Alþýðublaðið - 03.02.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 03.02.1987, Side 3
Þriðjudagur 3. febrúar 1987 3 ,, Kven naat hvarf ið bjargaði lífi mínu“ Frásögn konu sem vard þráfaldlega fyrir líkams- meiðingum frá hendi geðsjúks eiginmanns. „Þegar ég gifti mig átti ég fjögurra herbergja íbúð í Árbæjarhverfi þar sem ég bjó með tveimur sonum mínum. Þriðja soninn átti ég síðan með manninum sem ég giftist. I upphafi okkar sambands bar ekki á neinum veikindum mannsins míns og ég vissi ekki að hann átti í erfið- leikum andlega og enginn sem þekkti hann áður taldi rétt að segja mér það. Sjálfsagt hefur fólkið verið að vona að maðurinn væri búinn að ná sér. Veikindi hans voru svo smám saman að koma í ljós og fóru versn- andi. Barsmíðar Svo kom að því að hann lagði hendur á mig og börnin, þó sérstak- lega mig. Það ástand fór líka versn- andi og ég hafði enga hugmynd um hvað ég átti til bragðs að taka. Ég hafði aldrei lent í slíku áður og kunni ekki að bregðast við vandan- uni. Auðvitað þótti mér vænt um manninn minn og það gerði það einnig að verkum að ég forðaðist í lengstu lög að kalla til lögreglu þeg- ar hann tók sín reiði- og æðisköst. Út um gluggann Þó kom að því að ég átti ekki önn- ur úrræði, en þá hafði hann ætlað að gera alvöru úr hótun sinni að henda mér í gegnum stofuglugg- ann. Fram að því hafði hann látið sitja við orðin tóm, en látið duga að berja mig eins og honum þótti hæfi- legt. Andrúmsloftið á heimilinu var orðið hræðilegt. Eldri strákarnir tveir sem ég átti úr fyrra hjóna- bandi, forðuðust að koma heim og ég frétti kannski ekki af þeim svo dögum skipti. Þeir eru 18 og 16 ára. Við vorum því oft þrjú heima, ég, maðurinn og litli drengurinn okkar. Þá gat allt gerst. Ég vissi í rauninni aldrei hvenær hann tók sín æðis- köst. Ég velti því mikið fyrir mér hvað ég ætti að segja, hvort ég hefði sagt eitthvað rangt, eða hvort ég gæti fundið upp á einhverju nýju til að dreifa huga hans. En það var auð- vitað vonlaust, maðurinn var sjúk- ur, það var staðreyndin í málinu. Og hann hélt áfram að berja mig. Lögreglan En eftir átökin við stofugluggann hringdi ég á lögregluna. Þeir komu og skökkuðu leikinn og maðurinn minn róaðist smám saman. Ég spurði lögreglumanninn sem hafði orð fyrir þeim hvað ég gæti gert og hvort væri möguleiki að koma manninum á sjúkrahús. Lögreglan sagði mér að það eina sem ég gæti gert væri að safna svoköllUðum áverkavottorðum og tala svo við sig aftur þegar komin væri „smá bunki" af slíkum vottorðum. Þeir sögðust auðvitað geta tekið mann- inn og haft hann hjá sér í sólarhring, en slíkt hefði gefið misjafna raun. Stundum kæmu menn hálfu verri heim til sín aftur. Ég spurðj hvort engin önnur úrræði væru tii. Lög- reglan sagði mér þá að það væri hægt að láta „sviptá' manninn sem kallað er, en slíkt væri mjög alvarleg aðgerð og henni væri aldrei beitt fyrr en ailt annað hefði verið reynt. Eg sagði lögreglunni þá eins og satt var, að maðurinn hefði margoft reynt að ganga endanlega frá mér og í rauninni óútskýranlegt að hon- um hafi ekki tekist það. Þeir sögðu að atvik á borð við þessi eins og ég hafi lent í, átök milli hjóna í heima- húsum þar sem annað hjónanna væri sjúkt, væri með því versta sem þeir lentu í að greiða úr. Lögin væru mjög ljós hvað þetta