Alþýðublaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 8. janúar 1987 RITSTJQRNARGREIN .. íhaldið hefur svikið öll loforð um skattalækkanir Sjálfstæöismenn hétu því á árdögum núver- andi ríkisstjórnar, að stórlækka alla almenna skatta. Þetta hafa þeir svikið svo rækilega, að þingfréttaritari Morgunblaðsins telur það eina skýringuna á fylgistapi Sjálfstæðisflokksins, að drjúgur hluti kjósenda flokksins telji sig hafa farið illa út úr skattheimtu ri'kisins 1986. Hann telur, að misvísun launaþróunarog skatt- reglna á síðasta ári hafi komiö fram í aukinni greiðsluþyngd millitekjufólks, ekki sistásíðari helmingi næstliðins árs. Gild rök hafa verið leidd að því, að í tekju- tengda skatta fari nú röskar 40 krónur af hverj- um 100 krónum, sem menn vinna sér inn um- fram 42.200 krónur á mánuði, en rétt um 50 krónur af hverjum 100 krónum, sem menn fá í útgreidd laun umfram 73.300 krónur á mánuði. Samkvæmt upplýsingum um útgreidd laun, t.d. opinberra starfsmanna, má ætla að stór hluti af svonefndu millitekjufólki lendi í efstu skatt- þrepum og greiði 40 til 50% af jaðartekjum sín- um í tekjutengda skatta. Það er ekkert undarlegt þótt Sjálfstæðis- menn vilji reyna að beina athygli almennings frá þessum staðreyndum. — Og af hverju skyldi almenningur þurfa að greiða svo háa tekjutengda skatta? Ástæðan er fyrst og fremst sú, að nákvæmlega ekkert hefur verið gert til að tryggja eðlileg skil á sköttum frá fjár- magnseigendum, sem ævinlega komast und- an því að greiða réttlátan hlut til samneyslunn- ar. En ríkið þarf sitt og það er sótt í vasa hins almenna launamanns, sem hefur ekki aðstöðu til að skjóta neinu undan. M ogginn telur sig hafa fundið aðferð til að dreifa athyglinni frá þessum staðreyndum. Blárog bólginn hróþarhann nú áhverjum degi, að Alþýðuflokkurinn muni eftir kosningar leggja stórfellda skatta á allar eignir lands- manna, fái hann til þess aðstöðu. Blaðið held- ur því fram, að tillögur Alþýðuflokksins um stóreignaskatt, muni bitna á öllum íslending- um, sem eru svo heppnirað eiga þak yfir höfuð- ið og kannski bil iika. Eins og stundum kemurfyrir fer Mogginn hér með staðlausa stafi. Tillögur Alþýðuflokksins um stóreignaskatt snúast um 400 milljón króna skattheimtu, einkum af félögum og fyrir- tækjum, sem eiga umtalsverðareignirog hafa hagnast verulega á þeim. En Mogganum þykir auðvitað fráleitt að leggja stóreignaskatt á fyr- irtæki eins og íslenska aðalverktaka, sem ár hvert valsa með gífurlega fjármuni og nota þá að mestu leyti í eigin þágu, þótt tekjur þeirra séu tryggðar I millirlkjasamningum og með einokunáraðstöðu. Það skyldi þó ekki vera, að Sjálfstæðismenn ættu þetta fyrirtæki að meirihluta? Stóreignaskatturaf því tagi, sem Alþýðuflokk- urinn hefur lagt til, myndi ná til nokkurra stór- eignafyrirtækja. Hann kæmist ekki einu sinni í kallfæri við hinn almenna íbúða- eða húseig- anda. En Mogginn með sinn mikla áróðurs- slagkraft reynirað koma því inn hjáfólki, að Al- þýðuflokkurinn vilji gera aðför að öllum, sem einhverjar eignir eiga. — Þetta er rangt og að- eins gert til að hylma yfir þá staðreynd, að það er ekkert að marka Sjálfstæðisflokkinn og yfir- lýsingar hans um skattamál. Tillögur Alþýðuflokksins um stóreignaskatt eraðeins brot af tillögum hans um upþstokkun ávesölu og gatslitnu skattakerfi, sem erórétt- látt og eykur á efnalega misskiptingu í þjóðfé- laginu. Árásir Moggans á Alþýðuflokkinn þjóna tvennum tilgangi: w I fyrsta lagi, að breiða yfir svik Sjálfstæðis- manna við kjósendur sína í skattamálum. Skattbyrðin hefur aukist í tíð núverandi rikis- stjórnar! I öðru lagi, að beina athyglinni frá innri vanda- málum Sjálfstæðisflokksins og málefnafá- tækt, sem er nánast algjör eftir að flokkurinn hætti að þora að halda á lofti málefnaskrá ný- frjálshyggjumannanna, sem ekki ertalin væn- leg til árangurs í kosningum. __ r Forseti Islands staðfestir lög Á fundi ríkisráðs á Bessastööum 31. desember 1986 staöfesti forseti íslands eftirgreind lög: Fjárlög fyrir árið 1987. Lög um breytingu á lögum nr. 38 14. apríl 1954 um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. Lög um Kjaradóm. Lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Lög um framhald álagningar og innheimtu ýmissa tímabundinna skatta og gjalda á árinu 1987. Lög um breytingu á lögum nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breyting- um. Lög um breytingu á lögum nr. 9 30. mars 1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjár- festingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum. Lög