Alþýðublaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. janúar 1987
3
Við höldum áfram
að hugsa, Þórunn
Þjóðleikhúsið sýnir:
í smásjá
eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur
Leikstjóri: Þórhallur Sig-
urðsson
Leikmynd og búningar:
Gerla
Tónlist: Árni Harðarson
Lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsson
Þegar ég var lítil, var ég með
„plattfót“ (m.ö.o. flatfót), og var
send í æfingar í íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar á Lindargötunni.
Þar hittust öll „gölluð“ börn
Reykjavíkur þeirra ára. Jón Þor-
steinsson var elskulegur maður með
fallegt bros. Hann var ekki aðeins
barngóður, heldur unni hann líka
fögrum listum. Hann átti t.d. eitt
stærsta safn Kjarvalsmálverka allra
íslendinga. Hann sótti enn fremur
hverja einustu leiksýningu í muster-
inu handan götunnar.
Og mikið held ég, að það hefði
glatt hans stóra hjarta að fá að upp-
lifa breytingarnar, sem nú hafa orð-
ið á húsinu, sem hann starfaði í og
bjó ásamt fjölskyldu sinni. Æfinga-
salurinn orðinn að notalegu leik-
húsi með sætum fyrir u.þ.b. hundr-
að manns.
Svona lítill salur, þar sem gestir
sitja í návígi við leikendurna, gefur
Þjóðleikhúsinu óneitanlega meiri
vídd. Þetta svið opnar ungum höf-
undum nýjar leiðir. Þarna má gera
tilraunir án of mikillar fjárhags-
áhættu. Verður svo sannarlega
gaman að sjá, hverju fram vindur,
einkum þar sem íslenzk verk tróna
efst í nánustu framtíð.
Það var skrýtið að upplifa blá-
kaldan veruleika undir Smásjánni
hennar Þórunnar eftir glennur og
gálgahúmor Moliéres nokkrum
kvöldum fyrr á stóra sviðinu.
Kuldalegt og fráhrindandi um-
hverfi, vanrækt og sjálfri sér ónóg
eiginkona, metnaðarsjúkur eigin-
maður. Saga úr daglega lífinu,
ófegruð, raunveruleg. Manni dettur
í hug ’68 kynslóðin. Kynslóð, sem
átti sér stóra drauma, en dagar uppi
í ófullnægju velferðaræðisins!
Leikritið segir frá tvennum hjón-
um, skólafélögum, sem öll höfðu
ætlað sér að verða læknar. Þegar
hér er komið sögu, tuttugu árum
seinna, eru þrjú þeirra starfandi
Iæknar, en Dúna hafði hætt námi
eftir fyrsta árið. „Það fór ekki sam-
an að vera með barn á brjósti og
stunda jafnframt nám í læknis-
fræðiþ segir hún. Hin konan, Hild-
ur, er hins vegar orðin aðstoðaryfir-
læknir. Hún hafði líka eignazt
barn, en barnið dó. Það varð til
þess, að hún sökkti sér niður í nám-
ið og gleymdi öllu öðru. Þannig er
það barnið, sem skapar báðum
þessum konum örlög og beinir
þeim inn á sína hvora brautina. (Og
það jafnvel þó að þær séu af ’68
kynslóðinni!)
Leikari, sem skrifar verk til flutn-
ings á sviði, hefur það óneitanlega
fram yfir aðra höfunda, að hann
gjörþekkir miðilinn og möguleika
hans. Þessi þekking nýtist Þórunni
mjög vel. Samtölin eru einkar þægi-
leg og eðlileg. Uppbyggingin hröð
og jöfn. Ekkert truflar augað eða
hrífur burt frá raunveruleikanum.
Þórunn beitir hefðbundnum að-
ferðum við byggingu verksins (með
nútímaívafi þó — tónlist og mynd-
band boðar stemmninguna hverju
sinni). Persónureru kynntar. Þaðer
Ieitast við að vekja áhuga og samúð
með örlögum þessa fólks. Ovænt
atvik verður til þess, að sagan tekur
nýja stefnu, en að lokum greiðist úr
flækjunni. Allir geta horft fram til
bjartari tíma.
Það var skynsamlegt, eins og
Þórunn segir reyndar sjálf í leik-
skránni (sem er bæði smekkleg og
vönduð), að setja verkið í hendur
öörum leikstjóra en höfundi sjálf-
um. Margir höfundar hafa eyðilagt
verk sin með þvi að færa þau upp
sjálfir, því að, eins og Þórunn segir:
„þá sviptir maður sig um leið sínum
fyrsta og besta gagnrýnanda"
Engu að síður finnst mér, að Þór-
hallur hefði mátt vera aðgangs-
harðari með skærin. Það hefði að
ósekju mátt stytta leikritið veru-
lega. Fyrri hlutinn er allt of lang-
dreginn. Áhuginn og forvitnin um
þetta fólk er ekki vakin fyrr en fer
að líða á seinni hlutann. Það gerist
í rauninni mjög skyndilega. Bjarni
prófessor, þessi alfullkomni fyrir-
myndarlæknir, sem birtist öðru
hverju á heimili sínu eins og gestur
og kveður konu sína þurrum kossi
með ferðatöskur í báðum höndum,
brotnar skyndilega saman fyrir
framan sjónvarpsvélarnar, frammi
fyrir alþjóð. Eftir það verða
straumhvörf í leikritinu. Áhorfand-
inn fyllist samúð og hlustar vand-
lega eftir hverju orði. Hvað verður
um þetta fólk? Þegar allt virðist
dauðadæmt, kviknar vonin á ný.
