Alþýðublaðið - 08.01.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.01.1987, Qupperneq 1
alþýðu blaðíð Fimmtudagur 8. janúar 1987 4. tbl. 68. árg. Brjótum múrinn Fundaferð lokið á Austurlandi „Heimastjórn, landbúnaðarstefna og fiskveiðistefna í brennideplisegir Guðmundur Einarsson. „Þetta var líflegur fundur sem stóð langt fram eftir kvöldi. Það voru um 40—50 manns á fundin- um,“ sagði Guðmundur Einarsson alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið í gær, en Guðmundur og Jón Baldvin voru með fund i Skrúð Fáskrúðsfirði í gærkvöldi í fundatierferðinni „Brjótum múr- inn“. í gærkvöldi átti síðan að Ijúka fundaferðinni á Austurlandi með fundum á Djúpavogi og á Höfn í Hornafirði. Guðmundur sagði að á fundum þeirra félaga á Austurlandi hefði skýrt komið fram hvaða mál væru í brennidepli hjá Austfirðingum. „Það sem fólki er e.t.v. efst í huga eru byggðamáiin, og þá heima- stjórn og landbúnaðarstefnan þar sem menn una því ekki lengur að láta landbúnaðarkontórana í Reykjavík drepa niður landbúnað- inn í landinu. Það eru einnig æ fleiri að átta sig á því að kvótakerfið á ekki að vera nein frambúðarlausn. Menn spyrja sig hvað etgi að taka við af kvótakerfinuí1 sagði Guð- mundur. Hann sagði aö á stöðunum í kringum Reyðarfjörð spyrðu menn auðvitað mest um kísilmálmverk- smiðju. „Það er náttúrlega ekki að ástæðulausu því þar stóð einu sinni maður á fundi sem fýsti því yfir að innan mánaðar frá því hann tæki við embætti yrðu hafnar fram- kvæmdir. Sá náungi varð síðan iðn- aðarráðherra og menn bíða enn Þessi mynd Arna Bjarna segir meira en mörg orð. Verkfall og flotinn í höfn. Kvótinn í þágu SÍS? Frystihús Sambandsins hafa verulega aukið hlutdeild sína í heildarfrystingunni á síð- ustu árum. — „Það er ekki nokkur vafi á því að kvótinn er S.H. mjög í óhag,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson í samtali við Alþýðublaðið. þessara framkvæmda|‘ sagði Guð- rtiuadur, „menn vilja vita af hverju ekkert gerðist og hvað er á seyði" Guðmundur sagði að það væri ljóst að þessi bið væri gersamlega óvið- unandi fyrir þetta byggðarlag. Það sækti deyfð og drungi að byggðar- lögum sem þannig væri komið fyr- ir, aiveg eins og gerðist á Akureyri á sínum tíma þegar Akureyringar voru iátnir bíða eftir álverksmiðj- unni. Frá árinu 1980 hafa frystihús Sambandsins aukið hlutdeild sína jafnt og þétt í heildarfrystingunni. Árið 1980 var hlutur SÍS 25,5% og S.H. 74,5%, en miðað við heildar- frystinguna á síðasta ári var hlut- deild SÍS 37,8% og S.H. 62,2%. Auldn hiutdeiid Sambandsins kem- ur skýrast fram í frystingu þorsks. Þar hefur SÍS aukið sinn hlut úr 26% árið 1980 í 44% i ár. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við Guðmund H. Garðarsson hjá S.H. og spurði hvaða skýringar helstar menn gæfu á þessari þróun. Guðmundur sagði að sér virtist í fyrsta lagi um að ræða stökkbreyt- ingu á árinu 1982—84. Hann sagði Okurmálið: Hægt að ógilda Talið er að nýr dómur Hæstarétt- ar í svokölluðu okurmáli muni hafa nokkur áhrif í framtíðinni. Má ætla að Hæstiréttur geri strangari kröf- ur um meðhöndlun refsiheimilda. Sem kunnugt er taldi dómurinn að ekki væri hægt að nýta refsiheim- iidir okurlaga frá 1960 í okurmál- inu vegna þess að Seðlabankinn auglýsti ekki í Lögbirting „hæstu leyfilegu vexti“ á miðju ári 1984 í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um