Alþýðublaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 7. janúar 1987 -RITSTJORNÁBGREIN Að sverja af sér nýfrjálshyggjuna IMú eru stuðningsmenn rikisstjórnarinnar í blóðspreng að sverja af sér nýfrjálshyggjuna, hina óheftu markaðsstefnu. Sjáifur forsætis- ráðherra er kominn í kosningaham og sver og sárt við leggur að Framsóknarflokkurinn eigi enga sök á áhrifum nýfrjálshyggjunnar á rekst- ur þjóðarbúsins. Þetta gerir hann í vænni ára- mótagrein, sem birtist í Tímanum á gamlárs- dag. Forsætisráðherra virðist hins vegar hafa gleymt því, að hann erverkstjóri ríkisstjórnar- innarog æðsti maðurhennar. Hann detturlíka í forarpytt í áramótagreininni, þegar hann seg- ir: „Frjálshyggjumenn fengu því komið til leið- ar, að hámarksvextir voru ekki ákveðnir. Afleið- ingarnar eru komnar fram. Hæstiréttur hefur nú dæmt, að þar með hafi okur orðið löglegt." Forsætisráðherra talar eins og hann sé með öllu valdalaus, og geti engin áhrif haft á stefnu nýfrjálshyggjumanna í stjórnkerfinu. Þetta er ekki mannborleg afsökun. Sannleikurinn er sá, að framsóknarmenn í ríkisstjórn bera fulla ábyrgð á afleiðingum nýfrjálshyggjunnar, ekki baraívaxtamálum, helduráöllumsviðum þjóð- lífsins. Þeir bera eins mikia ábyrgð og sjálf- stæðismenn á aðför nýfrjálshyggjunnar gegn velferðarkerfinu, og jafnvel meiri, því þeir fara með verkstjórn i ríkisstjórninni. Það er tilgangslaust fyrir Framsókn nú rétt fyrir kosningar að sverja af sér afleiðingar þeirrar stefnu, sem þeir hafa lagt blessun sína yfir. Þeim nægir ekki að koma með stórorðar yfirlýsingar eftir að hafa látið verkin tala i tæp fjögur ár. í leiðurum Alþýðublaðsins hefur því löngum verið haldið fram, að í samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar kristölluðust mestu íhalds- og afturhaldsöfl, sem til væru með þjóðinni. Það hefur nú sannast enn á ný og opinberast í rugli postula nýfrjálshyggjunn- ar. Alþýðuflokkurinn hefur látlaust varað við af- leiðingum hinnaróheftu markaðshyggju, sem leggur peningalegt mat á alla þætti þjóðlífs- ins; jafnvel hamingjuna og sálir manna. Allt er falt fyrir fé, öllu skal stjórnað eftir lögmálum auðhyggjunnar. Börn, sjúkir, aldraðirog fátæk- ireru réttlausir, — rétturinntil lífsinsog góðrar afkomu skal vera hjá fjármagnseigendum. Hinn sterki blivur. IVI argir heiðvirðir sjálfstæðismenn hafa mikl- ar áhyggjuraf áhrifum nýfrjálshyggjugauranna i flokknum. Þetta kemur m.a. skýrt fram i bók Sigurlaugar Bjarnadóttur, fyrrum þingmanns flokksins, „Með storminn í fangið". Hún skefur ekkert utan af hlutunum, þegar hún fjallar um þetta fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Sigurlaug segir m.a.: „Réttnefni „frjálshyggj- unnar“ er markaðshyggja, sem gengur fram með þrönga og brenglaða frelsishugsjón að vopni. Frelsi hennar er fyrst og fremst frelsi hins óhefta sjálfsstýrða markaðskerfis, er jafn- að er við einskonar guðlega forsjón, sem er undanþegin mannlegri og siðferðislegri ábyrgð. Hún þýðirfrelsi og rétttil hins sterkatil aðtraðkaáhinumveikaí miskunnarlausri sam- keppni, meira í ætt við lögmál dýraríkisins og líffræðikenningu Darwins þar að lútandi, held- ur en samfélag siðaðra manna, byggt á hug- sjónum menntunar og mannúðar." Sigurlaug hefurfleiri orð um þessa botnlausu hagfræðikenningu, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tileiknað sér og Framsókn samþykkt með þögninni og aðgerðarleysinu, þartil nú að kjördagur er í sjónmáli. — Sigurlaug segir orð- rétt: „Engum ætti heldur að dyljast að þessi al- ræðishugmynd markaðshyggjunnar samrým- ist ekki kærleiksboðskap og bræðralagshug- sjón kristinnar trúar.“ Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar ættu að hugleiðaþessi orð Sigurlaugarog takaafstöðu til nýfrjálshyggjunnar samkvæmt þeim. Ungar kondórsins eru ósjálfbjarga í tvö ár. Eiga þeir aðfá að deyja „með sœmd“. Kondórinn uð makindalegir, a.m.k. er það álit þeirra sem vilja að þeir haldi frelsi sínu óheftu, í þeirri borgarastyrjöld sem fuglavinir Norður-Ameríku heyja innbyrðis. Stjórn NAS getur með engu móti sætt sig við þær aðferðir sem Wallace og félagar hans nota til að bjarga stofninum frá útrýmingu. Ef þrír síðustu fuglarnir yrðu hand- samaðir væri hægt að koma í veg fyrir frekari afföll og fuglunum myndi fjölga örar en ella. Verið er að útbúa 215 ferkíló- metra friðað svæði sem á að verða framtíðaraðsetur fullvaxinna fugla. Þar verða þeir vandir