Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 12
12 Björn Friöfinnsson: Laugardagur 15. nóvember 1986 Neyöarhjálp og þróunarsamvinna „Viö höfum skyldu til þess að gæta bróöurokkarum leiö og viö erum sannanlega meö því að gæta eigin hagsmuna.“ Á þriðjudag hélt Brú, fé- lag áhugamanna um mál- efni þróunarlanda fund, þar sem fjallað var um efnið „Island í samfélagi ríkra þjóða og fátœkra“. — Á þessum fundi flutti Steingrímur Hermanns- son, forsœtisráðherra, er- indi, sem hann nefndi: „Hver getur hlutur ís- lands orðið í samfélagi þjóðanna“ Björn Frið- finnsson, stjórnarmaður í Rauða krossi Islands og Þróunarsamvinnustofnun Islands, fjallaði um efn- ið: „Neyðarhjálp og þró- unarsamvinna, og Gunn- ar G. Schram, alþingis- maður svaraði spurning- unni: „Er pólitískur vilji fyrir því að framfylgja samþykktum Sameinuðu þjóðanna og Alþingis um framlög til þróunar- landa?“ Síðan svöruðu nokkrir íslendingar, sem starfað hafa að þróunar- hjálp erlendis, spurning- unni: },Hvernig er að vera Islendingur í starfi í þróunarlandi?“ Þessi fundur var vel sóttur og þótti takast vel. Erindi Björns Friðfinns- sonar vakti athygli og hefur Alþýðublaðið feng- ið leyfi Björns til að birta það í heild: Árið 1796 eða fyrir 190 árum birtist í fyrsta sinn á prenti ritgerð eftir þáverandi biskup í Skálholti, Hannes Finnsson, en ritgerðin fjallaði um mannfækkun af hall- ærum á íslandi. Tilgangur bisk- upsins með samningu þessa merka ritverks kemur skýrt fram i upp- hafi þess. Hann vill stappa stálinu í landa sína eftir hörmungar und- angenginna ára eða eins og hann segir í 2. gr. ritgerðarinnar til að minnka víl hjá þeim, sem meina, að aldreigi hafi í fyrndinni verið svo harðt, sem í þeirra tíð, eður að þessara tíða harðindi séu svo stór, að landið geti aldrei komizt aptur til batnaðar. Hannes biskup segir í ritinu m.a. að „þó ísland sé hallæra- samt, þá er það samt eigi óbyggj- andi, þau góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu, lík og þó á vorri tíð hafi áfallið stórharðindi, þá hafa forfeður vorir, hvörja oss , er svo tamt að prísa miklu sælli en vér erum, haft aungu minni né færri harðæri að reyna, hefur landið þó þess á milli optast náð sér aptur, fæðt sín börn og fram- leidt margan merkismann. Ég rifja þetta upp hér til þess að minna á, að á dögum Hannes- ar biskups var ísland vanþróað landsvæði og hér bjó þjóð í neyð. Hér stunduðu menn landbúnað með verkmenningu járnaldar- manna, sjávarútvegur var rekinn við frumstæð kjör, heilbrigðis- þjónusta var nær engin og verzl- unarkjör landsmanna voru ákvörðuð af erlendum verzlunar- þjónum, sem fyrst og fremst áttu skyldum að gegna við erlent verzl- unarfyrirtæki, sem hafði einokun á íslandsverzlun. Innfluttar vörur hækkuðu því sífellt í verði meðan verð á innlendum afurðum stóð í stað eða féll. Styrjaldir komu oft í veg fyrir siglingar til landsins og varð af þeim sökum vöruskortur á verzlunarstöðum. Á íslandi stóð úrelt löggjöf einnig í vegi fyrir þétt- býlismyndun, sem orðið hafði kveikja framfara í öðrum löndum. ísland var því dæmigert vanþró- að land í skilningi