Alþýðublaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 4
Alþýðublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir ojg Eva Guömundsdóttir ...... , Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38 MlOVlkudagur 7. janúar 1987 Prentun: Blaðaprent hf„ Siðumúla 12 alþýöu Áskriftarsíminn er 681866 Síðasti kondórinn Kaliforníukondórinn hefur glœsilegt þriggja metra vœnghaf. Þegar AC3 dó grétu lífverðir hans fögrum tárum. Þeir höfðu handsamað þennan risafugl, einn af fáum eftirlifandi Kaliforníu- kondórum, rannsakað hann og hjúkrað honum. En árangurslaust. Sjúklingurinn gaf upp öndina og banameinið var haglkúla úr blýi, sem hann hafði gleypt með matn- um. Fleiri högl fundust í skrokk fuglsins, úr byssu einhvers veiði- mannsins, en ekki var talið að þau hefðu dregið hann til dauða. (AC er stytting úr Adult Condor og þýðir fullvaxinn kondór (gammur).) Nú er aðeins vitað um þrjá kondóra sem lifa villtir í fjöllunum norður af Los Angeles og þar að auki eitthvað á annan tug fugla í dýragörðum víðs vegar. Eitt sinn lifði kondórinn, sem er stærsti landfugl Norður-Ameríku, um alla vesturströnd Bandaríkjanna. Um aldamótin var það ennþá algeng sjón að sjá þá svifa um fjallaskörð- in á heimleið úr daglegum ferðum, sem gátu orðið allt að 250 km lang- ar. En eftir því sem menningunni fleygði fram, hnignaði stofninum. Sauðfjár- og alifuglabændur sem vildu verja bústofn sinn, skutu fugl- ana, fældu þá í burt og eitruðu fyrir þá. Ný og ný svæði voru lögð undir mannabústaði, vegir voru lagðir og fuglarnir höfðu sífellt minna svæði til umráða og minna til lifsviður- væris. Baráttan fyrir verndun Við talningu á kondórum árið 1932, reyndust þeir vera 100 talsins. En árið 1979 voru aðeins 30 fuglar eftir. Með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn hafa líffræðingar og nátt- úruverndarmenn handsamað nokkra þeirra, merkt þá og komið fyrir á þeim örsmáu senditækjum til að geta fylgst með ferðum þeirra. Árið 1984 voru aðeins 15 kondórar í Sierra Nevada-fjöllunum, þar af fimm pör með unga. Kondórinn er hrææta og það hefur e.t.v. meira en nokkuð annað stuðlað að útrýmingu stofnsins. Þegar skortur er á betri fæðu, nær- ast fuglarnir á hræjum dýra sem hafa e.t.v. drepist af blýeitrun eða plöntueitri. Kondórinn hefur til- tölulega lítið mótstöðuafl gegn eit- urefnum og þolir ekki þessa fæðu. Vorið 1985 fannst eitt kondórpar sem var að unga út eggjum og vakti það miklar vonir hjá náttúruunn- endum. En sú von varð að engu, því eggið í hreiðrinu var alltof lítið, skurnin þunn og hnökrótt. Enginn ungi kom úr egginu, sem reyndist vera hlaðið DDT. Örlög kondórsins eru vissulega ráðin ef ekkert er að gert. Dýraverndarmenn í Norður- Ameríku deila nú innbyrðis, því þeir geta ekki komið sér saman um aðferðir til að bjarga þessum risa- fugli frá útrýmingu. Líffræðingur- inn Mike Vallace, sem vinnur við áætlun um verndun villtra dýra, þ.