Alþýðublaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 1
alþýðu
m
Laugardagur 3. janúar 1987
1. tbl. 68. árg.
Freðfiskmarkaðirnir:
„Hangir á
bláþræði“
— sagði Sigurður Markús-
son framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins. — Birgðir hafa
aldrei verið eins naumar.
Sjómannaverkfall um-
fram sjö daga gæti stór-
skaðað markaðina.
„Birgðir hafa aldrei verið eins
naumar og núna og það er stór
hætta á ferðum. — Svona staða
hefur aldrei komið upp áður, en ég
tel að allt umfram viku stöðvun sé
stórkostlega alvarlegt, og ógerning-
ur að gera sér grein fyrir afleiðing-
unurn," sagði Sigurður Markússon
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambandsins í samtali við
Alþýðublaðið í gær. „Það er óhætt
að segja að þetta hangir á blá-
þræði,“ sagði Sigurður.
Guðmundur H. Garðarson fram-
kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna sagði að birgðir
hefðu ekki verið minni svo menn
muni. Hann sagði að í það heila
væri talið að birgðir S.H. væru um
5—6000 tonn. Guðmundur sagði
að eðlilegar birgðir hjá þeim væru
taldar um 11—13 þúsund tonn.
Getur þessi jólasveinn heitið nokkuð annað en Stúfur?
„Brjótum múrinnt(
Fundarherferð
á Austfjörðum
Þeir Guðmundur Einarsson, alþingismaður, og Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hófu fundaherferð um
Austfirði í gær undir kjörorðinu: „Brjótum múrinn“, sem vísar til
þess, að Alþýðuflokkurinn keppir nú að því að fá þingmann kjörinn
í Austfjarðarkjördæmi, en þar hefur flokkurinn ekki átt þingmann
í um aldarfjórðung.
Fundaherferðin hófst á Vopnafirði í gær, en næstu daga verða
fundir sem hér segir:
Laugardaginn 3. janúar: Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 14:30.
Félagslundur á Reyðarfirði kl. 17:30.
Sunnudagurinn4. janúar: Egilsbúð I Neskaupstaö kl. 14:00.
Valhöll á Eskifirði kl. 17:00.
Mánudagurinn 5. janúar: Herðubreið á Seyöisfirði kl. 21:00.
Þriðjudagurinn 6. janúar: Fáskrúðsfjörður, Breiðdalsvlk og
Stöðvarfjörður. Fundarstaðir auglýstir síðar.
Miðvikudagurinn 7. janúar: Djúpavik kl. 17:00 og Höfn í
Hornafiröi kl. 21:00. Fundarstaðir auglýstir slðar.
Lúra V Júlíusdóttir hjá A.S.Í.:
„Hækkanirnar
áhyggjuefniu
— sérstaklega svo fljótt eftir samninga-
gerðina
„Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
sem gefin var í samningunum, gekk
út á það að hækkun opinberrar
þjónustu verði haldið innan marka
almennra launahækkana á árinu.
Hitt er rétt að hver og ein svona
hækkun hún mælist reyndar ekki
mikið í vísitöiu, þannig að það er
mjög erfitt að fullyrða um það
hvort þessar hækkanir sem talað er
um núna hjá Hitaveitunni og
Landsvirkjun komi til með að
mæla eitthvað umfram almennar
hækkanir,“ sagði Lára V. Júlíus-
dóttir í samtali við Alþýðublaðið í
gær.
„En þegar fleiri slíkar hækkanir
leggjast saman og þetta fer að verða
almenn regla yfir alla línuna, þá fer
þetta að mælast alvarlegar inn í
vísitöluna og það er aðaláhyggju-
efnið, sem við stöndum frammi fyr-
ir núna. Þá kemur skriðan á eftir,
— Póstur og sími og fleiri slík fyrir-
tæki. Það er fyrst og fremst
áhyggjuefniðþ sagði Lára V. Júlíus-
dóttir, lögfræðingur hjá A.S.Í.
Siómannaverkfallið:
Bráöabirgðalög
veröa ekki sett
„Engin ástœða til að œtla annað en sjómenn og útvegs-
menn séu fullfœrir til að Ijúka málum sjálfirf sagði
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
„Ég vil helst ekki hugsa út í það,
hvaða afleiðingar sjómannaverk-
fallið hefur ef það dregst á langinn.
Ég held það séu góðar vonir um að
það leysist um helgina og því best að
geyma allar yfirlýsingar fram yfir
helgi,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali við
Alþýðublaðið í gær aðspurður um
sjómannaverkfalliö og afleiðingar
þess. „Hér er um frjálsa samninga
milli aðila að ræða og þeir verða að
Ijúka þeim,“ sagði ráðherra.
„Nei, það tel ég alls ekki. Slika
hluti gera menn ekki nema það sé
algjörlega útilokað að fá lausn í mál
og það hafi skapast mjög slæmt
ástand. Ég held að það sé engin
ástæða til að ætla annað en sjó-
menn og útvegsmenn séu fullfærir
um að ljúka málum sjálfirþ sagði
Halldór þegar hann var spurður
hvort til greina kæmi að setja
bráðabirgðalög sem bönnuðu verk-
fallið.
