Alþýðublaðið - 08.08.1986, Side 2
2
Föstudagur 8. ágúst 1986
RITSTJÓRNARGREIN—" ■ ' ■» "«■ '
Hlustað á róginn
Það erekki nýtt að öll umræða um landbúnað-
armál sé af ákveðnum aðilum afgreidd sem
árásir á bændastéttina. Þetta er þeirra leið til
þess að telja bændum trú um að þeir séu of-
sóttirog að annarraáliti afæturá þjóðfélaginu.
Það eru þéir sem stjórnað hafa milliliðakerfi
Sambandsins og með því mjólkað bændastétt-
ina um óhemju upphæðir á undanförnum ára-
tugum, sem stýra umræðunni ( þennan farveg.
Til aðstoðar hafa þeir að sjálfsögðu notið for-
ystumanna Framsóknarflokksins.
Eitt af þeim meðölum sem þessir menn hafa
notað óspart er að halda þvl fram við bændur,
að Alþýðuflokkurinn berjist stöðugt fyrir þv(,
að landbúnaður verði lagður niður á íslandi.
Þessi rógur hefur heyrst stanslaust I 3 áratugi
eða allt frá þvi að Gylfi Þ. Gíslason varaði við of
mikilli landbúnaðarframleiðslu á sjöunda ára-
tugnum. Það sést oft bæði I ræðu og riti, að
bændur hafa verið mjög móttækilegir fyrir
þennan boðskap.
Einn þeirra, mætur bóndi á Ströndum, skrifar
einmitt heilsíðugrein um þessi mál ( Tímann í
gær. Þar spyrðir hann saman Alþýðuflokkinn,
eins og hann leggur sig, og ritstjóra DV. Ef
Strandabóndinn hefði lesið allt það sem um
landbúnaðarmál hefurverið ritað i Alþýðublað-
ið á undanförnum mánuðum, þá væri hann að
fara með vísvitandi ósannindi ( Tímagrein
sinni. Hann hefur hins vegar ekkert lesið held-
ur aðeins heyrt. Og það virðist vera grannt
hlustað eftir þeim, sem róginum hvísla. Þetta
virðist því miður ekkert einsdæmi. Það er því
ástæðulaust að væna þessa menn um ósann-
indi því að þeir vita ekki betur. Þeir eru bestu
liðsmenn bændahallarbændanna og forstjór-
anna hjá Sambandinu. Standabóndinn kynnti
sér ekki sjálfur það sem Alþýðublaðið hefur
um landbúnaðarmál skrifað áðuren hann rudd-
ist fram á ritvöllinn. Þess vegna má frekar saka
hann um óvönduð vinnubrögð og trúgirni.
Alþýðublaðið getur þó tekið undireitt ( skrif-
um Strandabóndans. Alþýðuflokkurinn er
kannskeekki þegar allt kemurtil alls aðalsöku-
dólgurinn. Bóndi segir: „Það er viðurkennd
staðreynd að markaðsmál eigi stóran þátt (
þeim erfiðleikum, sem bændur og forráða-
menn þeirra eiga við að glíma og það ræður
miklu um, hvernig úr rætist, og svo hitt hvernig
þeir menn, sem með stjórn þessara mála fara,
hugsa og haga störfum s(num.“
Það er vonandi að frækorn efans hafi sáð sér
( hugskot fleiri bænda. Allir vita hverjir farið
hafa með markaðsmál landbúnaðarframleiðsl-
unnar. Meðal annars hefur búvörudeild SÍS
brugðist. Samt sem áður ákváðu allir slátur-
leyfishafar innan kaupfélaganna að fela þeirri
deild alræðis- og einokunarvald í sölu afurða
sinna. Það má þvf benda Strandabóndanum á
það, að ekkert mun breytast á meðan það er
mesti hagur Sambandsins að geyma kjöt en
ekki selja. Það mun þv( ekkert breytast á með-
an Sambandið fær sölulaun af útflutningsbót-
um. Það mun því ekkert breytast á meðan slát-
urhús þurfa að greiða ( sölu- og bókhalds-
kostnað nánast sömu upphæð og fer til
greiðslu allra vinnulauna og launatengdra
gjalda ( sláturhúsunum. Það mun því ekkert
breytast ef vöruþróun verður ekki stóraukin
samkvæmt kröfum markaðarins.