varðaði og lítið hægt að gera á þessu stigi málsins. Þeir sögðu að því miður þyrfti meira að ganga á til þess að þeir mættu taka manninn og halda honum til lengri tíma. Ég sagði að það væri bara tímaspursmál hvenær honum tækist að ganga frá mér endanlega. Því miður: Lög eru iög, sögðu þeir. Ég veit ekki hvort okkar var vand- ræðalegra undir þessum orðræð- um, ég eða flokksstjóri lögreglunn- ar. Þeir vildu greinilega allt fyrir mig gera, en lögin settu þeim skorður. Síðan fóru þeir sína leið. Meiri barsmíðar Maðurinn minn hélt auðvitað áfram að vera veikur. Það hafði ekk- ert gerst sem hjálpaði honum út úr vandræðum hans og hann hélt upp- teknum hætti með jöfnu millibili að leggja á mig hendur. Strákarnir voru sjaldan heima þegar hér var komið sögu, svo að þeir sluppu að mestu við brjálæði mannsins á þeim tíma. Ótti og kvíði En ég var fullkomlega ráðalaus. Sífellt hrædd og kvíðin. Ég gat aldrei vitað hvenær hann réðist á mig. Þessi sífelldi ótti var að gera út- af við mig. Ég var örvingluð og dag- arnir voru endalaus röð andlegra kvala. Ég hugsaði aðeins um að vernda mig til þess að geta verndað litla drenginn, sjálf fannst mér ég ekki skipta máli lengur. Þetta var hræðilegt tímabil og reyndi á hverja einustu taug í líkamanum. Félagsráðgjafi Svo var það einn daginn þegar ég kom heim, að inni í stofu beið eftir mér félagsráðgjafi frá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Annar eldri sonur minn hafði þá tekið af skarið og hringt í Félagsmálastofnun og sagt þeim þar alla söguna. Sjálf hefði ég sennilega aldrei haft kjark í mér til þess. Ég sagði félagsráðgjaf- anum, sem var kona og gott fyrir mig að tala við, sögu mína eins og hún var. Félagsráðgjafinn spurði mig þá hvort ég vildi leita til Kvennaathvarfsins og vera þar til dæmis í viku. Ég þáði það strax og hefði sennilega sagt já við hverju sem var, ástand mitt var orðið þann- ig að hægt var að leiða mig hvert sem var og segja mér að gera hvað eina. Ég hafði enga orku til að hafa sjálfstæða skoðun á einu eða neinu lengur. Ég tróð því einhverjum föt- um í poka og fór með litla drenginn með mér í Kvennaathvarfið. Ég vissi ekkert hvað beið mín. Kvennaathvarfið loksins En ég þurfti ekki að sjá eftir því að leita til Kvennaathvarfsins. Þar loks- ins hitti ég fólk sem skildi vandræði mín og ég gat talað við um öll mín mál. Upphaflega var talað um að ég yrði þar í viku, en áður en yfir lauk dvaldi ég þar í sex mánuði. Þar fékk ég lífsvonina aftur. Það er ekkert vafamál að Kvennaathvarfið bjarg- aði lífi mínu. Ég sé það best eftir á, þegar allt er gengið yfir. Maðurinn komst þó fljótt að því hvar ég var og reyndi nokkrum sinnum að komast inn í Kvennaat- hvarfið og ná til mín þar, en hann komst fljótt að því að það borgaði sig ekki. Það var umsvifalaust hringt á lögregluna og látið hirða þá sem reyna að ónáða fólkið þar. Þar er ekkert hálfkák á hlutunum. Forræðismál Ég fór fram á skilnað og maðurinn fór í forræðismál við mig út af barn- inu. Það var auðvitað vonlaust og mér var dæmt barnið. Það mála- stapp allt saman tók mjög á mig, en ég var á réttum stað í Kvennaat- hvarfinu og konurnar þar héldu nánast á mér í gegnum það kval- ræði. Sennilega hefði ég aldrei get- að þetta án þeirra. Aftur út í lífið Svo kom að því að ég leigði