Alþýðublaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 6. ágúst 1986 ■RITSTJÓRNARGREIN Að leysa vandann eða geyma Þáerkominn hinn hefðbundni útsölutími á (s- lenska lambakjötinu, sem siðustu mánuði hef- ur heitið fjallalamb. Sambandsráðherrann til- kynnti niðurgreiðslur úr ríkissjóði upp á 150 milljónir króna en fjármálaráðherrann skar þá upphaeð niður 175 milljónir svona til að sýnast. Hann veit það manna best sjálfur að vegna samninga við bændur um hinn svokallaða full- virðisrétt verður rlkissjóður að greiða fyrir kjöt- birgðirnar hvort sem það er gert f formi niður- greiðslna eða útflutningsbóta. En hvers vegna er þessi tlmi árs ávallt valinn til kjötútsölunnar. Ástæðan er sú að halda verður I kjötið eins lengi og unnt er ( frysti- hótelum Sambandsins og kaupfélaganna til þess að mjólka rlkissjóð um geymslu- og vaxtagjöld. Hins vegar hefst sláturtlð I næsta mánuði og þá þarf að vera rými til fyrir nýja kjöt- ið. Síðan veröur útsala I júlí og ágúst á næsta ári. Þannig hefur þetta gengiö til gegnum tfö- ina. Nú þegar er búiö að greiða úr rlkissjóði um 140 millj. króna í geymslu- og vaxtagjöld fyrir það kjöt sem komið er á útsöluna. Réttara hefði verið að greiða almenningi þetta gjald strax í fyrrahaust, þegar kjötið var nýtt. Reikna má með því að fólk hefði þá keypt um 1000 tonn af kjöti á hagstæðu verði og fyllt með því frystikistur sfnar. En þetta má ekki því auðhringurinn þarf að fá sitt. Það er því nú þeg- ar búið að greiöa honum andvirði um þaö bil 46000 kjötskrokka fyrir gistirýmið á útsölukjöt- inu. Allt tal um aukna markaðsöflun, meiri vöru- vöndun og vilja til þess að mæta kröfum neyt- enda er upp f vindinn. Það eina sem gert hefur verið er að kalla gamla fslenska dilkakjötið fjallalamb. Á sfðasta hausti átti að reyna að gera raunhæfa tilraun til sölu á lambakjöti f Bandarfkjunum. í þvf skyni voru tekin frá um 100 tonn af kjöti f sláturhúsinu f Borgarnesi, sérstaklega valið og með farið að kröfu þeirra vestanhafs. Það var þvl töluverður spenningur f sauðfjárbændum um það hvernig til tækist. Landbúnaðarráöuneytið og búvörudeild SÍS sáu hins vegar svo um, að kjöt þetta fór aldrei þangaö sem það átti að fara. Á sama tfma og greiddar eru hundruðir milljóna til einokunar- hringsins til þess að geyma vandann er útilok- að að sjá af nokkrum milljónum f tilraunir til þess að leysa hann. Sauðfjárbændur komu með þær hugmyndir á slöasta þingi Stéttarsambands bænda, að unnt yrði að lækka verð á lambakjöti, og þar með auka neyslu þess, ef þeir lækkuðu eitt- hvað verð til sfn og jafnframt yrði gerð róttæk endurskoöun á milliliðakerfinu þar á meðal á slátur- og heildsölukostnaði. Það fór hrollur um hallarbændurna á Melunum við þessi tíð- indi. Enda virðast þeir heldur bera hag auð- hringsins fyrir brjósti heldur en hag bænda og neytenda. Þeim finnst það ekki athugavert þó að bændur séu arðrændir meðal annars á þann hátt, að bókhalds- og sölukostnaður til Sam- bandsins sé f sláturkostnaði nánast jafnhár og öll laun og launatengd gjöld í sláturhúsunum. Tilraunirtil markaðsöflunar f Bandáríkjunum