Alþýðublaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. júlí 1986 3 Afleiðingar kjaradómsins: Tækniskólakennarar hóta hörðum aðgerðum Félag tækniskólakennara hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð: Eins of komið hefur fram í fjöl- miðlum, er nýgenginn dómur í kjaradómsmáli FTK gegn fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs, sem og í málum annarra aðildarfélaga BHMR. FTK getur ekki látið hjá líða að koma á framfæri nokkurm athuga- semdum i þessu samb^ndi, enda al- varlegt mál á ferðinm. Samkvæmt lögum skal kjara- dómur ákveða þeim starfsmönnum ríkisins, sem hann fjallar um, launakjör, sem séu sambærileg við þau, sem starfsmenn með sambæri- lega menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi njóta á almennum vinnu- markaði. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum, hefur undanfarið stað- ið yfir könnun á því, hver þessi kjör væru, og lágu niðurstöður fyrir nú í vor. Kröfugerð félagsins um nýjan sérkjarasamning var byggð á þess- um gögnum, þannig að kjaradóm- ur hafði nú tækifæri til að byggja úrskurð sinn á svo traustum gögn- um, sem verða má, enda var könn- unin unnin á vegum beggja aðila málsins, þ. e. ríkisins og viðsemj- enda þess. Kjaradómur skammtaði félags- mönnum FTK hækkun um 3—þrjá—launaflokka og einn í viðbót þann 1. desember n.k.. Sýnt hafði verið fram á, að til að ná sam- bærilegum kjörum við viðmiðun- arhæfa hópa á almennum vinnu- markaði þyrfti hækkun að vera um 18—átján— launaflokkar, eða um 70%. Úrskurður kjaradóms þýðir 9,3% frá 1. marz og 3% í viðbót 1. desember. í úrskurði dómsins er þetta kallað leiðrétting og nefnt, að tilefni sé t'il frekari leiðréttingar síð- ar. Hlálegt er einnig, að dómurinn beinir því til málsaðila að komast sín á milli að samkomulagi um þetta, en ástæða þess, að málið fór fyrir kjaradóm var algert viljaleysi fulltrúa ríkisvaldsins til að leiðrétta á nokkurn hátt laun þessara starfs- manna sinna. Kjaradómur hefur nú klúðrað því tækifæri, sem gafst til að upp- fylla þá lagaskyldu, sem á honum hvílir, sbr. það sem sagt er hér að framan. í úrskurðum fyrri ára heí- ur dómurinn ætíð skotið sér á bak við skort á upplýsingum um kjör á Fimmtudaginn 3. júlí s.l. var haldinn aðalfundur Kísiliðjunnar hf. Á aðalfundinum kom fram að framleiðslan gekk mjög vel á árinu 1985. Framleidd voru 29.388 tonn af fullunnum kísilgúr, sem er fram- leiðslumet. Afkoma Kísiliðjunnar hf. batn- aði mjög á árinu 1985. Heildarvelta nam 342,2 millj. kr. og hagnaður almennum vinnumarkaði, en nú lágu fyrir mjög marktækar upplýs- ingar um þetta efni. Úrskurður kjaradóms nú er reginhneyksli. Hann er einnig staðfesting á því, að hérlendis er út í hött að ætla sér að reka kjarabaráttu með faglegum og vönduðum vinnubrögðum. ' Frumskógarlögmálin eru í fullu gildi og annað ekki. Hvað snertir nýúrskurðaðan sér- kjarasamning FTK skal nefna, að félagið er dæmigert vinnustaðarfé- lag, bundið við starfsmenn einnar stofnunar, þ. e. Tækniskóla íslands. Fyrstu 6. mánuði yfirstandandi árs hafa verið skráðir 144 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngildir 1100 manns atvinnu- lausum að meðaltali á þessu tíma- bili eða 0,9% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessum tölum hefur atvinnuástand á landinu í heild ver- ið mun betra á fyrrihluta þessa árs en á sama tímabili undanfarin 3 ár. Skráðir atvinnuleysisdagar janúar- —júní 1985 voru þannig 181 þús- und, 1984 246 þúsund og 1983 158 þúsund og hlutfallslegt atvinnuleysi 1,2% 1,6% og 1,1% af mannafla. í júnímánuði sl. voru skráðir tæplega 15.000 atvinnuleysisdagar á öllu landinu, sem jafngildir því að um 700 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn en það svarar til 0,5% af mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum. At- vinnustigið var nánast hið sama og í júnímánuði í fyrra þegar litið er til landsins í heild en dreifing atvinnu- leysis nokkuð önnur. Þannig var skráð atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu í júnímánuði í fyrra tæp- lega 50% af heildarfjölda atvinnu- nam 23,5 millj. kr. Góðar markaðs- aðstæður, hagstæð gengisþróun og aukin hagræðing í rekstri eru helztu ástæður bættrar afkomu. Meðalfjöldi starfsmanna fyrir- tækisins árið 1985 var 73. Stjórnar- formaður fyrirtækisins er Sigurður Rúnar Ragnarsson og fram- kvæmdastjóri Róbert B. Agnars- son. Á undanförnum árum hefur stofn- unin misst marga nýta starfsmenn vegna hraksmánarlegra launakjara. Sú þróun er enn í gangi og ekki mun úrskurður kjaradóms draga úr. Þeir, sem enn þrauka, hafa bætt sér upp kjörin með óhóflegri yfirvinnu eða með því að vinna jafnframt fyr- ir aðra aðila. hvort tveggja spiílir því starfi, sem erfitt getur orðið að bæta. Meðal starfsmanna ríkir nú reiði yfir þeirra svívirðu, sem kjara- dómur hefur dæmt þeim. í framhaldi af umræddum úr- skurði mun félagið beita sér fyrir því að reyna að ná fram kjarabótum eftir þeim leiðum, sem lög leyfa. leysisdaga en rúmlega 40% í júní- mánuði í ár. Breyting milli ára var mest á Suðurlandi og Norðurlandi vestra, en óbreytt ástand eða minni háttar breytingar á öðrum svæðum. í júnímánuði sl. fækkaði skráð- um atvinnuleysisdögum um 2 þús- „Mér finnst hún ekki sérlega vel heppnuð og ég átta mig ekki al- mennilega á, hvað fyrir nefndar- mönnum vakir —það kemur í raun fram ansi kuldalegur andi í henni,“ sagði Páll Pétursson alþingismaður og bóndi í samtali við Alþýðublað- ið í gær aðspurður um skýrslu sem í tengslum við aðalfundinn áttu forráðamenn Manville Internation- al og iðnaðarráðherra viðræður um samkeppnisstöðu fyrirtækisins og um breytta tilhögun orkusölu til fyrirtækisins. En með fyrirhuguð- um kaupum Landsvirkjunar á Jarðvarmaveitum ríkisins í Mý- vatnssveit mun Landsvirkjun yfir- taka skuldbindingar ríkisins um jarðgufusölu til Kísiliðjunnar hf. Markmiðið með þessum viðræðum er að treysta rekstrarstöðu Kísiliðj- unnar hf. og skapa langtíma rekstr- aröryggi að því er þessi þýðingar- miklu rekstrarþætti varðar. Ríkissjóður íslands á 59,82% hlutafjár i Kisiliðjunni hf., Mannville International á 39,82% hlutafjár og sveitarfélög á svæðinu eiga 0,36% hlutafjár í Kísiliðjunni hf. Ljóst er, að nýdæmdum kjara- samningi verður sagt upp við fyrsta tækifæri. Einstakir félagsmenn munu væntanlega efna til aðgerða, sem félagið er ekki í aðstöðu til að stýra, en mun leitast við að stuðla að því, að ekki verði brotin iög. Fé- lagið getur ekki heldur ábyrgzt, að stundakennarar skólans ráði sig til starfa að nýju á komandi hausti, en án verulegs fjölda þeirra er starf- semi stofnunarinnar lömuð. Félagið mun koma sjónarmiðum sínum á framfæri hér eftir sem hingað til á hverjum þeim vett- vangi, sem þurfa þykir. Með úrskurði sínum hefur kjara- dómur endanlega dæmt sjálfan sig úr leik, með því að skjóta sér undan að vinna það verk, sem honum ber að lögum. Sá takmarkaði samn- ingsréttur, sem aðildarfélög BHMR hafa búið við, er greinilega ekki til neins nothæfur. Félagar í þeim munu tæpast lengur sætta sig við að vera meðhöndlaðir sem annars eða þriðja flokks fólk, almennt álitnir aumingjar fyrir þá sök að Iáta bjóða sér launakjör ríkisins. und frá mánuðinum á undan en í fyrra var fækkunin 5 þúsund milli sömu mánaða. Virðisl af þessu mega ráða að minni þensla sé að vinnumarkaði nú en á sama tíma í fyrra. landbúnaðarráðherra opinberaði nýlega og ber yfirskriftina: „Land- nýting á íslandi og forsendur land- nýtingar.“ í skýrslunni kemur fram það sjónarmið að búum muni fækka en muni aftur á móti stækka. Bent er á að bændum fækki líkast til um helming. „Það að hafa trú á stóru búunum er vitleysa,“ sagði Páll. „Það leiðir af sér mikinn aukinn tilkostnað og það eru hæpin rök fyrir því að framleiðsla þar þurfi að vera hag- kvæmari. Við megum heldur ekki grisja byggðina of mikið.