Alþýðublaðið - 25.02.1987, Síða 2
2
Miðvikudagur 25. febrúar 1987
RIT3T4Q R N ÁftG Rgl Ny -
Hættumerkin í
efnahagslífinu
Efnahagsbata siðustu ára eiga íslendingar
fyrst og fremst að þakkaeinstaklega hagstæð-
um ytri aöstæðum, sem ekki eru á valdi okkar
sjálfra eða Islenskra stjórnvalda. Ástæðurnar
fyrirefnahagsbatanum eru I aðalatriðum fimm.
Fyrsta: Góð aflabrögð. Önnur: Hátt afurðaverð.
Þriðja: Stórfelld lækkun á olluverði I heimin-
um. Fjórða: Lækkun vaxta á erlendum lána-
markaði. Fimmta: Fyrirtilstuðlan samningsað-
ilaávinnumarkaði tókst að nýtaþessar óvenju-
legu hagstæðu ytri aðstæður til þess að draga
úr verðbólgu. — Þetta er álit Jóns Sigurðsson-
ar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á þeim efna-
hagsbata, sem fram hefur komið I skýrslum
Þjóðhagsstofnunar.
Að áliti Jóns Sigurðssonar standa menn nú
frammi fyrir þeirri spurningu hvort þetta góð-
æri reynist skammgóður vermir eða nýtist til
að hefja nýtt framfaraskeið. Það ráðist af
stefnu og stjórnsemi rlkisstjórnarinnar á
þessu ári og fyrst og fremst að afstöðnum
kosningum. Jón segir menn verða að átta sig á
þvl, að það blasi ýmis hættumerki við. Jón Sig-
urðsson nefndi nokkur þeirra.
I fyrsta lagi eru horfur á þvl, eins og fram kem-
ur I ágripi Þjóðhagsstofnunar, að á árinu 1987
sé að myndast viðskiptahalli upp á nýtt, en útlit
er fyrir, að I fyrra hafi visðkipti við útlönd skilað
afgangi I fyrsta sinn slðan 1978. Þann árangur
má þó fyrst og fremst rekjatil einstaklega hag-
stæðs árferðis, auk þess sem gekk á birgðir
innanlands. Forsendan fyrir því að geta borgað
niðurerlendarskuldirerað náhagstæöum við-
skiptajöfnuði. Ef ekki er hægt að ná honum í
svo hagstæðu árferði, sem nú ríkir, þá verður
það varla nokkru sinni hægt.
En hættumerkin eru fleiri. Verðbólgan náðist
ekki niður 110% eins og menn vonuðu I fyrra.
Verðbreyting frá upphafi til loka árs var um
13%, og því miðurvirðast ekki horfuráað veru-
legur árangur náist til að draga úr verðbólgu á
þessu ári frá því sem var í fyrra. Það hlýtur að
vera nokkurt áhyggjuefni, að ekki skuli takast
að fylgja eftir þeim árangri I verðlagsmálum,
sem náðist 1986, ekki síst þegar litið er á hag-
stæð ytri skilyrði. Margföld reynsla er fyrir því,
að góðæri og miklum hagvexti fylgir hætta á
þenslu. Þetta sýnir m.a. reynslan frá 1971 til ’74
og 1976 til 78.
T il aðspomagegn þessari hættu erafarmikil-
vægt að beita aðhaldi á sviði fjármála og pen-
ingamála. Á þetta er raunar bent í ágripi Þjóð-
hagsstofnunar, og er það kannski mikilvæg-
asta ábendingin í því ágripi. — Mikilvægasta
ráðstöfunin af opinberri hálfu til að halda aftur
af þenslunni, erað nábetrajafnvægi í ríkisfjár-
málunum. Um það virðist þó ekki vera að ræða,
að afl hins opinbera fjármálakerfis sé notað'
gegn þenslunni, því þriðja árið í röð stefnir í
tekjuhalla á A-hluta rikissjóðs. En það er ein-
mitt þar, sem nauðsynlegt er að bregðast við.
Af þessu má vera Ijóst, að þrátt fyrir góðærið,
eru ýmis hættumerki á lofti. Auk þess vantar
mikið á það, að allir þjóðfélagsþegnarnir hafi
fengið sinn skammt af góðærinu. Það virðist
hafa farið framhjá æði mörgum.
