Alþýðublaðið - 08.08.1986, Page 3

Alþýðublaðið - 08.08.1986, Page 3
Föstudagur 8. ágúst 1986 3 r I loftbelg yfir Dan mörku Loftbelgsflugmaðurinn Kai Paamand hefur í hyggju að setja lengdarmet og fljúga stœrsta loft- belg Danmerkur 300 km vegalengd, frá Suður-Jótlandi til austurhluta Sjálands. Núverandi met er 100 km, á milli Ribe og Árhus. Loftbelgur- inn er fylltur heitu lofti og flugmað- urinn situr nú og bíður eftir hvöss- um vestanvindi, sem á að skila hon- um á áfangastað á u.þ. b. sex tímum. Loftbelgurinn er í eigu BP gas- stöðvarinnar og er á stœrð við tíu hœða hús þegar hann er uppblás- inn, 28mhárog 2550 rúmmetrar að stœrð. Ácetlað er að fljúga í 3000 feta hœð, með 30—40 km hraða á klst. Lendingin kann að verða ein- hverjum erfiðleikum bundin. Flug- maðurinn þarf að sleppa hœfilega miklu lofti úr loftbelgnum á réttum stað og réttum tíma og er eins og vœnta má mjög háður veðri og vindum á þessu ferðalagi. Þingvallaferð SUJ — ÆFAB Laugardaginn 16. ágúst n. k. Samband ungra jafnaðarmanna og Æskulýðs- fylking Alþýðubandalagsins efna til sameigin- legrar sumarferðar á Þingvöll laugardaginn 16. ágúst n. k. Lagt verður af stað frá B.S.Í. ki. 13.30 stundvlslega. Farinn verður Þingvallahringur með viðkomu á Kotströnd, Ljósafossvirkjun og Þingvöllum undir leiðsögn Sverris Tómassonar miðaldarfræðings. Þar verður snæddur kvöldverður þar sem forystu- menn flokkanna munu halda uþþi glensi með öðr- um ferðalöngum. Áætluö ferð I bæinn er kl. 23.00. Verðið fyrir allt þetta er aðeins 1.300 krónur. Vegna glfurlegrar athygli og áhuga borgar sig að tilkynna þátttöku sem fyrst. Skráning er I slma 17500 á daginn og 41394 á kvöldin. SUJ-ÆFAB i FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ ísa |A’ ÁKUREYRÍ Fóstrur og starfsfóik óskast að dagheimilinu Stekk við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða heilsdags og hálfsdags stöður. Upplýsingar gefur forstöðumaður Stekkjar I slma 96—22100 frá kl. 10.00—11.00 árdegis og 13.30— 14.30 síðdegis. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. W2| Deiliskipulag W Kópavogi Freeportklúbburinn: Afmælishóf á Hótel Sögu Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá stofnun Freeportklúbbsins. Þann 12. ágúst 1976 kom saman til félagsstofnunar í Reykjavík hópur fólks, er átti það sameiginlegt að hafa á undangengnum mánuðum leitað vestur til Bandaríkjanna, til að ná einhverjum tökum á sjúk- dómi sínum — alkóhólisma. Nánar tiltekið á Freeport Hospital í smá- bænum Freeport, sem er á Long Island í New York ríki. Þessir einstaklingar, þá 33, höfðu þar vestra kynnst nýjum viðhorfum til sjúkdóms síns; nýjum aðferðum við meðferð alkóhólista — og nú þurfti afl til að kynna þetta hér heima, félag til að hrista upp í ríkj- andi skipulagi, annast fræðslu um þessi mál; og, á meðan aðstaða í þessum anda var ekki fyrir hendi hér heima, að annast á skipulegan hátt aðstoð við ferðir alkóhólista vestur um haf, til meðferðar vegna sjúkdóms síns. Því var Freeportklúbburinn stofnaður og urðu útskrifaðir sjúkl- ingar af Freeport Hospital sjálf- krafa meðlimir, svo félaginu óx fljótt fiskur um hrygg. Fræðslu- starfsemi varð strax mikil og hafði klúbburinn forgöngu um að fá hingað til lands, vestan um haf, þekkta fyrirlesara um áfengismál, sem vöktu athygli og umræður manna á meðal — og félagar komu fram í fjölmiðlum og ræddu sjúk- dóm sinn umbúðalaust, en það var nýlunda. Með stofnun Freeportklúbbsins og þeirri almennu umræðu er fé- lagsmenn ollu, voru mörkuð afger- andi tímamót í afstöðu alls almenn- ings til áfengismála á íslandi. Þetta skref varð áhrifavaldur að því Grettistaki, sem