Alþýðublaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 4
Laugardagur 25. október 1986 Alþýðublaðið, Annúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 - Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent lif., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Kjarnorkuvopn í ísrael uppljóstrun ísraelsks flóttamanns ísrael hct'ur með leynd smeygt sér inn í raðir kjarnorkuveldanna og hefur yfir að ráða allt að 200 kjarnahleðslum, þ. á m. vetnis- sprengjum og nevtrónusprengjum, eftir því sem segir í Sunday Times. Blaðið byggir á upplýsingum frá ísraelskum flóttamanni. Meðal þeirra sérfræðinga sem telja frá- sögn hans trúverðuga, er fyrrver- 'andi yfirmaður friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI í Stokk- hólmi, Frank Barnaby, en hann hef- ur rætt ítarlega við manninn. Flóttamaðurinn er 31 árs tækni- fræðingur, Mordechai Vanunu að nafni og hefur unnið í tíu ár við kjarnorkurannsóknastöðina Dimona i ísrael, sem vinnur að leynilegum, „friðsamlegum" rann- sóknum á kjarnorku. Neðanjarðarstarfsemi Vanunu ljóstrar upp hinum mik- ilvægustu upplýsingum: • Ástæðan fyrir því að enginn hef- ur vitað um vopnaverksmiðjuna er sú að hún er neðanjarðar. Of- anjarðar er ekkert annað að sjá en hrörlega steinsteypubyggingu, en undir henni eru vistarverur á sex hæðum með allra fullkomn- asta tækjakosti. • Sjálfan kjarnakljúfinn hafa ísra- elsmenn varið með mjög full- komnum kælibúnaði og aukið framleiðslugetu hans margfalt frá því sem upphaflega var áætl- að. Nú er hægt að framleiða þar • um það bil 40 kg af plútónilári. • ísraelar hafa þar að auki yfir að ráða efni og tækniþekkingu til að framleiða vetnissprengjur, nógu öflugar til að eyða milljónaborg- um og nevtrónusprengjur, en eyð- ingarmáttur þeirra felst fremur í geislun en sprengikrafti. • Frakkar hafa í mörg ár gefið rangar upplýsingar, þegar þeir hafa staðhæft að þeir hafi aðeins veitt Dimona tækniaðstoð við „friðsamlegar" kjarnorkutil- raunir. í raun og veru eru það franskir tæknimenn sem hafa byggt upp þessa kjarnorkuverk- smiðju á árunum 1957—1964 og látið tækniþekkingu í té gegn plútóni frá kjarnakljúfnum, sem þeir nota við sína eigin fram- leiðslu. Orðrómur í tvo áratugi hefur uppi verið orð- rómur um leynileg kjarnavopn í ísrael. Hinar ýmsu stjórnir lands- ins hafa- samt aldrei viðurkennt það opinberlega að ráða yfir kjarnorkuvopnum, aðeins gefið það í skyn. Stöðugt er klifað á sömu setning- unni: „ísraelsmenn munu aldrei verða fyrstir til að nota kjarn- orkuvopn í Mið-Austurlöndum". En þessi staðhæfing var nær að engu orðin í október-stríðinu 1973. Áreiðanlegar, bandarískar heimildir herma að þáverandi forsætisráðherra, Golda Meir, hafi fyrirskipað að hafa kjarna- hleðslur tiltækar á flúgvöllum, þegar útlit var fyrir það á tímabili að ísraelsmenn biðu lægri hlut. Myndir Venjulega er áætlað af utanað- komandi aðiljum að ísrael ráði yfir um 20—30 kjarnorkuhleðsl- um, öllum fremur kraftlitlum. Frásögn Vanunus, sem er staðfest með liðlega 60 ljósmyndum sem hann tók og smyglaði út úr stöð- inni, hljóðar hins vegar upp á a.m.k. 100 hleðslur; kannski allt að því 200, með styrkleika allt upp í reglulegar dómsdags- sprengjur. Því hefur áður verið slegið fram í dagblöðum að ísraelsmenn réðu yfir umtalsverðum kjarnorku- vopnakosti, en nú virðist svo sem staðfesting sé fengin á því. Frank Barnaby, sem sjálfur var kjarn- eðlisfræðingur við breska til- raunastofu, áður en hann tók við forsetaembætti hjá SIPRI, segir að