Alþýðublaðið - 08.01.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.01.1987, Qupperneq 4
alþyöu- bladiö Fimmtudagur 8. ianúar 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjamason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóttannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 PrentmK Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Mexíkó á barmi gjaldþrots Mexíkó á í alvarlegum efnahags- erfiðleikum núna. Það miklum að kunnugir líkja ástandinu við tíma- sprengju sem springur að líkindum innan 12—18 mánaða. í þetta skipti eru það ekki erlendu skuldirnar sem eru þyngstar á metunum, þótt þær nemi um 100 milljörðum doll- ara. Það eru skuldir innanlands sem eru að sliga efnahag landsins og geta fyrr en varir valdið hruni. Kreppan nær aftur til þess ör- lagaríka árs 1982, þegar ríkið yfir- tók mexíkönsku bankana. Það var gert til að stöðva fjárstreymið úr landinu, en það varð einnig til þess að rýra tiltrú fjármagnseigenda á Mexíkó árin þar á eftir. Á þeim tíma skarst Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) í leikinn og um leið urðu forsetaskipti í Iand- inu; Miguel de la Madrid tók við embætti af Lopez Portilla IMF lagði til að fjármagnseigendur yrðu lokkaðir til að hafa fé sitt áfram innan landamæra landsins, með því að hækka innlánsvexti bankanna meira en sem verðbólgunni nam. Árið 1986 varð verðbólgan kring- um 110%, eða mun meiri en árið 1985, en þá var hún sögð 64%. Vaxtagrunnurinn fyrir skammtíma- lán til ríkisbankanna er 90%; á árs- grundvelli eru vextir 150% af upp- haflegri lánsupphæð. Hinir háu innlánsvextir voru sett- ir til að útvega fjármagn sem brýn nauðsyn var á að fá, ekki síst eftir að olíuverðið fór að Iækka. Og verði vextir lækkaðir, þá mun fjár- streymi hefjast á ný út úr landinu, að áiiti hagfræðinga og fjármála- spekinga. AHt í vaxtagreiðstur Vaxtagreiðslur ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1986 nema 95% af öllum Milljónir manna i Mexíkó eru háðar fátækrahjálp ríkisins. Og verðbólgan eykst. tekjum ríkisins. Á síðari hluta árs^ ins var staðan ennþá verri eða 115% vaxtagreiðslur miðað við ríkis- greiðslur. Qg aðeins fimmti hluti þessara vaxtagreiðslna fer til að. greiða niður erlendar skuldir. Af- gangurinn fer í vexti af skuldum innanlands. Það bætir lítið úr skák þótt dreg- ið sé úr ríkisútgjöldum að kröfu IMF, t.d. dregið úr fátækrahjálp sem milljónir Mexíkóbúa eru alger- lega háðir. Fargjöld með lestum sem milljónir manna nota hvern einasta dag, hækkuðu um 200% fyrr á þessu ári og aigengustu mat- vörur hækkuðu einnig margfalt í verði. Þótt aðgerðir sem þessar kunni að bæta stöðu ríjcisins eitthvað, þá stuðla þær jafnframt að aukinni verðbólgu. Og með aukinni verð- bólgu hækkar vaxtaprósentan og innlendar skuldir aukast í sama hlutfalli. Ef einhver Iausn er til á þessu máli, þá er hún a.m.k. ekki t sjón- máli. Það eina sem er öruggt er að fátækljngar munu líða skort, ríkis- stjórnin fær höfuðverk af heila- brotum og alþjóðalánastofnanir fá ekki þær greiðslur sem þær krefj- ast. Ný lög um skipti á dánarbúum og félagsbúum: Mikil réttarbót fyrir fólk í óvígðri sambúð Nú um áramótin tóku giidi ný lög um breytingu á lögum um skipti á dánarbúum og félagsbúum. Lög þessi tryggja betur en áður réttar- stöðu fólks í óvígðri sambúð að því er snertir fjármálauppgjör við sam- búðarslit. Við slík uppgjör hefur komið fram mikið misrétti og oft risið vandasöm mál þar eð alla laga- vernd skortir við slit á óvígðri sam- búð. Þessi lög taka nú gildi í fram- haldi af frumvarpi, sem Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri fluttu á þinginu 1985—86 og var samþykkt. Til fróðleiks birtum við frum- varpið, eins og það var samþykkt, svo og greinargerðina. 