Alþýðublaðið - 15.11.1986, Page 5

Alþýðublaðið - 15.11.1986, Page 5
Laugardagur 15. nóvember 1986 5 Ófriðarfélagið og friðarpostulinn Ætlar Alþýðuflokkur Jóns Bald- vins að mynda ríkisstjórn með Al- bert Guðmundssyni? — Spyr pró- fessor dr. Ólafur Ragnar, og maður heyrir milli línanna hvernig hann tekur andköf af hneykslan. Þar kom vel á vondan. Mönnum er í fersku minni að prófessor Ólafur Ragnar var reynd- ar hugmyndafræðingur „jafnaðar- stjórnar1' — með Albert Guð- mundssyni sern guðföður! Albert var einmitt að rifja það upp í þingræðu í dag, hvernig hann lét til leiðast, m.a. fyrir þrábeiðni dr. Ólafs Ragnars, að taka að sér formennsku í bankaráði Útvegs- bankans, og bera sig þannig að hagsmunaárekstri sem stjórnarfor- maður Hafskips heitins og helsti skuldari bankans. Sú var tíð að dr. ÓRG átti varla nógu stór orð til að lýsa því, hvílík- ur stjórnmálasigur þetta var. Hvernig honum hefði tekist að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, koma í veg fyrir harðsvíraða hægri stjórn og sameina „félagshyggjuöflin" í eins konar ,,jafnaðarstjórn“ — í náðarfaðmi Gunnars heitins Thoroddsens. Þetta var að vísu hörmulegasta ríkisstjórn, sem íslendingar hafa kynnst á lýðveldistímanum, og er þá langt til jafnað. Alþýðuheimilin í landinu eru enn ekki búin að jafna sig eftir þær hremmingar sem verðbólgufyllerí ráðherrasósíalistanna, Svavars, Hjörleifs, Ragnars og reyndar dr. Ólafs Ragnars, leiddi yfir þau. Og enn vill dr. Ólafur Ragnar mynda nýja „jafnaðarstjórn", m.a. með sömu mönnum, og sparar hvergi skrautlega orðaleppa: Víðtækasta hvað? Þetta á að vera „framtíðarpóli- tík“ (héðan í frá er fortíð þeirra í ösku!); þetta á að byggjast á „alvar- legustu og víðtækustu og nýjustu stefnuskrá ... ; þetta heitir að „stilla upp alvörupólitík . . . “ Sennilega er þetta svona mikil al- vörupólitík af því að útideild þeirra allaballa á að vera með: Nefnilega Kvennó. Það kemur ekki mál við mig þótt dr. ÓRG leiki sér að því að raða meyblóma Kvennalistans í ráð- herrastóla ásamt með Guðrúnu Helga og gömlu „ráðherrasósíalist- unum“. Og eins gott að gera það fyrir kosningar. Því að eftir kosn- ingar er lítil von til þess að þessi stólaleikur verði settur á svið. Það er hætt við að til þess vanti það sem við á að éta: Nefnilega atkvæða- seðla upp úr kjörkössum, fylgi meðal þjóðarinnar. Til þess dugir ekki að taka at- kvæði Alþýðuflokksins, ófrjálsri hendi. Þeim sem ætla að kjósa Al- þýðuflokkinn í næstu kosningum býr nefnilega enginn slíkur galskap- ur í hug. Það fólk er hvorki að kjósa dr. ÓRG né Kvennó og ekki heldur Gunnu Helga. Þetta fólk hugsar um póiitík i alvöru og er hvergi bangið við orðaleppa málvinar Yoko Ono. Festa og stöðugleiki Þeir sem ætla að kjósa Alþýðu- flokkinn í næstu kosningum eru þar með að setja fram kröfu um, að næsta ríkisstjórn á íslandi hafi til þess vit, vilja og styrk að tryggja þjóðinni stöðugleika og festu í efnahagslífi og stjórnmálum næstu árin. Kvennalista-kommisariat dr. ÓRG er harla óliklegt til þess. Það er að vísu rétt að líffræðingurinn frá Leipzig, kommisar Hjörleifur Guttormsson, hefur þegið heiðurs- nafnbótina „4. Kvennalistakonan" úr hendi Sigríðar Dúnu. Það er líka laukrétt hjá dr. ÓRG að það er vandfundinn nokkur stefnumunur á AB og Kvennalista. Hins vegar gegnir allt öðru máli um