Alþýðublaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. júlí 1986 3 Verslunarmannahelgin: Bindindismótinu í Galtalœkjarskógi 1985. Ljósm. Heimir Oskarsson. Fj ölskylduhátið í Galtalækj arskógi Um verslunarmannahelgina verður að venju haldið bindindis- mót í Galtarlækjarskógi á vegum íslenskra ungtemplara og Umdæm- isstúku Suðurlands. Þar situr fjöl- breytnin í fyrirrúmi og sem fyrr verða skemmtiatriði fyrir alla ald- urshópa. Föstudagskvöldið 1. ágúst hefur hin vinsæla hljómsveit Upplyfting leik fyrir dansi — sem linnir ekki fyrr en aðfaranótt mánudags — að sönnu með hléum. í tjaldi leikur hljómsveitin Þema. Á laugardeginum verður barna- dansleikur, reiðhljólakeppni — hæfileikakeppni söngvara í umsjá hljómsveitarinnar Upplyftingar. Um kvöldið verður skemmtidag- skrá sem leikararnir Sugurður Sig- urjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason stýra. Þar koma einn- ig fram Jóhannes Kristjánsson eft- irherma, sönghópurinn Túnfiskar og Ingólfur Ragnarsson töframað- ur. Hljómsveitin Upplyfting verður þeim til aðstoðar og leikur síðan fyrir dansleik á palli en í tjaldi leika sigurvegarar Músíktilrauna 1986: Greifarnir. Á sunnudag hefst dagskráin með helgistund í umsjá Þorvaldar Hall- dórssonar. Að henni lokinni sjá Sig- urður, Karl Ágúst og Örn um barnaskemmtun — síðan verður barnadansleikur og loks ■skemmtir Brúðubíllinn. Þessi barnadagskrá ^tendur frá kl. 15 til 18.30 — en þess er skylt að geta að foreldrar eru vel- komnir! Raunar hafa þeir notið þessara atriða ekki síður en börn- in . . . Um kvöldið flytur sr. Heimir Steinsson hátíðarræðu og um kvöldvöku sjá áðurnefndir lands- þekktir leikarar — með aðstoð margra annarra. Auk Upplyftingar leika Lögmenn frá Vík (áður Rocket) fyrir dansi. Undanfarin ár hefur sérstök á- hersla verið lögð á að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu í Galta- lækjarskógi og nú eru á svæðinu þrjú hús með fimmtán vatnssalern- um. Aðsókn hefur sýnt að það framtak er vel metið! Þá hefur verið komið fyrir fjölda leiktækja í Ævintýralandi barn- anna, m. a. lokaðri rennibraut, þrautabraut og fjaðurdýnu (tramp- ólín). Það er að sjálfsögðu afar vin- sælt af börnunum — og raunar foreldrum einnig fyrir margra hluta sakir. Nýja húsnœðislánakerfið: „Gera þarf vissar hliðarráðstafanir44 Segir í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins í nýjum „Fréttum" frá Fasteigna- mati ríkisins er nokkuð fjallað um áhrif nýrra útlánareglna í húsnæð- iskerfinu. Þar segir m. a.: „Undanfarnar vikur hafa menn velt því fyrir sér hvaða áhrif hinar nýju útlánareglur Húsnæðisstofn- unar muni hafa á fasteignaverð. Samkvæmt þeim hækka hin opin- beru húsnæðislán mikið og útreikn- ingar á lánsréttindum breytast. Til þess að gera sér grein fyrir áhrifum þessara breyttu forsendna verður að hafa í huga að fasteignaverð er nú með því lægsta, sem mælst hefur í fimmtán ár. Auk þess virðist bið- staða hafa verið á markaðinum undanfarna mánuði. í upphafi þessa árs seldust til dæmis tiltölu- lega fáar eignir og verð hefur lítið breyst í þrjá mánuði. Þetta leiðir til þess að vænta má einhverrar hækk- unar á fasteignaverði i kjölfar hinna nýju ákvæða. Ekki er auðvelt að sjá fyrir hvaða áhrif hinar breyttu reglur muni hafa þegar til lengri tíma er litið. Hin háa útborgun, sem tíðkast hér á landi, gerir það að verkum að lánsfjár- aukningin nýtist ekki eins vel og ástæða væri til. Auk þess mun hin þunga greiðslubyrði ekki lagast nema hjá takmörkuðum hópi kaupenda. Greiðslubyrðin stafar einkum af bankalánum og eftir- stöðvarlánum en þeir lánaflokkar breytast ekki við þessar aðgerðir. Menn virðast einnig hafa ofmetið þá nettóaukningu á lánsfé, sem tal- að er um að verði á markaðinum. Hinar nýju reglur koma einstök- um þjóðfélagshópum misjafnlega til góða. Kaupgeta fólks, sem er að kaupa sína fyrstu eign og hefur full lánsréttindi, mun sennilega aukast verulega frá því sem verið hefur. Á hinn bóginn er óljóst hvernig þær reynast kaupendum, sem hafa á undanförnum árum keypt sér íbúð- ir en þurfa nú að stækka við sig. Þeirra lánsréttur er skertur í hinu opinbera lánakerfi, litil lán verður framvegis að hafa frá lífeyrissjóð- unum og hlutur bankastofnana er óljós. Það er nokkuð ljóst að ef menn ætla að ná því markmiði, sem stefnt var að með breytingum á húsnæðis- lögunum síðastliðinn vetur, verður að gera vissar hliðarráðstafanir. Þær snerta skammtímalánin á markaðinum og greiðslukjörin. Að þessum ráðstöfunum verður von- andi hugað áður en vankantar á reglunum fara að koma í ljós!