Alþýðublaðið - 25.07.1986, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1986, Síða 4
alþyðti' blaóió Föstudagur 25. iúlí 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Molar Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Samkvæmt erfðaskrá Hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, var stofnaður sjóður til styrktar efni- legum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimilt er skv. skipu- lagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Nú er fyrirhugað að veita nokkra styrki úr sjóðnum og hafa þeir ver- ið auglýstir til umsóknar. Eyðu- blöð vegna styrkumsókna fást á aðalskrifstofu Háskóla Íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir 25. sama mánaðar. Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntanlega nema kr. 75 þúsund. Hlaðvarpinn í myndlistarsal Hlaðvarpans að Vesturgötu 3 getur nú að líta batiksýningu sænsku listakon- unnar Ednu Cers. Þar mun, næst- komandi laugardag og sunnudag, verða sett upp kaffihús þar sem boðið verður upp á gómsætar veitingar. Gestum gefst að hlýða á tónleika gítarleikarans Kristins Árnasonar, sem mun flytja pavana eftir Luis Milan, prelúdíu og fúgu úr Lútusvítu nr. 2 eftir J. S. Bach og að síðustu Drei Tentos eftir Hans Werner Henze. Grilliö Um þessar mundir er Afurðasal- an að setja á markað frysta hálf- skrokka af 1. flokks lambakjöti, sérstaklega niðursagaða fyrir grillið. Skrokkarnir eru í nýjum og skemmtilegum umbúðum, þ. e. kössum úr bylgjupappa, með handfangi sem gerir þá sérstak- lega meðfærilega og handhæga. Eiga þeir eflaust eftir að mælast vel fyrir hjá neytendum. Nýjung þessi gefur neytendum kost á að kaupa hæfilegt magn af kjöti í einu, í þægilegum umbúð- um og án þess að það komi veru- lega mikið við pyngjuna eða taki of mikið pláss í frystikistunni. Meðalverðið er aðeins 236.40 kr. pr. kg. Bæjarstjórinn í Kolding í Dan- mörku, hefur nú nýverið hrint aj stað aðgerðum til að bjarga þessu stöðuvatni sem er í mikilli hœttu vegna fosfórmengunar. Sömu sögu mun vera að segja um flestöll lítil og grunn stöðuvötn í Danmörku. Víða á Norðurlöndum vekur vax- andi mengun í stöðuvötnum á- hyggjur umhverfisverndarmanna sem á síðustu árum hefur í auknum mæli tekist að vekja athygli stjórn- valda á þessu vandamáli. Danska blaðið Aktuelt fjallaði um þessi mál nýlega og ræddi þá m. a. við fulltrúa umhverfismáiaráðs Dana um mengun í litlum og grunnum stöðuvötnum, en einmitt í þessum vötnum er ástandið nú talið einna alvarlegast i Danmörku. Ástæðan er að stórum hluta sú að athygli bæði umhverfisverndar- manna og stjórnvalda hefur eink- um beinst að stærri vötnunum en Iitlu vötnin hafa gleymst. Carsten Hunding, fulltrúi hjá danska um- hverfismálaráðinu, segir í viðtalinu við Aktuelt að hér sé um að ræða flest minni stöðuvötn í Danmörku og orsökin sé einkum mengun af völdum fosfór. Að baki þessarar fullyrðingar liggur m. a. rannsókn sem staðið hefur undanfarin fjögur ár á aðstæðum í litlu stöðuvatni ná- lægt Kolding í Danmörku. Stöðuvötn af þessari gerð, oftast fremur lítil og mjög grunn, hafa til- tölulega hratt inn- og útstreymi, þannig að vatnið í þeim stendur ekki lengi við. Þetta hefur í för með Mengun stöðuvatna í Danmörku: Fosfórmengun ruglar fæðukeðjuna sér að næringarsölt berast í vatnið tiltölulega mjög hratt og í miklu magni. Svifmyndunin er því ör og þetta gerir það að verkum að vatnið verður gruggugt. að sögn Hundings er stöðuvatn það sem rannsakað hefur verið undanfarin ár svo gruggugt að sumri til að ekki sést lengra niður í það en 30 cm. Þegar vatnið verður svona grugg- ugt eyðileggjast lífsmöguleikar rán- fiskanna gersamlega þar sem þeir koma ekki lengur auga á fórnardýr sín, minni fiska og hvers konar smá- dýr. Þetta leiðir af sér að fæðukeðj- an í vatninu fer úr jafnvægi og hvers konar svifverum fjölgar mjög ört, sem aftur leiðir af sér að vatnið verður enn gruggugra. Að sögn Carstens Hundings er ekki unnt að brjóta þennan víta- hring með öðru móti en því að minnka fosfórstreymi til stöðuvatn- anna, en fósfórinn kemur einkum úr skólpvatni og úr landbúnaðin- um. Hann telur t. d. að varðveisla og meðferð húsdýraáburðar í land- búnaðinum sé allsendis ófullnægj- andi og það eigi stóran þátt í fosfór- myndun í stöðuvötnunum. En þótt brugðist sé við þessari mengun stöðuvatnanna með því að minnka fosfórmengunina, getur það tekið mörg ár að ná aftur eðli- legu ástandi í vötnunum. Ástæð- urnar fyrir þessu geta verið margar og Carsten Hunding nefnir sem dæmi að „syndir fortíðarinnar" geti hafa leitt til þess að hluti af fos- fórmenguninni liggur eftir á botni vatnsins og leysist smám saman upp. Þannig heldur fósfórmengun- in í vatninu áfram, þótt lokað hafi verið fyrir frekar fósfórstreymi út í vatnið. Þegar um stærri stöðuvötn er að ræða, tekur gegnumstreymi vatns- ins lengri tíma. Þetta á einkum við um dýpri vötn, þar sem vatnið er lagskipt og kalda vatnið liggur dýpra. í slíkum tilvikum er það heitara vatnið á yfirborðinu sem streymir í gegn en kaldara vatnið á botninumverður eftir. — Lítil og grunn stöðuvötn eru lang- verst sett, enda hafa þau gleymst að mestu meðan athygli bœði umhverfisverndar- manna og stjórnvalda hefur beinst að stóru vötnunum. Carsten Hunding nefnir einnig að þeir fiskistofnar sem byggjast upp í þessum fosfórmenguðu vötn- um á löngum tíma, geta um nokk- urra ára skeið komið í veg fyrir að vatnið nái aftur eðlilegu ástandi. Vissulega eru mörg stór stöðu- vötn í Danmörku í mikilli hættu, segir Carsten Hunding, en þótt að sjálfsögðu verði að gera allt sem unnt er til að bjarga þeim, má þó ekki gleyma litlu stöðuvötnunum, því í flestum tilvikum eru þau miklu verr sett. Fram að þessu hafa þau orðið útundan í hreinsunaraðgerð- um stjórnvalda, sennilega einkum vegna þess að athygli almennings og umhverfisverndarsinna hefur ekki beinst að þeim í nægilega miklum mæli, voru lokaorð Carsten Hund- ing, í viðtali við danska blaðið Aktuelt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.