Alþýðublaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 4
alþýðu-
Laugardagur 19. júll 1986
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er681866
K j amorkulaus
orkubúskapur
í Svíþjóð
Danir krefjast þess að Svíar loki kjarnorkuverinu í Barsebáck þegar í stað.
Eftir kjarnorkuslysið í Cjernobyl
var gerð skoðanakönnun í Svíþjóð
sem sýndi að 60% þjóðarinnar eru
andvíg kjarnorku og háværar
raddir kröfðust þess að kjarnorku-
stöðvum yrði lokað.
Eftir margra ára þref var það bor-
ið undir þjóðaratkvæði árið 1980,
hvort kjarnorka væri fýsilegur
kostur og komist að niðurstöðu
sem Birgitta Dahl orkumálaráð-
herra orðaði þannig: , .Kjarnorkan
er ótrygg orkulind." Þjóðarat-
Bandarískur hjartaskurð-
læknir, dr. Robert White hefur
undanfarið fengist við tilraun-
ir á dýrum, sem mörgum þykja
á mörkum siðferðilegs velsæm-
is. Hann hefur tekið höfuðið af
25 simpönsum og sett þau á
likama 25 annarra simpansa.
Að aðgerðinni lokinni sagði
hann stoltur frá því að 12 af öp-
unum hefðu sjón, gætu étíð og
fyndu fyrir sársauka. Hinir dóu á
meðan á aðgerðinni stóð.
Aparnir sem lifðu aðgerðina af
voru aflífaðir skömmu seinna.
Öðrum kosti hefðu þeir orðið
lamaðir það sem eftir var, því
ekki var hægt að tengja saman
þær 100 milljónir taugaþráða,
sem tengja mænu og heila.
Mótmælt hjá
Sameinuðu þjóðunum
Tilgangur tilraunanna er að
sögn dr. White að geta fram-
kvæmt sams konar aðgerð á
mönnum þegar fram llða stund-
ir. Ætlunin er sem sé að útvega
heilasköðuðu fólki nýtt höfuð.
Margir dýravinir telja að sitt-
hvað kunni að vera athugavert
við heilann í dr. White.
—Þessar tilraunir eru tilgangs-
lausar og grimmdarlegar—, segir
Edel Sondregaard, formaður
Landssambands dýraverndurn-
arfélaga í Danmörku. —Vitað er
að dr. White hefur í mörg ár unn-
ið að tilraunum með flutninga af
þessu tagi. Kvörfunum hefur ver-
ið komið á framfæri við hann
sjálfan, en hann skeytír ekkert
um það,—
Heilbrigðisyfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa nú skorist í leikinn
og mælst tíl þess við dr. White að
hann láti af þessum tilraunum.
kvæðagreiðslan þaggaði niður
pólitísk deilumál, sem höfðu leitt
til afsagnar Thorbjörns Fálldin for-
sætisráðherra tveimur árum áður.
Akveðið var að öllum kjarnorku-
stöðvum yrði lokað fyrir 2010.
Samkvæmt tölum frá 1984 missa
Svíar við það 12% af orkufram-
leiðslu sinni, sem er að mestum
hluta raforka og nemur 41% af allri
raforku landsins.
Og Svfar gengu enn lengra.
Stjórnin ákvað 1981 að draga úr
Danska dýraverndunarsam-
bandið hefur í hyggju að leggja
fram formleg mótmæli hjá Sam-
einuðu þjóðunum vegna þessa
máls og fá til liðs við sig samtök
og stofnanir annarra landa.
innflutningi á olíu. Það ár sá olían
Svíum fyrir 50% af allri orku, en nú
er ráðgert olíuorka nemi um 40%
af orkuþörf Svía árið 1990.
Ætlunin er að brúa bilið með
orkusparnaði og nýjum orkugjöf-
um, s. s. ráðgert að byggja fleiri
vatnsaflstöðvar, en þær áætlanir
rekast að vísu á við hagsmuni um-
hverfisverndarsinna, sem vilja
halda náttúrunni óspilltri, einkum
við ár og vötn.
Spurningin er hvort Svíum tekst
að framkvæmda áætlanir sínar á
aðeins 24 árum, þegar þær byggja
á svo mörgum óvissuþáttum, þ. m.
t. óvissa um olíuframboð og olíu-
verð.
Gasframleiðsla úr kolum og mó
er það sem gefur mestar vonir um
árangursríka orkuframleiðslu I
stað kjarnorku og olíu. Þá eru einn-
ig bundnar vonir við raforku úr
vetni og súrefni, en þá tækni nota
Bandaríkjamenn við geimferjur
sínar,og ennfremur við sólarorku
og orku frá bylgjuhreyfingum.
Gagnrýni á þessar áætlanir hefur
komið fram frá Konunglegu
sænsku verkfræðistofnuninni, sem
hefur með höndum vísindarann-
sóknir I verkfræði og gerir áætlanir
um iðnað og verslun.
Það er varað við efnahagslegum
áföllum, ef Svíar leggja kjarnorku-
verin á hilluna og einnig er lögð
áhersla á að öryggisbúnaður sé
mun tryggari I sænskum kjarn-
orkuverum en I Sovétríkjunum.
Forstöðumaður stofnunarinnar,
Hans G. Forsberg, segir að það sé
, ,hrein heimska" að ætla að treysta
á vatnsaflstöðvar og aðrar orku-
lindir, sem verði mun dýrari en
kjarnorkan og muni það lama
sænskan iðnað. Einnig bendir
hann á að raforkuþörf fari sívax-
andi og verði meiri árið 1990 en ráð
er fyrir gert I áætlunum stjórnar-
innar.
Stjórnin gerir hins vegar ráð fyrir
allsherjar orkusparnaði, bæði á
heimilum og I iðnaði og Peter
Steen, forstöðumaður Rannsókna-
stofnunar varnarmála, telur að sá
sparnaður geri meira en að vega
upp á móti þeirri orku sem tapast
þegar kjarnorkuverin verða lögð
niður. Ennfremur er gert ráð fyrir
að nýta útblástursgufu frá iðnaðin-
um til raforkuframleiðslu, auk
hinna nýju orkugjafa, sólar- og
vindorku og gasframleiðslu.
Framh. á bls. 3,
LAN DSBAN KASYNING
00ÁRA AFMÆLI LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU
28.JUNI-20. JUU I SEÐLABANKAHÚSINU
tilefni 100 ára afmælis Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu hefur veriö sett upp
vegleg sýning I nýja Seðtabankahúsinu við
Kalkofnsveg. Par er m.a. rakin saga gjaldmiðils
á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsia
bankans endurbyggð, skyggnst inn I
framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar
vélar og fylgst með hvernlg peningaseðill
verður tll.
sýningunni verða seldir sérstakir
minnispeningar og frímerki, þarervegleg
verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur
og daglega eru sýndar kvikmyndir um
Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og
myntútgáfu.
Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta
sinn málverk I eigu bankans eftir marga bestu
listmálara þjóðarinnar.
Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði
fyrirbörn.
ýningin er opin virka daga frá
kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00
um helgar.
Við hvetjum alla til þess að sjá þessa
stórskemmtilegu sýningu.
Aðgangur er ókeypis.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna 1100 ár
Skipt um höf~
uð á 25 öpum