Alþýðublaðið - 02.08.1986, Qupperneq 4
alþýóu-
Laugardagur 2. ágúst 1986
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján
Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
Thailand
Vandamál sem ekki
sér fyrir endann á
Ein af ástæðunum fyrir vaxandi
efnahagsvanda Thailands er sú
þunga byrði sem Thaiiendingar
hafa nauðugir, viljugir tekið á sínar
herðar; að taka við flóttamönnum
frá nágrannalöndunum. Yfirvöld
telja að alltof stórum hluta þessa
vandamáls hafi verið velt yfir á
herðar Thailendinga og að þeir geti
ekki lengur risið undir kostnaðin-
um við flóttamannahjálpina, nema
frekari aðstoð berist frá vestrænum
ríkjum.
Þegar þjóðarframleiðsla á mann
í Thailandi er skoðuð og borin sam-
an við önnur ríki, austræn og vest-
ræn verður það skiljanlegt að Thai-
lendingar skuli bera sig upp undan
þeim mikla kostnaði sem flótta-
mannahjálpin veldur.
Landsmenn eru nú um 50 millj-
ónir og þjóðarframleiðsla á mann
er nálægt 810 Bandaríkjadollurum,
sem er mjög sviðað og í mörgum
öðrum Austur—Asíuríkjum. Land-
ið er svipað á stærð og Frakkland
en efnahagurinn engan veginn sam-
bærilegur. Á Vesturlöndum eru töl-
ur um þjóðarframleiðslu á mann
allt aðrar. í Bandaríkjunum
$14,090, í Kanada $12,000, í Ástra-
líu $10,780.
Efnahagslega er Thailand því að-
eins lítið, fátækt ríki, sem hefur lagt
óeðlilega mikið af mörkum til að
leysa flóttamannavandamálið —
vandamál sem snertir ekki aðeins
þá sem búa á þessum slóðum, held-
ur alla þá sem hafa þar einhverra
hagsmuna að gæta. Það virðist e. t.
v. heldur langsótt að segja að flótta-
mannavandamálið snerti Evrópu-
búa og aðrar vestrænar þjóðir, ekki
aðeins siðferðilega, heldur einnig
efnahagslega. Samt er það svo. Ef
efnahagur eins Asíuríkis brestur,
veikir það efnahag annarra Asíu-
ríkja og hefur óhjákvæmilega einn-
ig áhrif á iðnríki Vesturlanda þegar
fram í sækir.
Hversu stórt er svo flóttamanna
vandamálið í Thailandi? Opinberar
tölur frá Gerald E. Walzer, fulltrúa
hjá Flóttamannastofnun Samein-
uðu þjóðanna segja að á síðustu 10
árum hafi u. þ. b. 1.500.000 manns
í Indókína flúið heimkynni sín, að-
allega frá Vietnam, Kampútseu og
Laos, í von um að finna öryggi og
staðfestu í nýju Iandi.
Þar af er talið að um 1 milljón
flóttamanna hafi lagt leið sína til
Thailands í þeirri trú að alþjóða-
stofnanir myndu veita þeim fjár-
stuðning til að koma undir sig fót-
unum einhvers staðar í veröldinni.
Að sögn yfirvalda í Thailandi hafa
þær bænir ekki verið heyrðar. Fáir
hafa áhuga á að taka við flótta-
mönnum og sá áhugi fer dvínandi.
Aðrir telja óheppilegt, vegna félags-
legra ástæðna að taka við mörgum
innflytjendum og hafa fremur vilj-
að veita fjárstuðning en að taka við
fólki í stórum stíl. En sá fjárstuðn-
ingur fer einnig minnkandi með
hverju árinu sem líður og ekki er
sjáanlegt að neinar breytingar séu í
vændum.
Þótt um 500.000 flóttamenn hafi
farið frá Thailandi til búsetu annars
staðar, (um 70% þeirra hafa fengið
hæli í Bandaríkjunum) þá hefur
stjórn Thailands sagt það, skýrt og
skorinort, að ekki sé lengur unnt að
ala önn fyrir þeim mannfjölda sem
þar dvelur. í ráði er að senda fólk
aftur til sinna fyrri heimkynna.
Allar líkur benda til að þeim sé
full alvara. Þeir telja sig ekki hafa
efni á hjálparstarfinu, einir og ó-
studdir og munu að líkindum grípa
til neyðarráðstafana, ef þeir fá ekki
aukna aðstoð.
Mikill þrýstingur er á stjórnina
um að loka landamærum Thai-
lands fyrir allri umferð, af þeirri
einföldu ástæðu að landsmenn hafa
orðið að flýja heimili sín og gerast
sjálfir flóttamenn;, vegna stöðugra
bardaga og skæruhernaðar, sem er
þeim alls óviðkomandi.
