Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 15. nóvember 1986 alþýðu- 41þýðublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórí: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrífstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 'RITSTJÓRNARGREIN' JJ A ég að gæta bróður míns?“ „Við jarðarbúar erum allir á sama báti, um borð í sama geimfarinu. Spurningin, hvort við eigum að gæta bróður okkar á ekki við, hún er nánast fjarstæða. Við höfum skyldu til þess að gæta bróður okkar um leið og við erum sann- anlega með því að gæta eigin hagsmuna. Við eigum að sinnajafnt neyðarhjálp sem þróunar- samvinnu og við verðum að leggja til þessara verkefna mun meira fé af auðlegð okkar í þágu þeirraþjóðaáplánetunni, sem viðörbirgð búa.“ Þetta eru lokaorð erindis, sem Björn Frið- finnsson, stjórnarmaður í Þróunarsamvinnu- stofnun íslands, flutti á fundi, sem Brú, félag áhugamanna um þróunarlönd, þróunarsam- vinnu og neyðarhjálp, hélt fyrr í þessari viku. A þessum fundi ræddi Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra hugmyndir sínar um ýmsar leiðir hvernig auka mætti aðstoð ís- lendinga við þróunarlöndin. Hann kvaðst gera sér Ijóst, að framlag íslendinga væri fremur bágborið og úr því þyrfti að bæta. Undir þessi orð tóku flestir fundarmanna. fara langt aftur í sögu íslensku þjóðarinnar til að finna hliðstæður við það, sem nú er að ger- ast í mörgum vanþróuðum ríkjum. Hann benti á, að átjánda öldin hefði verið íslendingum mjög þung í skauti. Þávoru hérmiklirkuldarog fiskleysi, þúsundirmannalétust úrbólusótt og öðrum farsóttum og síðast en ekki síst minnt- ust menn móðuharðindanna. Þjóðinni fækkaði og voru sumir málsmetandi menn farnir að ör- vænta um framtíð hennar. En íslendingum barst hjálp, sem var rausnarleg miðað við að- stæður þess tíma. Þar var bæði um neyðar- hjálp að ræða og síðar þróunaraðstoð. I framhaldi af þessum ábendingum spurði Björn: „En kemur okkur þetta eitthvað við? Ekki eigum við við offjölgun fólks að etjaog við tökum ekki á okkur ábyrgð á ástandi mála í ný- frjálsum ríkjum Afríku eða á styrjaldarhrjáðum landssvæðum Asíu. Getum við ekki einangrað okkurfrávandamálum annarra íbúa plánetunn- arog búið einir að okkar? Ég hygg að margir ís- lendingar telji, að við eigum ekki að skiptaokk- uraf þessum vandamálum. Þarer um vanþekk- ingu og skilningsskort að ræða.“ Björn Friðfinnsson benti á, að ekki þyrfti að Björn Friðfinnsson sagði jafnframt: „Ég ætla hér ekki að flytja langt mál um samhengi okkar velferðar við lífskjör annarra jarðarbúa, en staðreyndin er sú, að við erum öll farþegar á sama geimfari, geimfarinu Jörð, og enginn far- þegi getur leitt hjá sér örbirgð annarra. Þar gildir einu hvort framangreindum spurningum er svarað út frá hagfræðilegum, stjórnmálaleg- um, trúfræðilegum eða siðfræðilegum grund- velli.“ Þarna kemur Björn Friðfinnsson að kjarna málsins. Rétt eins og íslendingum var rétt hjálparhönd á erfiðleikatímum, og þarf raunar ekki að fara lengra aftur en til Vestmannaeyja- gossins, þá berum við ábyrgð hvorir á öðrum og íslendingum er skylt að veita þá aðstoð, sem þeir geta látið af hendi rakna af auði sín- um. Sú umræða, sem átti sér stað á fundi Brúar, þarf að halda áfram. Hér á landi hefur sáralítil umræðafarið fram um þróunaraðstoð og neyð- arhjálp. Þaðertímabært að þessi umræðahefj- ist nú fyrir alvöru og að íslendingar geri sér grein fyrir hlutverki sínu í þessu mikilvæga samhjálparmáli mannkyns. Laus staða Staöa bókbindara á bókbandsstofu Landsbókasafns íslands er laus til um- sóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Mennta- málaráðuneytinu fyrir 12. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 12. nóvember 1986. Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1987 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðu- neytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt f samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða ( senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu jjau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt erað spurn- ingum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1986 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavik, 12. nóvember 1986. Stjórn Launasjóös rithöfunda. Starfsmannafélag ríkisstofnana: Stjórnvöld ræði við stéttar- félög um kaup og kjör Á fjölmennum fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Starfsmanna- félags ríkisstofnana, mánudaginn 10. nóv. s.l. var meðfylgjandi álykt- un samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fundur trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélags ríkisstofnana, haldinn mánudaginn 10. nóvember 1986, lýsir yfir stuðningi við baráttu fóstra og sjúkraliða fyrir bættum kjörum. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að taka nú þegar upp viðræðu við stéttarfélögin um kaup og kjör þessara hópa og leiti þeirra Ieiða annarra, sem gerði afkomu þeirra bærilegri. Mikil óánægja ríkir hjá sjúkra- liðum og fóstrum með launakjör sín. Laun þeirra hafa á síðustu ár- um verulega dregist aftur úr laun- um fyrir sömu störf sem greidd eru úr sameiginlegum sjóðum. Krafa þeirra er sömu laun fyrir sömu störf. Trúnaðarmenn SFR taka heilshugar undir þessa kröfu félaga sinna. Trúnaðarmenn SFR taka undir kröfugerð samninganefndar BSRB um að nú þegar verði hafinn undir- búningur að gerð nýs kjarasamn- ings er taki gildi frá næstu áramót- um. Samið verði um: 1. Verðtryggingu launa. 2. Hlutdeild launþega í vaxandi þjóðartekjum. Prófkjörið 1 ismaður, gefur kost á sér í 2. sæti listans, og Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins i 3. sæti. Ennfremur staðfesti Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðing- ur, að hann hefði ákveðið, að gefa kost á sér í 4. sæti listans, og hefði hann gert það vegna fjölda áskor- ana Alþýðuflokksmanna. 3. Skattkerfið verði endurskoðað og almennir launaskattar felldir niður. 4. Lágtekjufólki verði tryggð lág- markslaun, annaðhvort með sér- stökum reglum í skatta- eða tryggingarlögum eða sérstökum launabótum. 5. Lög um lífeyrissjóð ríkisstarfs- manna verði endurskoðuð með það í huga: — að tryggja eftirlaunaþegum eftirlaun í samræmi við fyrri rauntekjur þeirra — að allar greiðslur til sjóðsins verði verðtryggðar og felld niður ákvæði um 3ja ára bið- tíma — að teknar verði upp breyttar reglur um framreikning ör- orku- og makabóta til sam- ræmis við almenna reglu líf- eyrissjóða. — að reglur um breytingar á launum ellilífeyrisþega verði einfölduð og tryggt að þeir njóti almennrar hækkunar er verði á launum sambæri- legra starfa og þeir gegndu hjá ríkinu. Fundurinn leggur áherslu á að vinna við endurskoðun á samnings- rétti opinberra starfsmanna verði hraðað eftir föngum. Við breytingu laganna verði tryggður sem víð- tækastur réttur til vinnustöðvunar ef þörf krefur og launþegar innan BSRB ráði sjálfir verkfalli sínu og undanþágum frá því. Fundurinn fagnar samstarfi op- inberra starfsmanna innan BSRB, BHMR og BK og væntir þess að hlúð verði að þeim starfsvettvangi og samstarfið aukið, eftir því sem verkefnin falla til. Kvenréttindafélag íslands: „Eru prófkjör leið kvenna á þing?“ Laugardaginn 15. nóvember n.k. efnir Kvenréttindafélag íslands til félagsfundar um spurninguna „Eru prófkjör leið kvenna inn á þing?“ Framsöguerindi flytja konur á vett- vangi stjórnmála. í þetta sinn verður fundurinn með nýju sniði á nýjum stað. Verður þetta svokallaður morgun-hádegis- fundur, þ.e. fundur yfir léttum veit- ingum af morgunverðar- og hádeg- isborði. Fundurinn verður haldinn í hinum vistlega, nýinnréttaða sal í kjallara Hallveigarstaða, (gengið inn frá Túngötu). Hann hefst kl. 11 f.h. (ath. breyttan tíma) og stendur fram til kl. 2. Verði veitinga mun stillt í hóf eins og kostur er. Fundurinn er öllum opinn. Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 46/1985 er innflutningur á kartöflum, nýju grænmeti, sveppum og blómum óheimill, nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra. Við tollafgreiðslu á framangreindum vörum skulu inn- flutningsaðilar framvísa tollskýrslu, áritaðri af Iand- búnaðarráðuneytinu. 12. nóvember 1986.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.