Alþýðublaðið - 02.08.1986, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.08.1986, Qupperneq 1
alþýöu- Skattstefna ríkisstjórnarinnar: Gegn forsendum Laugardagur 2. ágúst 1986 146 tbl. 67. árg. Vestfjarða- fundum lokið Segir í samþykkt þingflokks Alþýðuflokksins „Þetta hefur verið mjög árang- ursrík ferð, og það er ljóst að stefna Alþýðuflokksins á hér gífurlegan hljómgrunn,“ sagði Karvel Pálma- son alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið í gær, en hann var þá staddur á Isafirði þar sem fundar- ferð Alþýðuflokksins um Vestfirði lauk í gær, Karvel og Jón Baldvin Hannibalsson hafa þessa vikuna sótt fjölda vinnustaða heim og haldið fundi með Alþýðutlokksfé- lögunum á Vestfjörðum. Á ísafirði var síðan opinn fundur á fimmtu- dagskvöld. Um hundrað manns mætti á fundinn. Að sögn Karvels Pálmasonar var fundurinn á ísafirði mjög góður, og Um verslunarmannahelgina mun Umferðarráð og lögreglan um allt land veita þeim bömum er sitja í bilbeltum eða barnabílstól viður- kenningu. Um er að ræða lítinn glaðning, kort með ferðaleikjum og hollráð- um, rissblokk og síðast en ekki síst Tópaspakka frá Nóa hf. Fyrirtækið gaf þrjú þúsund Tópaspakka í þessu skyni, en á loki þeirra er ein- mitt ábending til fólks í bílum: „Spennum beltin — sjálfra okkar vegna.“ Nói hf. er einn þeirra aðila er ljáð hefur umferðarmálum lið komu þar vel fram sjónarmið fólks m.a. til launamála og hvað gera skyldi i þeim efnum. Eins komu fram þær miklu áhyggjur sem landsbyggðarfólk hefur nú um stöðu sína., „að framleiðslugrein- arnar skuli skildar eftir meðan þjónustugreinunum er hampað. Eins kom skýrt fram, að þeir sem ekki skila raunverulegum skatti sín- um, geta ekki kallast neitt annað en þjófarl' sagði Karvel. Eins og sagt hefur verið frá í Al- þýðublaðinu var ætlunin að ljúka ferðinni í Strandasýslu og halda fund í Hólmavík í gær. Því hefur verið frestað um stund. En Stranda- sýsla verður sótt heim mjög fljót- lega. með því að hafa þessi hvatningar- orð á töflupökkum sínum endur- gjaldslaust árum saman. Umferðarráð væntir þess að sem flestir foreldrar setji öryggisbúnað fyrir börn í bíla sína, og sjái til þess að þau noti hann. Ekki aðeins til þess að þau fái viðurkenningu, heldur miklu heldur til að auka ör- yggi þeirra í bílnum. „Börn í bílum þurfa vörní' Og vert er að minna á að þörf fyrir notkun öryggisbúnað- ar, fyrir börn og fullorðna í bílum, er ætíð fyrir hendi — óháð árstím- um. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur sent frá sér eftirfarandi sam- þykkt þar sem skattastefna rikis- stjórnarinnar er harðlega for- dæmd: „Þingflokkur Alþýðuflokksins vekur athygli á að með skattastefnu sinni hefur ríkisstjórnin brotið gegn samþykktum Alþingis og forsend- um kjarasamninga. í fyrsta lagi leggur ríkisstjórnin nú á tekjuskatt, sem er 800 milljón- um króna hærri en ákveðið er í fjár- lögum yfirstandandi árs. Þetta er ekki óvænt uppákoma eins og fjár- málaráðherra hefur látið liggja að. Ríkisstjórnin vissi hvert stefndi í apríl sl. Þá var ráðrúm til að leið- rétta skattvísitölu. Það var hinsveg- ar ekki gert. í öðru lagi hefur ríkisstjórnin með þessari skattlagningu brotið gegn samþykkt Alþingis frá 22. maí 1984 um afnám tekjuskatts af al- mennum launatekjum í áföngum. Stórhækkun tekjuskattsins nú gengur þvert á þessa samþykkt svo og margitrekuð loforð og yfirlýs- ingar um lækkun tekjuskatts. í þriðja lagi gengur þessi skatta- hækkun í berhögg við samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnarinnar frá 28. febrúar þar sem samið var um hóflegar launa- hækkanir gegn fyrirheitum um skattalækkanir. Þingflokkur Alþýðuflokksins krefst þess, að skattvísitala verði endurskoðuð þannig að skattbyrði aukist ekki milli ára. Þingflokkurinn lýsir furðu á við- brögðum fjármálaráðherra, sem fyrst lætur, sem þessi skattlagning hafi kornið mjög á óvart, en segir þjóðinni síðan að búið sé að verja henni til Iaunahækkana nokkurra starfsstétta og niðurgreiðslna á lambakjöti. Þingflokkurinn ítrekar þá skoð- un Alþýðuflokksins, að núverandi skattkerfi sé svo gloppótt og hrip- lekt að það þurfi gagngerðrar end- urskoðunar við. Vitað er og viður- kennt að tekjuskattur er fyrst og fremst launamannaskattur, sölu- skattur skilar sér illa í ríkissjóð og kerfið hefur alið af sér