Alþýðublaðið - 26.07.1986, Qupperneq 1
alþýöu-
Laugardagur 26. júlí 1986
141 tbl. 67. árg.
Fundir á Vestfjörðum
Alþýðublaðið hafði í gær sam-
bandi við Jón Baldur Lorange
framkvæmdastjóra Alþýðuflokks-
ins vegna fundarferða Alþýðu-
flokksins um Vestfirði.sem lagt var
upp í gær.
Fyrsti fundurinn í ferðinni var
reyndar í Stykkishólmi í gærkveldi
og ferðinni lýkur á Hómavík 1.
ágúst.
Flestir fundirnir eru eingöngu
ætlaðir flokksmönnum, því til-
gangurinn er að vinna að eflingu
innra starfs flokksins. í förinni eru
Jón Baldvin Hannibalsson formað-
ur, Karvel Pálmason þingmaður
verður á Vestfjarðarfundunum og
Ámundi Ámundasson mun einnig
vera í ferðinni, að vinna að fjáröfl-
unarstarfi.
Eins og áður sagði var fyrsti
fundurinn í Stykkishólmi í gær-
kvöldi. í dag verða fundir á
Patreksfirði og sumarfagnaður
með alþýðuflokksmönnum í kvöld,
Bíldudal og Tálknafirði á sunnu-
dag, Þingeyri og Flateyri á mánu-
dag, Súgundafirði og Suðureyri á
þriðjudag, á Djúpsvæðinu og Bol-
ungarvík á miðvikudag. Á ísafirði
verður síðan opinn fundur á
fimmtudag í Uppsölum. Ferðinni
lýkur svo sem áður sagði á Hólma-
vík föstudaginn 1. ágúst, þar verður
líka opinn fundur.
Að sögn Jóns Baidvins Hanni-
balssonar verður rætt við forystu
krata á stöðunum auk þess sem
vinnustaðir verða heimsóttir og
reynt að kynna sér atvinnuástand
og sjónarmið vinnandi fólks.
Á fundunum er reiknað með að
mikið verði rætt um undirbúning
þingkosninga, prófkjörsmál og
fleira.
Heilsuhælið í Hveragerði:
r
Agreiiiinguriim
jafnaður í nefnd
Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið hefur skipað nefnd til að
jafna ágreining þann sem að und-
anförnu hefur staðiö um rekstur
heilsuhælisins í Hveragerði. Nefnd-
inni er falið að endurskoða reglu-
gerð um starfsemi hælisins og gera
tillögur um breytingar á henni. Við
þessar breytingar er sérstaklega
ætlast til að höfð verði hliðsjón af
breyttum lögum um heilbrigðis-
þjónustuna, sem sett voru fyrir
þremur árum.
Þá er það ennfremur hlutverk
nefndarinnar að huga að afskiptum
héraðslæknis af rekstri hælisins og
gera tillögur í því efni. Sömuleiðis á
nefndin að gera tillögur um tengsl
endurskoðenda hælisins við ráðu-
neytið auk annarra atriða.
í nefndinni eiga sæti:
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sem jafnframt er formaður, Ingi-
mar Sigurðsson, yfirlögfræðingur,
Dr. Jónas Bjarnason, efnaverk-
fræðingur, tilnefndur af rekstrar-
stjórn Heilsuhælis N.L.F.Í., og
Friðgeir Ingimundarson, forstjóri
Heilsuhælis N.L.F.Í., tilnefndur af
Náttúrulækningafélagi íslands.
Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur nokkuð verið í fréttum að undanförnu vegna fjárhagsörðugleika. Nokkuð
rœttist þó úrþessu ígœr þegar Kvennaathvarjinu var afhentur styrkur að upphœð 100.000 krónur úr Menningar-
sjóði Sambands íslenskra samvinnufélaga. Arni Bjarna tók þessa myndþegar Þorleifur V. Stefánsson, starfsmað-
ur verslunardeildar Sambandsins afhenti Eddu Scheving, starfsmanni Kvennaathvarfsins, styrkinn.
