Alþýðublaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 1
Félagsmálaráðuneytið:
Þriðjudagur 29. júlí 1986
142 tbl. 67. árg.
Framfærslulögin
endurskoðuð
„Nei, þetta var ekki beinlínis í
kjölfar þessarar fátæktarumræðu.
Þó þetta tengist að sjálfsögðu því
máli. — Það var oröið löngu tíma-
bært að laga þessi lög að breyttum
aðstæðum," sagði Alexander
Stefánsson félagsmálaráðherra í
samtali við Alþýðublaðið í gær, en
hann skipaði fyrir helgi nefnd til að
taka framfærslulög nr. 80 frá 5.
júní 1947 ásamt síðari breytingum,
til athugunar.
í nefndinni eiga sæti: Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir formaður starfs-
mannafélagsins Sóknar, Gunnar
Jóhann Birgirsson lögfræðingur,
Ingibjörg Rafnar, fyrrverandi borg-
arfulltrúi, Rannveig Guðmunds-
dóttir, forseti bæjarstjórnar Kópa-
vogs, Kristján Benediktsson, fyrr-
verandi borgarfulltrúi, Sveinn
Ragnarsson félagsmálastjóri og
Þorgerður Benediktsdóttir deildar-
Iögfræðingur sem mun verða for-
maður nefndarinnar. Ritari nefnd-
arinnar og Gylfi Kristinsson deild-
arstjóri.
Að sögn félagsmálaráðherra er
reiknað með því að nefndin skili
jafnvel af sér tillögum að heildar-
löggjöf um þessi efni. „Ég vona
bara að verkið verði vandað og ég
held að mér hafi tekist að fá gott
fólk til starfsinsþ sagði ráðherra.
Um hvaða helstu breytingar
mætti vænta, treysti ráðherra sér
ekki að segja og vildi bíða með það
þar til nefndin hefði lokið störfum.
Sagðist hann þó reikna með að tek-
ið yrði meðal annars tillit til þróun-
ar á hinum Norðurlöndunum hvað
varðar slíka lagasetningu, auk
þeirra breyttu aðstæðna sem orðið
hafa hér á landi. Einnig þyrfti að
samræma löginn að ýmsum öðrum
nýjum lögum, nefndi hann m. a.
Barnalögin frá ’81 í því sambandi.
Útvarpsráð:
Yfirlýsing
frá fjórum út-
varpsráðsmönnum
Fjórir útvarpsráðsmenn hafa
sent frá sér yfirlýsingu vegna
ummæla Markúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra um
breytt hlutverk útvarpsráðs með
tilkomu nýrrar reglugerðar. Yf-
irlýsingin sem undirrituð er af,
Markúsi Á. Einarssyni, Eiði
Guðnasyni, Árna Björnssyni og
Magnúsi Erlendssyni, er svo
hljóðandi:
„Vegna ummæla Markúsar
Arnar Antonssonar útvarps-
stjóra í tilefni nýrrar reglugerðar
menntamálaráðherra um Ríkis-
útvarpið, vilja undirritaðir út-
varpsráðsmenn taka fram:
Nýútgefin reglugerð breytir í
engu stöðu eða hlutverki út-
varpsráðs frá því sem ákveðið er
í 20. gr. útvarpslaga, þar sem
segir, m.a.: „Ákvarðanir út-
varpsráðs um útvarpsefni eru
endanlegarí* Þessu lagaákvæði
getur Alþingi eitt breyttí*
Landsmót skáta stendur nú yfir og er það að þessu sinni haldið í Viðey. Á myndinni sést mótssvceðið og Viðeyjar-
stofa fyrir miðju.
Réttindi starfshópa
og stétta
Stjórn BSRB kom saman til
fundar fyrir helgi og var þar sam-
hljóða samþykkt tillaga um að
beina því til félagsmanna að vera vel
á verði gegn því að réttindi starfs-
hópa og stétta verði skert.
I því sambandi var sérstök athygli
vakin á því að framundan væri hörð
varnarbarátta gegn skerðingu líf-
eyrisréttinda opinberra starfs-
manna, en í samkomulagi Vinnu-
veitendasanrbandsins og ASÍ. frá
síðastliðnum vetri felist krafa um
verulega skerðingu lífeyrisréttinda
opinberra starfsmanna.