á reglulegar máltíðir, en verða að öðru leyti frjálsir. Svo lengi sem NAS berst fyrir frelsi þeirra þriggja fugla sem enn lifa villtir, verða þeir ekki teknir þaðan. Samtökin hafa fengið því framgengt að dómur var upp kveð- inn fyrir dómstóli í Kalíforníu, sem bannaði að við þeim yrði hróflað. En þeir eru eftir sem áður í hættu vegna eitrunar í kjöti og berskjald- aðir fyrir kúlum veiðimanna. Og það sem verst er af öllu. Þeir eru dæmdir til ævilangrar einveru og hafa enga möguleika á að fjölga sér. Þeir eru nefnilega allir karlkyns. Fiskvinnsluskóli Tilboð óskast í að fullgera verknámshús fyrir Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði að innan. Húsið er fullfrágengið að utan og allt einangrað. Verk- taki skal setja upp innveggi og hengiloft, smlðainnrétt- ingar og fullgera lagnakerfi, mála og ganga frá gólfum. Verkinu skal skila i þrennu lagi, fyrsta hluta 1. ágúst 1987, öðrum hluta 1. mars 1988 og öllu verkinu skal lok- iö 15. júnl 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatiyggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. janú- ar 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS Borgartuni 7. sími 25844 Ný námskeið ættfræðiþjónustunnar Brátt hefjast ný ættfræðinám- skeið í Reykjavík á vegum Ætt- fræðiþjónustunnar. Markmið námskeiðanna er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttusemi, með notkun aðgengilegra heimilda. Boðið verður upp á átta vikna grunnnámskeið, eins og þau sem haldin voru fyrir sjö námshópa á fyrri hluta vetrar, og einnig 4—5 vikna framhaldsnámskeið. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður í hverjum hóp. Gera má ráð fyrir, að fyrsu námskeiðin hefjist í næstu viku. Skráning fer fram hjá for- Slysavarnarfélag íslands: Skýrsla um banaslys Slysavarnarfélag íslands hefur gefið út skýrslu um banaslys á árun- um 1986 og 1985. Þar kemur fram að sjóslys og drukknanir voru sam- tals 26 árið 1986 og 14 árið 1985. Umferðarslys voru 24 árið 1986 og einnig 1985. Flugslys urðu 8 árið 1986 en ekk- ert 1985. Önnur banaslys ýmisurðu 13 ár- ið 1986 og einnig 13 árið 1985. Samtals urðu því banaslys 71 árið 1986 og 51 árið 1985. /-----------------------\ Ferðti stundum á hausinn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkusiysum. Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellkaldur/köld". Heimsæktu skósmiðinn! yu^FHtDAR stöðumanni í síma 27101. Kennslan fer að hluta fram í fyr- irlestrum, en umfram allt í rann- sóknum frumheimilda um ættir þátttakenda sjálfra. Leiðbeint verð- ur um ættfræðileg vinnubrögð, heimildirnar, gildi þeirra og með- ferð, hjálpargreinar ættfræðinnar, aðferðir við samantekt ættartölu og niðjatals, uppsetningu o.s.frv. Eru þátttakendum útveguð þau frum- gögn, sem til þarf, s.s. ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðr- ar leiðbeiningar. Gagnasafn og tækjabúnaður Ættfræðiþjónust- unnar hefur verið stóraukinn síðan í haust, og í ráði er að hefja útgáfu ættfræðiverka á þessu ári. Laus staða í lagadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar dós- entsstaða í lögfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknirásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmíðarog rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,150 Reykjavík, og skulu þærhafa borist fyrir 30. janúar n.k. Menntamálaráðuneytið, 2. janúar 1987. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla íslands, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 77/1979. Dósentsstaða i almennri handlæknisfræði dósentsstaða í barnasjúkdómafræði dósentsstaða í brjóstholsskurðlækningum tvær dósentsstöður í klinískri handlæknisfræði dósentsstaða í líffærameinafræði lektorsstaða í félagslæknisfræði lektorsstaða i heilbrigðisfræði lektorsstaða i heimilislækningum. Gert er ráð fyrir að stöður þessar verði veittar til fimm árafrá 1. júli 1987 að telja. Að því ervarðardósentsstöð- urnar I kllnlskri handlæknisfræði er gert ráð fyrir að önnur tengist sérfræðingsstöðu við handlæknisdeild Landspltalans en hin sérfræðingsstöðu við handlækn- isdeild Landakotsspitala. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmfðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 30. janúar n.k. Auglýsing þessi kemur f stað fyrri auglýsingar um sömu stöður, dags. 15. desember 1986. Menntamálaráðuneytið, 2. janúar 1987.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.