Alþýðublaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 4
alþýðu-
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
Alþýðublaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
Kúrdar berjast
fyrir til-
veru sinni
Verkamannaflokkur Kúrdistan,
PKK, er aöeins eitt af mörgum sam-
tökum sem berjast fyrir sjálfstæðu
Kúrdistan, sérstöku ríki til handa
þeim 16 milljónum Kúrda sem búa
í landamærahéruðum fimm landa,
Sovétríkjanna, Sýrlands, íraks,
Abdullah Ocalan, stofnandi og
stjórnandi PKK-samtakanna og
maðurinn sem Hans Holmer lög-
reglustjóri í Stokkhólmi er sann-
fœrður um að standi að baki morð-
inu á Olof Palme.
írans og Tyrklands. PKK-menn til-
heyra hinum róttækari armi þjóð-
ernissinnaöra Kúrda, en þeir eru
ekki hrifnir af að vera kallaðir
hryðjuverkamenn. Einn helsti tals-
maður þeirra á Norðurlöndum,
lögmaðurinn Huseyin Yildrim gaf
út svohljóðandi tilkynningu í
Svenska Dagbladet í ágúst 1985.
„Svíar verða að taka til baka
hryðjuverkaummæli sín um sam-
tök okkar. PKK þolir ekki sænsk-
um yfirvöldum álygar um Kúrda.
Við munum sýna þolinmæði í tvo
mánuði í viðbót; eftir það neyð-
umst við til að líta á Svía sem fjand-
menn okkar“
Erfið sambúð
Löngu fyrir morðið á Olof Palme
hafði verið grunnt á því góða milli
PKK og sænskra yfirvalda. Erjurn-
ar byrjuðu strax árið 1981, þegar
Svíar neituðu leiðtoga PKK,
Abdullah Acalan, um landvistar-
leyfi. Þremur árum síðar var fyrr-
verandi PKK-félagi myrtur í Upp-
sala og árið 1985 var skýrsla frá
sænsku öryggislögreglunni birt.
Þar var því slegið föstu og talið full-
Fjórhjólastýring
á japönskum bílum
Nú hillir undir það að stýribún-
aðurá japönskum bílum nái til allra
fjögurra hjóla bílsins. Síöustu 10
árin hafa Japanir unniö að þróun
þessa stýribúnaðar og verður hann
tekinn í notkun innan tíðar í
Honda-bifreiðum að sögn fram-
leiðenda.
Þessi nýjung á að auka mjög á
stöðugleika bílsins í akstri, ekki sist
ef krappar beygjur verða á vegi öku-
manns. Þá fylgja afturhjólin í slóð
framhjólanna og minni líkur á að
bíllinn kastist út af veginum eða
Iendi þversum.
Þá verður mun auðveldara en áð-
ur að leggja bílum í stæði og minna
pláss þarf til að koma bílnum í og
úr stæðinu. Hægt verður að snúa
bílnum á mun minna plássi en áður.
Munurinn er allt að einum metra
eftir stærð bílsins. Þá verður og
minni hætta á því að óvanir öku-
menn reki afturenda bílsins í, þegar
beygt er inn í stæði eða þvi um líkt.
Saga Kúrdanna er saga um undirokun, flótta og þjóðarmorð.
sinn í Stokkhólmi. Morðinginn sem
var talinn hlynntur PKK-samtök-
unum hlaut lífstíðardóm. Það var
tveimur dögum fyrir morðið á Olof
Palme.
Við leitina að morðingja Palmes
hafa PKK-samtökin verið undir
stöðugu eftirliti. Hans Holmer lög-
reglustjóri og stjórnandi rannsókn-
arinnar var haldinn þeirri þrá-
hyggju að þar og hvergi annars stað-
ar hefði morðið verið skipulagt.
Samtökin höfðu aðsetur í David
Bagares-götu, en þá leið þykir lík-
legt að morðinginn hafi flúið.
Næstu dagana var staðurinn auður
og yfirgefinn og þótti það enn
benda til sektar samtakanna.
Talsmenn samtakanna segjast
hins vegar vera fórnarlömb póli-
tískra ofsókna, sem gangi út yfir
alla Kúrda sem eru búsettir í Sví-
þjóð. Af þeim 5000 Kúrdum sem
þar búa er talið að aðeins 50—100
manns séu meðlimir i PKK-samtök-
Framh. á bls. 3
sannað að PKK væri einn af hinum
mörgu skipulögðu hryðjuverka-
hópum heimsins. Eftir það byrjaði
stríðið fyrir alvöru og Yildrim lög-
maður Iét birta illa duldar hótanir
sínar í dagblöðum.
í nóvember 1985 var annar fyrr-
verandi PKK-félagi myrtur, í þetta
Nýi stýribúnaðurinn á Hondabílum. Sérstök stýristöng er milli fram- og
afturöxuls.
