Alþýðublaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 25. júlí 1986 RITSTJÓRNARGREIN... ............... Hundsaða ráðherrabréfið IM ú hafa nýjar lánareglur Húsnæðisstofnunar veriðbirtar. Ýmsarbrotalamireru f þeim reglum en þær má laga ef vilji er fyrir hendi. Það hillir þvf loks undir það, að réttur fólks til að eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum verði virtur. Hins vegar virðist ekki bóla á neinum aðgerð- um til aðstoðar þvf fólki sem stóð f fbúðarkaup- um og húsbyggingum á árunum 1980—1985. Þetta er fólkið sem sökkt var f skuldafenið og margir misstu aleiguna vegna pólitískra mis- taka, samanber orð forsætisráðherrans. Pað ber enginn á móti þvf, að verðtrygging inn- og útlána var nauðsynleg. Verðtryggingin var hins vegar ávallt túlkuð þannig, að menn greiddu svipaðan hluta launa sinna f afborgan- ir og vexti. Lífeyrissjóður verslunarmanna birti meira að segja f dagblöðum útreikninga sfna 20 ár fram í tímann. Það var því útilokað að skilja þetta á annan veg en þann, að lánskjör yrðu bundin launakjörum, en ekki verðlagi á kaffi, bensíni og brennivíni svo dæmi séu nefnd. Allir vita f hvílfkum vítahring húsbyggj- endur þessara ára lentu vegna aðgerða stjórn- valda. „Pólitísk mistök,“ segir forsætisráðherr- ann og ypptir öxlum en slík mistök eru þannig vaxin, að á þeim ber enginn ábyrgð. Einaáþreifanlegatilraunin til þess að minnka örlftið greiðslubyrði húsnæðislána var gerð síðsumars árið 1983. Þá ákvað rlkisstjórnin að lánskjaravfsitöluhækkun, sem verða átti 8,1% 1. seþt. það ár yrði 5,1%. Alþýðublaðið hefur undirhöndum afrit af bréfi því, sem Alexander, Stefánsson, félagsmálaráðherra ritaði til stjórnar Húsnæðisstofnunar 2. sept. 1983 og tilkynnti þessa ákvörðun rfkisstjórnarinnar. Þessi breyting var hins vegar aldrei fram- kvæmd. Það sýnir best áhrif og völd þeirra manna, sem virða ákvarðanir ríkisstjórnar að vettugi. Þeir taka smáráðherra á beinið og segja þeim að vera ekki að ski pta sér af því sem þeim kemur ekki við. Kjartan Jóhannsson, alþm. ritar í sfðustu viku grein í DV um vanda húsbyggingarhópsins frá áðurgreindum árum. Þar ræðir hann einmitt um það misrétti, sem þetta fólk er beitt fyrir það eitt að velja sér þessi ár til öflunar fbúðar- húsnæðis. M.a. kemst Kjartan svo að orði: „Lánalengingardugaekki þvf að fólkið erorðið eignalaust og það er í þvf, sem óréttlætið felst. Óréttlætið er m.a. vegna þess, að þessu fólki hefur verið gert að greiða vexti, vaxtavexti og dráttarvexti af upphæðum sem það gat ekki átt von á af þvf að kjaraskerðing og verðbólga brengluðu allar áætlanir. Þess vegna er ekki nema eitt til ráða til þess að rétta hlut þessa þjóðfélagshóps og gera honum kleift að standa nokkurn veginn jafnfætis öðrum í sam- félaginu. Sú leið er að lækka skuldir þessara aðila svo að eignarstaða þeirra skáni.“ Síðar segir Kjartan Jóhannsson: „Á síðasta þingi flutti ég ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum Alþýðuflokksins tillögu um þetta efni. Þar var gert ráð fyrir að 50% af hækkun þessara skulda umfram hækkun almenns kauþgjalds f landinu myndaði sérstakan endur- greiðsluhluta, sem viðkomandi ætti rétt á og yrði þessari upþhæð þá varið til þess að greiða vanskil og lækka skuldir hans.“ Aðalatriðið er, að menn viðurkenni þann stuld sem hér um ræðir og að ákveðinn þjóðfélags- hópur verði ekki einn látinn gjalda pólitfskra mistaka Steingríms. Síðan geta menn skipst á skoðunum um framkvæmd málsins en Ijóst er, að hér er um samfélagslegt verkefni að ræða sem greiða verður úr viðlagasjóðí. B.P. Þessi mynd er úr sýningu Söguleik- anna á Njáls sögu í Rauðhólum en nú mun einungis tiltölulega fáar sýningar vera eftir. Nœstu sýningar eru nú um helgina, á laugardag og sunnudag, í bæði skiptin kl. 17. Miðar eru seldir í Rauðhólum, rétt fyrir sýningu, eða ígegnum Kynnis- ferðir í Gimli við Lækjargötu og Faranda á Vesturgötu. Upplýsingar mn rútuferðir eru gefnar í síma %22666. Miðaverð er 500 krónur og 250 fyrir börn. Hválurinn þvinganir gagnvart íslendingum af hálfu Bandaríkjamanna, vegna hvalveiða íslendinga í vísindaskyni og hugsanleg viðbrögð íslendinga við slíkum þvingunum. Engar ákvarðanir voru þó teknar í þessu sambandi, enda er sjálvarútvegs- ráðherra staddur erlendis