Hessi grein Strandabóndans sýnir það eitt
hversu nauðsynlegt það er að boðskapur jafn-
aðarmanna komist beint og milliliðalaust til
landsmanna, bænda jafnt sem annarra. Það
má ekki treysta því að hann komist óbrenglað-
ur til skila um tungur andstæðinga þeirra.
B.P.
Lýsi_______________________£
„Þetta er ekki svona einfalt",
sagði Jón Reynir, „þó þetta sé stór
og fullkomin verksmiðja þá er
ákaflega óhagkvæmt fyrir hana að
vinna bara einn og einn farm. Verk-
smiðjan á Raufarhöfn liggur mun
betur við miðunum. — Ég veit líka
ekki betur en það sé bara eitt skip á
miðunum þessa dagana og hlýtur
að vera hæpið að stóla á afla úr einu
skipi“.
Jón Reynir sagði að fundað yrði
í stjórn S. R. í gær og líklegast
ákvörðun tekin um framhaldið, og
hvort tekið yrði á móti einhverjum
afla fyrir 1. september. Alþýðu-
blaðið frétti ekki nánar af fundin-
um í gærkvöldi áður en blaðið fór í
prentun.
Þjóðernisk. 1
Fjöldann allan af dæmum um
hörð viðbrögð landsmanna mætti
nefna. Það er hins vegar ekki laust
við að það veki nokkra kátínu
sumra, þegar þekktir hægri og
aðdáendur Bandaríkjanna, stinga
niður penna í sárindum sínum og
taka þá í nokkurn veginn sama
streng og andstæðingar her-
setunnar hafa jafnan gert, þótt á
býsna ólíkum forsendum sé.
Það hafa sjálfsagt ekki margir
átt von á því að lesa þetta í kjall-
aragrein eftir Harald Blöndal:
„Bandaríkjamenn virðast ein-
faldlega ekki skilja hvað felst í
sjálfstæði þjóða. Þeir trúa því að
þeir eigi að vera samviska heims-
ins og allsherjar lögreglulið, þó
með þeim takmörkunum sem
dyntir þeirra leyfa. Það er hægt að
benda á mörg dæmi þess að
Bandaríkjamenn hafi haft af-
skipti af innanríkismálum
annarra þjóða. Og oftar en ekki
helgast þessi afskipti þeirra af
stórveldahagsmunum þeirra. Það
er út af fyrir sig skiljanlegt.
Bandarikjamenn hafa sett fram
þá reglu að þeir skipti sér af
stjórnarháttum í einræðisríkjum
— ef einræðisríkin eru að flytja út
stjórnarstefnu sína. Þess vegna
berjast þeir gegn Nicaragua —
sandinistar vilja breiða byltingu
sína út. Þess vegna láta þeir Suð-
ur-Afríku í friði — Suður-Afríku-
menn eru ekki að predika
apartheit sem allsherjarstefnu í
heiminum, heldur aðeins sem
nauðsynlega stjórnarstefnu
heima fyrir.
Nú vitna Bandaríkjamenn í eig-
in lög um baráttu gegn þjóðum
sem hunsa alþjóðasamþykktir um
friðun dýra. Gegn slíkum þjóðum
eigi að beita viðskiptahömlum.
Þessi lög hafa verið í gildi um
nokkurt skeið. Ekki er vitað til
þess að Bandaríkjamenn hafi
beitt þeim hingað til gegn nokk-
urri þjóð og allra síst gagnvart
þeim þjóðum þar sem verið er að
útrýma dýrum, eins og t.d. hjá
ýmsum þjóðum Afríku". Og síðar
í sömu grein segir Haraldur:
„Menn óttast viðskiptahömlur
Bandaríkjamanna. Ég segi hins
vegar: Það eitt, að Bandaríkja-
mönnum dettur í hug að beita Is-
lendinga viðskiptahömlum, er
slík ógnun við efnahagslíf íslend-
inga að bregðast verður hart við.
