiði, en svo margar konur skráðu sig til námskeiðshaldsins, þegar fyrstu dagana eftir að það var auglýst að þá strax var fyrirsjáanlegt að fjölga þyrfti námskeiðunum og nú mun Ijóst að talsvert framhald verður á þessari starfsemi. Það er eflaust margt sem veldur því að svo margarkonurviljanú kynnasérhvernig standa beri að því að stofna fyrirtæki og reka það. Þó má trúlega að stærstum hluta rekja þennan áhuga til þeirrar gífurlegu jafnréttisbaráttu sem konur hafa háð á undanförnum árum og hefur reyndar borið talsverðan árangur og í mörgum tilvikum annan en gert var ráð fyrir. A síðustu tíu til fimmtán árum hefur þeim konum fjölgað stórlega sem valið hafa þann kost að mennta sig og jafnvel lagt út í langskól- anám, kannski fyrst og fremst með það fyrir augum að standa jafnfætis karlmönnum á hin- um almenna vinnumarkaði. Þannig hefur það gerst á þessum tiltölulega fáu árum að meiri- hluti menntaskólanema er orðinn kvenkyns og í Háskóla ísiands eru konur (meirihluta í fjölda námsgreina. í Kennaraháskólanum hafa konur líka verið i meirihluta um langt skeið. Þessi aukna ásókn kvenna í menntun þá sem þjóðfélagið býður þegnum sínum upp á hefur hins vegarekki haft þau áhrif í jafnrétisátt sem margir áttu ugglaust von á. Þannig hafa konur eftir sem áður valið sér ákveðnar námsbrautir, sem leiða til láglaunastarfa. Það má líka finna dæmi þess að þegar konum fjölgar í ákveðnum stéttum, hafi laun þessara stétta tilhneigingu til að dragast aftur úr í samanburði við laun annarra sambærilegra stétta. Samhliða þessari þróun hefur það gerst að menntunarkröfur eru stórlega auknar í ýmsum kvennastarfsgreinum. Þannig hefur hjúkrunar- menntun verið færð upp á háskólastig, og munar því kannski ekki lengur svo ýkja miklu í námslengd á menntun lækna og hjúkrunar- fræðinga, þótt verulegur munur sjáist á launa- kjörum þessarastétta. Nefnamáeinnig að þótt ekki sé krafist stúdentsprófs til inngöngu í Fósturskóla íslands, munu konur í fæstum til- vikum fá inngöngu í þann skóla með öllu minni menntun. Mörg fleiri dæmi mætti nefna í þessu sambandi. Þannig hefur hin stóra flóðbylgja kvenna inn í íslenska menntakerfið á síðastliðnum áratug, ekki borið þann árangur að launamunur milli kynjanna hafi minnkað að neinu ráði. Konur gegna í mögum tilvikum sömu störfum og áð- ur, en þurfanú til þess mun meiri menntun. Það mun ekkert ofmælt þótt þær séu kallaðar „hin hámenntaða láglaunastétt". Þessa staðreynd eiga margar konur auðvitað erfitt með að sætta sig við og það þarf sannar- lega enginn að verða hissa á því þótt hámennt- aðar konur, sem vinna fyrir lágu kaupi í þjón- ustu hins opinbera, fari að velta því fyrir sér í al- vöru hvort þær geti ekki nýtt sér menntun sína á einhvern annan hátt, t.d. með því að stofna eigið fyrirtæki. Þótt jafnréttisbarátta kvennaáratugarins hafi kannski ekki skilað jafn stórum áföngum í áþreifanlegu jafnrétti og margar konur áttu von á, hefur hún þó orðið til þess að fjölmargar menntaðarkonur neitaifyllstu alvöru að sætta sig við láglaunahlutverkið. Þeim konum fer fjölgandi sem tilbúnar eru að sýna klærnar — og það er allavega skref í rétta átt, því jafnrétti fæstekki ásilfurfati, heldurverða konurnar að vinna það sjálfar. JD Fósíurskólinn: Víðtæk endurmenntun Fósturskóla íslands var slitið 29. maí 1986 í Bústaðakirkju að við- stöddum mörgum gestum og af- mælisárgöngum. Skólastjóri, Gyða Jóhannsdóttir, las yfirlit yfir starfsemi skólans á sl. skólaári og