mér íbúð í Austurbænum. Ibúðin í Ár- bæjarhverfinu stendur auð, í hana þori ég ekki að fara strax af ótta við að maðurinn ráðist inn á mig og gangi frá mér, en því hefur hann hótað margsinnis. Ég vona þó að hann hafi lært sína lexíu í þessu máli og hann veit að ef hann hreyfir við mér þá hefur lögreglan öll gögn málsins og honum verður ekki hlíft lengur. Eftirköst Eftirköst þessara óskapa eru hins vegar nokkur. Á meðan að mest gekk á gengu eldri drengirnir nokk- urn veginn „sjálfala" um borgina og gistu hér og þar hjá kunningjum sín- um. Þeir voru komnir í samband við Félagsmálastofnun Reykjavíkur og gátu fengið þar eitt til tvö þúsund krónur á viku fyrir mat eða fötum, eins og þeir sögðu sjálfir. Sannleik- urinn er hins vegar sá að þeir voru farnir að nota þessa peninga til að kaupa áfengi á svörtum markaði um helgar, af leigubílstjórum, og voru farnir að sulla með þetta brennivín sitt meira en góðu hófi gegndi. Það versta var að ég vissi aldrei hvar þeir fengu þessa peninga. Fé- lagsmálastofnun skýrði mér aldrei frá þessu. Það var ekki fyrr en núna um daginn að ég komst að þessu sanna um þessa peninga. Félags- málastofnunin lét mig aldrei, sem forráðamann strákanna, vita af þessum peningaútlátum. Á sama tíma áttum við ekki fyrir mat og ég varð að fara allra minna ferða fót- gangandi þar sem ég átti ekki pen- inga í strætó. Það er ekkert vafamál að þeir hjá Félagsmálastofnun vilja vel með þessum fjárframlögum, en það er al- veg bráðnauðsynlegt að forráða- menn barnanna, séu þeir fyrir hendi, fái að vita af slíkri greiða- semi. Er óskandi að þeir hjá Félags- málastofnun kippi þessu í lag. Ekki væri heldur út í bláinn að rétta for- ráðamönnum frekar hjálparhönd. Það er reyndar gert, en tekur lang- an tíma og marga fundi, en krakk- arnir geta komið þarna og fengið einhverja peninga umyrðalaust. Það er einkennilegt. En þetta verð- ur vafalaust lagað. Engin barnapössun Margt fleira skrýtið væri hægt að segja um þetta. Ég er búin að útvega mér vinnu á tveimur stöðum, hálfs- dagsvinnu á hvorum stað, en meinið er bara það að ég fæ hvergi barna- pössun og get þess vegna ekki byrj- að að vinna. Það er yfirfullt á öllum stöðum og langur biðlisti. Eins hef ég ekki peninga til að borga dag- mömmu fyrr en ég er sjálf búin að fá útborgað. Ég er því föst í þessu í bili. Það kemur einkennilega út að horfa á borgaryfirvöld í sjónvarpi hrósa sér af þessum málaflokki á sama tíma og staðreyndir málsins eru allt aðrar og verri. Ég get hrein- lega farið að grenja þegar slíkt og þvílíkt er borið á borð fyrir mann. Að slík mál skuli vera hápóiitísk er svívirða og borginni allri til stór- skammar. Nauðsyn Kvennaathvarfsins Hvernig framhaldið verður veit ég ekki. Ég er orkulítil eftir þessi átök og ekki góð á taugum. Svona nokkuð tekur mjög á mann og ég óska engri konu þess að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að gera. Og ég á ekki mörg ráð handa konum sem kunna að lenda í þessu, — og þó. Eitt ráð á ég. Kvennaat- hvarfið. Ég hvet allar konur sem lenda í blindgötu heima hjá sér á einn eða annan hátt og verða fyrir kúgun á heimili sínu, að leita hik- laust til Kvennaathvarfsins. Þar er engri konu úthýst sem á aðstoð þarf að halda. Þar er einnig gott að vera og þar eru konur sem skilja