Niðurgreiðslur:
„Kjúklingar eru
ennþá ódýrari
Segir framkvœmdastjóri Isfugls
„Ég hafði samband við nokkra
stórmarkaði og fékk hjá þeim verð-
samanburð, nú þegar verðlækkun á
kindakjöti er komin til fram-
kvæmda, og sé ekki betur en að við
þolum vel samanburð, og að kjúkl-
ingakjöt sé ennþá ódýrara," sagði
Alfreð Jóhannsson framkvæmda-
stjóri hjá ísfugli í samtali við Al-
þýðublaðið í gær þegar hann var
spurður hvort niðurgreiðslur á
kindakjöti hefðu ekki afdrifaríkar
afleiðingar í för með sér fyrir kjúkl-
ingabændur.
Alfreð sagði að þessi lækkun ætti
ekki að hafa afgerandi áhrif á sölu
kjúklingakjöts í framtíðinni. Menn
myndu safna eitthvað kindakjöti í
frystikisturnar fyrst um sinn, en
dæmin sönnuðu, að síðan dytti sala
niður á eftir. Eins sagði hann að
neysluvenjur manna hefðu mjög
svo breyst að undanförnu. Menn
neyttu meira fisks og grænmetis.
Eins hefði brauðneysla stórlega
aukist og neysla á hvítu kjöti, þá
bæði kjúklingakjöti og fitulitlu
svínakjöti.
Um hvort framleiðendur mundu
reyna að svara þessari lækkun á
kindakjöti með verðlækkunum
sagðist hann efast um. Eins og hann
hefði bent á þá væru kjúklingar
ennþá ódýrari og því ekki tímabært
að fara út í slíkt. — Hann sagði að
þessi lækkun kæmi líka til á ágæt-
um tíma, fjöldi fólks væri vítt og
breytt í sumar í fríum, þannig að
síður væri hætta á að „útsölu-
stemmning“ myndaðist.
Alfreð sagði t. a. m. hvað sitt
fyrirtæki snerti þá hefði verið búið
að ganga frá auglýsingaplönum
nokkuð fram í tímann og gerði
hann ekki ráð fyrir að þeim yrði
nokkuð breytt né að þetta hefði
aukinn auglýsingakostnað í för
með sér. Blaðamaður bar það undir
hann hvort ekki væri hætta á ferð-
Framh. á bls. 2
Bílbeltin gætu sparað
ótrúlegar fjárhæðir
Hvers konar slys eru tíð á ís-
landi og hafa löngum verið. Or-
sakirnar fyrir hinní háu slysatíðni
hérlendis eru ugglaust margar og
misjafnar en að öllu samanlögðu
virðist þó augum leikmannsins,
sem ein sé þeirra mest og stærst.
Þar er um að ræða þá óvarkárni
sem virðist mörgum íslendingum
í blóð borin. En þótt hér sé ef til
vill ekki uin meðfæddan erfða-
galla að ræða, virðist nokkurn
veginn Ijóst að ráðandi „mórall“ í
samfélagi okkar geri • fremur lítið
úr öryggisráðstöfunum og al-
mennri varkárnir.
í gær var sagt frá því hér í Al-
þýðublaðinu, og raunar fleiri
miðlum, að samkvæmt niður-
stöðum úr könnun umferðarráðs
hefði notkun bílbelta sáralítið
aukist frá því sams konar könnun
var framkvæmd í fyrra. Sam-
kvæmt niðurstöðunum notar að-
eins um eða innan við þriðjungur
ökumanna bílbeltin, þrátt fyrir
það að notkun þeirra hafi nú verið
lögboðin um allnokkur ár.
Niðurstöður könnunarinnar
ættu að vera býsna marktækar ef
miðað er við stærð úrtaksins, þvi
alls voru stöðvaðir nærri 2.500
bílar, eða 2% af heildarbílaflota
landsmanna. Þess má geta til
samanburðar að úrtak í venjuleg-
um skoðanakönnunum sem fram-
kvæmdar eru hérlendis, er í flest-
um tilvikum langt innan við 1%.
Margrét Sæmundsdóttir,
starfsmaður Umferðaráðs, Iét
þess getið í viðtali við Alþýðu-
blaðið í gær að þar á bæ væri það
ríkjandi skoðun að þessar niður-
stöður sýndu að setja þyrfti viður-
lög við brotum á lögunum um
notkun bílbelta. Það er vandalítið
að taka undir þessa skoðun og í
raun og veru virðist það fremur
ankannalegt að skylda fólk til
ákveðinna hluta með lögum en
láta vera að kveða á um nokkur
viðurlög, séu lögin brotin. Slík lög
geta aldrei orðið neitt annað en
einhvers konar óljós og loðin
viljayfirlýsing af hálfu löggjaf-
ans.