Eins og er dvelja u. þ. b. 130.000
manns í flóttamannabúðum, sem
kostaðar eru af Sameinuðu þjóðun-
um. Margir af þeim sem hafa verið
þar lengi hafa fengið fasta búsetu í
Thailandi. Á ári hverju bætist svo
við fjöldi fólks, sem Thailendingar
þurfa að sjá fyrir hjálparlaust. Tal-
ið er að Thailand hafi veitt rúmlega
500.000 manns hæli í lengri eða
skemmri tíma og þar við bætast allt
að 100.000 Thailendingar sem hafa
hrakist á vergang frá landamæra-
héruðunum.
Á ráðstefnu sem haldin var í
Bankok í júlí gaf talsmaður stjórar-
innar þær upplýsingar að flótta-
mannastraumurinn til Thailands
hefði aukist um 31,6% á fyrri hluta
ársins 1985, en fjöldi þeirra sem var
útvegað hæli annars staðar hefði
minnkað um 23,6% á sama tíma.
Hann ásakaði sérstaklega ríki Vest-
ur—Evrópu fyrir að velta byrðinni
einhliða yfir á þau lönd sem tækju
við fólkinu til bráðabirgða og það á
sérstaklega við um Thailand.
Almennt er talið að hann hafi lög
að mæla. Það viðurkennir alþjóða-
nefnd Rauða krossins og einnig
fulltrúi Flóttamannahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, Gerald Walzer.
Hann telur að hægt væri að gera
meira til að aðstoða a. m. k. þá sem
verst eru staddir, þá sem hafa misst
af fjölskyldum sínum og vinum og
þá sem eiga erfitt með að bjarga sér
á eigin spýtur.
í þessu sambandi hefur einnig
verið talað um „compassion
fatigue“, þ. e. að áhuginn á neyð
þessa fólks hefur dvínað. Það er
ekki í tísku lengur að vorkenna því;
aðrir hópar hafa tekið við því hlut-
verki, s. s. Suður—Afríkubúar, íbú-
ar Mið—Ameríku og íbúar land-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þessi skoðun kemur vel heim við
Framh. á bls. 2
Flóttamannabúöir í Thailandi. Fólkið sœkir sér vatn í tankbílinn. Hver vatnsdropi er dýrmætur.
Molar
Skattahækkunin séð
fyrir
Þjóðhagsstofnun hefur sent frá
sér stutta yfirlýsingu um tekju-
skattsmálið, þar sem annars vegar
er mótmælt ummælum Gunnars
G. Schram í viðtali við DV fyrir
nokkrum dögum og einnig færð
rök að því að ráðamönnum hefði
verið auðvelt að sjá fyrir þá þróun
mála, sem nú er komin í ljós, þ.e.
að tekjuskattur myndi hækka
verulega milli ára.
Athugasemd Þjóðhagsstofn-
unar fer hér á eftir:
í frétt á baksíðu DV 30. júlí
1986, er haft eftir Gunnari G.
Schram, alþingismanni, að
ástæðan fyrir hækkun tekju-
skatts einstaklinga, umfram það,
sem ráð var fyrir gert í fjárlögum,
sé sú, að Þjóðhagsstofnun hafi
áætlað hækkun á tekjum manna
milli ára um 8% minni en raun
varð á. Þá er það haft eftir þing-
manninum, að enginn virðist hafa
séð þessa hækkun tekjuskatts fyr-
ir. Við þessa frásögn er ýmislegt
að athuga.
í fyrsta lagi er þess að geta, að
í fjárlögum, sem samþykkt voru í
desember 1985, var áætluð tekju-
skattsálagning miðuð við 36%
hækkun tekna á mann milli ár-
anna 1984 og 1985, og var þessi
áætlun m.a. byggð á áliti Þjóð-
hagsstofnunar. Nú liggur fyrir, að
hækkun tekna til skatts hafi í
reynd orðið 42Zi% á mann, eða
4 ‘/2% meiri en reiknað var með í
fjárlögum, ekki 8% meiri eins og
segir í frétt DV.
í öðru lagi verður því naumast
haldið fram, að enginn hafi séð
þessa þróun mála fyrir, þegar þess
er gætt, að 21. apríl sl. sendi Þjóð-
hagsstofnun formönnum stjórn-
málaflokka og þingflokka prent-
handrit að Ágripi úr þjóðarbú-
skapnum (Nr. 1, apríl 1986), sem
síðan var sent öllum þingmönn-
um og fjölmiðlum daginn eftir, en
þar segir á forsíðu:
„Tekjur heimilanna virðast
samkvæmt fyrstu vísbendingum
úr skattframtölum hafa hækkað
mun meira í fyrra en áður var gert
ráð fyrir, eða um og yfir 40% á
mann í stað 36%.