Lifið heldur áfram. Endirinn er
kannski fullgóður, fullrómantísk-
ur, til þess að falla inn í hina raun-
köldu umgerð verksins. En hvað um
það. Við viljum, að sögur fái góðan
endi.
Það var engu líkara en Anna
Kristín Arngrímsdóttir væri enn á
frumsýningu að Ieita að persónu
Dúnu, hinnar ófullnægðu eigin-
konu. Hún dró upp svo kalda,
þjösnalega og fráhrindandi mynd,
að hún náði ekki samúð áhorfenda.
Hins vegar náði leikur hennar meiri
festu eftir því sem á Ieið. Persónan
varð margslungnari og „sympatísk-
ari“. Og í lokin átti hún hug okkar
allan.
Sama verður sagt um Arnar
Jónsson í hlutverki Bjarna læknis.
Hann lék af tæknilegum yfirburð-
um eins og endranær, en það var
ekki fyrr en við sjáum inn í kviku,
sjáum hans innri mann, að við lát-
um heillast af alhug. Umskiptin
sýndi Arnar snilldarvel, og ég er
ekki frá því, að hann hafi unnið eft-
irminnilegan leiksigur þetta kvöld.
Sigurður Skúlason og Ragnheið-
ur Steindórsdóttir í hlutverkum
vinahjónanna eru ekki eins skýr frá
höfundarins hendi og standa eilítið
í skugganum af aðalpersónunum.
Engu að síður áttu þau bæði mjög
góða spretti. Sigurður skapar þægi-
legt jafnvægi á milli hins milda og
harða strax frá upphafi og lýsir vel
þessum góða en veiklundaða dreng.
Ragnheiður spilar á fáa strengi, en
sýnir frábæran leik undir lokin. Er
ég þá sérstaklega með í huga upp-
gjörið á milli kvennanna á sjúkra-
beði Dúnu.
Eins og ég sagði í upphafi var
umgerð Gerlu hörð og köld, en hins
vegar sýndu íburðarmiklir búning-
ar, að Dúna vildi, þrátt fyrir þurr-
kuntulegt yfirbragð, Iifa lífinu og
ganga í augun á fólki. Notkun sjón-
varpsins veitti óneitanlega lífi inn í
andlaust umhverfið.
I smásjá sýnir brot úr lífi tvennra
hjóna. í mínum huga eru það fyrst
og fremst konurnar, sem athyglin
beinist að. Konur af ’68 kynslóð-
inni, uppreisnarkynslóðinni. Þeirri
kynslóð, sem gerði uppreisn gegn
mæðrum sínum, leituðu nýrra
leiða, en fundu kannski enga aðra
betri.
Sagan er ofur hversdagsleg. Við
þekkjum þessi dæmi. Engu að síður
nær hún tökum á manni, og það
besta er, að hún skilur heilmikið
eftir sig. Við höldum áfram að
hugsa löngu eftir að tjaldið er fall-
ið. Bryndís.
Styrkur til náms í Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóðafram styrk handa íslendingi
til háskólanáms I Hollandi skólaáriö 1987—88. Styrkur-
inn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð
áleiðis I háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms.
Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóli er styrkhæft
til jafns við almennt háskólanám.
Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuði I 9 mánuði.
Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 3.
febrúar n.k., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, og
fylgi staðfest afrit prófsklrteina ásamt meðmælum.
Menntamálaráduneytið,
5. janúar 1987.
Evrópuráðsstyrkir
Evrópuráðiðveitirfólki sem starfaráýmsum svið-
um félagsmála styrki til kynnisdvalar I aðildarríkj-
um ráðsins á árinu 1988.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags-
málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k.
Félagsmálaráðuneytið,
5. janúar 1987.
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
verkamenn
við jarðslmalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarðsfma-
deildar, Suðurlandsbraut 28 og í slma 26000.
Slökkvilið
Hafnarfjarðar
Staða brunavarðar í Slökkviliði Hafnarfjarðar er
laus til umsóknar, laun eru samkvæmt kjarasamn-
ingi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Um-
sækjendurskili umsóknum áþartil gerðum eyðu-
blöðum á Slökkvistöðina við Flatahraun fyrir 13.
jan. n.k.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Slökkviliðsstjórinn i Hafnarfirði
Útboð
Röntgenfilmur
Tilboð óskast um sölu á röntgenf ilmum og f ramköllun-
arefni til notkunar fyrir rlkisspftala og Borgarspftala f
Reykjavfk árin 1987 og 1988. Utboðslýsing er afhent á
skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða
opnuðásamastaökl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 17. febrúar
1987.
INNKAUPASTOFNUN RÍklSINS
Bo(rgartuni 7, simi 25844
FÉLAGSSTARF
Stofnfundur
Alþýðuflokksfélags
Kjalarness
verður haldinn í Félagsheimilinu Fólkvangi mánudag-
inn 12. janúar klukkan 20:30.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Ályktun um félagsstofnun.
3. Samþykktir fyrir félagiö.
4. Stjórnarkjör.
5. Önnur mál.
Fimm efstu menn á lista Alþýðuflokksins f Reykjanes-
kjördæmi við komandi Alþingiskosningar, þau Kjartan
Jóhannsson, Karl Steinar Guðnason, Rannveig Guð-
mundsdóttir, GuðmundurOddsson og Elfn Harðardótt-
ir mæta á fundinum.
Allt áhugafólk velkomið.
Undirbúningsnefnd.