í niðurlagi tillögunnar segir:
„Þá fer ekki fram hjá neinum að
ríkisvaldið gerir nú tilraunir til að
skerða eða afnema samningsrétt
þeirra, sem starfa að öryggis- og
— Standa þarf vörð
gegn skerðingu, segir
stjórn BSRB
heilbrigðismálum. Þessi afstaða
ríkisins kom skýrt fram í samninga-
viðræðum við BSRB. á sl. vetri.
Ef rikisvaldinu tekst að rjúfa
samstöðu opinberra starfsmanna í
varðstöðu um áunnin réttindi er
hætta á ferðum, sem öllum opin-
berum starfsmönnum ber að snúast
gegnl'
Hyalveiðum hætt í bili
44
„Skynsamleg ákvörðun í stöðunnif segir for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins
„Nei, ég lít alls ekki á þetta sem
neina undanlátscmi eða eftirgjöf.
Ég held þetta hafi verið skynsamleg
ákvörðun í stöðunni og sýni fyrst og
fremst vilja okkar til að leysa mál-
ið,“ sagði Eiður Guðnason, for-
maður þingflokks Alþýðuflokks-
ins, í samtali við Alþýðublaðið í
gær, aðspurður um þá ákvörðun að
flýta sumarleyfum hjá Hvali hf.,
meðan málin væru rædd við
Bandaríkjamenn. En eins og komið
hefur fram í fréttum hefur mátt
skilja þann tón að „Vestan" að
efnahagsþvinganir kæmu til grcina
gegn íslendingum af hálfu Banda-
rikjamanna vegna hvalveiða íslend-
inga i vísindaskyni.
En sú bráðabirgðalausn sem
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra og Matthias Mathiesen
utanríkisráðherra lögðu fyrir
James Connelly sendifulltrúa
Bandaríkjanna á íslandi á föstu-
dag, fól í sér að bandaríska við-
skiptaráðuneytið léti ekki verða ai
því að leggja fyrir forseta Banda-
ríkjanna beiðni um viðskiptabann
gagnvart íslandi, ef Hvalur hf.
hætti hvalveiðum í bili, frá og með
gærdeginum.
Reiknað er með að utanríkis-
málánefnd Alþingis komi saman í
dag til að ræða þessi mál, en von er
á sjávarútvegsráðherra til landsins í
dag. Er því reiknað með að eitthvað
verði ljósara með hugsanleg við-
brögð stjórnvalda eftir fundinn í
dag.
Hver vegur hvern?
Alþýðublaðið ræddi við
nokkra starfsmenn í íslenskum
stórfyrirtækjum á dögunum: „Ég
hef ekki nema 18.000 krónur á
mánuði eftir fimmtán ár í fiski“
sagði verkakona í samtali við
blaðið, „það er ekki hægt að líta
á bónusinn sem laun eins og oft er
gert þetta er bara aukaálag fyrir
þrældómþ bætti hún við.
„Eftir að hafa starfað við versl-
unarstörf í 30 ár hef ég 23,800
krónur á mánuði fyrir 8 tímana,"
sagði annar viðmælandi blaðsins,
rúmlega sextugur maður sem
vinnur í Miklagarði.
í sömu viku var rætt við nokkra
af forystumönnum launafólks í
landinu. Hjá þeim var að skilja
samúð með þessu fólki og öðrum
sem búa við ómannsæmandi
laun. Aðalheiður Bjarnfreðsdótt-
ir formaður Sóknar sagði að inn-
an raða félagsins væri fólk með 20
þúsund og þar innan við á mán-
uði. Vildi hún meina að ef stefnt
yrði að því í næstu kjarasamning-
um að bæta kjör lægst launuðu
þyrfti ekki endilega að hækka
laun allra þó laun þessa hóps yrðu
hækkuð upp í 30 þúsund á mán-
uði. „Á þessi með 60 þá endilega
að fá 90, getur hann ekki bara
haldið áfram að lifa á sínum 60“
sagði Aðalheiður. Vildi hún kalla
þetta tvöfalt siðgæði. Sífellt sé
hamrað á því að hækka lægstu
launin, en á sama tíma hugsi
menn með sér. „Þá lækka ég svo
mikið hlutfallslega. Aðrir verka-
lýðsleiðtogar sem Alþýðublaðið
ræddi við kváðu ekki eins sterkt
að orði og Aðalheiður. Talað er
um launaskrið í því sambandi,
vandamálið sé miklu stærra o. s.
frv. Kristján Thorlacius benti t. d.