vanda- málið og hollt er að tala við. Það er ekkert vafamál að á sínum tíma bjargaði Kvennaathvarfið lífi mínu. Ö.B. Ráðstefna um Nesjavallavirkjun: Gott dæmi um þekk ingu á háu stigi segir í ályktun frá VFÍ Ráðstefna um virkjun jarðhita á Nesjavöllum var haldin á Hótel Loft- leiðum miðvikudaginn 28. janúar s.l. Á fundinum ræddi Jóhannes Zoega hitaveitustjcri um Afl- og orkuþörf Hitaveitu Reykjavíkur, Árni Gunnarsson yfirverkfræðingur fjallaði um Nesjavallavirkjun, rann- Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! sóknir og virkjunaráætlun. Einnig ræddi Einar Gunnlaugsson jarð- efnafræðingur um efnaeiginleika hitaveituvatnsins og umhverfis- rannsóknir og Benedikt Steingríms- son jarðeðlisfræðingur hjá Orku- stofnun um boranir og mat á vinnslugetu jarðhitasvæðisins. Þá fjallaöi Elías Elíasson forstöðu- maður tækniþróunardeildar Lands- virkjunar um samrekstur hitaveitna og rafveitna og fram kom ný húshit- unarspá Orkuspárnefndar hjá Jóni Vilhjálmssyni verkfræðingi. Einnig ræddi Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur um arðsemismat í opin- berum framkvæmdum. Að lokum fóru fram pallborðsum- ræður. Framkvæmdastjórn Verkfræð- ingafélags íslands telur að helstu niðurstöður af ráðstefnunni 28. jan. um „Virkjun jarðhita að Nesjavöll- um“ séu: Nesjavallavirkjun er fyrir margra hluta sakir einstæð og gott dæmi um hvað verkfræðileg og jarðvís- indaleg þekking og kunnátta er á háu stigi hér á landi. Það virðast allir vera sammála um að Nesjavallavirkjun sé „hin rétta lausn“ og þörf sé fyrir hana. Hins vegar er nokkur skoðunarmunur og óvissa hversu fljótt er þörf á orku þaðan og hvort brúa mætti orku- þörf með öðrum hætti um skamm- an tíma 2—3 ár. Rannsóknir á svæðinu og öll und- irbúningsvinna er mikil, ítarleg og til fyrirmyndar. Tæknilegar lausnir og útfærslur geta verið all nokkrar og erfitt að skera úr hver sé sú eina „besta“ og af því er sveigjanleiki í útfærslu í há- vegum hafður við hönnun og áætl- anagerð. Ekki er óeðlilegt að huga nánar að hvaða áfangaskipting og tíma- setning einstakra verkhluta er eðli- legastur og hagkvæmastur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, þegar jafnframt er tekið tillit til rekstrarör- yggis í kuldaköstum. Það ber að hafa í huga að Nesja- vallavirkjun geti skapað möguleika til iðnþróunar og ylræktar sem ekki er séð fyrir í dag. Hins vegar er margt órætt t.d. ýmsar tæknilegar útfærslur en þær bíða betri tíma. Laus staða Við Þjóðminjasafn íslands er laus til umsóknar rannsókna- staða, sem stofnuð var í minningu dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrver- andi þjóðminjavarðar og forseta íslands, á 70. afmælisdegi hans 6. desember 1986. Staðan er ætluð fræðimönnum er sinna rannsóknum á íslenli? um fornminjum eða öðrum þáttum íslenskrar menningarsögu, sem falla undir verksvið Þjóðminjasafnsins. Ráðið verður í stöðuna til allt að eins árs. Laun greidd eftir launaflokki deildarstjóra Þjóðminjasafnsins. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. febrúar næstkomandi og skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, starfs- og rannsóknaferil, svo og hvers konar rannsóknir umsækjandi hyggst leggja stund á. Menntamálaráðuneytið 29. janúar 1987.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.