verða trúlega ekki gerðar f bráð. Kaupfélögin f landinu hafa séð til þess. Þau hafa bundist samtökum um það að selja ekki gram af sinni framleiðslu út fyrir sfn félagssvæði nema f gegnum búvörudeild Sambandsins. En Sam- bandið vill ekki selja heldur geyma. Bændur verða sjálfir að brjótast úr þessum viðjum. Þeir verða að taka markaðs-, sölu- og vöruvöndunarmál i sfnar eigin hendur. Þetta hafa nokkrir bændur f Mýrdalnum gert nú f sumar. Þeir hafa sjálfir slátrað f sláturhúsi í Vfk sumarlömbum, sem voru 9—10 kg. að þyngd. Kjötið seldu þeir veitingahúsi í Kópavogi og fengu fyrir fullt verð án þess að nokkrar niður- greiðslurværu greiddar. Kjötið hefurþótt með eindæmum Ijúffengt og hafa kunnáttumenn látið að þvf liggja að þarna væri komin vara, sem sælkerar úti f hinum stóra heimi kynnu að meta. En bændabændurnir á Melunum hugsa ráð sitt, hvernig unnt verði að koma böndum á und- anvillingana f Mýrdalnum. B.P. Danskur skipasmíðaiðn- aður í erfiðleikum Danskur skipasmíðaiðnaður í erfiðleikum um þessar mundir. Fulltrúar at- vinnurekenda og launþega í greinninni hafa í sameiningu lagtfram áœtlun um aðgerðir, þar sem bœttir fjármögnunarmöguleikar, eru taldir rnikil- vœgastir. Skipasmíöastöðvar hafa svo sem kunnugt er átt i miklum erfiöleik- um undanfarinn áratug eöa svo. Is- lendingar hafa ekki fremur en aðrir farið varhluta af þessum erfiöleik- um í greininni og annað veifiö hafa hingaö borist fregnir af svipuöum erfiðleikum i nágrannalöndunum. Á Norðurlöndunum hafa ófáar skipasmíöastöðvar veriö lagöar niö- ur á siðustu árum og t. d. í Svíþjóö er nú að verða lítið eftir af þessum atvinnuvegi sem fyrir tiltölulega skömmu veitti tugþúsundum manna atvinnu. Nú er t. d. talaö um aö leggja niður Kockums skipa- Sumarsýning Norræna hússins var opnuð síðastliðinn laugardag, 26. júlí og er þetta í tíunda sinn, sem Norræna húsið gengst fyrir slíkri sumarsýningu á verkum íslenskra listamanna í því skyni að kynna list þeirra fyrir ferðamönnu, jafnt íslenskum sem erlendum. Að þessu sinni eru á sýningunni verk fjögurra listmálara af yngri kynslóðinni, þeirra Einars Há- smíöastööina í Malmö, þar sem fjölmargir íslendingar hafa unnið gegnum tíöina, en einmitt þar fengu margir vinnu sem flúöu héöan frá íslandi til Svíþjóöar, í atvinnu- kreppunni 1967—68. Af skipasmíðastöðvum á Norð- urlöndum hafa danskar skipa- smíðastöðvar staðið sig einna best, en því fer engu að síður fjarri að þær séu á grænni grein. Erfiðleikar starfsgreinarinnar hafa gert vart við sig í Danmörku ekki síður en annarsstaðar, þótt þarlendum skipasmíðastöðvum hafi af ýmsum konarsonarff. 1945), Gunnars Arn- ar Gunnarssonar (f. 1946), Helga Þorgils Friðjónssonar (f. 1953) og Kjartans Ólasonar (f. 1955). Mynd- irnar eru 23 talsins og hafa listfræð- ingarnir Ólafur Kvaran og Halldór Björn Runólfsson annast val þeirra auk þess sem Halldór ritar um lista- mennina í sýningarskrá. Sýningin verður opin daglega 14—19 til 24. ágúst. ástæðum veist léttara að halda lífi en öðrum. Dönsku stöðvarnar eiga þó í tals- verðum erfiðleikum um þessar mundir og velta