Á bls. 8 í þessu riti segir enn-
fremur:
„ . . . beinir skattar og útsvör
munu að óbreyttu hækka heldur
meira en tekjur á þessu ári, fyrst
og fremst vegna þess að tekjurnar
í fyrra, sem álagning byggist á,
verða líklega nokkru hærri en ætl-
að var, þegar ákvarðanir um
álagningu voru teknar um mán-
aðamótin febrúar/mars síðastlið-
inní'
Að minnsta kosti frá því í apríl
hefur því verið ljóst — og öllum
kunnugt — að álagning tekju-
skatts 1986 færi verulega fram úr
áætlun fjárlaga, að öllu óbreyttu.
Hér með er þess farið á leit, að
þér birtið þetta bréf í blaði yðar
við fyrsta tækifæri.
•
Unesko og Esperanto
Esperantistar hafa löngum vonast
til þess að Sameinuðu þjóðirnar
tæku esperanto upp sem alþjóða-
tungumál og farið yrði að nota
það innan stofnana samtakanna.
Af þessu hefur sem kunnugt er
ekki orðið, en Uneskó, menning-
arstofnun san.takanna, sem
mikill styrr hefur staðið um á
undanförnum árum, samþykkti
hins vegar ályktun um þetta
tungumál á aðalráðstefnu sinni
nýlega. Ályktunin var samþykkt í
tilefni af hundrað ára afmæli
esperanto á næsta ári og er svona:
•
Aðalráðstefnan
hefur í huga að með ályktun
hennar IV.1.4.422—4224 á fundi í
Montevideo 1954 var bent á þann
árangur sem náðst hefur með al-
þjóðamálinu esperanto í alþjóð-
legum menningarsamskiptum og
gagnkvæmum skilningi meðal
þjóða heims, og viðurkennt að
hann væri í samræmi við tilgang
og hugsjónir Uneskó,
minnir á að síðan hefur esperanto
náð umtalsverðum árangri sem
tæki til skilnings milli þjóða og
menningar í mismundandi lönd-
um, með því að ná til flestra hluta
heims og flestrar starfsemi
manna,
viðurkennir þá miklu möguleika
sem esperanto býður til alþjóðlegs
skilnings og tjáningar milli
manna af mismundandi þjóðerni,
veitir athygli mjög mikilvægu
framlagi esperantohreyfingarinn-
ar, og þá einkum alþjóða esper-
antosambandsins.til kynningar á
starfsemi Unesko og til þátttöku í
því starfi.
Ráðstefnan árnar esperantohreyf-
ingunni heilla á aldarafmælinu,
biður aðalritarann fylgjast áfram
með athygli þróun esperantos sem
tækis til að bæta skilning milli
mismundandi þjóða og menning-
arheilda,
beinir því til aðildarríkjanna að
halda upp á aldarafmælið með
samkomum, yfirlýsingum, útgáfu
sérstakra frímerkja og slíku, og
með því að hvetja til þess að taka
bæði tungumálavandann og
esperantokennslu á námskrá í al-
mennum skólum og æðri mennta-
stofnunum,
mælir með því að alþjóðleg sam-
tök sem ríkisstjórnir eiga ekki
aðild að, að taka þátt í aldaraf-
mæli esperantos og kanna mögu-
leika á því að nota esperanto sem
tæki til að koma á framfæri við
félaga sína hvers kyns upplýsing-
um, meðal annars um starfsemi
Unesko.
•
Öryggi ríkisins
Á fundi sínum á þriðjudaginn
samþykkti ríkisstjórnin að fela
ráðuneytisstjórum dómsmála-
ráðuneytis og utanríkisráðuneyt-
is, skrifstofustjóra varnarmála-
skrifstofu og lögreglustjóranum í
Reykjavík, undir forystu Baldurs
Möllers fyrrv. ráðuneytisstjóra,
sem er fulltrúi forsætisráðherra,
að fjalla um leiðir til þess að auka
samstarf þeirra ráðuneyta og
stofnana er starfa með einhverj-
um hætti að öryggismálum ríkis-
ins. Er til þess ætlast að starfshóp-
urinn geri tillögur um úrræði er
stuðli að markvissu starfi til að
vinna gegn og uppræta ólögmæta
starfsemi er skaðað gæti íslenska
ríkið og öryggi þess. Þá er þess
óskað, að starfshópurinn geri til-
lögur um samræmingu ráðstafana
til eflingar innra öryggi í stjórn-
kerfinu. Rétt er að athugað verði
með hvaða hætti nágrannaþjóðir
okkar, einkum Danir og Norð-
menn, haga meðferð á öryggis-
málum sínum. Starfshópnum ber
að skila niðurstöðum sínum til
ríkisstjórnarinnar innan sex mán-
aða.