Alþýðublaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 3. febrúar 1987
-RITSTJÓRNARGREIN "
Raunhæf leið í
bankamálunum
I ilraunir til sameiningar og fækkunar banka hér
á landi hafa gengið seint og illa. Enn bólar ekki
á lausn, enda stjórnarflokkarnir ósammála um
leiðir og aðferðir. Ekki er ólíklegt að málið verði
lagt á hilluna, rétt eins og forsætisráðherra hefur
lagt til að gert verði við lánasjóðsmálið. En á
meðan ráðamenn eru að karpa um aðferðina,
eykst vandi Útvegsbakans og starfsfólks hans.
Það er skilið eftir í óvissu um eigin framtíð, og
sama gildir raunar um starfsfólk fleiri banka.
Margir ráðamenn virðast hafa gleymt því, að hér
er ekki einungis fengist við hagfræði og hagræð-
inu, heldur snýst málið einnig um fólk.
Alþýðuflokkurinn hefur kappkostað að kynna
starfsmönnum bankanna sjónarmið sín og tillögur í
þessu máli. I þeim tilgangi var m.a. efnt til opins fund-
ar um bankamálin í Hótel Sögu fyrir nokkrum dögum.
Þar fjallaði Jón Sigurðsson um stöðu mála, og gerði
ítarlega grein fyrir hugmyndum Alþýðuflokksins.
Málflutningi hans var vel tekið og langflestir þeirra
bankamanna, sem til máls tóku, lýstu stuðningi við
tillögur Alþýðuflokksins. Þeirra á meðal var Jónas
Haralz, bankastjóri.
I ályktun Alþýðuflokksins um sameiningu banka, er
gerð sú tillaga, að litið verði á ríkisbankana þrjá sem
eina heild og úr henni myndaðir tveir bankar. Uppi-
staðan í öðrum fengist með sameiningu Útvegs-
banka og Búnaðarbanka, en Landsbankinn yrði íaðal-
atriðum kjarninn í hinum bankanum. Með síðustu
sameiningartillögu sinni tekur Seðlabankinn í raun
efnislega undir tillögu Alþýðuflokksins, sem lögð var
fram í byrjun desember.
I ályktun Alþýðuflokksinser jafnframt lagttil, að ríkið
leggi fram í upphafi 850 milljónir króna eigið fé til
sameiningar ríkisbankanna. Jafnframt leggur Al-
þýðuflokkurinn til, að öðrum hvorum hinna nýju
banka verði breytt í hlutafélagsbanka, og hlutafé boð-
ið til sölu. Til þess að þetta geti orðið, þarf lagabreyt-
ingar. Jón Sigurðsson gerði á fundinum grein fyrir
þeirri hugmynd sinni, að kannað yrði hvort erlendir
aðilar hefðu hug á að eignast hlut íhinum nýja banka.
I ályktunogtillögum Alþýðuflokksinsereinnig mikil-
vægur þáttur, sem hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórn-
in hafa gert viðhlítandi skil. Alþýðuflokkurinn vill, að
lögum um viðskiptabanka verði breytt þannig, að Al-
þingi hætti að kjósa í bankaráð. Bankaráð ríkisvið-
skiptabankanna verði skipað af ráðherra bankamála
eingöngu út frá faglegum sjónarmiðum. Þá verði sett
strangari ákvæði en nú gilda um viðskipti bankaráðs-
manna og fyrirtækja í þeirra eigu við hlutaðeigandi
banka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
Jón Sigurðsson ræddi nokkur mikilvæg sjónarmið,
sem taka yrði tillit til, hvaða leið, sem farin yrði í
bankamálunum. I fyrsta lagi nefndi hann, að fjárhags-
staða eiganda Útvegsbankans, þ.e. ríkisins, yrði
tryggð sem best. í öðru lagi, að sérstök athugun færi
fram á raunvirði útlána allra banka, sem til greina
kæmu í sameiningarmálinu. í þriðja lagi, að gerð yrði
sérstök athugun á lífeyrisskuldbindingum viðskipta-
bankanna. I fjórða lagi, að sérstaklega yrði litið á það
hvernig viðskiptasambönd og þekking starfsfólks Út-
vegsbankans og annarra banka nýttist sem best í nýju
skipulagi. (fimmta lagi, að starfsmannamál yrðu tek-
in sanngjörnum tökum, og leiddi Jón Sigurðsson rök
að því að unnt yrði að leysa þann þátt á sanngjarnan
hátt. I sjötta lagi, að Seðlabankinn, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, legði fram sama eiginfjárstuðning til annarra
lausna við endurskipulagningu bankanna og hann
lagði til að veittur yrði til samruna Útvegsbanka, Iðn-
aðarbanka og Verslunarbanka, þ.e. 850 milljónir
króna.