Alþýðuflokkinn. Hann á næsta fátt sameiginlegt með Kvennó og orðhákadeild AB. Hins vegar hefur reynst vera bærileg málefnasam- staða með okkur jafnaðarmönnum og ýmsum forystumönnum AB inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Reyn- ist þessir nýju menn sigursælir í for- vali og ráðamiklir i næsta þing- flokki AB kann svo að fara að sam- starfsmöguleikar þessara flokka skáni eitthvað í framtíðinni. Hefur Alþýðufiokkurinn virki- Iega ekki meiri metnað til að bera en að gerast hjálparkokkur hjá íhald- inu — spyr prófessorinn, sem stærði sig hvað mest af því að hafa myndað Albertsstjórnina forðurn. Ekki er nú greindarlega spurt. Sama daginn er verið að birta niðurstöður skoðanakönnunar, sem sýna að Alþýðuflokkurinn er liklegur til að vinna verulegt fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Það bendir til þess að Alþýðuflokkurinn sé á réttri leið. Hreyfing lýðræðisjafnaðar- manna verður nefnilega aldrei ráð- andi afl í íslenskum stjórnmálum nema með því að minnka verulega fylgi Sjálfstæðisflokksins. Og þessi hreyfing lýðræðisjafnaðarmanna mun aldrei eiga erindi sem erfiði við að breyta okkar þjóðfélagi í átt til aukins jafnaðar og réttlætis nema því aðeins að hreyfingin starfi á Eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýöuflokksins heilsteyptum hugmyndagrunni lýð- ræðisjafnaðarmanna. Þar duga engir frasar, upphróp- anir eða orðaleppar sem eru til þess ætlaðir að breiða yfir nafn og núm- er og villa á sér heimildir. Flokkur í kreppu Það er fullreynt að Alþýðu- bandalagið verður aldrei samein- ingarafl vinstri manna. Það getur ekki einu sinni sameinað sjálft sig. Reyndar er það ekkert hernaðar- leyndarmál að Alþýðubandalagið logar stafnanna á milli í ágreiningi, úlfúð og persónulegum illdeilum forystumanna. Einar Karl Haraldsson, sálgæslu- maður AB að eigin sögn forðum, hefur gefið okkur nöturlega innsýn í það upplausnarástand. Sjálfur kvað dr. Ólafur Ragnar upp úr um það fyrir rúmu ári að AI- þýðubandalagið væri flokkur í kreppu. Það var rétt hjá honum. Og þessi kreppueinkenni eru hverjum manni augljós, þótt Ólafur Ragnar reyni að breiða yfir þau með innan- tómum frösum og orðaleppum. Það blekkir engan. Eitt versta öfugmælið í skrum- yrðasafni Ólafs Ragnars er einmitt það, að þetta sjónarspil með Kvennó sé „alvörupólitík". Þetta er því miður ekkert annað en pólitísk látalæti og skrum. Traust Vöxtur og viðgangur Alþýðu- flokksins á s.l. tveimur árum stað- festir, að öfgalausir og umbótasinn- aðir kjósendur á íslandi eru aftur byrjaðir að binda vonir við Alþýðu- flokkinn og þá pólitík sem hann rekur. Menn eru í vaxandi mæli farnir að binda traust sitt við að endurnýjaður Alþýðuflokkur sé eina stjórnmálaaflið, sem boðið geti Sjálfstæðisflokknum byrginn, unnið af honum fylgi og haldið rík- isforsjár- og forréttindaöflum inn- an hans í skefjum. M.