‘ A Iþýðubandalagið: Úrslitaáhrif „Með framkvæmd tillögu iðnað- arráðherra væri stigið enn eitt skref á þeirri braut að afhenda útlending- um úrslitaáhrif í íslensku efnahags- og atvinnulífi," segir m. a. í ályktun sem framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins sendi frá sér i gær, en þar koma fram mjög hörð mótmæli við hugmyndum Alberts Guð- mundssonar iðnaðarráðherra um að leyfa meirihlutaaðild erlendra fyrirtækja í iðnrekstri á íslandi, án þess að samþykki Alþingis þurfi að koma til í hvert sinn, eins og nú er. Ályktunin sem samþykkt var ein- róma á fundi framkvæmdastjórn- arinnar, fer hér á eftir. í blöðum hafa að undanförnu birst fréttir um að Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra hafi gert þá tillögu í ríkisstjórn að fram- vegis geti erlend fyrirtæki tekið þátt í rekstri iðnfyrirtækja sem meiri- hlutaaðilar hér á landi án atbeina alþingis. Með þessari tilhögun væri úrslitavald um hlutdeild erlendra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi fært úr höndum alþingis til eins ráðherra. Þá gerir tillagan ráð fyrir því að sögn að erlend fyrirtæki geti einnig átt og rekið fasteignir hér á landi með einföldu leyfi ráðherra án þess að alþingi eða ríkisstjórnin í heild fjalli um málið. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins mótmælir þessari til- lögu harðlega og skorar að ríkis- stjórnina að gera tafarlaust grein fyrir því hvort hér er um að ræða til- lögur ráðherrans eins eða ríkis- stjórnarinnar í heild. Þá verður að fást úr því skorið hvort stjórnar- flokkarnir hafa fjallað um þessa til- lögu og hver er afstaða þeirra. Með framkvæmd tillögu iðnað- arráðherra væri stigið enn eitt skref á þeirri braut að afhenda útlending- um úrslitaáhrif í íslensku efnahags- og atvinnulifi. Reynslan af sam- skiptum við Alusuisse ætti að verða víti til varnaðar í þeim efnum. Auk þess sem iðnaðarráðherra beitir sér fyrir meirihlutaeign út- lendinga í íslenskum iðnfyrirtækj- um er ljóst að innan stjórnarflokk- anna er áhugi á því að útlendingar seilist enn lengra inn í íslenskt fjár- málalíf. Forystumenn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa nú stofnað tvö ný fjármögn- unarfyrirtæki með þátttöku er- lendra fjármálafyrirtækja án þess að fyrir liggi neinar lagareglur eða stjórnvaldsákvarðanir um starfs- hætti slíkra fyrirtækja. Fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins varar við þessum vinnubrögð- um, sem einnig eru skref á þeirri braut sem viðreisnarstjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins mótaði andspænis útlendingum og hlutdeild þeirra í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Framkvæmdastjórnin skorar á landsmenn alla að vera vel á verði andspænis þessum tillögum og á- formum stjórnarflo*kkanna. Tilboð óskast Tilboð óskast í skemmur á Keflavíkurflugvelli, sem verðatil sýnis mánudaginn 28. júlfkl. 11—15. Nánari upplýsingar sama dag á skrifstofu Sölu Varnarliðseigna á Keflavikurflugvelli sfmi 925 + 5146. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sölu Varnarliðs- eigna að Grensásvegur 9, þriðjudaginn 29. júlí kl. 11. f. hád. Sala Varnariiðseigna Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar til um- sóknar kennarastöður í handavinnu tré- og málm- greina, tölvufræðum, viðskiptafræðum og Vi staða tónmenntakennara. Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavlk fyrir 10. ágúst. Umsóknarfrestur um áöur auglýstar kennarastöður i stærðfræði og þýsku við Menntaskólann á Akureyri - framlengist til 10. ágúst. Menntamáiaráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.