ræddi ýmis framtíðar- verkefni. í upphafi skólaárs voru 174 nemendur við nám í skólanum. Skiptust nemendur í 8 bekkjar- deildir. Tvær bekkjardeildir voru á fyrsta námsári, þrjár á öðru náms- ári og þrjár á þriðja námsári. Víð- tæk endurmenntun fór fram sl. vet- ur fyrir starfandi fóstrur. Þessi end- urmenntun var fólgin í 15 stuttum námskeiðum 20—30 stunda löng- um. Skólastjóri ræddi um nauðsyn þess að slík endurmenntunarnám- skeið yrðu eðlilegur þáttur í starf- semi skólans. Einnig taldi hann nauðsynlegt að Lima 1 borgar í þriðja heiminum í fyrsta sinn. Andstæðurnar í þjóðfélaginu væru ólýsanlegar, t.d. færi ráð- stefnan sjálf fram í lúxushóteli í skýjakljúfi í Lima en ekki þurfi nema líta út um glugga til að sjá eymdarleg fátækrahverfi. Borgin hafi vaxið svo mikið með innflutn- ingi sveitamanna að hvergi hafi tek- ist að fylgja eftir i skipulagi eða uppbyggingu, þarna ætti ýmislegt eftir að gera. Þingið hófst með störfum hinna ýmsu nefnda 15. júní, og lýkur þann 22. Fastanefndir munu starfa til 25. júní. „Ég kom á þriðja degi og það kom mér strax á óvart hve þingið starfar opið og ómiðstýrt. Það starfar virkilega fyrir opnum tjöld- um“, sagði Jón Baldvin Hannibals- son að lokum. Hann mun koma heim strax að þingi loknu. GOTT BILMILU BÍLA. gefa starfandi fóstrum kost á eins árs framhaldsnámi. Mjög brýnt er að skólinn eignist íþróttasal. Skortur á slíkri aðstöðu er tilfinnanlegur, þar sem ekki er unnt að veita nemendum nægilega þjálfun í sambandi við hreyfiupp- eldi barna, sem er mikilvægur þátt- ur í uppeldisstarfi. í lok ræðu sinnar minnti skóla- stjóri á nauðsyn þess að starfrækja æfinga- og tilraunastofnun við Fósturskóla íslands, en um það er kveðið á um í lögum skólans. Burtfararprófi luku 62 nemend- ur. Skólastjóri afhenti þeim skírteini og ávarpaði þær sérstaklega. Marta Gunnarsdóttir hlaut bókaverðlaun frá skólanum fyrir hæstu einkunn í lokaritgerð en hún fékk 10. Bjarni 1 sem varamann minn“, sagði Bjarni, en borgarstjóri mótmælti því og taldi að einungis mættu aðalfull- trúar sitja í borgarráði, eftir að álit lögfræðinga lá fyrir var ákveðið að Ingibjörg Sólrún yrði varafulltrúi minní' Á síðasta kjörtímabili urðu Al- þýðuflokksmenn að sæta því að eiga aldrei fulltrúa í borgarráði, en árangurinn í kosningunum gerði það að verkum að þeir skutust upp fyrir bæði Framsókn og Kvenna- lista og komast þannig inn vegna stærðar sinnar. Að öðrum nefndum er það að segja að Alþýðuflokkur fékk full- trúa í hafnarstjórn sem verður Bryndís Schram, varamaður er Skjöldur Þorgrímsson, Gissur Símonarson í byggingarnefnd, varamaður hefur ekki verið kosinn, Ragnheiður Guðmundsdóttir í menningarmálanefnd, varamaður er Bryndís Schram, Bryndís Krist- jánsdóttir í umhverfismálanefnd, varamaður er Gylfi Þ. Gíslason, Björk Jónsdóttir er í Barnaverndar- nefnd, varamaður Ásgerður Bjarnadóttir og í stjórn Sjúkrasam- lags Reykjavíkur er Halldór Jóns- son varamaður hans er Jón Baldur Lorange. Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin alla virka daga frá kl. 9—16. — Símar: 29282 og 29244. Bjarni P. Magnússon sagðist mundu strax á fyrsta fundi í byrjun júlí Ieggja fram nokkur af þeim baráttumálum sem flokkurinn var með í kosningabaráttunni. Ráðstefna 4 með heilbrigði allra árið 2000, samanber yfirlýsingu Alman- Akt ráðstefnunnar frá 1978. Þetta þýðir, að hver þjóð verður að veita öllum þegnum sínum eins alhliða og fullkomna heil- brigðisþjónustu sem völ er á og hægt er að veita hverju sinni. Álgengustu orsakir veikinda, fötlunar, óvinnufærni, þjáninga og dauða í Evrópu eru af völd- um langvinnra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, slysa, sykursýki og geðlægra vandamála. Rann- sóknir Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar og annarra aðila hafa sýnt, að hægt er að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma að miklu leyti. Fram að þessu hafa fjölmörg verkefni verið þróuð til að fást við hvern þessara sjúkdóma fyr- ir sig. En þar sem ljóst er, að or- sakir þessara sjúkdóma eru margar og að margar þeirra eru sameiginlegar fleiri sjúkdóm- um, þarf samstarf margra sér- greina og aðgerðir á mörgum sviðum þjóðlífsins að koma til, ef hanna á virk eftirlitsverkefni gegn þessum sjúkdómum. Árangur slíkra verkefna verð- ur áhrifameiri og áhættuvarnir virkari og ódýrari ef sameigin- legir áhættuþættir eru skil- greindir og samhæfðum íhlut- unaraðgerðum beitt sem ná til alls þorra manna. Önnur aðild- arríki Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar munu hagnýta sér þá reynslu sem fæst af verk- efninu þar sem saman fer notk- un samreyndra eftirlitsaðferða og samþætting varnaraðgerða“ Þátttakendur á ráðstefnunni eru allt háttsettir starfsmenn heilbrigð- isyfirvald viðkomandi ríkja og skrifstofa Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Genf og Kaup- mannahöfn. Meðan á ráðstefnunni stendur, heimsækja fulltrúarnir Hjarta- vernd, heilsugæslustöðina á Sel- fossi, Heilsuverndarstöð Rekjavík- ur og Krabbameinsfélag íslands. Á ráðstefnunni situr Hrafn Frið- riksson, yfirlæknir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í for- sæti, en hann hefur tekið virkan þátt í verkefninu fyrir hönd íslands frá 1984. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönskstjórnvöld bjóöafram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1987—88 en til greina kemur að styrktfmabil verði framlengt til 1989. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla viðjapanskaháskólaferfram ájapönsku ertil þessætl- ast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a. m. k. sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- sklrteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 1. ágúst n. k. Sérstök umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 18. júní 1986 Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í EYRAR- BAKKAVEG MILLI EYRARBAKKA OG ÖLFUSÁRÓSS. Helstu magntölur: Lengd......................... 3,5 km Fylling, fláafleygar og burðarlag .. . 30.000 m3 Verkinu skal að fullu lokið 20. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík og Breiðumýri 2, 800 Selfossi frá og með þriðjudeginum 24. júní 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 7. júlí 1986. Vegamálastjóri. Sumarferð Alþýðuflokkurinn efnir til sumarferðar á ítölsku Rivíeruna — Pietra Liqure — dagana 7. til 28. júlí. Flogið verður í beinu leiguflugi til Genova. Skoðunarferðiraðvild til Monacoog MonteCarlo, Nice og Cannes, Pisa, Genova, Portefino og ítalskt útileikhús skoðað. Heimsókn til Bettino Craxi, forsætisráðherra íta- líu og formanns ítalska Alþýðuflokksins ásamt skoðunarferð til Rómar með Jóni Baldvin og Bryndísi. Verð frá kr. 23.900,- Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Allar frekari upplýsingar á flokksskrifstofunni, hjá fararstjóra og Ferðaskrifstofunni Terru, Laugavegi 28. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.