Alþýðublaðið - 13.02.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 13.02.1987, Qupperneq 2
2 Föstudagur 13. febrúar 1987 •RITSTJORNÁRGREIN' Flokkafjölgun og framboðsmál Orrahrlð kosninganna er nú að hefjast. Þing- menn stjórnarflokkanna og jafnvel ráðherrar eru farnir að fleygja hnútum um sali, og hóta jafnvel stjórnarslitum. Enn er allt á huldu um kjördag; sumir viija flýta honum en aðrir bíða fram í maí. Og þeim fjölgar nú stöðugt, sem hyggja gott til góðarinnar um þingsetu. Ný og ný framboð sjá dagsins Ijós, og I sumum kjör- dæmum gætu framboðslistarorðið allt að átta eða níu. Ástandið fer að minna ögn á stjórn- málalífið á ítallu, eða jafnvel í Danmörku, þar sem flokkum virðist geta fjölgað endalaust. Til viðbótar fjórflokkunum kemur Kvennalist- inn, Flokkur mannsins, Bandalag jafnaðar- manna og hugsanlega nýtt stjórnmálaafl I tengslum við Samtök um jafnrétti milli lands- hluta. Þá er ótalið framboð Stefáns Valgeirs- sonar I Norðurlandskjördæmi eystra, en I þvl kjördæmi gætu framboðslistar orðið nlu tals- ins, ef fram heldur sem horfir. r Astæðurnar fyrir þessari fjölgun framboðs- lista eru margvlslegar; sumar persónulegar; aðrar tengjast afmarkaðri hagsmunabaráttu og óánægju með hina svokölluðu fjórflokka. íslendingar hafa reynslu af ýmsum tilraunum, sem gerðar hafa verið með nýja stjórnmála- flokkaog einstök framboð. Fátt lifireftir, nema minningin. Því er hins vegar ekki að leyna, að áhrifin hafaorðið nokkurá íslenskt stjórnmála- líf, en ekki alltaf til góðs. Það hefur Alþýðu- flokkurinn t.d. mátt reyna I langri sögu sinni. Það hefur löngum þótt lýsa nokkurri upp- lausn í stjórnmálalífi, þarsem stjórnmálaflokk- um og framboðum hefur fjölgað til muna. Dreifing atkvæða hefur orðið mikil og hluti þeirra orðið gagnslaus þar sem þau hafa ekki nægt til að fleyta fulltrúum inn á þing eða I sveitarstjórnir. Niðurstaöan hefuroft orðið sú, að erfiðlega hefur gengið að mynda ríkisstjórn- ir eða meirihluta í sveitarstjórnum eða öðrum þeim einingum, þar sem kosið er um forystu. Gott dæmi um þetta er stjórnmálaástandið á ítallu slðustu áratugi. A íslandi, eins og öðrum lýðræðisríkjum, eru auðvitað engin takmörk fyrir því hve margar stjórnmálahreyfingar er unnt að stofna. Því meira sem þeim fjöigar þvl meiri hræringar má ætla að séu I stjórnmálallfinu. En oftar en ekki verða þær til vegna þess að einstakiingar eða hópar manna telja sig ekki finna hljómgrunn í þeim stjórnmálaflokkum, sem fyrir eru, eða telja stofnun nýrra stjórnmálasamtaka fljót- virkari aðferð til að koma áhugamálum sínum (framkvæmd, þótt reynslan sýni oft hið þveröf- uga. /Etla má, að oftar en ekki myndi barátta fyrir afmörkuðum hagsmunamálum ná meiri ár- angri innan þeirrastjórnmálasamtaka, sem fyr- ireru, en með stofnun nýrra. Þargildirauðvitað aðferðin að beita samtakamættinum til að knýjafram breytingarástefnu, sem óánægjaer með. En nú um stundir hafa ýmsir valið aðrar ieiðir. Það er síðan kjósenda að meta og vega hvort þessar nýju aðferðirséu til hagsbótafyrirþjóð- ina ( heild eða ekki. Reynsla annarra þjóða um áratuga skeið hefur sýnt og sannað að mikil fjölgun stjórnmálaflokka hefur ekki bætt stjórnmálaástandið. Sumir þeirra hafa að vísu breytt áhersluatriðum I stjórnmáium og orðið til þess að opna og breyta hinum rlkjandi stjórnmálahreyfingum. En vænlegra hefur ver- ið til árangurs, að slíkarbreytingar komi innan- frá. Fjórðungssamband Norðlendinga: Byggðastefna í skólamálum Brottrekstri Sturlu úr