ö.o. fólk er að fá traust á því að Alþýðuflokkurinn sé til þess likleg- ur að geta gætt hagsmuna almenn- ings af ábyrgð og festu gegn upp-- hlaupsöflum og forréttindaliði. Við ætlum okkur ekki að bregð- ast því trausti með því að láta póli- tískar sjónhv.erfingar félagsfræði- prófessorsins villa okkur sýn. Ró Hvernig væri nú að dr. ÓRG reyndi að halda ró sinni og átta sig á eftirfarandi staðreyndum: • AB hefur boðið upp á eins konar kosningabandalag fyrir kosning- ar (að vísu ekki um málefni held- ur ráðherrastóla). Svarið er ein- falt: Við höfnum því. • Þessu tilboði fylgdu ákveðin skilyrði: Að Alþýðuflokkurinn breytti stefnu sinni í utanríkis- og öryggismálum. Svar: Við vísum því kurteislega á bug. Stefna okk- ar jafnaðarmanna í utanríkis- og öryggismálum er rótgróin og fast- mótuð og frá henni munum við ekki hvika. • Prófessorinn krefst þess dreissugt að næststærsti flokkur þjóðar- innar hafni fyrirfram hugsanlegu stórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn — jafnvel þótt samn- ingar kynnu að takast um mál- efni. Við brosum góðlátlega að þessu steigurlæti. Forystumenn Alþýðuflokksins munu hvorki nú né endranær taka við fyrirmæl- um frá óviðkomandi fólki — jafnvel þótt það láti mikinn. Að hafa ekki jörð til að standa á . . . Það er laukrétt hjá dr. Ólafi Ragnari, að Alþýðubandalagið er flokkur í kreppu. Ástæðan er sú, að þeir sem þar berjast innbyrðis til valda og mannaforráða hafa ekki sameiginlegan hugmyndagrundvöll til að standa á. Gamla flokkseig- endafélagið má muna sinn fífil fegri; þar er að finna hina aldur- hnignu sveit óforbetranlegra stalín- ista sem upplifir nú þá raun að missa tökin á flokkskerfinu. ’68 kynslóðin, senr nú kennir sig við lýðræði fremur en ekki neitt, hefur ekki skilið eftir sig neinar pólitískar hugmyndir, sem hald er í. Hún er eins konar „glötuð kynslóð" sem er hugmyndalega milli vita og reynir því að yfirgnæfa tómleika hugsunarinnar með því að hafa hátt. Það er helst að hún eigi samleið með heimsþjáningu Kvennalistans. Loks eru þeir sem hafa endanlega gert það upp við sig, að þeir eru í reynd sósíaldemókratar. Hér er einkum um að ræða menn sem starfa innan verkalýðshreyfingar- innar. Þeir hafa upplifað það á und- anförnum árum að þeir eiga litla sem enga samleið í praktískri póli- tík, hvort heldur er með flokkseig- endafélaginu eða hippaliðinu. AB er því eins og ísjaki sem er að gliðna í sundur í þrjá parta og rekur óhjákvæmilega í sundur fyrir veðri og vindurn. Formaðurinn reynir að tylla tám á jakabrotin með þeiin fyrirsjáanlegu afleiðingum að hann á eftir að detta niður í milli; missa fótanna. Til þess að Ieyna þessum hráslagalega veruleika er nú sett á svið skrautsýning og öllu tjaldað til: Fangaráðið er að skreyta sig með stolnum fjöðrum jafnaðarstefn- unnar Mala Domestica . . . Allt er þetta gert af fullkomnum óheilindum og gegn betri vitund. En það blekkir engan. Þeir sem vilja vinnufrið fyrir skapandi póli- tík á grundvelli ábyrgrar jafnaðar- stefnu munu fyrr en síðar leita sam- starfs með skoðanabræðrum sínum innan Alþýðuflokksins, sem var, er og verður starfsvettvangur lýðræð- issinnaðra jafnaðarmanna í okkar þjóðfélagi. Það er sú sameining jafnaðarmanna sem er að gerast fyrir augum okkar í dag og lýsir sér í vexti og viðgangi Alþýðuflokksins þessi misserin. Þessi sameinaða jafnaðarmannahreyfing ætlar sér stóran hlut í íslenskum stjórnmál- um á næstu árum. Við fögnum að sjálfsögðu öllum nýjum liðsmönn- um í okkar hreyfingu. En óvina- fagnað viljum við engan í okkar röðum. Hingað til hefur þótt mátu- legt að menn uppskeriíins og þeir hafa til sáð. Klofnings- og sundr- ungariðja Alþýðubandalagsins og forvera þess í íslenskri pólitík á nú eftir að koma þeim sjálfum í koll. Það er þeirra heimilisböl — ekki okkar. Eldvarnareftirlit