Alþýðublaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 1
alhúAii Hvalverndunarhópar: Þurfum að upplýsa okkar sjónarmið Miðvikudagur 16. júll 1986 133 tbi. 67. árg. Segir Eiður Guðnason þingmaður Ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins: Guðmundi gefinn frestur? Fundur í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins hófst klukkan 20 á mánudag og lauk ekki fyrr en um klukkan 6 á þriðjudagsmorgni. Að sögn heimildarmanns blaðs- ins var mönnum mikið niðri fyrir á fundinum og hátt i fimmtíu ræður fluttar. Mál Guðmundar J. Guð- mundssonar bar mjög á góma, en ekki var tekin bein afstaða til máls- ins heldur samþykkt tillaga sem hér fer á eftir. Vilja sumir kalla hana gálgafrest, hana megi túlka sem síð- asta tækifæri fyrir Guðmund J. að segja sjálfur af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.: Miðstjórn Alþýðubandalagsins minnir á að höfuðhlutverk flokks- ins er að beita sér gegn auðhyggj- unni og afleiðingum hennar hvar sem þœr birtast, ekki síst þeirri spillingu sem afhjúpast nú í Haf- skipsmálinu og málum fleiri stór- fyrirtœkja. Hafskipsmálið hefur varpað skýru ijósi á eðli auðvaldsþjóðfé- lagsins og afleiðingar þeirrar efna- hagsstefnu sem er kjarni frjáls- hyggjunnar. Það hefur einnig leitt í Ijós þær hœttur sem geta fylgt því að trúnaðarmenn launafólks og sósíalískrar hreyfingar tengist hags- munaböndum við forráðamenn auðfyrirtœkja og áhrifamikla ein- staklinea í forystusveit íhaldsafl- anna. Miðstjórnin telur brýnt að allar stofnanir og trúnaðarmenn Al- þýðubandalagsins helgi sig barátt- unni gegn þeirri efnahagslegu og stjórnmálalegu spillingu sem Haf- skipsmálið hefur afhjúpað. Hvað varðar mál Guðmundar J. Guð- mundssonar ályktar miðstjórnin að fela formanni flokksins, formanni þingflokksins og formanni fram- kvœmdastjórnar auk tveggja mið- stjórnarmanna sem fundurinn til- nefnirað ganga á fund Guðmundar og greina honum frá þeim umrœð- um sem farið hafa fram um mál hans á fundi miðstjórnar og einnig eftir atvikum þeim umrœðum sem urðu af sama tilefni á sameiginleg- um fundi framkvœmdastjórnar og þingflokks sl. miðvikudag. Að öðru leyti sér miðstjórn ekki ástœðu til að álykta frekar í máli þessu. Fundurinn tilnefndi síðan Guðna Jóhannesson, formann Al- þýðubandalagsins í Reykjavík og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, fulltrúa í framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins til að ganga á fund Guðmundar J. Guðmunds- sonar ásamt ofangreindum for- mönnum. „Við hefðum átt að gera miklu meira í að kynna okkar stjónarmið í þessum málum. — Það verður að athugast að þessi friðunarsamtök, sérstaklega Greenpeace hafa mikla peninga milli handanna, einkum virðist þeim hafa reynst auðvelt að fjármagna fyrirtækið eftir atvikið á Nýja- Sjálandi í fyrraþ sagði Eiður Guðnason þingmaður í samtali við Alþýðublaðið í gær, aðspurður um hvort ekki væri áhyggjuefni að hvalverndunarmönnum virtist mjög svo hafa vaxið fiskur um hrygg í baráttu sinni að undan- förnu, og sjónarmið þeirra ef til vill meira ríkjandi, en áður, víða út um heim. „Við eigum að gera miklu meira af að upplýsa aðrar þjóðir, ekki bara um hvalveiðarnar heldur og lífið almennt hér á Norðurslóð- um“, sagði Eiður. — Þetta kostar