Alþýðublaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 1
Bj í Alþýðuflokkinn:
„Við vitum að
við getum
unnið saman“
„Það er mergur málsins“, segir Guðmundur
Einarsson alþingismaður í samtali við Alþýðu-
blaðið
„Það sem við erum að gera upp
við okkur er hlutskipti þessara
stjórnmála. — Við áttum okkur
nokkuð víst hlutskipti smáflokks,
að halda áfram með 2—4 þing-
menn. Við hefðum vafalaust getað
haldið þvi fram enn um sinn. Hins
vegar áttum við að okkar mati
möguleika á að taka þátt á breiðari
grundvelli þar sem Alþýðuflokkur-
inn er“, sagði Guðmundur Einars-
son alþingismaður i samtali við Al-
þýðublaðið í gær vegna þeirra sögu-
legu tíðinda er tekin var ákvörðun
um það á fundi landsnefndar
Bandalags jafnaðarmanna i fyrra-
kvöld að stofna Félag frjálslyndra
jafnaðarmanna og ganga til liðs við
Alþýðuflokkinn. Beiðni um slíka
inngöngu var lögð fyrir flokks-
stjórn Alþýðuflokksins í gærkvöldi
og hún samþykkt. Félagið mun síð-
an eiga fulltrúa á flokksþinginu í
Hótel Örk Hveragerði um næstu
helgi og þar verður væntanlega
formlega gengið frá inngöngunni.
„Það hafa orðið talsverðar breyt-
ingar á Alþýðuflokknum núna á
síðustu árum, bæði pólitískar svo
og hefur flokkurinn eflst og stækk-
að og staðfesti það með sveitar-
stjórnarkosningunum“, sagði Guð-
mundur. „Það er það sem við erum
einmitt að horfa á, að þarna er öfl-
ug stjórnmálahreyfing sem hefur
nálgast okkur og við höfum áhuga
á að taka þátt í“.
Nei, við teljum ágreininginn ekki
svo stórkostlegan“, sagði Guð-
mundur aðspurður. „Hins vegar er
auðvitað einhver ágreiningur. Við
höfum ekki leyst ágreiningsmál eins
og þau leggja sig. Við höfum hins
vegar farið í sameiningu yfir stefnu
þessara stjórnmálahreyfinga og
trúum, treystum og vitum það að
við getum unnið saman. — Það er
mergurinn málsins“
Það virtist koma mörgum á óvart
að af þessu samstarfi gat orðið.
Ekkert kvisaðist út eins og oft vill
verða i pólitik?
„Það er nú kannski mótsögn í
stjórnmálastarfi sem á að vera opið,
að ýmsir hlutir verða að fara hljótt
og þetta er einmitt þess eðlis“, sagði
Guðmundur." Þá má t.d. nefna
önnur mál sem gjarnan mega fara
hljótt s.s. gengisfellingar, og þegar
verið er að leggja niður banka svo
dæmi séu tekin. Þetta gerist snöggt
og menn standa frammi fyrir þessu
sem næstum því orðnum hlut, því
miður, en þetta er ekki hægt öðru-
vísi. — Menn standa síðan á nýjum
punkti og ákveða að láta allt ganga
upp og treysta hver öðrum“
Frá fundi flokksstjórnar Alþýðuflokksins sem haldinn var í gærkvöldi. Ljósm.: G.T.K.
„Án ægi ulegustu
tíðindi á for-
mannsferli mínum“
— segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins um inn-
göngu Bandalags jafnaðarmanna í Alþýðuflokkinn.
„Þessi tíðindi um að bandalags-
menn ganga nú til liðs við Alþýðu-
flokkinn eru það ánægjulegasta
sem gerst hefur á stuttum for-
mannsferli mínum í Alþýðuflokkn-
um“, sagði Jón Baldvin Hannibals-
son formaður Alþýðuflokksins í
samtali við Alþýðublaðið í gær í til-
efni þeirrar ákvörðunar sem tekin
var á landsfundi Bandalags jafnað-
armanna sem haldinn var í fyrra-
kvöld og stóð fram á nótt. En þar
var ákveðið að BJ gengi til liðs við
Alþýðuflokkinn og starfi innan
Reagan og Gorbachev
ræðast við í Reykjavík
Ákveóið hefur verið að leiðtogar
stórveldanna, Reagan og
Gorbachev haldi fund í Reykjavík
dagana 11. og 12. október n.k. —
Forsætisráðherra og utanríkisráð-
■herra tilkynntu þessa ákvörðun á
blaðamannafundi í gær nokkru eft-
ir að fréttaskeyti þess efnis höfðu
borist frá erlendum fréttastofum.
Aðdragandinn er sá að sögn for-
sætisráðherra, Steingríms Her-
mannssonar, að sendiherra Sovét-
ríkjanna kom til fundar við hann í
stjórnarráðinu árla mánudags-
morguns og stuttu síðar sendiherra
Bandaríkjanna og fóru þeir þess á
leit við forsætisráðherra að fundur
leiðtoganna gæti farið fram hér á
landi. Forsætisráðherra taldi að
með þessu væri íslendingum mikill
heiður sýndur og mikið traust og
væri ekki ástæða til annars en verða
við þeirri bón. Stuttu síðar bárust
skeyti þess efnis að leiðtogarnir
þægju boð íslenskra stjórnvalda.
Þegar er allt farið af stað til und-
irbúnings fundinum og ljóst að
hingað til lands komi a.m.k. 1500
manns vegna hans. Sendiráðin telja
að hvorum leiðtoganna fylgi a.m.k.
200 manns.
Fundurinn mun vera liður í
fundaröð leiðtoganna til undirbún-
ings fundar í Washington.
flokksins sem sérstakt félag. Þing-
menn flokksins munu síðan sitja
flokksþingið í Hótel Örk um næstu
helgi, og þar mun verða formlega
gengið frá inngöngunni.