starfi fræðslustjóra mótmælt Hafnarfjörður Tómstundaheimilið tekur til starfa Eitt þeirra mála, sem koma til kasta stjórnar Fjórðungssambands Norðlendinga á síðasta fundi var fyrirvaralaus brottrekstur Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra úr embætti. Máliö var tekið fyrir á fundi fjórðungsstjómar 16. janúar s.l. Fjórðungsstjórnarmenn að ein- um undanskildum voru sammála um afgreiðslu ályktunar. Adolf Berndsen, taldi að endurkoma Sturlu Kristjánssonar i embætti mundi leiða til áframhaldandi árekstra, sem geti bitnað á skóla- máium í umdæminu. Hann lýsti fullum stuðningi við þá baráttu að standa á rétti landsbyggðar í fræðslumálum. Á fundinn mætti Guðmundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri i Norðurlandi vestra, til að uppiýsa málið að beiðni sambands- ins. Meginatriði ályktunarinnar eru þessi: Flóamarkaður Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur sinn árlega flóamarkað laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 í Lionsheimilinu Sigtúni 9 Reykja- vík. Allur ágóði rennur til líknarmála. Alþingi 1 rikisins að verðmæti íslenskra hús- gagna er um 80% af heildarkostn- aði, en erlendu húsgögnin vega þá um 20%. Búið er að festa kaup á húsgögnum í þingsali, Kringlu og skála, skrifstofu forseta Sameinaðs þings, skrifstofustjóra Alþingis og kaffistofuna. í skýrslu Húsameistara ríkisins kemur fram, að i öllum tilfellum hafi fyrst verið athugað hvort við- eigandi húsgögn hafi verið fáanlega frá íslenskum framleiðendum. Þar sem útlit, form og virðuleiki hafi haft mikið að segja, hafi hins vegar verið afráðið að kaupa erlend hús- gögn! „Fjórðungsstjórn lýsir yfir full- um stuðningi við aðgerðir fræðslu- ráðs Norðurlandsumdæmis eystra, varðandi brottvikningu Sturlu Kristjánssonar, úr starfi fræðslu- stjóra. Jafnframt vítir fjórðungs- ■ stjórn það gerræði, sem felst í fyrir- varalausri brottvikningu Sturlu Kristjánssonar og að til uppsagnar hafi verið gripið án vitundar og vilja fræðsluráðs, sem samstarfs- aðila Menntamálaráðuneytisins um grunnskólamál í umdæminu. Fjórðungsstjórn skorar á forsæt- isráðherra og alþingismenn Norð- urlandskjördæmis eystra að knýja á um endurskoðun á ákvörðun menntamálaráðherra og koma á viðræðum milli ráðherrans og fræðsluráðs. Fjórðungsstjórn lýsir fyllsta trausti á störf Sturlu Krist- jánssonar í starfi fræðslustjóra og mælir með áframhaldandi skipan hans í starf fræðslustjóra umdæm- isins og styður samstöðu starfsfólks fræðsluskrifstofu, fræðsluráðs og skólamanna á Norðurlandi eystra. Fjórðungsstjórn lýsir stuðningi við þá skólamálastefnu sem fræðslustjóri hefur framkvæmt í umboði fræðsluráðs, sem gætir hagsmuna sveitarstjórna, sem sam- starfsaðili við Menntamálaráðu- neytið. Fjórðungsstjórn telur að sú stefna sem rekin hefur verið í um- dæminu hafi þjónað markmiðum byggðastefnu um valddreifingu og eflingu skólaþjónustu, fullkomlega í samræmi við fyrirmæli og mark- mið grunnskólalaga. Þess vegna tel- ur fjórðungsstjórn að með gerræði menntamálaráðherra sé verið að stöðva þessa þróuní* í Fréttabréfi FN segir að í þessari ályktun komi einnig fram afstaða fjórðungsstjórnar til þeirrar byggðastefnu í skólamálum, sem einkennt hafi störf norðlensku fræðsluráðanna og fræðslustjórar hafa framkvæmt. Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri. Almenna Bókafélagið: Haustregn — Ijóðabók eftir séra Heimi Steinsson Út er komin hjá LJóðabóka- klúbbi Almenna bókafélagsins ljóðabók eftir séra Heimi Steins- son. Nefnist hún Haustregn, 98 bls. að stærð og hefur að geyma 41 ljóð og tvo ljóðaflokka, sem heita Merl- in í Hliðskjáifinni, 6 ljóð, og Mund- ang, 8 ljóð. Höfundurinn segir í forspjalli fyrir útgáfunni: „Kver það, sem hér er til orðið, hefur að geyma samtíning frá tæp- um þremur áratugum. Lengi hef ég efazt um rétt minn til að láta þessa dreif frá mér fara. Nú verður að skeika að sköpuðu. í bókinni er dálítið af sundur- lausum svipmyndum, sem birtar eru hiklaust og ekki er vert að hafa orð á. Jafnframt verða á vegi all- mörg þyngri stef, er kveður við á ný og á ný. Eg bið góðfúsan lesara að reyna að líta hið síðar nefnda efnið í samhengi og hafa það í huga, að trúarbarátta hefst þráfaldlega í myrkri, en leitar sér að jafnaði stað- ar í Ijósi. Rangt er að hampa ann- arri hlið máls á kostnað hinnar, þegar til er vitnað eða á lofti haft!’ Séra Heimir Steinsson hefur ekki sent frá sér ljóðabók áður. Bókin er prentuð og bundin í prentsmiðju Hafnarfjarðar. f Hafnarfirði er að fara af stað rekstur tómstundaheimilis fyrir börn á aldrinum 7—11 ára. Að stofnun þessa heimilis stendur Æskulýðs- og tómstundaráð Hafn- arfjarðar. Miðað er við að starf- semin hefjist 16. febrúar n.k. Tóm- stundaheimilið verður til húsa i Æskulýðsheimilinu við Flatar- hraun. Ætlunin er að heimilið verði opið frá kl. 9—17 alla virka daga, en ein- ungis verður um að ræða Vi dags vistun, annað hvort fyrir eða eftir hádegi fyrir hvert barn. Með þessari tilhögun er verið að reyna að koma til móts við skólatíma barnanna, þannig að þau sem eru í skólanum fyrir hádegi geti verið eftir hádegi í Tómstundaheimilinu og svo öfugt. Eins og nafnið gefur til kynna verður þetta staður þar sem börnin geta sinnt tómstundum sínum og áhugamálum. Áhersla verður lögð á að skapa heimilislegt andrúmsloft þannig að öllum komi til með að líða sem best. í starfinu verður m.a. ýtt undir og lögð áhersla á þrosk- andi leiki og spil við hæfi barn- anna, að þau læri að umgangast aðra og vinna með þeim. Reynt verður að auka sjálfstæði þeirra með ýmiss konar verkefnum, boðið verður upp á gönguferðir, heim- sóknir á vinnustaði, söfn og stofn- anir verða skoðaðar o.fl. eftir því sem aðstæður leyfa. Börnunum verður gert kleift að stunda heima- nám í Tómstundaheimilinu og mun starfsfólk aðstoða þau við það. Starfsmenn verða tveir. Starf þeirra verður fyrst og fremst það að reyna að auka getu og þroska þeirra barna sem á heimilinu munu dvelja. Til þess að börn úr öllum hverf- um bæjarins hafi jafna möguleika til veru í Tómstundaheimilinu er ætlunin að semja við Landleiðir um að skólabíll hafi viðkomu við heim- ilið. Til að byrja með verður ekki hægt að bjóða upp á mat fyrir börnin, þannig að þau verða að koma með nesti að heiman. Gjald fyrir hvert barn verður kr. 2.500 á mánuði. Með stofnun þessa Tómstunda- heimilis vill Æskulýðs- og tóm- stundaráð koma til móts við kröfur nútímans. Það verður stöðugt al- gengara að báðir foreldrar vinni ut- an heimilis og þörf fyrir heimili af þessu tagi fer vaxandi, segir í frétta- bréfi. Brjótum múrinn! Almennir stjórnmálafundir Vesturland Alþýðuflokkurinn boðar til almennra stjórnmálafunda á Vesturlandi þar sem frambjóðendur flokksins og forystumenn mæta. Föstudaginn 13. febrúar klukkan 20:30 í Stykkishólmi Laugardaginn 14. febrúar klukkan 15:00 í Búðardal Sunnudaginn 15. febrúar klukkan 16:00 í Ólafsvík Sunnudaginn 15. febrúar klukkan 20:30 á Hellissandi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.