“ — Sagði hann að einnig út frá sjónarmiði landnýtingar væri Ijóst að sú stefna sem boðuð er í skýrslunni væri mjög óskynsamleg. Álagið mun færast á örfá svæði meðan önnur væru vannýtt. Páll sagði ýmsar aðrar leiðir fær- ar til að mæta vandanum, aðrar en beinlínis fækka bændum. Skyn- samlegt væri að hafa búskap ekki of sérhæfðan. „Menn þurfa að slá þessu saman. Ég hef meiri trú á blönduðum búskap, loðdýrarækt og sauðfé, kanínurækt svo dæmi séu tekin. — Skógrækt getur líka farið saman við heföbundin land- búnað.“ „Páll sagði að lokum að skýrslan væri ekki alslæm, en varast ber að taka of mikið mark á þeim anda sem kemur fram í henni.“ Sagði hann að hún gæfi ekki til- efni til mótunar nýrrar byggða- stefnu. Verkfall flugvirkja: Bráða- birgða- lög Á föstudaginn voru undirrituð bráðabirgðalög sem stöðvuðu verk- fall flugvirkja og flugvélstjóra hjá Arnarflugi. í bréfi frá samgöngu- ráðuneytinu vegna þessarar laga- setningar segir að verkfallið hefði haft í för með sér stöðvun á öllu millilandaflugi félagsins óg innan- landsflugi, auk þess sem verulegar líkur væru fyrir því að félagið gæti ekki uppfyllt samning sinn um píla- grímaflug frá Alsír til Jeddah, sem hefjast á 19. júlí n. k. Einnig er bent á að stöðvun far- þegaflugs nú hjá Arnarflugi h. f. yfir háferðamannatímann mundi ekki aðeins valda fyrirtækinu ó- bætanlegu tjóni, heldur og myndi íslensk ferðaþjónusta í heild bíða mikinn siðferðilegan og fjárhags- legan hnekk sem ekki væri séð fyrir endann á. — Málið verður lagt í gerðardóm sem ljúka skal störfum fyrir 15. september í haust. Bifreiðaeign á íslandi næst mest í heiminum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gefið út kynningarbækling þar sem gerð er grein fyrir fjöl- breyttri starfsemi félagsins. í ávarpi Jónasar Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, kemur m. a. fram, að bifreiðaeign á íslandi er nú næst mest í heiminum, þegar rniðað er við íbúafjölda. Hann seg- ir, að 95% allra fólksflutninga í landinu fari fram með bifreiðum. FÍB er fremur ungt félag á mæli- kvarða bifreiðaeigendafélaga í heiminum, en það var stofnað í maí 1932. Þá voru skráðar um 1700 bif- reiðir í landinu. Frá stofnun hefur meginmarkmið FÍB verið fjölþætt hagsmunagæsla fyrir bifreiðaeig- endur og er félagið neytendafélag þeirra. FÍB hefur beitt ýmsum að- ferðum til þess að hafa áhrif á mál- efni, sem varða bifreiðaeign sér- staklega. Þær hafa einkum beinst að skattlagningu bifreiða og rekstr- arvörum þeirra, vegamáium, þjón- ustu bifreiðaumboða, öryggismál- um í umferð og slysavörnum. FÍB hóf t. d. að beita sér fyrir „hægri umferð" þegar árið 1939. Það sem af er þessu ári hefur margt gerst í málefnum bifreiðaeig- enda. FÍB talar jafnvel um árið 1986 sem „ár bílsins“ á íslandi. Hæst ber lækkun aðflutnings- gjalda á bifreiðum og hjólbörðum og lækkun bensínsverðs. Þá geta bifreiðaeigendur valið um mismun- andi sterkt bensín, aurhlífar eru ekki lengur skylda á stórum hluta fólksbifreiða. Nýtt og alsjálfvirkt bílasímakerfi var tekið í notkun i byrjun mánaðarins. FÍB telur sig hafa átt verulegan þátt í því að þessi árangur hefur náðst. í kynningarriti FÍB er gerð grein fyrir lögfræðiráðgjöf, sáttaþjón- ustu FÍB og Bílgreinasambandsins, vegaþjónustu, Ökuþóri, málgagni FÍB, ferðaskrifstofu FÍB, aðstoð við kaup og sölu bifreiða, aðstoð við útvegun varahluta, fjarskipta- sveit FÍB, fjarskiptaráðgjöf, fyrir- greiðslu erlendis, FÍB—afslætti af vörum og fleira efni er í ritinu. Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar í eftirtaldar stöður: almenna kennslu, sérkennslu, tónmennt og íþróttir. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma: 93-6293 og yfirkennari í síma: 93-6153. Leikskóli Ólafsvíkur Forstöðumann vantar við leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun æskileg. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofu í síma: 93-6153. Bæjarstjóri Kísiliðjan: Betri rekstrarafkoma Atvinnuástand betra nú en undanfarin ár 1100 atvinnulausir fyrstu 6 mánuði ársins Landnýtingarskýrslan: Kuldalegur andi í henni segir Páll Pétursson þingmaður og bóndi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.