auðvitað peninga, en borgar sigý bætti hann við. Á þingi Vest-norræna þing- mannaráðsins í fyrra sem haldið var í Grænlandi var samþykkt tillaga sem Eiður. var frummælandi að. Tilllagan var svohljóðandi: „Undanfarin ár hafa ákveðnir umhverfisverndarhópar í vaxandi mæli beint starfsemi sinni gegn löndum okkar. í Grænlandi hefur þetta þegar valdið töluverðu tjóni, en nú einbeita þessir hópar sér að Færeyjum og íslandi. Ástæða gæti verið til að kanna hvort það væri ekki verkefni fyrir ráðið að íhuga aðgerðir gegn þessu tjóni og fræða um aðstæður í löndunum" Eiður sagði að þetta yrði tekið aftur upp á fundi ráðsins á Selfossi í Iok ágúst. Aids: 25 greinst sýktir Verið er að kanna hvort einhver hefur fengið blóð úr sýktum blóðgjafa Samstarfsnefnd Borgarspítalans og Landspítalans um varnir gegn al- næmi, hefur nýlega sent frá sér skýrslu til Landlæknis. Þar kemur fram að einstaklingum sem tilheyra áhættuhópum og koma til rann- sókna, hafi farið stöðugt fækkandi. Sagt er að ástæða sé að benda á að hlutfall smitaðra homma á árinu haldist nokkuð stöðugt. Þá hafi bæst í hóp smitaðra kona þar sem ekki er hægt að finna aðra smitleið en kynmök. Á árinu 1985 hefur blóðsýnum úr blóðgjöfum verið safnað í Blóð- bankanum áður en reglulegar mót- efnamælingar hófust. Hefur einn blóðgjafi reynst vera sýktur. Er nú verið að kanna hvort og þá hverjir kunna að hafa fengið blóð úr við- komandi. Hinn sýkti blóðgjafi til- heyrir áhættuhópi. Flest bendir til að mun fleiri karl- ar en konur hafi sýkst. Á landinu hafa greinst 23 sýktir karlar og 2 sýktar konur. Ef flokkað er í á- hættuhópa eru flestir hommar, eða 18 og dópistar 5. Einn gagnkyn- hneigður karlmaður hefur greinst sýktur og sömuleiðis ein kona. Enn sem komið er hefur enginn dreyra- sjúklingur reynst sýktur. Við fótskör foringjans I góða veðrinu að undanförnu hefur Reykjavíkurborg tekið á sig nýjan svip. Stúlkurnar verða fegurri en nokkru sinni fyrr, klæðnaðurinn litríkari og léttari og brosin tíðari. Reynt er að nýta hvern sólargeisla og hér hafa tvœr Reykjavíkurdœtur sest við fótskör Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Verslunarmenn á Suðurnesjum: Guðmundur J. dragi sig í hlé í fréttatilkynningu frá Verslunar- mannafélagi Suðurnesja segir að á stjórnarfundi í félaginu 2. júlí hafi einróma verið samþykkt eftirfar- andi álit: „Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja álítur að Guðmundur J. Guðmundsson eigi að draga sig í hlé frá trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar, vegna þess að það samrýmist ekki að for- ustumenn innan hennar þiggi gjafa- fé úr hendi atvinnurekenda“ Deila BHMR og ríkisins: Hávær krafa um verkfallsrétt Úrskurður Kjaradóms í máli BHMR og ríkisins virðist hafa komið báðum viðsemjendum á óvart. í Alþýðublaöinu í gær var t. a. m. birt viðtal við Kristján Thorlacius þar sem hann segir Kjaradóm hafa í raun dæmt sjálf- an sig úr leik og telur að ekki verði leitað til hans aftur, heldur verði krafan um samningsrétt og verk- fallsrétt sett skýlaus fram. Þegar er búið að segja upp heildarkjara- samningunum. Þorsteinn Pálsson lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu að dómurinn gangi á svig við þá launastefnu sem mótuð hafi verið í þjóðfélaginu og niðurstaðan