þjóðin hefur orðið vitni að á vettvangi áfengismála sinna síðar, er nokkrir Freeportfé- lagar undir forustu Hilmars heitins Helgasonar höfðu forgöngu um stofnun SÁÁ, sem unnið hefur þjóðinni þrekvirki síðan; þrekvirki sem flestir telja sjálfsagt mál í dag. Starfsemi Freeportklúbbsins breyttist eðlilega mikið við stofnun SÁÁ — og var reyndar viljandi dregin nokkuð í skuggann, er þeim merka áfanga var náð. Forgöngu um hingaðkomu erlendra fyrirles- ara hefur þó verið haldið við, þá tækifæri hafa gefist — og innan klúbbsins er haldið uppi líflegu fé- lagsstarfi, þar sem áhersla er lögð á að viðhalda þeim vinaböndum sem skapast hafa í félagsstarfinu í gegn- um árin, auk þess sem klúbburinn hefur staðið fyrir borgarafundum um ýmis þau mál, er hæst hefur borið í áfengismálum þjóðarinnar á hverjum tíma. Þá hefur klúbburinn veitt nokkrum aðilum námsstyrki, til að kynna sér meðferðarmál alkóhólista í Bandaríkjunum. Freeportfélagar hyggjast minnast tíu ára afmælisins á ýmsan hátt, er kemur fram á haustið — en að kvöldi afmælisdagsins, þriðjudags- ins 12. ágúst nk. verður áfanganum fagnað í kvöldverðarhófi, er verður að Hótel Sögu í Reykjavík og hefst kl. 20. — Tilgangi sínum trúr, hefur klúbburinn boðið hingað til lands í þessu tilefni dr. Frank Herzlin, stofnanda og aðalforstöðumanni Freeport Hospital, og mun hann flytja aðalræðu kvöldsins. Fimmtudaginn 14. ágúst mun svo dr. Herzlin flytja fyrirlestur á al- mennum fundi um áfengismál, sem klúbburinn gengst fyrir í Átthaga- sal Hótel Sögu og nánar verður aug- lýstur síðar. Þess er vænst að sem flestir Freeportfélagar — og velunnarar klúbbsins — sjái sér fært að sitja af- mælishófið að Hótel Sögu á þriðju- dagskvöld. Aðgöngumiðar að hóf- inu eru seldir í versluninni Bona- parte, Austurstræti 22, og í Bíla- leigu Akureyrar, Skeifunni 9, — og verði er mjög stillt í hóf. Happdrœtti Alþýðu- flokksins í Kópavogi: Viimingsitúmerm Dregið hefur verið i happdrætti Alþýðuflokksins í Kópavogi: Dregnir voru út 10 ferðavinningar að upphæð krónur 30.000 hver. Vinningar komu á miða númer: 1034, 2742, 4423, 4642, 5872,6187, 6288, 7154, 7522, og 8577. fSjúkrahúsið í Húsavík Starf hjúkrunarforstjóra viö sjúkrahúsið Húsavlk er laust til umsóknar. Upplýsingargefurframkvæmdastjóri I síma96—41333. Samkvæmt skipulagsreglugerð auglýsist deili- skipulag á lóð Rlkisspltalanna I Kópavogi, nánar tiltekið á reit, sem afmarkast af Hafnarfjarðarvegi að austan, Kópavogsbraut að norðan, Urðarbraut að vestan og strandlengju Kópavogarins að sunn- an. Breyting er frá áður samþykktu skipulagi vegna væntanlegrar byggingar verndaðra Ibúða fyrir aldraða á lóð hjúkrunarheimilisins Sunnuhlfðar. Skipulagsuppdráttur ásamt tillöguuppdráttum að II. áfanga Sunnuhllðar liggur frammi á tækni- deild Kópavogs I Félagsheimilinu Fannborg 2, 3. hæð frá 8. ágúst til 8. september 1986. Athugasemdir, ef einhverjareru, skulu hafa borist bæjarverkfræðingi Kópavogs skriflega fyrir há- degi mánudaginn 15. september n.k. Bæjarverkfræðingur. Dagvist barna á einkaheimilum Athygli er hér með vakin á að tilfinnanleg vöntun er á dagmæðrum til starfa. Þeir sem vildu taka börn I daggæslu á heimili sín eru vinsamlega beðnir um að hafa sem fyrst sam- band við umsjónarfóstrur I síma 22360 — 21596 eða 27277. Dagvist barna. Kennarar Grunnskólann I Grindavlk vantar kennara fyrir yngstu nemendurna næsta vetur. Einnig vantar I 7—9 bekki kennara ( Islensku, eðlisfræói og stæröfræði. Áhuga- samir fá nánari upplýsingar hjá skólastjóra I slmum 92—8504 og 92—8555 og skólanefnd sfmi 92—8304. Skólanefnd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.