skattleys- ingja, sem safna stóreignum meðan almenningur er að kikna undan vaxandi skattpíningu. í stað þess að ráðast gegn skattsvikum eru sifellt lagðar auknar byrðar á launafólk í landinu. Þingflokkurinn minnir á róttæk- ar tillögur Alþýðuflokksins um uppstokkun skattakerfisins, sem brýnt er að nái fram að ganga“ Það má veí vera að það sé bannað að pissa á almannafœri úti í guðsgrœnni náttúrunni. En hver tekur mark á því um verslunarmannahelgi? Verslunarmannahelgin: Börn í beltum fá verðlaun Afmæli Reykjavíkur Hápunktur hátiðarhalda vegna 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar verður 18. ágúst n.k. Formaður afmælisnefndar er Davíð Oddsson. borgarstjóri. Ýmislegt verður gert til skemmt- unar m.a. er borgarbúum boðið til veislu, sem sumir hafa nefnt „veislu aldarinnar“. í tengslum við hátíðina eru sýningar, hátíð- arguðsþjónustur, rokkhátíð, djasstónleikar svo að eitthvað sé nefnt. En lítum nánar á það sem boðið er upp á þessa dagana. Reykjavík í 200 ár — svipmynd mannlífs og byggðar. Þessari sýningu er einkum ætlað að sýna Reykjavík hið ytra, vöxt og breytingar frá kaupstað til borgar, og byggir sýningin að verulegu leyti á gömlum ljós- myndum aftur til þess tíma er ljósmyndatæknin hélt innreið sína hérlendis. Elsti tími Reykjavíkur sem kaupstaðar var fyrir daga ljós- myndarinnar, og er sá tími skil- greindur með uppdráttum, teikn- ingum, myndum ýmissa erlendra ferðalanga, skjölum o.fl. Reynt er einnig að gefa svipmyndir mann- lífs og bæjarbrags. Auk ofan- greindra hluta verða á sýningunni ýmis líkön húsa og skipa, má þar nefna líkan af Grjótaþorpi eins og það var á árunum kringum 1886, einnig líkön er sýna byggðina 1786 og 1886 ásamt líkönum og upp- dráttum af skipulagi síðustu ára. Á sýningunni verða einnig kynnt frumdrög að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir tímabilið 1984 —2003 og ýmis skipulagsvinna sem unnin er á vegum Borgar- skipulags. Þá má nefna eftirlíkingu af krambúð í fullri stærð, gamla slökkvibíla og ýmis önnur tæki. Tjaldað hefur verið yfir húsa- garð Kjarvalsstaða vegna þessa. I tjaldinu verður einnig leiksvið, þar sem ýmiss konar skemmtidag- skrá verður. í sölunum verður fólk við gæslustörf og leiðsögu í ýmsum búningum liðins tíma, og tengist það leikþætti eða dagskrá, er Brynja Benediktsdóttir hefur veg og vanda af, ásamt nokkrum þjóðkunnum leikurum og verður sá leikþáttur á boðstólum nokkr- um sinnum í viku. Eins og áður segir, verða ýmiss konar atriði til skemmtunar og fróðleiks og má þar einnig nefna fyrirlestra og frásagnir ýmissa kunnra borgara. Magnús Tómas- son listamaður er framkvæmda- stjóri sýningarinnar, en formaður sýningarnefndar er Þorvaldur S. Þorvaldsson forst.m. Borgar- skipulags. Sýningin mun standa frá 16. ágúst til 28. september. Tæknisýning Tæknisýning verður opnuð al- menningi í Borgarleikhúsinu þann 17. ágúst kl 17.00. Unnið er af kappi að ljúka þeim hluta Borgarleikhússins sem hýsir sýn- inguna. Á sýningunni gefur að líta með myndrænum hætti yfirlit um starfsemi veitustofnana borgar- innar, gatnamálastjóra, þ.m.t. gatna- og holræsadeildar, um- ferðardeildar og gagnavinnslu- og þróunardeildar, vélamiðstöðvar og malbikunarstöðvar, grjótnáms og pípugerðar og Reykjavíkur- hafnar. Landsvirkjun, SKÝRR og Skógræktarfélag Reykjavíkur taka einnig þátt í sýningunni með myndarlegum hætti. Sýningin verður opin til 31. ágúst og verður opin frá 10.00— 22.00 dag hvern. Á sýningunni verður veitingasala og ókeypis barnagæsla. Vandað upplýsinga- rit fylgir aðgöngumiðanum og er hann jafnframt getraunaseðill. Afhending Viðeyjarstofu Sunnudaginn 17. ágúst mun menntamálaráðherra afhenda Reykjavíkurborg mannvirki ríkis- ins í Viðey ásamt landspildu kringum þau. Heimsókn forseta íslands Forseti íslands Vigdís Finn- bogadóttir kemur í opinbera heimsókn á sjálfum afmælisdeg- inum 18. ágúst. Borgarstjóri mun taka á móti henni á borgarmörk- um og munu hestamenn úr Fáki ríða á undan forsetanum fyrsta spölinn inn í borgina. Síðan situr forsetinn hátíðarfund borgar- stjórnar, sem hefst um kl. 10.20. Að honum loknum fylgja borgar- fulltrúar og borgarstjóri forsetan- um í heimsókn í tvær borgar- stofnanir, vistheimili aldraðra í Seljahlíð og Árbæjarsafn. Að Framh. á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.