„Jú birgðir eru í algjöru lágmarki
og ef ekki verður hægt að afhenda
fisk á markaðina þá er það alvar-
legra mál en hægt er að gera sér
grein fyrirþ sagði Halldór. I samtali
við Alþýðublaðið á gamlaársdag
sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri
Sambandsins að ef menn sinntu
ekki mörkuðunum núna yrði stór
hætta því samfara í nútíð og fram-
tíð. Hann sagði einnig, að mörg
frystihúsa Sambandsins ættu mjög
miklum erfiðleikum og gæti stöðv-
un haft ófyrirsjáanlegar afleiðing-
ar.
N eyðarþj ónustu
sinnt kauplaust
Meinatæknar sem hættu störf-
um á Borgarspitalanum um áramót
sinna þar nú aðeins neyðarþjónustu
og skipta með sér sex tíma vöktum
auk bakvakta. Þetta gera þær án
kröfu um þóknun.
„Landlæknir fór fram á þetta við
okkur. Embættið telur að neyöar-
þjónustu sé ekki sinnt á Borgarspít-
alanum nema þar sé veitt sama
þjónusta og á stórhátíðardögum.
Við skipulögöum því þessar vaktir í
fimm daga,“ sagði Valborg Þor-
leifsdóttir meinatæknir í samtali
við Alþýðublaðið i gær. Deila
meinatækna og borgaryfirvalda
virðist nú í algjörum hnút og hafa
engar viðræður átt sér stað eftir að
meinatæknar gengu út um áramót.
Gísli lést á
gamlársdag
Gísli bóndi Gíslason, sem allir
landsmenn þekktu eftir Stikluþætti
Ómars Ragnarssonar, lést á sjúkra-
húsinu á Patreksfirði á gamlársdag.
Gísli var fæddur á Uppsölum þann
29. október 1908 og var því 78 ára
gamall þegar hann lést. Hann bjó
alla sína tíð á Uppsölum og stund-
aði þar fjárbúskap. Gísli var
ókvæntur og barnlaus.
„Við höfðum tekið þá afstöðu,
að við vildum ekki vinna þessa
vinnu fyrir það kaup sem boðið
hefur verið. Þess vegna sögðum við
upp fyrir hálfu ári síðan. Viðræður
um okkar kröfur hafa engar orðið.
Okkur hefur einungis verið boðið
að ef við drægjum uppsagnirnar til
baka fengjum við þessa umtöluðu
2ja launaflokka hækkun sem
meinatæknar á Landspítalanum
fenguþ sagði Valborg meinatæknir,
en hún er ein af þeim sem hættu
störfum á Borgarspítalanum um
áramót. Valborg sagði að kröfur
þeirra væru síður en svo eitthvað sér
á báti. Kjarasamningar meina-
tækna hjá ríkinu eru lausir og sagð-
ist hún reikna með að þar yrðu
lagðar fram hliðstæðar kröfur.
Deilurnar standa um 45% áhættu-
álag og 16 daga vetrarfrí.
Af þeim 39 meinatæknum sem
hættu störfum hafa 6 þegar hafið
störf annars staðar. Valborg sagði
að ef mál þetta tefðist frekar gæti
orðið erfitt að manna allar stöður.
Um hríð hefur spítalinn einnig ver-
ið undirmannaður og álag mikið á
þeim meinatæknum sem þar hafa
starfað. Stéttin er fámenn og ásókn
í deildina í Tæltniskólanum hefur
verið dræm. Þánnig hófu aðeins
tólf nám í haust en yfirleitt hefur
þurft að synja umsóknum. 16—17
hafa venjulega verið teknir inn, en
Davíð Oddsson
fyrir þremur árum voru umsækj-
endur t.d. 60.
Borgarstjóri hefur þótt sýna Iitla
sáttaviðleitni í þessu máli. Þannig
neitaði hann t.d. að taka boði
meinatækna þegar þeir vildu fresta
uppsögnum sínum í desember
vegna sérkennilegrar stöðu spítal-
ans þá, eins og öllum ætti að vera
kunnugt. Borgarstjóri sagði að ekki
væri hægt að fresta uppsögnunum
frekar og vitnaði í því sanrbandi til
lagalegs álits. Málið er því í sama
hnút sem fyrr og engar viðræður
eiga sér stað.
Alþýðuflokkurinn
opnar kosningamiðstöð
Alþýðuflokkurinn hefur nú opnað kosningamiðstöð
vegna væntanlegra Alþingiskosninga. Kosningamiðstöðin er
í Síðumúla 12 (Blaðaprentshúsinu) 2. hæð og verður hún op-
in alla daga frá klukkan 13:00 til 19:00. Síminn er 689370.
Stjórnandi kosningamiðstöðvarinnar verður Ámundi
Ámundason.