Alþýðublaðið - 07.10.1986, Side 3

Alþýðublaðið - 07.10.1986, Side 3
3 Þriðjudagur 7. október 1986 Stj órnarkj ör á flokksþingi Á 43. flokksþingi Alþýöuflokks- ins í Hveragerði um lielgina, var kjörið i æðslu stjórn flokksins. Ur- slit urður þessi. Kjör formanns: Atkveeði greiddu 219. Jón Baldvin Hannibalsson hlaut 215 atkvæði. Kjör varaformanns: Atkvæði greiddu 221. Jólianna Sigurðar- dóttir hlaut 220 atkvæði. Miðvikudaginn 1. október sl. af- henti Verkamannafélagið Dags- brún Kvennaathvarfinu 200 þúsund króna peningagjöf. Hjálmfríður Þórðardóttir, starfsmaður Dagsbrúnar, afhenti gjöfina á skrifstofu Dagsbrúnar og bað athvarfið en einkum þó börnin þar vel að njóta. Sagði Hjálmfríður að stjórn Dagsbrúnar vonaðist til að þetta framlag yrði öðrum verka- lýðsfélögum hvatning til frekari stuðnings við Kvennaathvarfið. Vilfríður Þórðardóttir tók við peningunum fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf og þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og þann hlý- hug og skilning sem að baki býr. Hún sagði ljóst að peningarnir kæmu í góðar þarfir, því eins og komið hefur fram skortir enn á að rekstur athvarfsins sé tryggður, Tíu aldraðir félagar heiðraðir Á flokksþingi Alþýðuflokksins voru nokkrir aldraðir félagar heiðr- aðir fyrir mikið og gott starf í þágu flokksins. Eftirtaldir félagar voru heiðraðir: Ágúst Pétursson, Patreksfirði. Baldvin Jónsson, Reykjavík. Bragi Sigurjónsson, Akureyri. Helga Sveinsdóttir, Garðabæ. Jón H. Guðmundsson, Kópavogi. Sigurður Gunnlaugsson, Siglufirði. Sigurjón Sæmundsson, Siglufirði. Sveinn Kr. Guðmundsson, Akra- nesi. Viktor Þorvaldsson, Hafnarfirði og Sveinn Sveinsson, Reykjavik, Jón H. Guðmundsson þakkaði fyrir hönd hópsins, og kvaðst viija taka það skýrt fram, að þótt þessi viðurkenning hefði komið i þeirra hlut, vænti hann þess fastlega, að þau hefðu ekki verið dæmd úr leik í baráttusveit flokksins. Kjör ritara: Atkvæði greiddu 222. Árni Gunnarsson hlaut 220 at- kvæði. Kjör gjaldkera: Atkvæði greiddu 223. Geir Gunnlaugsson hlaut 213 atkvæði. Kjör forntanns framkvæmda- stjórnar: Atkvæði greiddu 227. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hlaut 198 atkvæði. þrátt fyrir allan þann góða stuðning sem það hefur notið að undan- förnu. Fyrr á þessu ári hafa tvö önnur verklýðsfélög fært Kvennaathvarf- inu 50 þúsund króna peningagjafir; Iðja, félag verksmiðjufólks i Reykjavík og Félag bókagerðar- manna. Samtök um kvennaathvarf þakka Verkamannafélaginu Dags- brún, svo og öðrum sem fært hafa Kvennaathvarfinu gjafir, fyrir góð- an stuðning og hlýhug. Kvennalistinn: Framboð í Reykjavík Kvennalistakonur í Reykjavik ákváðu á félagsfundi sem haldinn var miðvikudagskvöldið, 1. okt., að bjóða fram i næstu kosningum til Alþingis i Reykjavíkurkjördæmi. Framboðið var samþykkt einróma og mikill hugur var í konum. Fram kom á fundinum að Kvennalistakonur telja allar fyrri ástæður fyrir sérframboði kvenna enn í fullu gildi. Aðstæður kvenna hafa versnað í tíð núverandi ríkis- stjórnar og því aldrei nauðsynlegra en nú að konur láti til sín taka hvar sem ráðum er ráðið. Ein af ástæð- um þess að konur ákváðu á sínum tíma að bjóða fram kvennalista til Alþingis var nauðsyn hugarfars- byltingar í íslensku þjóðfélagi og nýrra starfshátta í íslenskum stjórn- málum. Ljóst er að hvort tveggja á enn langt í land. Ljóst er einnig að konur verða sjálfar að berjast fyrir rétti sínum og betri heimi, aðrir gera það ekki fyrir þær. Þess vegna bjóða Kvennalistakonur fram nú. Jón Baldvin 1 Forseti Alþjóðasambandsins, Willy Brandt, hefur sent okkur skeyti með sérstökum árnaðar- og heillaóskum i tilefni 70 ára afmælis okkar flokks. Olof Palme, leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, er ekki lengur meðal vor. Þessi friðarins maður hlaut þau örlög að falla sjálfur fyrir morðingja hendi. En þótt ntaðurinn deyi og foringi falli mun nafn hans lifa vegna þeirra verka sem hann vann. Ég bið ykkur öll að rísa úr sætum og heiðra minningu Olofs Palme. Félagar. Aðdragandi þessa flokksþings hefur verið sögulegur, ineð margvislegum hætti. Við höfum nú hlýtt á mál tveggja fyrrverandi formanna Alþýðu- flokksins, þeirra Hannibals Valdi- marssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Þessir tveir menn hafa flestum öðr- um fremur komið við sögu Alþýðu- flokksins og verkalýðshreyfingar- innar á lýðveldistímanum. Þessara tveggja manna verður minnst í ís- landssögunni sem mikilhæfra leið- toga. Þeir eru í fremstu röð þeirra leiðtoga, sem verkalýðshreyfingin og Alþýðuflokkurinn hafa falið mikinn trúnað. Þeir hófu þingferil sinn sama ár- ið, 1946, sem pólitiskir fóstbræður og bandamenn. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Því miður skildi leiðir þeirra. Þeim tókst ekki að varðveita fóstbræðralag sitt. En á því leikur enginn vafi i mínum huga að það var á valdi þeirra, upp úr 1950, að endurnýja Alþýðu- flokkinn og auka veg jafnaðar- stefnunnar með nýrri kynslóð. Af þeirri sögu þurfum við öll að læra. En handtak þeirra hér á þessu flokksþingi er söguleg stund. Það boðar „sögulegar sættir“ innan Al- þýðuflokksins og gefur fyrirheit um einingu og samstöðu, sem mun duga okkur til nýrrar sóknar. Þá er það ekki síður fagnaðar- efni, að okkur hefur nú tekist að ná sáttum og sameiningu við Bandalag jafnaðarmanna. Þeir Bandalags- menn hafa nú þegar gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. í upphafi þings munu þingflokkarnir samein- ast. Þar með hefur okkur tekist að bæta að fullu fyrir þau alvarlegu mistök, sem leiddu til þess að Vil- mundur Gylfason sagði sig úr lög- um við Alþýðuflokkinn, eftir að hafa lagt fram alla sína miklu krafta til að gera hann að stórveldi á árunum 1976—80. Þetta eru vissulega söguleg tíð- indi í íslenskri pólitík. Á liðinni tíð hefur Alþýðuflokkurinn orðið fyrir þungbærum áföllutn, vegna þess að hann hefur klofnað oftar en aðrir stjórnmálaflokkar. Það gerðist 1922, 1930, 1938, 1954 og 1983. Af einhverjum ástæðum er það svo að íslenskir jafnaðarmenn virðast hafa „kennt meira til í stormuni sinna tíða“ en aðrir menn. Nú hefur þessari óheillaþróun verið snúið við. Þar með hefur náðst stór áfangi að því marki, að sameina á ný alla lýðræðissinnaða jafnaðarmenn undir merkjum Al- þýðuflokksins. Samstarfið við þau öfl innan Alþýðubandalagsins, sem kenna má við jafnaðarmenn og verkalýðssinna, hefur ekki í annan tíma verið betra. Allt þýðir þetta að Alþýðuflokk- urinn byrjar nú kosningabaráttuna með blásandi byr og undir þöndum seglum. Það er tímanna tákn að þessi merki áfangi á Iangri leið til samein- ingar allra jafnaðarmanna undir merkjum Alþýðuflokksinsgerist án nokkurra baksamninga eða hrossa- kaupa af nokkru tagi. Þau mál leggjum við öll í hendur kjósenda okkar. Trúnaður við málefnin er settur ofar persónulegum stundar- hagsmunum, eins og vera ber. Þetta samkomulag byggir á gagnkvæmu trausti. Við treystum því að sam- starf okkar verði í framtíðinni af fullum heilindum. Við bjóðum þá Bandalagsmenn hjartanlega vel- komna til starfa og væntum okkur mikils af atfylgi þeirra. Hjálmfríður Þórðardóttir, starfsmaður Dagsbrúnar (t.v.) afhendir Vilfríði Þórðardóttur 200 þúsund króna gjöf til Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið: Dagsbrún styrkir starfsemina POST- OG SIMAMALASTOFNUNIN óskar að ráða Verkamenn við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarðsímadeildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000. RAÐNINGARSTOFA REYKJAVIKURBORGAR Atvinnurekandi Hefur þú störf fyrlr fatlaða? Erum I leit að ýmis konar störfum þ.ám. skrifstofustörf- um og léttum iðnaðarstörfum, hálfan eða allan daginn, fyrirfólk með hinarýmsu tegundirfötlunar. Vinsamleg- ast hafið samband við Ástu B. Schram, deildarstjóra eða Elísabetu Guttormsdóttur, félagsráðgjafa á Ráðn- ingastofu Reykjavíkurborgar, s: 18000. LAUSAR STÖfXJR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns Manntalsskrifstofu Staða forstöðumanns Manntalsskrifstofu Reykjavíkur- borgar er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal skrifstofustjóri, Austurstræti 16. Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á eyðublöðum sem þar fást fyrir 1. nóvember nk. LAUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG 1. Staða forstöðumanns við leikskólann Lækjaborg v/Leirulæk. 2. Fóstrurog aðstoðarfólk áhin ýmsu dagvistarheimili I borginni. 3. Sérstaklega vantar nú fóstrur og aðstoðarfólk I heil- ar og hálfar stöður á dagheimilin Laufásborg, Lauf- ásvegi 53—55, Ægisborg, Ægissfðu ' 104 og Valhöll, Suðurgötu 39, og leikskólann Kvistaborg v/ Kvista- land. Upplýsingar veita framkvæmdarstjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar I símum 27277 og 22360, einnig forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Viðskiptafræðingur óskast Óskum eftir aö ráða viðskiptafræðing til starfa í lánadeild stofnunarinnar. Um er að ræða vinnu við verðútreikninga og margvíslegar athuganir á þróun húsnæðis- og byggingarmála. í boði eru góð laun og prýðileg starfsaðstaða. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri stofnunarinnar og forstöðumaður Byggingar- sjóðs verkamanna. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlega sendi nöfn sín, heimilisföng og símanúmer í lokuðum umslögum til framangreindra aðila fyrir 10. október næstkomandi. c&HÚMiæðisslolnun ríkisins _________LÁNADEILD___________ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.