Reykjavíkurborgar: „Gildra er tæki sem dýr er ginnt í“ Vegna ummæla Eldvarnareftirlits Reykjavíkurborgar um Vesturbæj- arskóla í október s.l. óskaði Ragnar Júlíusson, formaður Skólamála- ráðs Reykjavíkurborgar, greinar- gerðar um eldvarnir í skólanum. Er sú beiðni dagsett 5. nóvember 1986. Tveimur dögum síðar, þann 7. nóvember 1986, kemur greinargerð- in um eldvarnir í Vesturbæjarskóla frá Eldvarnareftirliti Reykjavíkur- borgar. Undir hana skrifa Ásmund- ur J. Jóhannsson verkefnastjóri og Vilhjálmur Hjörleifsson eftirlits- maður. Greinargerðin er svohljóð- andi: Skólamálaráð Reykjavíkurborgar, hr. formaður, Ragnar Júlíusson, skólastjóri. Mál: Greinargerð um eldvarnir í Vesturbæjarskóla. Húsið nr. 23 við Öldugötu hér i borg, Vesturbæjarskóli, er timbur- hús tvær hæðir, hlaðinn kjallari og með portbyggðu risþaki. Til suðurs er útbygging ein hæð með skúrþaki. Grunnflötur efri hæðar er 130 m2 en neðri 140 m2 með útbyggingu. í húsinu eru þrjár stofur á hvorri hæð. í risi er aðstaða skólastjórnar. í kjallara snyrtingar. I húsinu er einn stigi milli hæða, niður í kjallara og upp í ris. Einn aðalútgangur er úr húsinu. Að auki er útgangur út á þak útbyggingar og þaðan er björgunarrenna úr segl- dúk niður á jörð. Þá eru björgunar — kaðlar festir innan við þrjá glugga í risi. Úr kjallara er sér út- gangur. Húsið er notað til kennslu yngri aldurshópa grunnskóla. Á efri hæð geta verið allt að 48 nemendur í einu, en á þeirri neðri 43 nemendur. Starfsmenn eru 15. í húsinu eru 3 stk. loftþrýst vatnsslökkvitæki. 1 stk. 3 kg. CO. — 1 stk. 90 x 90 sm slökkviteppi. 2 Ragnar Júlíusson stk. reykskynjarar. Sílogandi út- gönguljós og svo 3 stk. björgunar- kaðlar. Um langt árabil hafa verið haldn- ar árlegar rýmingaræfingar. Tím- inn sem hefur tekið að tæma húsið, hefur aldrei farið yfir 120 sekúndur, oftast verið rétt undir eða rétt yfir 100 sek. Tilgangur þessara æfinga er fyrst og fremst sá, að venja börn- in á rétt viðbrögð við skyndilegu hættuástandi í húsinu, svo og að hjálpa þeim að yfirvinna hugsan- lega hræðslukennd við rennibraut- ina. Einnig ef mistök koma í ljós við framkvæmd æfinganna verði þau leiðrétt svo þau endurtaki sig ekki, ef til alvörunnar kæmi. Samanlagður viðbragðs- og akst- urstími slökkviliðs að skólanum, frá því að aðstoðarbeiðni berst, er innan við 5 mínútur miðað við eðli- lega færð. Á þessum grunni er byggt það mat eldvarnaeftirlitsins, að hvorki nemendur eða starfsmenn skólans séu í sérstakri hættu vegna hugsan- legrar íkviknunar í húsinu, ella væri ekki kennsla leyfð þar. Eldvarnaeftirlit Reykjavíkur- borgar vill nota þetta tækifæri og koma á framfæri við skólamálaráð vegna fjölmiðlafréttaaf síðustu æf- ingu í skólanum, að þau ummæli sem höfð voru um húsið standast ekki. Það skal sérstaklega tekið fram, að reikningsstaðla um á hvern hátt skuli ákvarða brunahraða húsa, hefur ekki tekist að gera, því þar ráða svo margir óvissuþættir. Að lokum. Merking orðsins „gildra" er, tæki, sem dýr er ginnt í og það sleppur ekki úr aftur. Því er það fjarri lagi að kalla Vesturbæj- arskólann „eldgildru", hús sem hægt er að tæma með það miklum rýmingarhraða að rúmlega eitt barn fer út úr húsinu á sekúndu. Rýmingaræfingarnar eru þess vegna mikilvægasti þáttur eldvarna hússins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.