aukið „vaxtafrelsi". Lögfræðingar sem Alþýðublaðið hafði samband við i gæf töldu hins vegar að Hæsti- réttur mundi fallast á að dæma samninga ógilda sem fólu í sér hærri vaxtatöku en í bankakerfinu. Á þetta ákvæði reyndi ekki í umtöl- uðum Hæstaréttardómi, heldur eingöngu á refsiheimildir okurlag- anna. Dómstólarnir hafa á undanförn- um árum tekið nokkuð harða stefnu varðandi framsal skattlagn- ingarvaldsins. Alþingi hefur sam- þykkt í nokkrum tilfellum að fram- selja þetta vald til framkvæmda- valdsins, yfirleitt til ráðherra en í nokkrum tilfellum til óæðri stjórn- valda. Dómstólarnir hafa sem nýleg dæmi sýna ekki í öllu fallist á þenn- an skilning Alþingis, svo sem mála- ferli út af kjarnfóðurgjaldi og kíló- metragjaldi leiddu í ljós. Lögfræðingar þeir sem Alþýðu- blaðið talaði við í gær sögðu að árið 1984 hefðu menn átt að huga að Framhald á bls. 2i að aukning togaraflotans frá árinu ’79 til ’83—84 hafi fyrst og fremst orðið til Sambandsins. Guðmundur sagði að þetta gæti átt sínar eðlilegu skýringar í þvi að uppbygging hefði fyrr átt sér stað hjá S.H. — A þess- um árum hafi uppbygging frysti- húsa Sambandsins veríð mikil, en þeir staðið frammi fyrir því, að það vantaði fisk. Því hafi verjð farið út í að fjölga togurum. „Það var hluti af byggðastefnu á þessu tímabili" sagði Guðmundur. „En, þetta er ekki nægileg skýr- ing. Það er ekki nokkur vafi á því að kvótinn hefur verið S.H. mjög í óhag, — vegna áhrifa kvótans á Suðvestursvæðinu, sérstaklega varðandi þorskinn. Það þekkja allir þann samdrátt sem orðið hefur í rekstri frystihúsa á þessu svæðiþ sagði Guðmundur. Hann sagði að í kjölfar fiskveiðistefnunnar hefði strax ’84 átt sér stað mikil aukning í ferskfiskútflutningi og sú mikla aukning fyrst og fremst frá þessu svæði. Það er ekki fyrr en siðar sem ferskfiskútflutningur byrjar frá Vestfjörðum og víðar. Einnig er óverulegur ferskfiskútflutningur frá Austfjörðum þar sem Sam- bandið rekur öflug frystihús. Guðmundur sagði ekki nokkurn vafa á því að Sambandið væribetur í stakk búið að stýra afla sem kemur úr skipunum, „Sölumiðstöðín er aðeins þjónustufyrirtæki við sin frystihús og ræður afskaplega litlú umfram það, að reyna að ná góðu verði fyrir framleiðsluna. Við Fáð- stöfum engum afla úr skipunumj’ sagði Guðmundur. Hann sagði að stjórnunin af hálfu Sjávarafurðar- deildarinnar út í frystihúsin væri mun sterkari en hjá Sölumiðstöð- inni. Brjótum múrinn: Fundir á Norðurlandi Funda herferð Alþýöuflokksins, Brjótum múrinn, sem hófst á Aust- urlandi um síóustu helgi verður fram haldið á Norðurlandi um helgina. Kjartan Jóhannsson og Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- menn verða með fyrsta fundinn í Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 13 á laugardag. Á laugardeginum verður einnig fundur á Dalvík í Kiwanishúsinu og hefst hann klukkan 17. Á sunnu- daginn 11. janúar hefst fundur klukkan 13 í Félagsheimilinu Húsa- vík sama dag hefst fundur klukkan 17 í Alþýðuhúsi Akureyrar við Skipagötu. Skattpíningarstefnan Morgunblaðið hefur komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að skattpíningarstefna rikisstjórnar- innar kunni að hafa leitt til fylgis- hruns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið boðar á sama tíma aö skattheimtan verði kosninga- mál. í Alþýðublaðinu í gær er vakin athygli á því hve margir