Alþýðublaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 3. janúar 1987 'RITSTJQRNARGREIN’ Bókin, sem allir ættu að lesa Bók ársins 1986 og margra næstu ára kom ekki úr prentsmiðju fyrren á Þorláksmessu og komst því ekki á jólamarkaðinn. Þessi bók á vafalaust eftir að vekja jafnmikla athygli hér á landi og hún hefur gert í Bandaríkjunum, þar sem hún kom út fyrir nokkrum árum og varð margföld metsölubók. Þetta er hvorki skáld- saga né minningabók. Hún heitir því einfalda nafni „Undir áhrifum" goðsögnin og raunveru- leikinn um alkohólisma. r I þessari bókerlýst þeim byltingarkenndu nið- urstöðum, sem vísindamenn og læknar hafa verið að viðurkennaáallra síðustu árum, en al- menningur á íslandi hefur ekki haft aðgang að til þessa. Þessar niðurstöður eru þær, að alkohólismi sé í eðli sínu ekki sálrænn sjúk- dómur, heldur líkamlegur, og að áfengisneyt- endur geti greint það fljótt eftir að þeir byrja að neyta áfengis hvort þeir af Kffræðilegum ástæðum séu alkohólistar eða ekki. Þessi bók heitir á frummálinu „Under the Influence" og er eftir Bandarikjamennina James R. Milam og Katherine Ketcham. Bókin vakti gífurlega athygli þegar eftir að hún kom út, og er af flestum talin eitt merkasta framlag til fræðslu meðal almennings um áfengis- neyslu hin síðari ár. Alþýðublaðið gerir útkomu þessarar bókar að leiðaraefni vegna mikilvægis hennar I þá um- ræðu, sem ásérstað hérlandi um alkohólisma og afleiðingar hans. Það er ekki of djúpt tekið I árinni, þegar fullyrt er, að bókin eigi erindi til allra þeirra, sem komnireru til vits og ára, hvort sem þeir eru alkohólistar eða ekki. Þá er mjög athugandi hvort efni hennar i einhverju formi eigi ekki erindi inn í fræðslukerfið. Heiðurinn að útgáfu bókarinnareiga þau Örn Bjarnason, rithöfundur, Þorgerður Ásdís Jó- hannsdóttir, enskukennari, sem þýddu hana, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkra- stöðinni Vogi, sem veitti faglegar ráðleggingar. ísafold gefur bókina út. I formála segir Örn Bjarnson meðal annars: „Almenn fræðsla um sjúkdóminn alkohólisma ertiltöluleganý hérálandi.Ágætirlæknarhafa reyndar stundað alkohólista um áratugaskeið, en með misjöfnum árangri því að grundvallar- þekking á sjúkdómnum var lengi vel ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en íslendingar fóru að leita sér aðstoðar í Bandaríkjunum að virkileg- ur skriður komst á þau mál, sem lúta að „réttri" þekkingu á sjúkdómnum alkohólisma. Reynd- ar er það ekki fyrr en á allra síðustu árum að læknar almennt viðurkenna alkohólisma sem sjúkdóm.“ I bókinni „Undir áhrifum1' er rakið eðli sjúk- dómsins, þróun hans og einkenni. Þá er skýrt út hvernig þekkja megi sjúkdóminn á frumstigi hans. Þáer rakin sagarannsókna, sem tengjast sjúkdómnum, en megin niðurstaða þeirra er sú, að hérsé um líkamlegan sjúkdóm að ræða, en ekki sálrænan, tilfinningalegan eða menn- ingarlegan. Þegar gengið er út frá þeirri undir- stöðuhugmynd skýrist margt, sem áðurvirtist með öllu óútskýranlegt í fari virkra alkohólista. Alkohólismi á íslandi veldur árlega gífurlegu tjóni og þjáningum. Til sjúkdómsins má rekja ótrúlegan fjölda kvilla, sem auka útgjöld til heilbrigðismála um tugi og hundruð milljóna króna. Þrátt fyrir það hefur ekki átt sér stað sú opinskáaog hreinskilna umræða um sjúkdóm- inn, sem er nauðsynleg til að hverfa megi frá þeim þversögnum, er koma ávallt fram hér á landi í afstöðunni til alkohólisma. Bókin „Undir áhrifum" verður tvímælalaust eitt gildasta innlegg í þessa umræðu, sem kostur hefur verið á til þessa. Alþýðublaðið hveturtil þess að sem fiestir lesi bókina. Hún er hafsjór af fróðleik og veitir mönnum tæki- færi til að skilja alkohólisma nýjum skilningi, sem ekki er vanþörf á. Sýning á vegum Þj óðskj alasafns — minnst 5 kaupstaða Með auglýsingu 18. ágúst 1786 veitti konungur 6 höfnum á íslandi kaupstaðarrétt. Þetta voru Reykja- vík, Grundarfjörður, ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vest- mannaeyjar. Þjóðskjalasafn íslands minntist tveggja alda afmælis Reykjavíkur s.l. sumar með því að hafa til sýnis ýmis skjalagögn frá fyrstu árum kaupstaðarins. Það