I lok ræðu sinnar sagði Jón Sigurðsson m.a.: „Vilji
menn í raun og veru bæta skipulag bankanna, og jafn-
framt draga úr fjárhagsábyrgð ríkisins á rekstri við-
skiptabanka, eru tillögur Alþýðuflokksins, sem Seðla-
bankinn hefur nú að hiuta tekið upp á sína arma, án
efa vænlegri til árangurs en þær leiðir, sem upphaf-
lega voru ræddar. . . Bankamálið er í reynd próf-
steinn á vilja manna og flokka til að gera raunhæfar
breytingar í átt til heilbrigðari og ábyrgari starfshátta
í íslensku viðskipta- og atvinnulífi."
Byggðastofnun samþykkir
lán vegna skipakaupa
Á fundi sínum í fyrradag fjall-
aði stjórn Byggðastofnunar um
þann vanda, sem hefur skapast á
ýmsum stöðum á landinu vegna
erfiðleika í hráefnisöflun, þar
sem skip hafa verið seid burtu
eða fyrirsjáanlegt er að svo
verði. Á síðasta ári tók Byggða-
stofnun þátt í lausn slíkra vanda-
mála á nokkrum stöðum. Enn er
ástandið slæmt á nokkrum út-
gerðarstöðum eða stefnir í
óefni.
Til að leysa úr þessum inálurn
voru eftirfarandi Iánveitingar
vegna skipakaupa samþykktar á
fundinum í fyrradag:
1. Hraðfrystihús Grundarfjarð-
ar hf. 30 m.kr.
Lánið er veitt tii kaupa á tveimur
skipum, Gauti GK-224 sem er
296 rúmlesta skuttogari og
Skipanesi SH-608 sem er 137
rúmlestir. Grundarfjörður missti
skuttogarann Sigurfara II á upp-
boði 1985. Þessi lánveiting er að
hluta tekin af 100 m.kr. erlendri-
lántöku sem tekin var sérstak-
lega á árinu 1985 og ætluð til að
hjálpa stöðum til að halda skip-
um.
2. Hraðfrystihús Keflavíkur hf.
20 m.kr.
Stjórnin heimilaði forstjóra að
lána fyrirtækinu eða hluthöfum
þess til þess að koma í veg fyrir
sölu togara fyrirtækisins frá Suð-
urnesjum. Þann 16. desember
1986 var samþykkt að Iána fyrir-
tækinu 20,6 m til fjárhagslegrar
endurskipulagningar.
3. Suðurvör hf. Þorlákshöfn
10 m.kr.
Stjórnin heimilaði forstjóra að
breyta lánsloforði til Suðurvarar
hf. Þorlákshöfn sem veitt var
vegna kaupa á raðsmíðaskipi
þannig að fyrirtækið geti keypt
þrjú skip. Suðurvör hf. hefur nú
yfirtekið rekstur Hraðfrystihúss
Eyrarbakka. Eyrarbakki missti á
sínum tíma sinn hluta úr togar-
anum Bjarna Herjólfssyni á upp-
boði.
4. Þorsteinn og Örn Erlingssyn-
ir sf. Keflavík 10 m.kr.
Stjórnin heimilaði forstjóra að
lána til kaupa á 70—80 rúmlesta
skipi sem gert verður út frá Suð-
urnesjum. Þaðan hafa mörg skip
farið á undanförnum árum.
5. Straumnes hf. Patreksfirði
7 m.kr.
Hráefnisskortur hefur háð
rekstri fiskvinnslu á Patreksfirði
og staðurinn hefur misst burtu
skip.
Starfsáætlun 1987
Þá var á fundinum samþykkt
starfsáætlun Byggðastofnunar fyrir
árið 1987. Mikill hluti starfsemi
Byggðastofnunar er dagleg önn
sem ekki er gerð sérstök starfsáætl-
un um. Þar fyrir utan berast stofnun-
inni verkefni sem ekki eru fyrirsjá-
anleg og sinna þarf. Forsætisráðu-
neytið og ráðuneyti atvinnumál-
anna leita mikið til Byggðastofnun-
ar vegna athugana og úttekta á sín-
um sviðum en einnig önnur ráðu-
neyti; sveitarfélög og samtök þeirra
og ýmsir aðrir aðilar.
Mikilvæg verkefni fyrir byggða-
þróun sem stofnunin hefur áhuga á
að vinna hafa því oft þurft að sitja á ■
hakanum vegna aðkallandi vanda-
mála.
Áfram verður unnið að því að
sinna fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu fiskvinnslufyrirtækja í sam-
starfi við viðskiptabanka og Fisk-
veiðasjóð.
