Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. nóvember 1986 15 Staðarvalsnefnd um álver: LÆKKUN - RETT FYRIR JOL! Vegna aukinnar sölu á BRAUN klukkum höfum við fengið verulega lækkun á jólasendingunni. Dæmi um lækkanir: Klukka sem kost- aði 1400 kostar nú 118(), klukka sem kostaði 1680 kostar nú 1280 og klukka sem kostaði 1980 kostar nú 1580. BRAUN klukka er tilvalin jólagjöf. Verslunin PFAFF Borgartúni 20, s. 26788 HLJOMBÆRI Jón Baldvin Framhald af bls. 7 Stefnan á að vera sú að boða ráð- deild í ríkisrekstri. Stefnan á að vera sú að koma með tillögur sem svara spurningum eins og þessum: Hvað á ríkið að vera að reka og hvað ekki? Nú bregður svo við að formaður flokksins og hinn ungi fjármálaráð- herra leggur hér fram fjárlagafrum- varp, að vísu á kosningaári, hefði ,átt að gera það í fyrra, sem er af því tagi að ginnungagapið milli hinnar yfirlýstu stefnu og veruleikans er orðið óþægilega breitt. Vonbrigðin eru alveg tvímælalaust sár, en þau eru auðvitað fyrst og fremst sár í röðum flokksmanna, í röðum ungra sjálfstæðismanna. í röðum þeirra sjálfstæðismanna er það dá- lítið alvörumál að sjálfstæðisstefn- an sé ekki höfð að háði og spotti, að menn snúi ekki baki við henni um leið og þeir koma inn í þingsalinn. Og síst af öllu er það við hæfi, þó að það sé skiljanlegt, mannlegt en ekki stórmannlegt, að hæstvirtur fjár- málaráðherra bregðist við alltaf eins og stunginn grís þegar honum er boðið upp á málefnalega um- ræðu, þegar lagðar eru fram vand- aðar tillögur, sem við gerum enn. Við boðum það. Við munum enn á ný leggja fram vandaðar tillögur, ekki bara um markmið, heldur um það hvernig eigi að ná þeim mark- miðum: Að gera fjárlögin rnark- tækari, að draga úr síþenslu ríkisút- gjalda, að fækka þeim ríkisstofn- unum, sem við mundum flokka undir velferðarkerfi fyrirtækja eða gæluverkefni framsóknarkerfisins. Af því að þetta er forsenda fyrir þeim tillögum okkar, að boða og helst að reyna að ná samstöðu, m.a. með sjálfstæðismönnum, um nýtt skattakerfi, sem væri einfalt, auð- skilið og réttlátt. Það er leiðinlegt, herra forseti, að þegar hæstvirtum fjármálaráð- herra er boðið upp á slíka umræðu þá skuli hann bregðast við eins og hann væri enn í stuttbuxnadeild Heimdallar. Kostnaður minnstur yið Vatnsleysuvík Staðarvalsnefnd hefur lokið skýrslu fyrir iðnaðarráðherra um staðarval fyrir álver. Meginniður- stöður nefndarinnar eru að stofn- kostnaður vegna áibræðslu yrði minnstur við Vatnsleysuvík, en kostnaður mestur við Dysnes. Munar þar 7—8% af áætluðum stofnkostnaði. Staðir þeir sem til athugunar komu voru, Helguvík, á Vogastapa, við Vatnsleysuvík, á Geldinganesi og við Dysnes í Arnarneshreppi. Að mati nefndarinnar koma allir þessir Karvel Framhald af bls. 11 síðan útdeilt af náð og miskunn að þeirra geðþótta. Hverju skilar sjálfstæði og hreinskiptni okkur Vestfirðingum? 1. Orlofið er komið heim, 130 milljónir sl. orlofsár. 2. Greiðslurnar í Atvinnuleysis- tryggingasjóð líka í ávöxtun heima. Þar eru líka tugir mill- jóna. 3. Sparimerkjapeningana líka heim í ávöxtun. Þar er líka um að ræða tugi milljóna. 4. Verði stofnaður einn lífeyris- réttindasjóður, sem auðvitað þarf, tryggjum þá að hann verður deildarskiptur og fjár- magnið ávaxtað þar sem það fellur til. Fylgjum þessu eftir, sýnum kjark, festu og framsýni. Snúum vörn í sókn. Hristum af okkur lognmolluna, sýnum hvað í okkur býr og berj- umst fyrir bættum hag Vestfirð- inga. Okkar er framtíðin ef við viljum og þorum að segja okkar meiningu og krefjast að tillit sé til okkar tek- ið. staðir til greina fyrir álbræðslu sem framleiði 130.000 tonn af áli á ári, nema Helguvík, vegna nálægðar við þéttbýli. ítarlegustu athugan- irnar fóru fram í Eyjafirði og beind- ust þær einkum að áhrifum loft- mengunar frá áliðju á landbúnað. Bent er á að slíkar athuganir þyrfti helst að gera líka á hinum stöðun- um með tilliti til veðurs og dreifingu loftmengunar. Staðarvalsnefnd bendir á að áður en endanleg ákvörðun verði tekin þurfi stjórnvöld að meta þá efna- hagslegu og félagslegu þætti sem takast á. Nefndin lítur svo á, að það sé ekki sérfræðinga að leggja end- anlegt mat á staðarvalið. Skýrsla þessi er lokaverkefni nefndarinnar, þar sem Albert Guð- mundsson tók þá ákvörðun að leggja hana niður að henni lokinni. Hjörleifur Guttormsson skipaði staðarvalsnefndina á sínum tíma. í fréttatilkynningu segir að verk nefndarinnar sé þó engan veginn unnin fyrir gýg, þar sem upplýsing- ar sem fram komi í skýrslunni geti nýst við ákvörðunartöku síðar, ef af verður. TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR LY A Rauður þríhymingur varar okkur við mÉUMFERÐAR lÍRÁÐ STGR. BYÐUR EINHVER BETUR? Umboðsmenn: HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfiröinga, Sería ísafirði, Kaupfélag Skagfiröinga Sauöórkróki, KEA Akureyri, Radíóröst Hafnarfiröi, J.L. húsiö Reykjavík, Radióver Húsavík, Skógar Egilsstööum, Kaupfélag Héraösbúa Egilsstööum, Myndbandaleiga Reyöarfjaröar, Djúpiö Djúpavogi, Búland Neskaupstaö, Hornabœr Hornafiröi, Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli, M.M.búöin Selfossi, Rás Þorlókshöfn, Rafeindaþjönusta Ómars Vestmannaeyjum, Fataval Keflavík,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.