Bandaríkin eru ekki lengur sá
markaður sem Islendingar geta
treyst. Við verðum því að leita
nýrra markaða — við verðum að
efla sókn okkar á fiskmarkaði
Evrópu enda eðlilegra að selja
fisk okkar þangað. Og við eigum
að beina atorku okkar meira að
fiskmörkuðunum í Japan. Japan-
ir hafa greitt íslendingum gott
verð fyrir afurðirnar. Og það sem
kannski er mest um vert: Stjórn-
völd þar viðurkenna rétt annarra
þjóða til þess að skipa sjálfar mál-
um sínum“ Haraldur klykkir svo
út með þessum orðum: „Því mið-
ur hef ég enga trú á því að Banda-
ríkjamenn öðlist skilning á því
hvernig lífsbaráttan fer fram hér á
íslandi. Til þess er þjóðin um of
sokkin í fen Dallas, Dynastys og
Löðurs. Ég held þess vegna að
best sé fyrir íslendinga að vera
þessari þjóð sem minnst háðir —
leita nýrra markaða eins og ég
skrifaði fyrr. Kaupa sem minnst
af þeim. Og því miður held ég að
nauðsynlegt verði innan tíðar að
huga að öðrum leiðum til þess að
tryggja öryggi og varnir landsins.
Bandaríkjamönnum gæti sem
best dottið það í hug að óheimilt
væri að gera varnarsamninga við
þjóðir sem drepa hvali sér til við-
urværis.
Hvalurinn 1
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, um að ekki beri að
tefla íslenskum markaðshagsmun-
um í Bandaríkjunum í tvísýnu
vegna hvalamálsins.
Þótt það sé ljóst eftir blaða-
mannafundinn í gær, að hvalveiðar
íslendinga verða teknar upp aftur
að loknum sumarleyfum starfs-
manna Hvals hf., virðast enn vera
lausir endar á hvalamálinu. Það
koma að vísu fram á fundinum að
sjávarútvegsráðherra hefur borist
trygging fyrir því að bandaríska
viðskiptaráðuneytið muni ekki gefa
út yfirlýsingu um það að hvalveiðar
íslendinga brjóti í bága við sam-
þykkt Aiþjóðahvalveiðiráðsins.
Hvort það dugar til þess að Japanir
treysti sér til að kaupa af okkur
hvalafurðir, er hins vegar ekki alveg
þar með sagt.
Það kom ennfremur fram á
blaðamannafundinum í gær, að.
takmörkun útflutningsins umfram
það sem ráðgert var, mun hafa í för
með sér eitthvert fjárhagslegt tap.
Hins vegar liggur ekkert fyrir um
það hvort þetta tap verður svo mik-
ið að hvalveiðarnar standi ekki
lengur undir sér. Það var þó á ráð-
herranum að skilja að hann teldi
ekkert athugavert við það, þótt
þessar hvalarannsóknir kostuðu
ríkissjóð einhverja peninga, eins og
aðrar hafrannsóknir.
Ríkisstjórnarsamþykkt
um hvalveiðar í vísindaskyni
í framhaldi af ákvörðun Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um hlé á
hvalveiðum í atvinnuskyni á árun-
um 1986—1990 ákváðu Alþingi og
ríkisstjórn íslands að framfylgja
þeirri samþykkt. Jafnframt var
ákveðið að stórauka rannsóknir,
þannig að sem bestar vísindalegar
upplýsingar lægju fyrir, þegar tekin
yrði ákvörðun um það, hvort hval-
veiðar í atvinnuskyni hæfust að
nýju eftir 1990. í samræmi við þessa
stefnu gerði Hafrannsóknastofnun
ítarlega áætlun um hvalrannsóknir
á þessu tímabili og hefur áætlun-
inni þegar verið hrundið í fram-
kvæmd. Ríkisstjórn íslands telur
lífsnauðsyn að ávallt séu fyrir hendi
sem bestar upplýsingar um lífríkið
innan fiskveiðilögsögu Iandsins.
Rannsóknaráætlunin er mjög þýð-
ingarmikill þáttur í þeirri viðleitni
íslendinga að nýta auðlindir hafs-
ins með sem skynsamlegustum
hætti. Ríkisstjórnin vill því ítreka
að áfram verður unnið í samræmi
við rannsóknaráætlunina sem gerð
er á grundvelli stofnsamnings Al-
þjóðahvalveiðiráðsins og að teknu
tilliti til ályktunar ráðsins um hval-
veiðar í vísindaskyni frá júní s.l.