í leyfi þessa dagana og forstæisráðherra Íjefur lýst því yfir að ákvarðanir í Aiálinu verði ekki teknar fyrr en hann kemur heim, en hann mun væntanlegur til landsins eftir helg- þia. Mál þetta verður því tekið aftur fþp á fundi ríkisstjórnarinnar á riðjudaginn. Ráðherrabréf 1 tgm þá þegar var auðvitað fyrirsjá- ilegt. rátt fyrir að ráðherrabréfið i bein tilskipun um þessa lækk- ánskjaravísitölunnar, kom hún jr § aldrei til framkvæmda, vegna þess að Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, mun hafa lagst mjög ein- dregið gegn því að tvenns konar lánskjaravísitala yrði í gangi, en það hefði orðið óhjákvæmileg af- leiðing af þessari ákvörðun félags- málaráðherra. Það að ákvörðun Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra haustið 1983 var hundsuð svo ger- samlega sem raun bar vitni, hefur á þeim árum sem liðin eru, orðið til þess að hækka greiðslubyröi af hús- næðislánum um stórar fjárhæðir. Um þetta bréf féiagsmálaráð- herrans er m. a. fjallað í leiðara Al- þýðublaðsins í dag. Vestmannaeyja- lokun framlengd Síðan 25. júní hafa togveiðar á skika vestan Vestmannaeyja verið bannaðar með nær samfelldum skyndilokunum. í fjórum athugun- um hefur smáþorskur í afla á svæð- inu mælst á bilinu 33—66% undir 55 cm og nú í síðustu könnun 50% undir 55 cm, en viðmiðunarmörk eru 20% undir áðurnefndri stærð. Ráðuneytið hefur því ákveðið, að tillögu Hafrannsóknarstofnunar- innar að banna frá og með 25. júlí n. k. allar togveiðar á svæði sem markast af Heimaey og línum sem dregnar eru um eftirgeinda punkta: 1. Dalfjall (63° 26‘ 8 N, 20° 28 ‘ 5 V) 2. Þrídranda (63° 29 ‘ 3 N, 20° 30‘ 8 V) 3. Álsey (63° 24‘ 0 N, 20° 22‘ 2 V) 4. Stórhöfða (63° 24‘ 0 N, 20° 17‘ 3 V) Happadrœtti Alþýðuflokksins: Vinnings- númerin Dregið hefur verið í ferðahapp- drætti fulltrúaráðs Alþýðufloklcs- félaganna í Reykjavík. Dregið var 5. júlí. Dregnir voru út 12 ferða- vinningar að verðmæti 30.000 krónur hver. Útgefnir miðar voru 10.000. Vinningar komu á miða númer: 2064, 2584, 2741, 4125, 4679, 5332, 5631, 8132, 8725, 8941, 9780, 9967. 15. júlí var dregið í happadrætti Alþýðuflokksins í Kópavogi. Vinn- ingsnúmer hafa verið innsigluð og verða birt síðar. Bókagjöf Nýlega afhentu þeir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fram- kvæmdastjóri og kennari í Við- skiptadeild Háskóla íslands, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Háskólabóka- safni að gjöf fyrir hönd Félags frjálshyggjumanna bækur um stjórnmál og hagfræði að andvirði um 35 þús. kr. Hafði Félag frjálshyggjumanna safnað fé til þessarar bókagjafar hjá ýmsum fyrirtækjum og ein- staklingum, en í bréfi þess til Há- skólabókavarðar segir meðal ann- ar: ,,Félag frjálshyggjumanna hef- ur lengi haft áhuga á því að stuðla að sem traustastri fræðilegri kjöl- festu íslensks almennings og menntamanna í umræðum um þjóðmál og stjórnmál. Slík kjöl- festa felst ekki síst I góðum bóka- kosti, sem tiltækur sé þeim, sem nema vilja, og hvergi er slíkur bókakostur nauðsynlegri en í Há- skóla íslands, þar sem mikill hluti komandi menntamannakynslóðar fer um." Hér er í fyrsta lagi um að ræða tímaritíð Frelsið, sem Félag frjáls- hyggjumanna hefur gefið út frá 1980, innbundið I heild sinni í þremur eintökum, og mun það geta legið frammí á ýmsum lesstof- um Háskólans. einnig eru í bóka- gjöfinni flest nýlegustu rannsókn- arritin, sem breska vísindastofn- unin Institute of Economic Affairs í Lundúnum hefur gefið út, en sú stofnun fæst við að greina þá möguleika, sem eru að leysa mál fremur með markaðsviðskiptum en ríkisafskiptum og verðlagningu fremur en skattlagningu. Ýmis önnur rit eru einnig í bóka- gjöfinni, til dæmis sum helstu hag- fræðirit Ludwigs von Misess, hins kunna austurríska hagfræðings, sem var einn ótrauðasti stuðnings- maður markaðskerfisins á fyrri hluta þessarar aldar, rit Ludwigs Erhards, kanslara Vestur-Þýska- lands og höfundar þýska efnahags- undursins, og breská blaðamanns- ins Paul Johnsons. Félag frjálshyggjumanna er að safna fé til þess að geta gefið svip- aðar bókagjafir í lestrarstofur framhaldsskólanna um land allt nú í haust, er þessir skólar hefja aftur starfsemi sína. Hverjum^^ bjargar það næst ||U^HRÐAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.