1. gr. 90. gr. laganna orðist svo: Um skipti á öðrum búum en dán- arbúum, t.a.m. samlagsbúum, er hrökkva fyrir skuldum, og búum sambýlisfólks við slit á óvígðri sam- búð eða við andlát annars aðilans, fer sem um opinber skipti á dánar- búum með þeim breytingum sem leiðir af eðli þeirra. Svo skal einnig við skipti á þrotabúum, sem ekki eru dánarbú, fara eftir fyrirmælum 8. kap. sem og öðrum ákvörðunum í Iögum þessum með þeim breyting- um sem nauðsynlegar eru. Það telst óvígð sambúð samkv. 1. mgr. ef karl og kona stofna til sam- búðar og hafa átt barn saman eða kona er þunguð af hans völdum eða ef sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár. 2. gr. Lög þessi öðlist gildi I. janúar 1987 og skal þeim beitt við skipti á búum þeirra er slitið hafa sambúð og ekki hafa komið sér saman um eignaskipti, enda hafi þá ekki þegar verið höfðað mál fyrir almennum dómstóli vegna eignaskiptanna. Greinargerð Markmið þessa frumvarps er að tryggja réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð að því er snertir fjármála- uppgjör við sambúðarslit. Marg- sinnis hefur komið fram mikið mis- rétti við slíkt uppgjör og oft risið upp vandasöm mál sem mörg ár hefur tekið að leysa vegna þess að alla lagavernd vantar við slit á óvígðri sambúð. Eignamyndun er oftast sameiginlegt framlag beggja sambúðaraðila, ýmist beint, t.d. þegar bæði hafa haft atvinnutekj- ur, eða þá óbeint þegar kona vinnur á heimili og stuðlar þannig að bættri aðstöðu karlmannsins til tekjuöflunar. Nefna má að stundum stendur sambúð svo áratugum skiptir og allar eignir búsins hafa orðið til á þeim tíma. Ef um eignamyndun í húsnæði er að ræða á sambúðar- tímanum geta risið upp mikil vandamál við sambúðarslit þegar aðeins annar aðilinn er skráður eig- andi fasteigna. í hæstaréttardóm- um má sjá að oft hefur verið farin sú leið, til að draga úr mesta órétt- lætinu, að dæma konunni þóknun fyrir störf hennar í þágu heimilis- ins. Það liggur þó í augum uppi, ef eignamyndun hefur verið mikil á sambúðartímanum, að slík þóknun getur verið hverfandi í samanburði við eignirnar. Hin síðari ár hefur þó niðurstaða dómstóla um slit óvígðr- ar sambúðar í auknum mæli verið sú til að koma í veg fyrir ósann- gjarna niðurstöðu, að farið er að dæma um hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum eða viður- kenna sameign aðila. Með þeirri stefnubreytingu er að nokkru Ieyti tekið tillit til framlags beggja til eignamyndunar sem orðið hefur á sambúðartímanum. Ljóst er þó að dómstólaleiðin er bæði erfið, dýr og oft seinvirk. Það getur því tekið nokkur ár að fá niðurstöðu um fjárskipti við slit á óvígðri sambúð. Með þeirri leið, sem hér er lögð til í þessu frumvarpi — að skiptarétti verði heimilt að skipta búi sambúð- arfólks, — yrði komið í veg fyrir löng og erfið málaferli fyrir al- mennum dómstólum. í þessu sambandi er rétt að benda á athyglisverðar upplýsingar sem komu fram í erindi sem Guðrún Er- lendsdóttir dósent flutti á fundi Dómarafélags Islands 25. október 1984 og sýna ljóslega hve brýnt er að tryggja réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð við sambúðarslit að því er varðar fjármálauppgjör. Þar kemur fram að þingfest mál varðandi fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar í bæjarþingi Reykjavíkur voru milli 80—90 árið 1982, en á milli 90—100 á árinu 1983. Sú breyting, sem hér er lögð til um skipti á dánarbúum og félags- búum, mundi tvímælalaust gera fjármálauppgjör við slit á óvígðri sambúð auðveldara viðfangs og koma í veg fyrir fjárhagstjón ann- ars aðilans sem því miður hefur orðið raunin á undanförnum árum. Ljóst er að fjöldi þeirra, sem búa í óvígðri sambúð, hefur vaxið ár frá ári. Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í Hagtíðindum í janúar 1985, er fjöldi þeirra, sem eru í óvígðri sambúð, 10.594. Börn for- eldra, sem búa í óvígðri sambúð, eru 5.147. Sennilegt er að fjöldi þeirra, sem búa í óvígðri sambúð, sé mun meiri en upplýsing'ar eru um hjá Hagstofu. Á það skal bent að Alþingi lét þetta mál til sín taka á árinú 1980, en þá var lögð fram þingsályktun- artillaga frá þingmönnum Alþýðu- flokksins um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð. Þessi þingsálykt- unartillaga var samþykkt 17. febrú- ar 1981 og hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta nú þegar fara fram könnun á réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð. í því skyni skipi viðkom- andi ráðherra nefnd er geri tillögur um hvernig réttindum þess verði best fyrir komið, sérstaklega með tilliti til eigna og eignarréttar. Nefndin skal hraða störfum svo sem kostur er og skila álitsgerð og tillögum áður en næsta reglulegt Alþingi kemur samaní1 Þó að á 5. ár sé liðið frá sam- þykkt þessarar tillögu situr allt við það sama í þessu hagsmunamáli fólks í óvígðri sambúð. Réttarstaða fólks í óvígðri sambúð, einkum Sjöundu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar í vetur og hinir næst síóustu á fyrra misseri starfsársins veróa í Háskólabíói á fimmtudagskvöldiö kemur, 8. janú- ar. Flutt verða þrjú verk, eftir Jón Leifs, Karol Szymanowski og Alex- ander Borodin. Einleikari verður pólski píanóleikarinn Elzbieta Zaj- ac-Wiedner og stjórnandi Páll P. Pálsson. Fyrst á efnisskránni verða Þrjú óhlutræn málverk, eftir Jón Leifs. Verk þetta samdi tónskáldið á árun- um 1955 til 1960. Annað verkið er Symphonie Concertante fyrir píanó og hljóm- sveit, op. 60 eftir Karol Szyman- owski, en þetta verk tileinkaði tón- skáldið vini sínum, píanósnillingn- um Arthur Rubinstein. Einleikari í þessu verki verður pólski píanóleik- arinn Elzbieta Zajac-Wiedner. Hún er nú kennari við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg og hefur hlotið efnahagsleg, einkennist því áfram af öryggisleysi og óvissu við slit sambúðar. — Allt að einu liggur þó fyrir vilji Alþingis um að tryggja beri réttarstöðu þessa fólks með til- liti til eignar- og erfðaréttar. Það er skoðun flutningsmanna þessa frumvarps að mikið sé í húfi og að Alþingi eigi að taka þegar af skarið til að tryggja eignarrétt í óvígðri sambúð. Verði skiptarétti heimilt að skipta búi sambúðar- fólks yiði hvorttveggja i senn hægt að koma í veg fyrir tímafrekan málarekstur við slit á óvígðri sam- búð og — það sem ekki er minna um vert — að hindra að annar sam- búðaraðilinn bíði mikið fjárhags- legt tjón þegar upp úr sambúð slitn- ar. Norrænar sifjalaganefndir, bæði í Danmörku og Noregi, hafa lagt til að þessi leið verði farin og í Svíþjóð liggur fyrir frumvarp þar um. margvíslega viðurkenningu fyrir píanóleik sinn. Síðasta verkið á efnisskrá Sin- fóníunnar að þessu sinni er Sin- fónía nr. 2 í h-moll eftir rússneska tónskáldið Alexander Borodin. Þessi sinfónía er meðal þekktustu verka tónskáldsins og það verka hans sem oftast er flutt á Vestur- löndum. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar að þessu sinni verður Páll P. Pálsson. Páll er fæddur í Austur- ríki, en hefur fyrir löngu öðlast ís- lenskan ríkisborgararétt og er ís- lenskt tónskáld og hljómsveitar- stjóri. Hann lauk kornungur námi við Tónlistarskólann í Graz og fluttist hingað til Iands rúmlega tví- tugur. Frá 1971 hefur hann verið fastráðinn stjórnandi Sinfóníunnar og hefur stjórnað að jafnaði tvenn- um eða þrennum áskriftartónlcik- um í Reykjavík á hverju starfsári, auk margra skólatónleika. Sinfónían af stað eftir jólaleyfi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.