á að þeir í miðlungslaunaflokk-
unum hjá BSRB væru jú lág-
Iaunafólk líka.
Það er augljóst mál, og þarf
enga spekinga til að sjá, að það
ríkir ekki nægilega mikið trúnað-
artraust milli launafólks og for-
ystu þess, þessa dagana, og það er
ekki nægilega haldbær skýring
hjá forystumönnum heildarsam-
taka að allt sé vondum ráðherrum
að kenna og Garðastrætisklík-
unni. Benda þessir leiðtogar m. a.
á að vegið sé að heildarsamtökun-
um. En spurningin er ekki bara
hver vegur að hverjum. Það gæti
verið nokkuð hollt fyrir leiðtog-
ana að líta betur í eigin barm og
hugleiða brotalamir í uppbygg-
úngu verkalýðshreyfingarinnar.
Varnarræður þeirra að undan-
förnu minna oft á útúrsnúninga
manna sem hafa ekki allt of góða
samvisku. Hvar er lýðræðið í
verkalýðshreyfingunni? Menn
mega ekki gleyma því að toppur
pýramídans er ekki nema aðeins
hluti af sjálfum pýramídans. Eig-
um við kannski að fara að tala um
Dagsbrún h. f„ A. S. í„ s. f. o. s.
frv. Það getur varla talist óraun-
hæft.
í ljósi þessa gæti verið hollt fyr-
ir forystu verkafólks að líta á
opinbera statistilk sem unnin var í
fyrra úr svo kallaðri Gallup-
könnun menn gleymdu nefnilega
ansi mörgum aðalatriðum í þess-
ari könnun og veltu sér upp úr
hamingjusemi sem könnuð var í
sömu úttekt. En niðurstöður eru
m. a. alvarlegar fyrir verkalýðs-
forystuna, ef til vill þess vegna
hefur verið þagað.
Könnunin var framkvæmd ’84
undir yfirskriftinni „Könnun á
gildismati og mannlegum við-
horfum íslendinga“ unnin af
Hagvangi h. f. með viðtölum sem
gerð voru með persónulegum
heimsóknum til 1196 íslendinga á
tímabilinu 4. til 22. maí 1984.
Yfirstjórn með könnuninni hafði
föngulegur hópur sem samanstóð
af: Ásmundi Stefánssyni forseta
A. S. í„ Erlendi Einarssyni for-
stjóra S. í. S. Esther Guðmunds-
dóttur þjóðfélagsfræðingi, Guð-
mundi Magnússyni þáverandi há-
skólarektor, Haraldi Ólafssyni
þáverandi dósent nú þingmanni,
Inga R. Helgasyni forstjóra, Jó-
hannesi Nordal Seðlabankastjóra
formanni yfirstjórnar, Pétri Sig-
urgeirssyni biskup og Víglundi
Þorsteinssyni forstjóra formanns
Félags iðnrekenda. Ritari nefnd-
arinnar var Ólafur Örn Haralds-
son framkvæmdastjóri.
í könnuninni kom meðal ann-
ars fram sú alvarlega niðurstaða
að 45°/o töldu að stéttafélagið
þeirra gætti hagsmuna þeirra
fremur illa eða mjög illa. Ef ein-
göngu er tekið tillit til þeirra sem
létu í Ijós jákvæða eða neikvæða
afstöðu, þar er þeim er sleppt sem
svöruðu „hæfilega", kom í ljós að
menn í opinberri þjónustu skipt-
ust mjög í tvö horn, 46% létu í Ijós
óánægju, en 30% ánægju. Hlut-
fallslega flestir í landbúnaði létu í
ljós óánægju eða 51%.
Ef litið er til svara manna er
töldu stéttafélögin gæta hags-
muna sinna mjög vel kemur í ljós
að einungis 2 til 5% töldu svo
vera.
Þessar niðurstöður hafa ef til
vill ekki komið mönnum mjög á
óvart en það hlýtur að vera sicylda
verkalýðsforystunnar að taka
þessar niðurstöður til umfjöllun-
ar og líta betur í eigin barm. Eða
á að halda áfram að méla heildar-
samtök verkafólks í frumeindir
sínar?
K. Þ.