Vísindaáætlunin hefur að mati
ríkisstjórnarinnar verið fram-
kvæmd í einu og öllu í samræmi við
samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins og framangreinda ályktun. Þar
kemur m.a. fram að kjötið ásamt
öðrum afurðum ætti fyrst og fremst
að nota innanlands. Orðalag þetta
hefur verið túlkað af íslendingum á
þann hátt, að með því sé hvatt til
innanlandsneyslu en á engan hátt sé
útflutningur útilokaður eða tak-
markaður verulega, sérstaklega þar
sem í ályktuninni er einnig vitnað til
stofnsamnings Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, þar sem aðildarríkin taka á
’sig þær skyldur að nýta afurðirnar
eftir því sem aðstæður leyfa. Orða-
lag ályktunarinnar var m.a. ákveðið
til að koma í veg fyrir mikinn
ágreining innan Alþjóðahvalveiði-
ráðsins og því ljóst að ágreiningur
gæti orðið um túlkun.
Bandarísk stjórnvöld túlka orða-
Iagið þannig, að ekki megi flytja út
nema innan við helming af því
kjöti, sem til fellur við rannsókna-
veiðarnar annars vegar og hins veg-
ar ekki nema innan við helming af
öðru sem til nýtingar kemur. Ljóst
er að þjóðirnar geta ekki komið sér
saman um túlkun á orðalagi þessu.
í samræmi við túlkun sína telur við-
skiptaráðuneyti Bandaríkjanna sér
skylt að gefa út tilkynningu til for-
seta um að íslendingar hafi ekki
farið í einu og öllu eftir ályktun-
inni.
Til þess að tryggja að því verði
ekki haldið fram að ályktun Al-
þjóðahvalveiðiráðsins sé ekki full-
nægt og til að koma í veg fyrir frek-
ari árekstra í máli þessu hefur verið
ákveðið að aðeins verði fluttur út
tæpur helmingur af kjötinu og
einnig tæpur helmingur annarra
hluta hvalanna og það sem eftir er
nýtt innanlands, enda mun það
tryggja framgang nauðsynlegra
rannsókna og veiði á 80 langreyðum
og 40 sandreyðum í því skyni.
Reykjavík, 6. ágúst 1986.
Happdrætti
Hj artaver ndar
Árlegt happdrætti hefur um greinum. Kemur þetta að gagni fyr-
langt skeið verið einn af styrkustu
tekjustofnum Hjartaverndar. Að-
eins eitt happdrætti á ári er á vegum
samtakanna og dregið í því að
haustinu, í þetta sinn 10. október.
Aðalverkefni Hjartaverndar er
tvennskonar: Fræðslustarfsemi og
rekstur rannsóknarstöðvar. Sam-
tökin efna árlega til fræðslufunda
þar sem þekktir sérfræðingar fjalla
um hjarta- og æðasjúkdóma, þró-
un þeirra og varnir gegn þeim.
Skýrslur, bæklingar og tímarit
koma út á vegum samtakanna til að
fræða almenning um helstu
áhættuþætti þessara mannskæð-
ustu sjúkdóma hér á landi og hvaða
fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst
að gagni.
Hjartavernd hefur rekið rann-
sóknarstöð í 19 ár. Árangurinn af
rannsóknum Rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar er sífellt að koma í
Ijós eins og lesa má í skýrslum og
ír heilbrigðisþjónustuna í landinu í
bráð og lengd. Forvarnir eru hald-
kvæmasta heilsugæslan eins oe
Hjartavernd hefur bent á frá upp-
hafi.
Happdrættið hefur árlega lagt
drjúgan skerf til Rannsóknarstöðv-
ar Hjartaverndar. í þetta sinn eru
vinningar óvenju glæsilegir, alls 20
talsins að verðmæti tæpar 4 mill-
jónir króna. Hæsti vinningur er 1
milljón krónur til íbúðarkaupa og
annar vinningur er Audi bifreið ár-
gerð 1987 að verðmæti kr. 850.000=
Aðrir vinningar eru 2 greiðslur til
íbúðakaupa, 11 ferðavinningar og 5
tölvur. Verð miða er það sama og
siðastliðið ár, kr. 150=
Happdrætti Hjartaverndar hefur
jafnan átt góða hauka í horni sem
keypt hafa miða og hvatt aðra til að
gera það. Þannig hefur almenning-
ur lagt hönd á plóginn.