muni leiða til þess að þetta launa- ákvörðunarkerfi muni verða end- urskoðað. Kjaradómur á sér stoð í lögum um kjarasamninga ríkisins og snertir þá aðallega þátt BHM inn- an þess. Dómurinn er skipaður 5 mönnum, 3, skipuðum af Hæsta- rétti og svo einum frá sitthvorum samningsaðila. Stefán Ólafsson var fulltrúi BHMR í dómnum og Jón G. Tómasson fyrir hönd ríkis- ins, skiluðu þeir báðir séráliti í dómsúrskurði. Gagnrýni launamanna á niður- stöður byggist aðallega á því að þau vilyrði er gerð voru í samning- um ’84 um að tekið yrði tillit til niðurstöðu kjararannsókna hjá háskólamenntuðum mönnum innan ríkisins og í einkageira hafi að engu verið höfð í þessum samningum. „Við vorum í raun blekkt út í þessa samningaý sagði Birgir Björn Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri BHM í samtali við Alþýðublaðið í gær, „Kjaradóm- ur hefur misskilið skýlaus ákvæði laganna og virðist ekki hafa skilið út á hvað samningarnir gengu. Þetta virðist vera vonlaust samn- ingsfyrirbæriþ bætti hann við. Á næstu dögum má búast við að BHM fari að móta sínar kröfur um samningsrétt. Eins og nú er virðist ekki vera að vænta úr- Iausnar af hálfu ráðuneytisins. Það sem hingað til hefur staðið háskólamönnum til boða er fyrst og fremst um takmarkaðan samn- ingsrétt. Útilokað hefur reynst að ná almennum verkfallsrétti. Starfsmönnum í heilsugæslu, dómskerfi, utanríkisþjónustu og yfirmönnum hefur t. d. hingað til verið óheimilt að fara í verkfall. Forsvarsmenn hjá BHM sögðu hins vegar í samtali við blaða- mann að slíkur samningsréttur væri gagnslaus og þeim væri alveg treystandi fyrir fullum samnings- rétti. Það hefði sýnt sig að þeir hefðu alltaf notað lægstu viðmið- un. „Við höfum aldrei reynt að spenna neitt uppþ sagði fram- kvæmdastjóri BHM í samtali við blaðið. Eins og áður sagði hefur aðal- kjarasamningum þegar verið sagt upp og á næstu dögum verður gengið á fund ráðherra. Svo virð- ist sem þessi úrskurður Kjara- dóms hafi verulega flýtt fyrir kröfunni um samningsrétt og verkfallsrétt, jafnvel hefðu þær raddir ekki heyrst nú ef úrskurð- urinn hefði reynst háskólamönn- um viðundandi: „Þessi strandsigling dómsins hefur ef til vill gert það að verkum að nú er enginnefií huga okkar lengur, ef þá einhver hefur verið,“ segir framkvæmdastjóri BHM, en bætir við að auðvitað sé erfitt að ræða þessi mál í viðtengingar- hætti, og bendir á að þessi krafa hafi alltaf verið höfð uppi reyndar með misjöfnum áherstum“ „Prinsippákvörðun hefur alltaf legið fyrirþ segir hann, „en hún hefur fengið allt annan þunga núna“ Háskólamenn hjá ríkinu hafa bent á að kjör þeirra séu í engu samræmi við kjör í einkarekstri og eins sé háskólamenntuðu fólki hvergi á nágrannalöndunum boð- ið upp á viðlíka og hér á landi. Einn nefndi blaðamanni dæmi, að maður eftir 10 ára háskólanám og doktorsnafnbót og starfaði sem lektor við Háskóla íslands hefði nú 31.000 krónur á mánuði í byrjunarlaun. Þetta gerði auð- vitað að verkum að hann snéri sér eitthvað annað „bensínafgreiðslu maður hefur jafnvel 35.000 krón- ur í byrjunarlaun", sagði hann. „Til hvers eru menn að leggja á sig slíkt nám, og sitja jafnvel eftir með 40.000 króna afborgun af námslánum, ef kjörin eru ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.