Alþýðublaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 1
Aðgerðir gegn ríkisstyrktum fiskiðnaði: Laugardagur 25. október 1986 206 tbl. 67. árg. Hættur við að hætta? Alþýðublaðið hafði samband við Helga Seljan alþingismann Lífsspursmál fyrir okkur" „Það er vitað að það eru veruleg- ir ríkisstyrkir bæði í Noregi og Kan- ada og reyndar í öðrum löndum. — Mín skoðun licfur verið sú að við ættum að taka þessi mál upp, fyrst á grundvelli Fríverslunar banda- lagsins, EFTA, þar sem við erum aðilar, og síðan við Efnahags- bandalagið. Við þurfum að fá við- urkenningu á því að farið skuli eins með fiskafurðir og aðra iðnaðar- vöru", sagði Kjartan Jóhannsson alþingismaður í samtaii við Al- „Ég hef mælt fyrir þessu máli bœði innan EFTA og Evrópuráðsins. Meðþvíað taka málin upp á þeim grundvelli fáum við stuðning annarra þjóða", segir Kjartan Jóhannsson alþingis- maður. þýðublaðið í gær aðspurður um rik- isstyrktan sjávarútveg og fisk- vinnslu í samkeppnislöndum ís- lendinga, og aðgerðir sem íslensk stjórnvöld ættu að gripa til í því „Þetta er rúmlega ársgömul ákvörðun sem ég tilkynnti mínum félögum fyrir austan og það má eitthvað mikið gerast í framboðs- málunum, áður en ég endurskoða þá ákvörðun", sagði Helgi Seljan alþingismaður í samtali við AI- þýðublaðið i gær, aðspurður hvort hann hefði hug á að taka áskorun- um ef fram kæmu í fyrri umferð í forvali Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi um helgina. Helgi Seljan hefur verið þing- maður Austfirðinga í, um 16 ár og mun vera mikill þrýstingur á hann Sungið til styrktar Kvenna- athvarfinu Sunnudaginn 26. október verða haldnir tónleikar í Háskólabíói til styrktar Kvennaathvarfinu. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00. Fram koma: Bubbi, Valgeir Guðjónsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson, Ragnar Bjarnason, Pétur Kristjáns- son, Bjartmar Guðlaugsson, Kristín Ólafsdóttir og Þorsteinn Magnússon. Framkvæmdastjóri tónleikanna er Viðar Arnarsson. Eins og áður sagði rennur allur ágóði af tónleikunum til Kvennaat- hvarfsins og munu listamennirnir allir gefa vinnu sína. Reiknistofa bankanna: Tölva fyrir 72 milljónir að gefa áfram kost á sér. Kemur það ekki síst til af því að ekki hefur enn- þá fundist „hæfur" arftaki hans á Austurlandi. „Ég sé ekki að það breyti neinu þótt menn vildu sýna einhvern ákveðinn stuðning í þessari um- ferð", sagði Helgi. „Og ég hef reyndar ekki trú á því", bætti hann við. „Ég hef enga trú á öðru en menn geti mannað framboðslistann eystra án mín". Blaðamaður spurði Helga hvort ekki væri skjálfti í mönnum fyrir austan, og hvort það gerði honum ekki erfiðara um vik að hætta. „Ég efast ekki um, að það sé ákveðinn ótti, eins og venjulega er þegar menn hætta. — Ég held reyndar að það sé ósköp gott að hætta þegar einhver sér eftir manni", sagði Helgi Seljan alþingismaður. „Þetta er spurnmg um hvort kemur á undan eggið eða hænan. Tölvan var pöntuð í febrúar í fram- haldi af áformum um aukningu á vélarafli Reiknistofunnar. Allt þetta tekur langan tíma og þess vegna er það ekkert eitt atriði sem veldur því að slík ákvörðun er tek- in", sagði Bjarni G. Ólafsson fram- kvæmdastjóri hjá Reiknistofu bankanna í samtali við Alþýðu- blaðið í gær en stofnunin, sem er