menn því nú fyrir sér í Danmörku, hvaða leiðir séu helst færar til að halda lífinu í skipasmíðaiðnaðinum. Af hálfu eigenda stöðvanna og verkalýðs- samtaka var í síðustu viku sett fram krafa um hagstæðari lán til handa þessum iðnaði svo og ívilnanir hvað Leiðrétting: Matthías var það Meinlegur misskilningur kemur franr í frásögn Alþýðublaðsins s.l. fimmtudag af tillöguflutningi ntín- um í utanríkismálanefnd. Blaðið segir að ég vilji að sjávarútvegsráð- herra íslands ræði hvalamálið við bandaríska utanríkisráðherrann. Hið rétta er, að ég flutti tillögu um það í utanríkismálanefnd að utan- ríkisráðherra íslands, Matthías Á. Mathiesen, færi á fund utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna samhliða för Halldórs vestur. Matthías ætti að gera utanríkisráðherra Banda- ríkjanna grein fyrir því hve alvar- legum augum íslendingar litu íhlut- un Bundaríkjanna í hvalamálinu. Matthías ætti að koma því til skila til utanríkisráðherra Bandaríkj- anna að íhlutun Bandaríkjanna í hvalamálið væri ekki bara við- skiptamál heldur stórpólitískt utan- ríkismál og áform um viðskipta- þvinganir, beinar eða óbeinar, mundu stórskaða samskipti þjóð- anna. Með því að senda utanríkis- ráðherra er víglínan breikkuð, al- vara málsins af okkar hálfu undir- strikuð. Það er meginmálið. Við verðum að sækja málið alls staðar þar sem það er hægt. Kjartan Jóhannsson. varðar skattlagningu, en þessir aðil- ar segjast á hinn bóginn ekki fylgj- andi beinum ríkisstyrkjum, sem einnig hafa þótt konta til greina. Fulltrúar atvinnurekenda og launþega í þessari atvinnugrein, lögðu í síðustu viku fram áætlun í tíu liðum fyrir iðnaðarráðherra Dana, Nile Wilhjelm. Mikilvæg- ustu þættirnir í þessari áætlun fjalla um bætt fjármögnunarskil- yrði atvinnugreinarinnar og eru taldir hafa í för með sér að gera þurfi breytingar á nýlegum ákvörð- unum í skattamálum, en slíkt vekur mjög takmarkaða hrifningu ráða- manna. í áætluninni er ennfremur gert ráð fyrir að danskar skipasmíða- stöðvar verði í framtíðinni látnar njóta góðs af því fé sem Danir verja til þróunaraðstoðar, í því formi að stöðvarnar fengju í sinn hlut verk- efni sem tengdust þróunaraðstoð- inni. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því að ríkið sjái stöðvunuin fyrir auknum verkefnum að öðru leyti. Beinir ríkisstyrkir eru hins vegar ekki taldir koma til greina og ekki gert ráð fyrir þeim í áætluninni. Georg Poulsen, formaður danska málmiðnaðarmannasam- bandsins, krafðist þess mjög ákveð- ið í blaðaviðtölum, eftir að áætlun- in var lögð fram, að ákvarðanir í málinu yrðu teknar af skyndingu, því annars væri hætt við að dönsk- um skipasmíðastöðvum færi að fækka. Útboð — Siglufjörður Tilboð óskast í trévirki við íþróttahús á Siglufirði. Verkinu skal lokið 1. júlí 1987. Tilboðsfrestur er til mánudagsins 18. ágúst n. k. Tilboðsgögn eru til afhendingará bæjarskrifstof- unum á Siglufirði og á Verkfræði og teiknistof- unni sf., Kirkjubraut 40, Akranesi. Sigiufjarðarkaupstaður Norrœna húsið: Fjórir ungir en stórir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.