okkar nútíma- manna. Hér ríkti neyðarástand En hér ríkti líka neyðarástand. Átjánda öldin var íslendingum mjög þung í skauti. Harðindi af völdum kulda og fiskleysis gengu yfir. Þúsundir manna létust úr bólusótt og öðrum farsóttum og síðast en ekki síst minnast menn móðuharðindanna af völdum eld- gossins mikla á Síðuafrétti 1783. Þjóðinni fækkaði og voru sumir málsmetandi menn farnir að ör- vænta um framtíð hennar. íslendingar stóðu ekki einir í þessu ástandi. ísland var eitt af landsvæðum hins viþlenda danska ríkis og þótt margt megi segja um samskipti annarra þegna þess og ís- lendinga, þá rann mönnum blóðið til skyldunnar og hingað barst hjálp, sem var rausnarleg miðað við aðstæður þess tíma. I fyrsta lagi var um að ræða neyð- arhjálp. Efnt var til söfnunar í Danaveldi og safnaðist talsvert fé. Fyrir hluta þess var keypt korn, sem sent var til landsins í því skyni að forða frekari hungursneið en af- gangur söfnunarfjárins var sendur hingað til lands í reiðufé. Af því var t.d. fjárhæð sú, sem Jón Stein- grímsson eldklerkur notaði til þess að festa kaup á selveiðinót, sem varð til þess að bjarga lífi fjölda Skaftfellinga. Af þessu urðu nokk- ur eftirmál eins og rakið er í ævi- sögu sr. Jóns. En stjórnvöldum á íslandi og i Kaupmannahöfn var ljóst að eitt- hvað fleira varð til að koma. Hér var þörf á aðgerðum til þess að þróa atvinnulíf á Islandi og bæta ástand þjóðarinnar, þannig að hún stæði jafnfætis öðrum þjóðum Dana- veldis. Að undangengnum atburðum, sem hér verða ekki raktir, var því gefin út konungleg auglýsing hinn 18. ág- úst 1786, sem við minnumst einkum vegna þess að með henni var einok- unarverzlunin afnumin, stofnaðir voru 6 kaupstaðir hér á landi og ákveðnar ýmsar aðgerðir í því skyni að koma fótunum undir íslendinga. Þótt enn yrði þjóðin og ríkið fyr- ir ýmsum áföllum á næstu áratug- um, sem töfðu fyrir framförum, er ljóst að þessar aðgerðir áttu veru- legan þátt í því að íslendingar réttu um síðir úr kútnum. Þótt við vær- um í raun þróunarland fram á þessa öld erum við nú í hópi þeirra þjóða, sem búa við bezt lífskjör á plánet- unni. Þó búum við í harðbýlu landi þar sem afkoma þjóðarinnar er við- kvæm fyrir ýmsum sveiflum í nátt- úrunnar ríki og hin skráða saga okkar ber vitni um þrotlausa bar- áttu forfeðranna við harðindi af völdum veðurfars eða hreyfinga jarðskorpunnar. Svo skall ólánið yfir Pláneta okkar, jörðin, er mis- jafnlega fallin til búsetu og víða býr fólk þar á mörkum hins byggilega. Svo er um fólk, sem býr á jörðum mikilla þurrkasvæða eða nærri slóð mikilla úrkomuveðra. Svo er um fólk, sem býr í hálendi, þar sem svalviðrið gnýr. Svo er líka um fólk, sem ekki fær að lifa lífi sínu í friði fyrir styrjöldum. Vissulega koma tímar, þar sem þarna er alla jafna lífvænlegt um að litast. Á löngum tímabilum, áratugum, heilum mannsöldum og jafnvel heilum öld- um lifði fólk lífi sínu, sér og eftir- komendum til nytja. Það ræktaði jörðina og gætti búsmala og hafði tíma til þess að gleðjast ríkulega með fjölskyldu sinni og nágrönnum við hátíðleg tækifæri. Mannlífið blómgaðist, akrar og kvikfénaður