í' eigu banka og sparisjóða, hefur fest kaup á tölvu sem kostaði 72 mill- jónir króna. Blaðamaður spurði Bjarna hvort tölvan hefði beinlínis verið keypt til að mæta auknum kröfum bankanna í kjölfar vaxta- frelsisins 1. nóvember. En eins og áður hefur komið fram í Alþýðu- blaðinu telja sumir að Reiknistofan geti ekki sinnt kröfum bankanna um breytt inn- og útlánsform, ef af verður. „Þjóðin er mikill neytandi banka ef svo má að orði komast", sagði Bjarni. „Fólk á íslandi notfærir sér banka feykilega mikið og sennilega meira heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Þessi vöxtur er mikill á hverju ári og hleypur í tugum prósenta. Það er fyrst og fremst þetta sem kallar á nýja vél. Ég á t.d. ekki von á því að neinar byltingar verði þó mánaða- mótin, með svokallað bankafrelsi, gangi yfir", sagði Bjarni G. Ólafs- son framkvæmdastjóri Reiknistofu bankanna. sambandi. — I Alþýðublaðinu i gær var viðtal við Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsraðherra þar sem m.a. kom fram að ríkisstjórnin hyggst ekki bera upp sérstök mót- mæli við ríkisstjórnir Noregs og Kanada vegna síldarviðskipta við Sovétmenn, en sem kunnugt er hafa þessi lönd gert Sovétmönnum mun hagstæðari tilboð, en íslendingar ráða við. Auk þess sem íslendingar Framh. á bls. 2 Verðbólguþenkjandi rakarar? Verðlagsstofnun lét gera verð- könnun á klippingu karla á rakara- stofum á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin fór fram í lok september sl. Þegar borið er saman verð í sept- ember '86 og janúar 1985 kemur í Ijós að verð þessarar þjónustu hef ur hækkað að meðaltali um 72% á sama tíma og framfærsluvisitalan hækkaði um 43% og byggingarvísi- talan hækkaði um 49%. í könnun- inni var hækkunin minnst 56"/« og mest 92%. Karlmannaklipping á höfuð- borgarsvæðinu kostar því 400—600 krónur og er munurinn 50%. I Framh. á bls. 2 Öngþveiti í málefnum aldradra í Reykjavík: Lög samþykkt á Alþingi 21. júní 1985. — Flutningsmaður: Jóhanna Sigurðardóttir: Hækkun makabóta — tilþeirra sem bundnir eru heima við vegna örorku eða langvinns sjúkdóms maka Alþýðublaðið hefur undan- farna daga vakið athygli á kjörum aldraðra í Reykjavík. Sú athugun hef ur leitt það í ljós að kjör og að- búnaður aldraðra eru okkur borg- arbúum öllum til hneisu. Þykir einsýnt að yfirstjórn borgarinnar hef ur lokað augum og eyrum f yrir því, að það velferðarþjóðfélag sem við státum okkur af, eigum við þessu fólki að þakka. Ævistrit þessa fólks og seigla er okkar arf- ur. Án fórna þess væri ekkert vel- ferðarþjóðfélag til. Hér fer á eftir f rumvarp til laga, sem afgreitt var sem lög frá Al- þingi 21. júní 1985. Flutnings- maður var Jóhanna Sigurðardótt- ir, alþingismaður. Markmið þessa frumvarps er að hækka greiðslur makabóta til þeirra sem bundnir eru heima við vegna örorku eða langvinns sjúk- dóms maka og geta ekki af þeim sökum aflað sér tekna. í 13. gr. almannatryggingalaga eru ákvæði þess efnis að greiða megi maka elli- og örorkulífeyris- þega makabætur allt að 80% ein- staklingslífeyris ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. í fram- kvæmd hefur ákvæði þessarar greinar verið þannig að eingöngu hefur verið miðað við grunnlífeyri án tekjutryggingar og er upphæð makabóta nú 3 394 kr. 78 konur og 4 karlar