um breytingu á lögum nr. 68 10. október 1967 um Iðnlánasjóð, sbr. lög nr. 19 5. apríl 1968, lög nr. 42 16. apríl 1971, lög nr. 50 25. apríl 1973, lög nr. 68 21. maí 1974, lög nr. 44 16. maí 1977, lög nr. 59 31. maí 1979, lög nr. 44 11. maí 1982, lög nr. 55 30. maí 1984 og lög nr. 52 7. maí 1986 um breytingu á þeim lögum. Lög um breytingu á lögum nr. 41 frá 18. maí 1978 um Iðntæknistofn- un íslands. Lög um breytingu á lögum nr. 73 26. nóvember 1980, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breyting- um. Lög um breytingu á lögum nr. 53 30. maí 1984, um Ríkismat sjávar- afurða. Lög urn Stofnfjársjóð fiskiskipa. Lög um breytingu á lögum um fangelsi og vinnuhæli nr. 38 24. apríl 1973. Lög um breytingu á lögum um Landhelgisgæslu íslands nr. 25 22. apríl 1967. Lög um breytingu á lögum um lögreglumenn, nr. 56 29. maí 1972. Lög um stöðvun verkfalls flug- virkja og flugvélastjóra í Flug- virkjafélagi íslands sem starfa hjá Arnarflugi h.f. Lög um stöðvun verkfalls félags- manna í Skipstjórafélagi fslands, svo og félagsmanna í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, .sem vinna á far- skipum. Lög um breytingu á lögum nr. 95/1975, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971 með síðari breytingum. Lög um breytingu á lögum nr. 91/1982 um málefni aldraðra, með síðari breytingum. Lög um breytingu á lögum nr.' 108/1985, urn breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu. Lög um breytingu á lögum nr. 57/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum. Lög um breytingu á lögum um at- vinnuleysistryggingar, nr. 64/1981 sbr. lög nr. 10/1985. Lög um breytingu á lögum um listamannalaun nr. 29 29. apríl 1967. Pétur G. Thorsteinsson var skip- aður sendiráðunautur í utanríkis- þjónustu íslands. Höllu Bergs var veitt lausn frá embætti sendifulltrúa í utanríkis- þjónustu íslands. Sigurður Skúli Bergsson var skipaður deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu. Stella Magnúsdóttir var skipuð deildarstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Hermann Jóhannesson og Runólfur Birgir Leifsson voru skip- aðir deildarstjórar í menntamála- ráðuneytinu. Ennfremur voru staðfestar ýmsar afgreiðslur, sem farið höfðu fram utan ríkisráðsfundar. Okurmálið 1 breytingum á okurlögunum eða gera þær nauðsynlegu ráðstafanir sem tryggðu að refsiheimild þeirra stæðist. Um væri að ræða þvílíka grundvallarreglu refsiréttar að hver lögfræðingur hefði átt að sjá, sem um málið fjallaði hvort sem var í ráðuneyti eða Seðlabanka. Mönnum verður ekki refsað nema fyrir háttsemi sem er gerð refsiverð með settum lögúm frá Al- þingi. Það segir hins vegar að fram- selja megi ýmsa efnisþætti til stjórnvalda, en þeir verða þá að vera sæmilega kunngerðir í opinberum fyrirmælum. Það liggi því ljóst fyr- ir að lögfræðingar hafi látið undir höfuð leggjast að benda á að ef há- marksvextir væru ekki nægilega auglýstir væru refsiheimildir okur- laganna óvirkar. Einn lögfræðing- ur orðaði það sem svo að þennan skilning ættu menn að hafa fengið strax á fyrsta ári í lögfræði. Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 1986 Vinningaskrá Bifreið Audi 100 CC kr. 1.050.000 75162 Bifreið hver á kr. 500.000 3296 25145 61785 94893 Sólarlandaferð hver á 35.000 9600 22528 64147 89997 104338 15161 33250 76994 91380 115441 17584 51554 88430 103820 118166 Vöruúttekt hver á kr. 30.000 2143 18558 44202 69929 102132 2961 20773 44997 70981 104794 5644 22493 48852 79127 105915 5851 24551 50288 80217 108170 7059 27596 53156 81979 108408 7648 28335 54953 89520 108574 7895 36550 59047 98007 109369 9086 38506 61416 99306 113085 11039 38907 64646 100811 117604 11344 42658 68607 101219 119787 Alþýðuflokkurinn opnar kosningamiðstöð Alþýðuflokkurinn hefur nú opnað kosningamiðstöð vegna væntanlegra Alþingiskosninga. Kosningamiðstöðin er í Síðumúla 12 (Blaðaprentshúsinu) 2. hæð og verður hún op- in alla daga frá klukkan 13:00 til 19:00. Síminn er 689370. Stjórnandi kosningamiðstöðvarinnar vcrður Ámundi Ámupdason. Ilf Útboð Leiga og losun ruslagáma Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatna- málastjórans I Reykjavík óskareftirtilboöum í aö leigja og losa ruslagáma staðsetta á fjórum stööum í borg- inni. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn krónur 5.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö miðvikudaginn 28. janúar n.k. kl. 11. " INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.