Alþýðublaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 1
alþyðu Miðvikudagur 6. ágúst 1986 147 tbl. 67. árg. Verslunannannahe/gin: Gekk að mestu áfallalaust Verslunarmannahelgin varð að mestu stórslysalaus að þessu sinni. Umferðin, sein víðast hvar á land- inu var geysimikil, gekk tiltölulega greiðlega fyrir sig og að sögn lög- reglu virðist sem áróður sá sem við- hafður hefur verið um þetta leyti árs á hverju ári, sé nú farinn að bera árangur. Útihátíðirnar sem að venju voru haldnar á fjölmörgum stöðum um landið, fóru yfirleitt hið besta fram. Langflest fólk var að þessu sinni saman komið á þjóðhátíð Vest- mannaeyinga og munu þar hafa verið um 11 þúsund manns þegar flest var. Þar varð það óhapp að sá sem kveikti í brennunni brenndist illa. Talsvert var um ölvun i Eyjum og munu tveir menn hafa verið teknir þar fyrir ölvun við akstur. Næstflest fólk var að þessu sinni samankomið í Galtalækjarskógi, eða um 6 þúsund manns þegar flest var. Þar fóru hátíðahöldin friðsam- legar fram en í Eyjum, enda hér um bindindismót að ræða og mun eink- um fjölskyldufólk hafa sótt þessa hátíð. Á allmörgum stöðum á landinu safnaðist fólk saman í tjaldbúðum þótt þar væru engin hátíðahöld skipulögð. Sem dæmi um slíka staði má nefna Vaglaskóg, Þórs- mörk, Laugarvatn, Húsafell og Atlavík, þar sem hátíðahöld hafa verið felld niður um verslunar- mannahelgi vegna skemmda á gróðri sem þar hafa orðið undan- farin ár. Nokkur umferðaróhöpp urðu á landinu um helgina, en yfirleitt munu meiðsl á fólki í þeim hafa ver- ið mjög óveruleg. Þannig varð árekstur á Fljótsdal er tveir bílar óku saman á blindhæð og þurfti læknir að gera að meiðslum þeirra er í bílunum voru. Enginn þeirra mun hafa notað bílbelti. Norður á Ströndum gjöreyðilagðist bíll sem drukkinn ökumaður ók út af vegin- um, en maðurinn slapp lítið meidd- ur, Sömu sögu var að segja af útaf- akstri á Barðaströnd. Þar fór bíll fram af hamri og hrapaði niður í fjöru, en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Hvalamálið Matthías skrifar Shultz „Það stendur ekki á mér að ræða við bandaríska utanríkisráðherr- ann ef ekki næst árangur í ferð Halldórs Ásgrímssonar til Washington. — Eg skrifaði Shultz bréf á föstudaginn þar sem ég skýrði honum frá því að ég mundi hugsanlega fara fram á viðræður við hann þegar búið væri að meta árangur úr viðræðum sjávarútvegs- ráðherra við ráðamenn vestra. Utanríkisráðuneytið og sendiráðið munu að sjálfsögðu fylgjast með þeim viðræðum," sagði Matthías Mathiesen í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. En í síðustu viku lagði Kjartan Jóhannson alþingismaður fram tillögu í utanríkismálanefnd, þess efnis að Matthías Mathiesen ætti viðræður við George Shultz utanríkisráðherra Bandarikjanna um hvalveiðimálið þar sem við- skiptaþvinganir gagnvart íslend- ingum gæti stórlega spillt samskipt- um þjóðanna. Aðspurður hvort málið væri ekki þegar komið á það stig að afskipti hans væru óumflýjanleg, sagði Matthías og eins og hann hefði bent á, þá legði utanríkisráðuneytið til aðila sem fylgdust með þeim við- ræðum sem nú væru í gangi, „og í bréfi mínu til Shultz lagði ég sér- staka áherslu á mikilvægi þess að niðurstöður fengjust úr þeim við- ræðum. En með framhaldið, verður að sjá til þar til í lok vikunnar. — Vonandi", sagði Matthías Mathie- sen utanríkisráðherra. Hvalfjarðarstrandarh reppur: Vill afnema sér- réttindi NATO Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrand- arhrepps hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem afskiptum Banda- ríkjamanna af hvalveiðum íslend- inga er harðlega mótmælt. í álykt- uninni kemur einnig fram að hreppsnefndin telur athugandi að afnema þau „sérréttindi" sem Atlantshafsbandalagið njóti nú í hreppnum, með tilliti til þess að Bandaríkjamenn ætli nú að leggja aðalatvinnuveg hreppsins í rúst. Sérréttindin" sem hér er átt við eru þau, að því er fram kemur i ályktuninni, að Atlantshafsbanda- lagið á fasteignir í hreppnum en hefur fram að þessu ekki þurft að greiða nein gjöld til sveitarfélagsins af þessum eignum. Að áliti hrepps- nefndarinnar er óverjandi að líða slík sérréttindi lengur. Hótanir Bandaríkjamanna um viðskipta- þvinganir telja hreppsnefndarmenn vera beina ögrun við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt Islendinga og ber vott um drottnunargirni og yfir- gang. Ályktunin sem samþykkt var samhljóða á fundi hreppsnefndar- innar í fyrri viku er svona: „Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps mótmælir harðlega afskiptum Bandarikjanna af hval- veiðum íslendinga í vísindaskyni. Hreppsnefndin telur, að hótanir Bandaríkjamanna um viðskipta- þvinganir beri vott um drottnunar- girni og yfirgang gagnvart smáþjóð og sé tsein ögrun við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt íslendinga. Það getur ekki verið háð Iögsögu eða á valdsviði Bandarikjanna að ákveða, hvernig íslendingar nýta auðlindir sínar, né hvaða vísinda- rannsóknir þeir stunda innan l'isk- veiðilandhelginnar og hverjum þeir selja afurðir sínar. Hreppsnefndin skorar á ríkis- stjórn Islands að mótmæla yfir- gangi Bandaríkjanna harðlega og taka til athugunar samvinnu og samskipti íslands við Bandríkin, þar á meðal varnarsamninginn. Þá rninnir hreppsnefndin á, að Atlantshafsbandalagið á hernaðar- mannvirki og verulegar fasteignir í Hvalfirði og hefur lagt undir sig jörð til þeirra hluta. Af þessum fast- eignum eru engin gjöld greidd til hreppsins, og nýtur Atlantshafs- bandalagið þannig sérréttinda hér í hreppnum. Þar sem Bandaríkin ætla nú að leggja aðalatvinnuveg hreppsins í rúst, er óverjandi að líða slik sérréttindi lengur. Skorar hreppsnefndin á ríkisstjórnina að gera ríkisstjórn Bandaríkjanna grein fyrir þessu og taka þessi mál til endurskoðunnar og úrbóta“ SUMARTILBOD Við hvetjum húseigendurog sumarbústaðaeigendurtil þess að nota sumarið vel og búa fasteignir sínar af kostgæfni undir veturinn. Sértilboð okkar í sumar er: Allt fúavarnarefni á 10% afslætti Við erum austast og vestast í bænum. BYGGINGAVÖRUR Stóitiöfða, simi 671100- Hringbtaul 120, simi 28600

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.