frásagnir Vananus séu mjög sannfærandi. Mikið umfang Ef frásögn Sunday Times er sannleikanum samkvæmt, þá er ísrael sjötta kjarnorkustórveldið í röðinni, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum með sínar 50.000 kjarnorkuhleðslur, Bret- landi með 700, Frakklandi með um 500 og Kina með 400 hleðslur. ísrael hefur eldflaugar og flug vélar sem geta flutt kjarnahleðsl- ur og fræðilegur möguleiki er á að staðsetja þær þannig að þær dragi til Evrópu og suðurhluta Sovétríkjanna. Það er algeng skoðun hjá frétta- skýrendum að ef kjarnorkustyrj- öld brjótist út, þá séu mestar lík- ur á að það verði í Mið-Austur- löndum. Bandarískur gyðingur sem skrifar bækur á frönsku hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár Bandaríski gyðingurinn og rit- höfundurinn Eli Wiesel.sem hlaut friðarverðlaun Nóbels að þessu sinni, hefur helgað líf sitt Imrátt- unni fyrir friði og mannréttindum. Grundvallarhugsunin í öllum hans verkum er sú að fá fólk til að hverfa frá því sinnuleysi sem er almennt ríkjandi um þjáningar annarra. Sinnuleysi er versti óvinur mann- kyns, segir Wiesel og vísar þar til þess hver urðu afdrif gyðinga í út- rýmingarbúðum nasista. Sjálfur hefur hann reynslu af þeim hörm- ungum. Hann var í útrýmingarbúð- um Hitlers á stríðsárunum. Þessi alvörugefni og hægláti, 58 ára gamli rithöfundur hefur lengi verið í framvarðasveit þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og friði. í þeirri baráttu kemur hann víða við. Allt frá stöðu gyðinga í Sovétríkjunum til sveltandi fólks í löndum Afríku. Hann hefur staðið fyrir söfnun meðal bandarískra skólabarna til handa hungruðum í Eli Wiesel friðarverðlaunahafi. Etíópíu. Hann hefur varað við kjarnorkuvopnum og afleiðingum kjarnorkustyrjaldar. Það yrði á við þúsund Auschwitz-harmleiki, segir hann. Reagan Bandaríkjaforseti hefur einnig orðið fyrir skeytum Wiesels . þegar samviskuspurningar eru ann- ars vegar. Það var í sambandi við hina umdeildu heimsókn Reagans í kirkjugarðinn í Bitburg í Vestur- Þýskalandi, þar sem margir SS-for- ingjar eru grafnir. Samviska Þeir fáu sem gagnrýna Wiesel benda á að það sé einn veikur hlekkur í hans annars árvökulu samvisku. Það er ísrael. Hann er ásakaður um að hafa þagað og ekki mótmælt árásum ísraelsmanna á Palestínumenn, t.d. þegar ísraels- menn létu það óátalið að hægri- sinnaðir, kristnir menn í Líbanon frömdu fjöldamorð i tveimur flóttamannabúðum Palestínu- manna. Sjálfur lætur Elie Wiesel í veðri vaka að ísraelsríki sé enn lítið og veikburða og stöðugt ógnað af arabaríkjunum í kring. Þótt rit hans beri ekki vott um bjartsýni, trúir hann því að friður geti komist á í Mið-Austurlöndum. Leiðin að því marki eru samningar milli ísraels og Jórdaníu. Elie Wiesel er ungverskur gyðing- ur frá þorpinu Sighet. Hann var 15 ára þegar hann var sendur í fanga- búðir gyðinga í Auschwitz, ásamt foreldrum sínum og systur árið 1944. Síðar var hann fluttur í fanga- búðirnar í Buchenwald ásamt föður sínum. Elie var sá eini af fjölskyld- unni sem lifði af hörmungarnar í fangabúðunum. Hann var 17 ára þegar hermenn bandamanna frels- uðu þá sem eftir lifðu. Eftir stríðið var Wiesel sendur til Frakklands, ásamt öðrum ungum gyðingum úr fangabúðunum. Þar vann hann fyrir sér næstu árin sem .blaðamaður og þýðandi. Nokkur ár liðu þar til hann fór sjálfur að skrifa bækur á sínu nýja móður- máli, frönsku. Þær báru ljósan vott um óttann og angistina, sem hafði markað sín djúpu spor á meðan á fangavistinni stóð. Barnatrúin