Islensk sjávarútvegssýning
19.—23. september 1987
í september 1987 veröur haldin i
Laugardaishöll íslenska sjávarút-
vegssýningin, hin önnur í röðinni en
sú fyrsta var haidin í september
1984. Þegar er sýnt að þátttaka í
sýningunni á næsta ári verður enn
meiri en var á fyrstu sýningunni.
Utanríkisráðuneytið:
Viðræður Dana
og íslendinga
Dagana 26.—27. þ.m. verða
haldnir í Kaupmannahöfn sam-
ráðsfundir um sameiginleg réttindi
íslendinga, Dana og Færeyinga á
Hatton-Rockall svæðinu. Eru þeir
framhald á samráðsfundum þjóð-
anna um þessi mál, en síðast hittust
fulltrúar þeirra í Reykjavík 1. maí
s.l.
í íslensku viðræðunefndinni
verða Hans G. Andersen, sendi-,
herra, sem er formaður nefndarinn-
ar, Eyjólfur Konráð Jónsson, for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, Ólafur Egilsson, sendiherra,
dr. Manik Talwani, ráðunautur ís-
lands í hafbotnsmálum, dr. Guð-
mundur Pálmason, jarðeðlisfræð-
ingur og Karl Gunnarsson, jarðeðl-
isfræðingur. Ennfremur mun
Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins sitja þessa
fundi.
SS borgari
Nýlega festi Sláturfélag Suður-
lands kaup á fullkominni vélasam-
stæöu til framleiðslu á tilbúnum
hamborgurum.
Nú er SS borgarinn kominn á
markað og er fáanlegur í söluturn-
um um land allt. SS borgarinn er
framleiddur úr fyrsta flokks hrá-
efni og pakkað í sérstakan pappír,
en það er einmitt pappírinn sem er
íslenska sjávarútvegssýningin er
alþjóðleg vörusýning er tekur til
allra þátta sjávarútvegs, þ.á.m.
vinnslu af öllu tagi og umbúða.
Þegar hafa aðstandendum sýning-
arinnar borist þátttökuumsóknir
frá fyrirtækjum í fjórtán þjóð-
löndum, m.a. Kanada, Bandaríkj-
unum, Þýskalandi, Póllandi, Finn-
landi, Argentinu, ísrael og Spáni.
Að auki ráðgera útflutningsráð í
Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Hollandi, Frakklandi og Bretlandi
að setja upp sýningarbása þar sem
aðildarfélögum ráðanna gefst færi
á að koma framleiðslu sinni á fram-
færi.
íslenskir aðilar verða áberandi á
sýningunni. Félag íslenskra iðnrek-
enda hyggst koma upp stóru sýn-
ingarsvæði fyrir aðildarfélög sín og
einnig hafa borist umsóknir frá
mörgum innlendum framleiðend-
um og umboðsaðilum. Það er
breska sýningarfyrirtækið
Industrial and Trade Fairs Internat-
ional Limited, sem stendur að sýn-
ingunni. Að sögn Patriciu Foster,
Endalausir
dagar
40 Ijóð eftir Eirík Brynjólfsson
Föstudaginn 12. febrúar kom út
ljóðabókin Endalausir dagar. Höf-
undur er Eirikur Brynjólfsson.
í bókinni eru fjörutíu ljóð, sem
skiptast í tvo kafla, Loftkennd Ijóð
og Jarðbundin ljóð. Bókin er 62
síður.
Þetta er önnur bók höfundar. Sú
fyrri hét í smásögur færandi, 1985.
Bókin verður seld 1 stærstu bóka-
búðum, heima hjá vinum og kunn-
ingjum höfundar og hjá útgefanda,
Orðhaga sf. Ægissíðu 129, sími
21465.
beint í ofn
aðalkosturinn, því hann hefur þann
eiginleika að tempra hita og tryggir
þannig að kjötið verði mátulega
steikt og safaríkt og brauðið stökkt
og gott.
SS borgarinn fæst nú í öllum
söluturnum og innan skamms verð-
ur hann einnig fáanlegur í neyt-
endapakkningum í matvöruversl-
unum.
framkvæmdastjóra sýningarinnar
hafa undirtektir jafnt innlendra
sem erlendra aðila farið langt fram
úr björtustu vonum.