á.m. kondórsins, vill ná þessum þremur fuglum sem vitað er að enn lifa og láta þá æxlast með fuglum úr dýragörðum. Hann telur að með því móti megi rækta upp 60—100 fugla fyrir árið 2000 og þá sé hægt að sleppa þeim á ný. Hugmyndir hans hafa fengið mikinn hljóm- grunn meðal náttúruverndarsam- taka, samtaka skógræktarmanna og veiðimanna. Að deyja með sæmd Á hinn bóginn berjast áhrifamik- il samtök, National Audubon Society (NAS) fyrir frelsi síðustu kondóranna. Talsmenn þeirra segja að ekki megi grípa inn í náttúruleg- ar lífsvenjur fuglanna og þeir eigi að hafa leyfi til að „deyja með sæmd“. En það lítur út fyrir að ráðagerð- ir Mike Wallace muni geta heppn- ast. í dýragarðinum í San Diego hefur eggjum kondóra verið klakið út árum saman. Þar eru tólf full- vaxnir kondórar sem koma úr eggj- um sem tekin hafa verið úr hreiðr- um villtra fugla. Sex þeirra eru af- komendur AC3. Þessi aðferð eykur ekki á útrým- ingarhættu fuglanna. Að vísu verp- ir kvenfuglinn aðeins einu eggi ann- að hvert ár, en ef eggið misferst hef- ur fuglinn vísi að öðru eggi tilbúinn og verpir þá aftur. Uppeldi ung- anna er erfitt og tekur langan tíma. Það þarf að fæða þá í tvö ár og þeir verða ekki kynþroska fyrr en 6 ára. í dýragarðinum í San Diego er þess vandlega gætt að fuglarnir hænist ekki um of að mönnum. Ungarnir eru fóðraðir með hönsk- um sem líkjast klóm kondórsins og áhorfendur verða að skoða fuglana úr 275 m fjarlægð minnst. Fuglun- um virðist líða vel, en þeir eru nokk- Framhald á bls. 2 JARÐARBUUM FJÖLGAR UM 2—3 Á SEKÚNDU Fjórir nýir einstaklingar fæðast á hverri sekúndu einhvers staóar í heiminum. Þessi fæðingartíóni leiðir til þess að jarðarbúum fjölgar í 6,2 milljarða fram til ársins 2000, eftir því sem segir í skýrslu frá bandarísku rannsóknastofnuninni Census Bureau. Á næstu 15 árum mun jarðarbú- um sem sé fjölga um 1,3 þrátt fyrir að dánarhlutfall sé víða mjög hátt. Fólki fjölgar um tvo til þrjá á hverri sekúndu, segir í skýrslunni. Forstöðumaður stofnunarinnar, Werner Fornos, segir að þessar töl- ur sýni svo ekki verður um villst að brýna nauðsyn beri til að endur- skoða allar áætlanir um hjálpar- starf í þriðja heiminum. Áætlanir um takmörkun barneigna eru ekki síður mikilvægar en áætlanir um orku- og atvinnumál, segir hann. Census-skýrslan kemur í kjölfar annarrar skýrslu, frá rannsókna- stofnuninni The Worldwatch Institute, en í niðurstöðum hennar segir að í mörgum löndum þriðja heimsins sé allt á heljarþröm og lít- ill tími til stefnu til að snúa við þeirri öfugþróun sem þar hefur orðið. — Vegna hinnar öru fólksfjölg- unar eru mörg fátækustu löndin komin í vítahring þar sem fólkinu fjölgar jafnt og þétt um leið og auð- lindir fara þverrandi. Fleiri og fleiri lönd verða að velja milli þess að taka upp harða fjölskylduáætlun eða sjá fram á síversnandi lífskjör öðrum kosti, segir talsmaður Worldwatch-stofnunarinnar. Census-skýrslan sýnir að fjöldi jarðarbúa hefur nærri því tvöfald- ast síðan árið 1950, en þá voru þeir 2,6 milljarðar. Síðan hefur bæði fæðingar- og dánartíðni farið lækkandi, en dánartíðni lækkar meira en fæðingartíðni. í löndunum sunnan Sahara er fólksfjölgun mest eða um þrjú prósent á ári. Verði fólksfjölgunin þar jafn ör og verið hefur má búast við að íbúafjöldinn á þessu svæði tvöfaldist á 23 árum, segir í skýrsl- unni. Næstmesta aukningin er í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs og Norður-Afríku, eða 2,7% á ári. í Suður-Ameríku er fjölgunin um 2,3%, í Asíu um 1,5%, í Eyjaálfu um 1,2%, Norður-Ameríku 0,9%, Evrópa og Sovétríkin 0,5%. Um helmingur jarðarbúa býr í fjórum fólkflestu ríkjum heims, Kína, Ind- landi, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. En fyrir árið 2035 verður Nígería komin í þriðja sæti úr því níunda og Indland verður sennilega komið framúr Kína, að því er segir í skýrslunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.