hafði vikið fyrir þeirri vissu að guð sé ekki alltaf réttlátur og í fyrstu bókum hans ber nokkuð á trúarleg- um efasemdum, ásamt sárindum í garð þeirra sem svipta ungt fólk trúnni á guð og réttlæti. Hinn ungi rithöfundur vildi segja heiminum frá því sem gerðist í fangabúðum nasista. Það varð frá- sögn af þjáningum og sársauka; efni sem síðan hefur einkennt rit- höfundarferil hans. Fyrsta bók hans var gefin út fyrir tilstilli franska rithöfundarins Francois Molar Flökkukindur stjórnmálanna Tíminn, málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju (sik!) setur á oddinn merkilegt mál á fimmtudaginn var, sem ber yfir- skriftina Formaður á flækingi. Er þar rætt um þá hugsanlegu ákvörðun Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðu- flokksins að berjast sem þriðji maður á lista flokksins i Reykja- vík. Moli hélt satt að segja að það þætti ekki lengur tiðindi að flokksformenn fylktu sér þar sem bardaginn er mestur, eða hvat mundi oddurinn segja um fram- boð Steingríms á Reykjanesi? Það veit auðvitað enginn. Hitt er ljóst að það snjallræði tók meira á flokksformanninn en sú ákvörð- un að bjóða valdamestu mönnum veraldar í hanaslag í Höfða og má af því ráða hve framsóknarmenn fyrir vestan eru grimmir. Leynilögregluhæfileikar Tíma- manna eru óumdeilanlegir. Því væri rétt að oddur Tímans fengi nú það dularfulla verkefni, að komast að því í leyndum hvort Steingrímur hræddist meira fyrir vestan, vestfirska sjómenn með Mauriac. Það var sjálfsævisöguleg saga, Nóttin, sem ásamt næstu tveimur bókum, Dagrenningu og Degi, mynda ritröð. . Friðarverðlaunahafinn er banda- rískur ríkisborgari og býr í New York, ásamt konu sinni Marion Ester Rose og syni þeirra. Wiesle er prófessor við háskólann í Boston. Hann skrifar allar bækur sínar á frönsku. Velgengni Rit Wiesel eru orðin mikil að vöxtum eða samtals 26 bindi. Flest- ar bækurnar eru skáldsögur og rit- gerðir af heimspekilegum toga. í Noregi, sem veitir friðarverðlaunin, hafa margar bækur eftir Wiesel ver- ið gefnar út, en í Danmörku hafa tvær bækur eftir hann verið þýddar og sú þriðja kemur út innan skamms. Önnur þessara bóka, Eld- urinn sem aldrei deyr, f jallar um sex daga stríðið og sögu gyðinga. Hin bókin, Betlari í Jerúsalem, er um trúarsiði og trúariðkun gyðinga. Búist er við stóraukinni athygli og sölu á bókum Wiesel í kjölfar verð- launaveitingarinnar. Wiesel hefur einnig tekið .virkan þátt í baráttunni vegna gyðinga í Sovétríkjunum. í byrjun þessa árs var hann þátttakandi í ráðstefnu sem haldin var í Osló um málefni gyðinga í Sovétríkjunum og ræddi i þeirri ferð við marga háttsetta embættismenn um að reyna að beita Sovétmenn þrýstingi á grund- velli Helsinkisáttmálans, til að vinna að sameiningu fjölskyldna sem eru aðskildar vegna tregðu Sovétmanna við að hleypa fólki úr landi. í þessari ferð hélt hann fyrir- lestra um sama efni bæði í Noregi og Danmörku. kvótakerfið sem sverð eða vest- firska bændur með búmark sitt sem öxi? Já, geðstirðir menn geta verið seinheppnir. Aðeins ein mann- eskja kemur í hugann þegar minnst er á „Formann á flæk- ingi", — Steingrímur Hermanns- son, fyrrverandi leiðtogi fram- sóknarmanna í vestur! >tví ákvorftu Mur taJdlo ratt miri ihyoiuw tn Jsftnit ¦Jéttto wlffi«rut Itwttmtm, MgM StctagrfMW HiflHMNM tt h»n» ifcýrn Immm frá þ.í .6 tunn rril.ði í.ioi i Rt,kjir*íkj«>rd*rr.l. (TfiMmynd P>t4ur) Steingrimur fram í Reykjaneskjördæmi: LIFSSPURSMAL FYRIR FLOKKINN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.