Molar
. . . varla trúi ég því . . .
Það var álit Sverris ráðherra á
sínum tíma þegar Sturlumál var
hvað heitast að Benedikt Sigurð-
arson, skólastjóri Barnaskóla Ak-
ureyrar, hefði Þráinn Þórisson,
formann fræðsluráðs í Norður-
landi eystra „í vasanum“, eins og
ráðherra orðaði það.
Starra í Garði þótti þetta merki-
legt því Þráinn er stór og mikill
maður. Starri orti því vísu:
Ýmislegt er Bensi að brasa,
— byrðin sígur í.
En að Þráinn fari vel í vasa,
— varla trúi ég því!
Sjálfur orti Benedikt:
Víst mér gerist gjarnt að hrasa
og gengur flest úr lagi
hafandi Þráin í hægri vasa
og „hyskið" í eftirdragi.
•
. . . virðuleika krafist . .
Hið hála Alþingi er nú að endur-
nýja húsgögn. Þetta er nokkuð
vandaverk þar sem sums staðar í
stofnuninni þarf að gæta virðu-
leika. Og þar sém virðuleikinn
þarf að vera eru að sjálfsögðu
notuð erlend húsgögn, því að
virðuleg húsgögn íslensk eru ekki
til og ekki hægt að fá þau fram-
leidd hér. Þetta er skiljanleg stað-
reynd og þess vegna verða 20%
húsgagnanna að vera erlend.
En eins og allir vita er 80°7o af
því sem fram fer í Alþingi ekki
virðulegt og getur það hæglega
bjargað íslenskum húsgagnaiðn-
aði því að þeim hluta geta íslensk-
ir húsgagnasmiðir fengið að
banga saman stólkolla fyrir stofn-
unina.
Þetta kemur sér afar vel fyrir ís-
lenskan húsgagnaiðnað og ættu
allir að geta verið ánægðir með
það. Útlendir húsgagnasmiðir fá
ekki nema 20% af verkinu og það
er ekki mikið. Til allrar hamingju
eru íslenskir húsgagnasmiðir ekki
klárari en þetta, því fyrir bragðið
fá þeir 80%. Það væri sem sagt
hryllilegt ef íslensku húsgagna-
smiðirnir væru klárari en þeir út-
lensku, þá fengju útlendingarnir
80% og þá yrði allt vitlaust. Þann-
ig kemur það okkur til góða, ís-
Iendingum, að vera klaufar með
hamarinn og er það í stíl við fyrri
samanburð við útlendinga.
Það er líka heppilegt að Alþingi
er ekki nema 20% virðulegt því
fyrir bragðið fá útlendingarnir
ekki að smíða nema 20% af mubl-
unum. Þarna sýnist vera komin
pottþétt framtíðaratvinna fyrir ís-
lenska húsgagnasmiði því að bor-
in von er til þess að virðuleikaveg-
ur Alþingis fari breikkandi og að
hann komist nokkurn tímann yfir
20%. Það er því eðlilegt að mikill
fögnuður ríki innan raða ís-
lenskra húsgagnasmiða um þessar
mundir. Sá eini sem eitthvað er að
glenna sig er Víglundur Þorsteins-
son, en við kippum okkur ekkert
upp við það. Úrtölumenn eru á
hverju strái og lítið mark á þeim
takandi. Við erum því ekkert að
hlusta á hann.
Moli samgleðst íslenskum hús-
gagnasmiðum. Vegur þeirra fer
ótvírætt vaxandi. Einnig er senni-
Iegt að hann aukist enn frekar, því
að 80% skortur á virðuleika Al-
þingis á örugglega eftir að hækka
og vegur útlendinga í húsgagna-
smíði á Alþingi fer þannig að
sama skapi minnkandi. Til ham-
ingju íslenskir húsgagnasmiðir!
Megi klaufhamrarnir hefjast hátt
á loft! Húrra.
. . . útlendur hrafn . .
í tilefni af því að Hrafni Gunn-
laugssyni voru afhentar 15 millj-
ónir svo að hann gæti gert sænska
kvikmynd, orti Moli lélega vísu.
Hún er svona:
Hrafninn flýgur fagurt á
fimmtán milljónonum
Ó, hve dýrlegt er að sjá
útganginn á honum.
. . .full reisn . . .
Á baksíðu Tímans 12. febrúar er
haft eftir Steingrími Hermanns-
syni í flannafyrirsögn: Fylgi ekki
þeirri stefnu að hlaupast frá vand-
anum.
Moli er sammála, Steingrímur
hleypur aldrei frá vandanum.
Steingrímur gengur hægt og sett-
lega frá honum með fullri reisn!