fá nú makabætur. Með frumvarpi þessu er lagt til að makabætur geti numið allt að 80% af samanlögðum grunnlíf- eyri og tekjutryggingu, eða 8 154 kr. í stað 3 394 kr. í almannatryggingalögum, og þeirri breytingu sem hér er lögð til, er ákvæðið takmarkað við maka elli- og örorkulífeyrisþega. Það er þó vissulega íhugunarefni hvort ekki væri rétt að þetta ákvæði næði til fleiri hópa í sam- bærilegum tilfellum. Má þar nefna timabundnar aðstæður, t.a.m. einstæðra foreldra, vegna veikinda barna um lengri tíma þar sem sú aðstaða getur oft leitt til þess að fólk missir launatekjur af þeim sökum. Einnig má minna á þá stefnu- mörkun sem gerð var með lögum um málefni aldraðra, en þar segir að meginmarkmið þeirra laga sé að stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið við eðlilegt heim- ilislíf og eigi völ á þeirri heilbrigð- isþjónustu og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa til að því markmiði verði náð. Hér þarf vart að lýsa því neyðarástandi sem ríkir, eink- um á höfuðborgarsvæðinu, vegna vistunarmála aldraðra. Það gæti vissulega dregið úr þörf fyrir vist- un aldraðra á stofnunum ef ákvæði það, sem frumvarp þetta fjallar um, yrði gert víðtækara og opnaðir möguleikar til að greiða betur þeim sem ekki geta aflað sér tekna á vinnumarkaðinum vegna umönnunar við aldraða og ör- yrkja í heimahúsum, — sem ella þyrftu á vistun á sjúkrastofnun eða vistheimili að halda. Slíkt fyr- irkomulag mundi tvímælalaust hafa í för með sér sparnað. Það ákvæði í 13. gr. almanna- tryggingalaganna sem hér er lagt til að verði breytt, kom fyrst inn í lögin á árinu 1946. Þá var heim- ildin á þá leið að þessar bætur mætti greiða eiginkonu ellilífeyr- is- og örorkulífeyrisþega enda þótt hún væri ekki fullra 67 ára eða sjálf öryrki. Var við það mið- að að bótaupphæðirnar, þ.e. sam- anlagðar bætur til hjónanna, færu ekki fram úr hjónalifeyri, en þá var tekjutryggingin ekki komin til sögunnar. Verður því að líta svo á að löggjafinn hafi miðað maka- bæturnar við hæstu lífeyris- greiðslur til elli- og örorkulífeyris- þega eins og þær voru á þeim tíma. Kemur þetta enda glögglega fram þegar þessum lögum er breytt á Alþingi 1955—56 og makabæturnar hækkaðar. Þá er tekið fram í ákvæði greinarinnar að miða skuli makabætur við allt að 60% óskerts einstaklingslífeyr- is. Á Alþingi 1959—1960 eru makabætur hækkaðar í 80% og enn er þar að finna ákvæði um að miðað sé við óskertan einstakl- ingslífeyri. Á Alþingi 1962—1963 er þessu ákvæði almannatryggingalag anna breytt í það horf sem það er nú, þ.e. að greiða megi maka elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% einstaklingslífeyris ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Breytingin fólst í því að makabæt- ur, sem áður voru einungis greidd- ar eiginkonum, náðu nú einnig til eiginmanna þannig að maki elli- og örorkulífeyrisþega fékk greiddar makabætur í sérstökum tilfellum, og hins vegar féll brott orðið „óskertur" (einstaklingslíf- eyrir) — án þess þó að á því væri gefin sérstök skýring eða að af verði ráðið að makabæturnar hafi lækkað, — enda áfram miðað við 80% af hæstu greiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega. Á árinu 1971 eru svo sett ný lög Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.