sjálfstæð- ismenn með Moggann að vopni gera nú ítrekaðar tilraunir til að spyrða stjórnarandstöðuna sam- an og koma því inn hjá almenn- ingi að leynt og ljóst sé að því stefnt að mynda vinstri stjórn eft- ir kosningar. í leiðara Morgun- blaðsins á sunnudag svo og Reykjavíkurbréfi eru færð vís- indaleg rök, á Morgunblaðsvísu, fyrir því að stjórnarandstaðan með Alþýðuflokkinn í broddi fvlkingar hafi gert stóreignaskatt aðsínu stóra máli fyrir kosningar. Það fer hrollur um Mogga, sem bendir á að stóreignaskattur muni bitna á öllum sem einhverjar eign- ir eiga litlar sem miklar. Það er því ekki um annað að ræða en halda fast í hönd Framsóknarmaddöm- unnar. í hinu sama Morgunblaði er at- hyglisverð grein í dálknum „þing- bréf“. Þar ritar Stefán Friðbjarn- arson þingfréttaritari ágætis grein um ástæður fylgishruns Sjálf- stæðisflokksins. Stefán veltir auðvitað fyrir sér þeirri alkunnu skýringu að tapið sýni megna óánægju hins almenna flokks- manns að afloknu prófkjöri í Reykjavík. Stefán segir, að sú skýring hafi og heyrst að milli- tekjufólk sem verið hafi drjúgur hluti kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins, telji sig hafa farið illa út úr skattheimtu ríkisins 1986. Þrátt fyrir 600 m.kr. lækkun tekju- skatts 1985 hafi misvísun launa- þróunar og skattreglna 1986 kom- ið fram í aukinni greiðsluþyngd millitekjufólks, ekki síst á síðari helmingi næstliðins árs. í lok greinar sinnar segir þing- fréttaritari Morgunblaðsins: „Máske er það íhugunarefni, hvort skattamál vegi þyngra í al- mennu viðhorfi fólks en stjórn- málamenn gera sér grein fyrir? Það er a.m.k. ekki verra skoðun- arefni á kosningaári en hvert ann- aði; í fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði Kjartan Jóhanns- son minnihlutaáliti vegna áforma um skattlagningu. Stjórnarflokk- arnir komust að þeirri niðurstöðu að fólk með meðaltekjur beri að greiða 40 til 50% af jaðartekjum sínum í tekjutengda skatta. Kjart- an bendir á að þegar verið er að ákveða álagningu tekjuskatts á vegum ríkisins sé nauðsynlegt að hafa í huga aðra skatta á vegum hins opinbera, ríkis og sveitarfé- Iaga, sem lagðir eru á gjaldendur á grundvelli tekna. Kjartan segir heildarmyndina skipta máli og því verði auk tekjuskattsins til ríkis- ins að líta á sjúkratryggingagjald, sóknargjald og útsvar. Jafnframt sé nauðsynlegt að skoða heildar- álagninguna sem hlutfall af greiddum launum. í því felst að líta á álagningarstofn sem hlutfall af útborguðum launum og jaðar- prósentur skatts miðað við þau laun sem framteljendur fá í hend- ur. Kjartan lagði til að jaðarpró- sentur yrðu lækkaðar um 4%, en því miður varð skattpíningarstef- na ríkisstjórnarinnar ofan á svo sem við mátti búast. Kjartan hef- ur lýst skattlagninguna í fram- kvæmd með eftirfarandi dæmum: í tekjutengda skatta fara þann- ig 40,20 kr. af hverjum 100 kr., sem menn vinna sér inn umfram 42.200 krónur á mánuði, en 49,50 kr. af hverjum 100 kr. sem menn fá í útgreidd laun umfram 73.300 krónur. Samkvæmt upplýsingum um útgreidd laun, t.d. opinberra starfsmanna, má af þessu ráða að venjulegt fullfriskt vinnandi fólk lendi að stórum hluta í þessum efstu skattþrepum og greiði því 40 til 50% af jaðartekjum sinum í tekjutengda skatta. Það er ekki af ástæðulausu sem Morgunblaðið gerir skattamál að umræðuefni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.