Það verður að teljast marg-
sannað mál að notkun bílbelta
fylgi svo stóraukið öryggi að það
á ekki lengur að vera neitt vafamál
hvort nota eigi þessi belti í um-
ferðinni eða ekki. Því hefur verið
haldið fram og færð fyrir því gild
rök að mjög stór hluti banaslysa í
umferðinni stafi fyrst og fremst af
því að þess sjálfsagða öryggis hafi
ekki verið gætt að nota bílbelti.
Sömuleiðis er því haldið fram
með gildum rökum að margir þeir
sem á undanförnum árum hafa
hlotið varanleg örkuml og ævi-
langa fötlun af völdum umferða-
slysa, myndu hafa sloppið með
smávægileg meiðsli, eða jafnvel
skrámulausir, ef þeir hefðu ein-
ungis haft vit á að gera þá sjálf-
sögðu varúðarráðstöfun að
sperina á sig bílbeltið í upphafi
ferðarinnar.
Ef saman væri reiknaður sá
óheyrilegi kostnaður sem samfé-
lagið verður að reiða fram vegna
þessarar útbreiddu óvarkárni Is-
lendinga í umferðinni, yrðu nið-
urstöðurtölur þess útreiknings
háar og hærri en flesta grunar.
Sjúkrahúskostnaður er hár á ís-
landi og bæði starfsfólk og tækja-
búnaður við aðgerðir, langlegu og
endurhæfingu er það líka.
Mannslíf verða heldur ekki metin
til peninga og sú sálarþjáning að
þurfa að búa við örkuml til ævi-
loka, er heldur ekki auðmetin til
fjár.
En þótt einungis sé reiknað
með þeim beinhörðu útgjöldum
samfélagsins, sem árlega eru talin
fram úr þeirri buddu sem við eig-
um öll í félagi, er auðvelt að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að með
því einu að koma öllum til að nota
bílbelti í umferðinni, mætti spara
ótrúlegar upphæðir.
Það vill svo til að ekki ætti að
vera tiltakanlega erfitt að koma
þessu í kring. Grundvallarfor-
sendan er auðvitað sú að lög verði
sett um sektir eða önnur viðurlög
gagnvart þeim sem skirrast við að
nota beltin. Með tilliti til þess
óheyrilega kostnaðar sem hlýst af
vannotkun bílbeltanna, myndi
sjálfsagt margborga sig út frá
þjóðhagslegu sjónarhorni, að
hafa mann í vinnu á hverju götu-
horni, við að útdeila sektarmiðum
til þeirra sem ekki nota bílbeltin.
Bílbeltaátak sem framkvæmt
yrði í kjölfar setningar viðurlaga,
myndi sennilega ekki þurfa að
standa lengi yfir, því það mun
samdóma álit þeirra sem á annað
borð hafa vanið sig á þann sjálf-
sagða sið að nota beltin, að því
fylgi sterk öryggisleysistilfinning
að sitja í bílsæti þar sem öryggis-
belti er af einhverjum ástæðum
ekki fyrir hendi.
Út af fyrir sig má kannski kalla
það furðulegt að allur sá áróður
sem rekinn hefur verið undanfar-
in ár fyrir aukinni notkun bíl-
belta, skuli ekki hafa borið meiri
árangur en raun ber vitni. Ætla
mætti nefnilega að rökin fyrir
notkun beltanna væru svo augljós
að ekki þyrfti svo mikið sem
meðalgreind til að spenna beltin
eftir að hafa heyrt þau einu sinni.
Hvaða ályktanir sem nú kann að
mega draga af þessu um greindar-
far íslendinga, er hitt engu að síð-
ur staðreynd að ítrekaðar áróð-
ursherferðir hafa borið takmark-
aðan árangur og alls ekki nægan.
Alþingi ætti af þessum sökunt
að taka af skarið og setja viðurlög
sem geri það að verkum að notk-
un bílbelta verði almenn. Slík við-
urlög myndu líka hjálpa til þess að
minnka fjárlagagatið og þá ætti
— í augum þingmanna — að vera
til nokkurs barist.