þykir við eiga að gera hinum kaupstöðunum fimm skil á sama hátt, þótt rúmleysi setji þröngar skorður i því efni. Þeir áttu sér mis- langa sögu. Vestmannaeyjar og Grundarfjörður misstu kaupstað- arréttindin 1807. Grundarfjörður Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti iauna- skýrsina o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1987 vegna greiðslna á árinu 1986, ver- ið ákveðinn sem hér segir: I. Til og með 20. janúar 1987: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtaln- ingsblaði. II. Til og með 20. febrúar 1987: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtaln- ingsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalnings- blaði. III. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1987, sbr. 1.—4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eðaafnot af lausafé, fasteignum og fast- eignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-iiðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helm- ingur greiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. ti. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt á umræddum greiðslumið- um.) Reykjavík 1. janúar 1987 Ríkisskattstjóri. varð síðan aftur kaupstaður 1816, en Isafjörður felldur niður. Árið 1836 voru þrír kaupstaðir, Grund- arfjörður, Akureyri og Eskifjörður sviptir réttindum sínum, og var þá Reykjavík ein eftir af hópnum. Grundarfjörður komst aldrei í tölu kaupstaða eftir 1836. En hinir bæirnir fengu aftur réttindi sín: Akureyri 1862, ísafjörður 1866, Vestmannaeyjar 1918 og Eskifjörð- ur 1974. í sýningakössum í anddyri Safnahússins má sjá nokkur skjala- gögn frá fyrstu 5 árum kaupstað- anna. íbúar þar voru þá eingöngu kaupmenn og verzlunarþjónar og örfáir iðnaðarmenn, einkum tré- smiðir eða beykjar, enda buðust kaupstaðabúum ýmis fríðindi. Af sóknarmannatölum má sjá nöfn og aldur fyrstu íbúanna á hverjum stað nema úr Vestmanna- eyjum og ekki fyrr en 1790 frá ísa- firði, og af prestsþjónustubókum sést hvaða börn hafa fyrst séð dags- ins ljós og hverjir dáið hafa fyrstir. Annað sýningarefni hefur orðið að takmarka vegna rúmleysis. Þó má nefna búnaðarskýrslu úr Vest- mannaeyjum, þar sem í Ijós kemur, hver búfjáreign manna var þar árið 1787, og mat á verzlunareignum á Akureyri 1788. Loks hefur verið komið fyrir á veggjum nokkrum uppdráttum af kaupstaðalóðunum og umhverfi þeirra. Gunnar Sveinsson skjalavörður setti sýninguna upp. Happdrætti Aiþýðufiokksins Dregið var I Happdrætti Al- þýðuflokksins hjá borgar- fógeta 11. des. 1986. Upp komu eftirtalin númer. 1. 14727 4. 13682 2. 10426 5. 9171 3. 3584 6. 17328 Vinninga skal vitja á Skrif- stofu Alþýðuflokksins Hverf- isgötu 8—10. Slmi 29244. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin ilUE™*" Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara í eðlisfræði vantar að skólanum á vorönn 1987, í fullt starf eða hlutastarf. Upplýsingar I skólanum. Rektor. NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ Náttúruverndarráð auglýsir námskeið í náttúruvernd. Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn ( nátt- úruvernd á íslandi, þjálfaþað til að hafaeftirlit meðfrið- lýstum svæðum og fræða fólk um náttúru landsins. Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára og hafa staðgóða framhaldsmenntun. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Þátttaka í námskeiði sem þessu er skilyrði fyrir ráðn- ingu til landvörslustarfa á vegum Náttúrverndarráðs, en tryggir þátttakendum þó ekki slik störf. Námskeiðið verður haldið ( Reykjavlk og þjóðgarðinum I Skaftafelli og fer fram eftirfarandi daga: 20., 21. og 22. febrúar, 13., 14. og 15. mars, 3., 4. og 5. apríl í Reykjavík og 30. apríl—3. maí I Skaftafelli. Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og slma, er greina frá menntun, aldri, störfum, áhugamálum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavlk, fyrir 20. jan. 1987. Ritari Utanríkisráöuneytiö óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráð- um íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. Utanríkisráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.