gáfu ríkulega af sér og fiskur og veiðidýr veittu gnægð góðrar fæðu. En svo skall ólánið yf- ir, Veðurfar versnaði, úrkoma brást eða flóð gengu yfir, veiðiskapur lagðist af. Atvinnulífið riðaði til falls og hungur svarf að. Hvernig skyldi nú bregðast við? Áttu menn að leita grænni lendna annars staðar meðan þrek entist? Áttu menn að reyna að þreyja þorrann og góuna og reyna að klóra í bakkann með því að skrapa næringu og eldsneyti af ör- dauða landi? Eða áttu menn að bíða dauða síns með stillingu, magnleysi og vonleysi hins lang- soltna manns? Andspænis þessum kostum hafa jarðarbúar oftsinnis staðið og standa enn. Það eykur á vandann hjá þeim þjóðum, sem nú þurfa að velja á milli slíkra kosta, að fólksfjölgun vanþróaðra samfélaga er nú örari en nokkru sinni fyrr. Jarðarbúar eru tvisvar sinnum fleiri en þeir voru fyrir hálfri öld og stutt er í að þeir verði þrisvar sinnum fleiri. Talsvert af aukningu jarðarbúa verður á þeim landssvæðum, sem eru á mörkum hins byggilega. Hin öra fólksfjölgun getur breytt gnægð í skort á skömmum tíma og upp á miklu minna er að hlaupa, þegar sveifiur í náttúrufari valda fram- leiðsluminnkun. En kemur okkur þetta eitthvað við? Ekki eigum við við offjölgun fólks að etja og við tökum ekki á okkur ábyrgð á ástandi mála í ný- frjálsum ríkjum Afríku eða á styrj- aldarhrjáðum landsvæðum Asíu. Getum við ekki einangrað okkur frá vandamálum annarra íbúa plán- etunnar og búið einir að okkar? Ég hygg að margir íslendingar telji, að við eigum ekki að skipta okkur af þessum vandamálum. Þar er um vanþekkingu og skilningsskort að ræða. Ég ætla hér ekki að flytja langt mál um samhengi okkar velferðar við lífskjör annarra jarðarbúa, en staðreyndin er sú, að við erum öll farþegar á sama geimfari, geimfar- inu Jörð, og enginn farþegi getur leitt hjá sér örbirgð annarra. Þar gildir einu hvort framangreindum spurningum er svarað út frá hag- fræðilegum, stjórnmálalegum, trú- fræðilegum eða siðfræðilegum grundvelli. Neyðarhjálp og þróunarsam- vinna eru samtvinnuð. Neyðarhjálp er skammtímalausn, þróunarsam- vinna er Iangtímalausn. Neyðar- hjálp án þróunarsamvinnu leysir í mörgum tilvikum ekki þann grund- vallarvanda, sem við er að etja og sem leiðir til upplausnar viðkom- andi samfélags. Þróunarsamvinna verður til lítils, ef þeir sem njóta eiga góðs af henni eru svo langt leiddir af hungri og sjúkdómum, að þeir geta ekki orðið aðilar að sam- vinnunni. Sleggjudómar Stundum heyrast sleggjudómar um neyðarhjálp. Menn segja að hún skapi ný vandamál og framlengi að- eins vanda, sem engin lausn sé á. Slíkt er mikil einföldun á stað- reyndum. Vissulega getur neyðar- hjálp skapað vandamál, ef hún er veitt án þess að sníða hana að að- stæðum. Gjafakorn getur valdið verðfalli á venjulegri matvælafram- leiðslu viðkomandi svæðis og hjálpargögn geta auðveldlega lent á svarta markaðnum fyrir tilstuðlan óprúttinna manna. En hjálpar- stofnanir hafa yfirleitt lært að var- ast þessar gryfjur og þær sam- tvinna jafnan neyðar- og þróunar- hjálp. Eftir að fyrsta stigi neyðarhjálpar er lokið, tekur þróunarstarfið