„Mig langar af þessu tilefni að
rifja upp“, sagði Jón Baldvin, að
áður en ég ákvað að gefa kost á mér
til formennsku í flokknum í nóvem-
ber 84 þá birti ég stefnuyfirlýsingu
þar sem ég lýsti grundvallarsjónar-
miðum, stefnumálum og kröfum.
í þessari stefnuyfirlýsingu byrj-
aði ég meðal annars á þá leið að Al-
þýðuflokkurinn ætti að skilgreina
sig sem forystu og sameiningarafl
jafnaðarmannatil vinstri við miðju
í íslenskum stjórnmálum. í annan
stað að undir minni forystu mundi
Alþýðuflokkurinn leita samstarfs
um að mynda forystuafl jafnaðar-
manna og frjálslyndra afla. í þriðja
lagi þyrftum við að taka af öll tví-
mæli um að værum ekki gamaldags
kerfisflokkur, heldur róttækur um-
bótaflokkur.
Á flokksþinginu gerðist það að
þessi grundvallarsjónarmið voru
Framh. á bls. 2
alþýöu-
blaöiö I
Miðvikudagur 1. október 1986
187. tbl. 67. árg.
Erlendar langtímaskuldir
Um 74 milljarðar
Þó er bjartara framundan í þjóðarbúskapn-
um en verið hefur um alllangt skeið, segir í riti
Þjóðhagsstofnunar sem kom út í gœr.
Það er bjartara framundan í ís-
lenskum efnahagsmálum en verið
hefur um alllangt skeið, segir í riti
þjóðhagsstofnunar sem kom út i
gær. En þar eru birtar niðurstöð-
ur endurskoðaðar þjóðhagsspár
fyrir árið ’86, en helstu niðurstöð-
ur hennar hafa áður verið kynnt-
ar. Auk þess er fjallað um efna-
hagshorfur næstu misseri, innan-
lands og utan.
í ritinu segir m.a. að miðað við
horfur varðandi ytri og innri skil-
yrði megi ætla að búast megi við
2,5—3% hagvexti á næsta ári. Þar
segir ennfremur að fyrirsjáanlegt
sé að vaxta- og greiðslubyrði af er-
lendum skuldum verði ennþá
þungur baggi á þjóðarbúskapn-
um, því sé mikilvægt að nýta sér
hagstæð ytri skilyrði til að koma á
jafnvægi í viðskiptum við útlönd.
í því felist, að vöru- og þjónustu-
viðskiptin, að vaxtagreiðslum frá-
töldum, þurfi að skila umtals-
verðum afgangi til þess að borga
hallann á vaxtareikningum. Til að
það takist þurfi að stilla vexti
þjóðarútgjalda í hóf, þannig að
hann verði innan við aukningu
þjóðarframleiðslu. Ennfremur
segir að ekki verði með öðru móti
hamlað gegn þenslu í þjóðarbú-
skapnum og stuðlað að áfram-
haldandi hjöðnun verðbólgu.
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir
verulega breyttum horfum um
hagvöxt á þessu ári frá því sem
reiknað var með á fyrstu mánuð-
um ársins. Þannig er því spáð að
nú verði hagvöxtur á mælikvarða
landframleiðslu um 5% saman-
borið við 3,5% í fyrra. Og vegna
batnandi viðskiptakjara muni
þjóðartekjur aukast mun meira,
eða um allt að 7%, en í fyrri spá
var reiknað með rúmlega 5%
aukningu. Þessar spár benda til
þess að hagvöxtur hér á landi
verði meiri en í flestum löndum
Evrópu. Jafnframt muni þjóðar-
tekjur á mann verða með hæsta
móti, eða svipaðar og jafnvel
hærri en þær voru við upphaf
þessa áratugar.
Sem fyrr segir er spáð að hag-
vöxtur verði ekki jafnör á næst-
unni og spáð er á þessu ári. En af-
ar hagstæð þróun það sem af er
árinu hafi þó skapað skilyrði til
þess að koma á betra jafnvægi í
efnahagsmálum hér á landi.
Helstu óvissuþættirnir varð-
andi framvindu á næsta ári eru
taldir af erlendum toga. Nefnd er
þróun gengismála, sérstaklega
gengi Bandaríkjadollars, fiskverð
á erlendum mörkuðum, olíuverð
og vextir á alþjóðamarkaði. — Af
innlendum toga eru nefndir
kjarasamningar, sem flestir gildi
aðeins til næstu áramóta. Enn-
fremur séu aflahorfur sem endra-
nær óvissar, þótt fiskveiðistefna
hafi í aðalatriðum verið mörkuð
og ástand fiskistofna virðist yfir-
leitt heldur batnandi.
Áætlað er að í lok þessa árs
verði erlendar skuldir til lengri
tíma en eins árs, um 74 milljarðar
króna, ef fari fram sem horfi í
skuldasöfnun erlendis. Þetta
svarar til tæplega 52% af lands-
framleiðslu og er nokkuð hærra
hlutfall en spáð var fyrr á árinu,
enda hafa erlendar lántökur farið
langt fram yfir það sem ætlað var.
Segir að rekja megi þetta fyrst og
fremst til aukinnar lántöku einka-
aðila, einkum til endurbóta og
kaupa á fiskiskipum.
Greiðslubyrði af erlendum lán-
um á árinu er áætluð um 19% af
útflutningstekjum, sem er nokk-
uð svipað hlutfall og i fyrra.
Greiðslubyrðin skiptist nokkurn
veginn jafnt milli vaxta og afborg-
ana. Vaxtabyrðin hefur nokkuð
lést undanfarið, en á móti koma
meiri afborganir en á síðasta ári.