Helstu verkefni sem unnin verða
að beiðni forsætisráðuneytisins eru
tillögugerð um aðgerðir í framhaldi
af skýrslu Byggðanefndar þing-
flokkanna; úttekt á vanda verzlunar
á landsbyggðinni; úttekt á rekstrar-
afkomu landbúnaðar á jaðarsvæð-
um; úttekt á útgerðarstöðum sem
höllustum fæti standa með tilliti til
hugsanlegra aðgerða til að afla auk-
ins hráefnis eða á öðrum sviðum at-
vinnumála. Helstu verkefni að
beiðni annarra ráðuneyta eru þátt-
taka í nefndarstarfi vegna jarð-
gangagerðar og urn skipulag sauð-
fjárbúskapar.
Unnið verður að athugun á mögu-
leikum stofnunarinnar til að efla
vöxt þjónustugreina og hvern þátt
stofnunin getur átt í frekari um-
hverfisúrbótum í þéttbýlisstöðum
landsbyggðarinnar þegar lokið
verður því átaki sem nú stendur yfir
í lagningu bundins slitlags.
Verkefni Byggðastofnunar á ein-
stökum landsvæðum eru tvenns
konar. Annars vegar er um að ræða
verkefni sem unnin verða innan
stofnunarinnar en hins vegar verk-
efni sem unnin verða á hverjum stað
' fyrir sig af lausráðnum starfsmönn-
um með stuðningi og undir stjórn
stofnunarinnar í samráði við heima-
aðila. Það er markmið stofnunar-
innar að flest eða öll staðbundin
verkefni verði unnin sep næst vett-
vangi og er vinna á Út-Héraði og
Vestfjörðum þegar hafin, á hvorum
stað fyrir sig.
Undirbúningur að opinberri þjón-
ustumiðstöð á Akureyri mun fara
fram hjá stofnuninni sjálfri til að
byrja með. Undirbúningur á öðrum
stöðum mun fylgja í kjölfarið.
Hitaveitan 1
tíma.
3. Að lækka raforkuverð til þeirra í
algert lágmark.
4. Að fella niður söluskatt af raf-
orku til dælingar og endurgreiða
söluskatt af fjárfestingarvörum
þeirra.
5. Að nota hluta af þeim skatti sem
sérstaklega var lagður á með lög-
um nr. 12/1980 til jöfnunar á
hitakostnaði fólks (1,5% hækkun
söluskatts) til aðstoðar verst
settu veitunum með beinum eða
óbeinum hætti, t.d. með yfirtöku
hluta af lánum þeirra.
Deilan 1
beita verkfallsréttinum með
þeim hætti að mismuna útflytj-
endum og farmflytjendum með
óskiljanlegum hætti og virðast
geðþóttaákvarðanir einar ráða
því, hvað flutt er út og með hverj-
um.
Þá liggur einnig fyrir, að fjöldi fé-
lagsmanna Sjómannafélagsins eru
nú að ráða sig til annarra starfa en
á sama tíma Iiggur íslenski kaup-
skipaflotinn bundinn í höfn. Þessar
aðstæður miða að því, að draga deil-
una á langinn og tefja fyrir endan-
legri lausn málsins.
Af framangreindum ástæðum
samþykkti Sambandsstjórn Vinnu-
veitendasambands íslands á fundi
sínum í dag að boða verkbann í
varnarskyni á þá félagsmenn Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, sem þeg-
ar eru í verkfalli. Verkbannið kemur
til framkvæmda frá og með 7. febrú-
ar n.k.
Framangreint var samþykkt af
Sambandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands 30. janúar s.l.
Guðm. Hallv. 1
mönnum nokkuð.
Það er vel hægt að leysa þessa
deilu ef vilji er fyrir hendi, það ber
ekkert svo mjög á milli manna.
Sannleikurinn er að þegar ríkis-
sáttasemjari bar fram sáttatillöguna
á dögunum, þá funduðum við í Sjó-
mannafélaginu og felldum tillög-
una. Útgerðarmenn lágu á hleri og
þegar þeir heyrðu þetta ruku þeir
til, hóuðu saman fundi tveimur tím-
um seinna og felldu tillöguna einn-
ig. Þess vegna er málið í járnum, en
þetta má vel leysa“, sagði Guðmund-
ur Hallvarðsson formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Árshátíð Alþýðu-
flokksfélaganna
í Kópavogi
Verður haldin í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 7. febrúar
og hefst með borðhaldi kl. 20.
Heiðursgestur verður Karl Steinar Guðnason, alþingismaður.
Veislustjóri Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi.
M.K. Kvartettinn skemmtir, hljómsveitin Frílist leikur fyrir dansi
til kl. 3. Miðapantanir í símum 44700 og 45051 e.kl. 20.
Skemmtinefndin.
Flokksstjórnarmenn
Alþýðuflokksins
Opinn flokksstjórnarfundur verður haldinn í Alþýðuhús-
inu á Akureyri laugardaginn 28. feb. n.k. Fundurinn hefst
kl. 11 f.h.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Formaður Alþýðuflokksins.