við. Matvælaaðstoðin er notuð til þess að greiða fólki fyrir að búa í haginn fyrir framtíð sína, t.d. þess að gera áveitur eða flóðgarða, til þess að gróðursetja plöntur eða byggja var- anleg hýbýli og samfélagsstofnanir. Gjafakorn er selt til ágóða fyrir op- inbera sjóði til þess að unnt sé að reka skóla eða heilbrigðisstofnanir. Þetta á ferðamaður stundum erfitt með að skilja eins og t.d. íslenzki pilturinn, sem ritaði greinar frá Grænhöfðaeyjum á síðasta ári. Fyrir um það bil 15 árum síðan urðu flóð í Bangladesh hundruðum þús- unda að fjörtjóni, en þá reið flóð- alda í kjölfar fellibyls yfir óshólma við ströndina. Rauði krossinn fékk það verkefni að útdeila matvæla- gjöfum á þessu svæði og eftir’ að mestu höfmungarnar voru afstaðn- ar voru matvælin notuð til að greiða verkafólki fyrir gerð sér- stakra jarðvegshóla á láglendinu. Upp á hólunum var komið fyrir viðvörunarlúðri og húsi með neyð- arbirgðum matvæla til nota, næst þegar flóðbylgja gengi yfir. Þessir hólar hafa þegar bjargað miklum fjölda mannslífa og grafirnar sem urðu til við það að jarðvegur var numinn til gerðar hólanna, eru nú orðnar að tjörnum, þar sem íbúarn- ir rækta kínverskan vatnafisk til matar í stórum stíl. Neyðarhjálp getur þannig orðið upphafið að þróunarsamvinnu, en hún er aftur upphafið að varanlegri lausn á vandamálum þróunarríkj- anna. En í sumum tilvikum er neyðar- hjálp um skamman tíma nægileg. Vandinn líður hjá og það sem verð- mætast er — fólkið — hefur lifað af og er reiðubúið að hefja uppbygg- ingarstarfið. Sem dæmi um það má nefna að- stoðina við Ibo-fólkið í borgarstyrj- öldinni í Nígeríu fyrir hálfum öðr- um áratug, en þar lögðu Islending- ar m.a. talsvert að mörkum. Ibo- arnir lifðu af hörmungar styrjald- arinnar mcð aðstoð neyðarhjálpar- innar, en nú eru þeir á ný orðnir í fararbroddi í menningu og atvinnu- lífi í ríki sínu. Og ekki sakar að geta þess að þeir hafa á síðustu árum verið mikilvægir kaupendur ís- lenzkrar skreiðar og þar með sann- að mikilvægi þess fyrir efnahag okkar, að þjóðir þriðja heimsins nái sér efnahagslega á skrið. Ekki staðið við ályktun Alþingis íslenskar hjálparstofnanir hafa lagt talsvert fé fram til þróunarhjálpar, en meiru munar um framlög ís- lenzka ríkisins til þróunarsam- vinnu. Þróunarsamvinnan var í upphafi á vegum stjórnarnefndar, sem nefndist „Aðstoð Islands við þróunarlöndin", en með lögum frá árinu 1981 var sett á fót stofnun, sem nefnist Þróunarsamvinnu- stofnun íslands og á hún að hafa yf- irstjórn aðgerða á sviði þróunar- samvinnu við þróunarlöndin eins og nánar er tilgreint í lögunum. Jafnframt hefur Alþingi ályktað vorið 1985, að stefnt skuli að því, að fjárveitingar íslendinga til þróun- arsamvinnu nái því marki að nema 0,7% af þjóðarframleiðslu með reglubundinni aukningu framlaga næstu sjö árin, eins og stendur í ályktuninni. Ætlast er til að það sem á vantar í 1% af þjóðartekjum eða 0,3% af þjóðarframieiðslu komi frá hjálparstofnunum svo sem Rauða krossi íslands, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og fleiri aðil- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.