íslenska sjávarútvegssýningin
1987 er haldin í framhaldi af hinni
velheppnuðu sýningu 1984 þar sem
sýningarsvæðið var um 4.000 fer-
metrar og á að giska 250 sýningar-
aðilar frá 16 þjóðlöndum kynntu
starfsemi sína og framleiðslu. Þá
sýningu heimsóttu um 10.000 gestir,
þar af um 1.000 útlendingar frá 22
löndum. fslenska sjávarútvegssýn-
ingin 1987 verður mun stærri í snið-
um. Ráðgert er að setja upp tvö stór
sýningarhús (95x25 m) austan
Laugardalshallar sem verða sér-
staklega flutt til landsins frá Bret-
landi í þessu skyni.
íslenska sjávarútvegssýningin
1987 er sem fyrr segir skipulögð af
Industrial and Trade Fairs Internat-
ional Limited, sem er eitt fremsta
fyrirtæki heims á þessu sviði. Það
skipuleggur m.a. hina heimsþekktu
sjávarútvegssýningu World Fishing
sem haldin er í Kaupmannahöfn
þriðja hvert ár. Umboðsaðili ITF á
íslandi er Alþjóðlegar vörusýning-
ar s.f.
Nánari upplýsingar um íslenska
sjávarútvegssýninguna 1987 má fá
hjá:
Patriciu Foster,
Exhibition Manager,
ICELANDIC FISHERIES 1987,
Industrial and Trade Fairs
International Limited,
Radcliffe House,
Blenheim Court, SOLIHULL,
West Midlands, UK, B91 2BG.
Sími: 021-705 6707,
Telex: 337073. og
Alþjóðlegum vörusýningum s.f.,
Höfðabakka 9,
112 Reykjavík.
Sími: 672030,
Telex: 2375.
Verkamannafélagið
Árvakur:
Á stjórnarfundi i verkamannafé-
laginu Árvakri Eskifirði þann
18.2.1987 var eftirfarandi tillaga
samþykkt samhljóða.
„Stjórn vmf. Arvakurs vill vegna
þeirrar umræðu sem orðið hefur
um að leggja niður fjórðungssam-
bönd innan verkalýðshreyfingar-
innar, leggja áherslu á að samtök
launþega í fjórðungunum verði efld
og telur að hagsmunum verkafólks
á Iandsbyggðinni verði best borgið
innan öflugra fjórðungssam-
bandal*
Mengun 1
verða svo plútónið breytist í loftteg-
und?
Sigurður sagði að kjarnakleif
efni eins og plútóníum og úraníum
væru í sjálfu sér eins og önnur
geislavirk efni, en það sem greindi
þau frá væri að ef þau söfnuðust
saman á ákveðnum stað yfir
ákveðnu magni geti orðið kjarn-
orkusprenging. „Þá á sér stað
keðjuverkun sem ekki er hægt að
hafa áhrif á. Það slys sem hugsan-
lega gæti orðið, væri að þarna safn-
aðist saman í framleiðslurásinni
það mikið af efninu að þetta gerð-
ist. — En, það er ákaflega ólíklegt.
Verksmiðjan verður eflaust hönnuð
með það fyrir augum að það eigi
ekki að geta gerst. það yrði heldur
ekki unnið við mjög hátt hitastig,
kannski nokkur hundruð gráður og
við frekar eðlilegan þrýsting.
Plútónið verður flutt með skip-
um og flugvélum á milli endur-
Öldrunarfræðafélag
íslands:
Fyrirlestur um
óskir og þarfir
Föstudaginn 27. febrúar n.k.
mun prófessor Hall frá Southampt-
on í Englandi flytja fyrirlestur í
boði fræðslunefndar Læknafélags
íslands og Öldrunarfræðafélags Is-
lands. Fyrirlesturinn verður hald-
inn í húsakynnum Krabbameinsfé-
lags íslands að Skógarhlíð 8 og
hefst kl. 17.00. Prófessor Hall mun
fjalla um óskir og þarfir í öldrunar-
þjónustu (Wants and Needs in geri-
atric Service) og verður hann flutt-
ur á ensku.
Eins og flestum mun kunnugt
hafa Bretar verið fyrstir til þess að
viðurkenna öldrunarlækningar
innan læknisfræðinnar og mikill
hluti þeirrar þekkingar sem aflað
hefur verið innan fræðigreinarinn-
ar kemur þaðan. Prófessor Hall er
einn af fyrstu prófessorum í öldrun-
arlækningum (Geriatrics) á Bret-
Iandseyjum og er þannig meðal
frumkvöðla greinarinnar. Hann
hefur ritað mikið um það efni sem
verður til umfjöllunar og ennfrem-
ur hefur hann stundað talsvert
lyfjarannsóknir, einkum meðal ein-
staklinga með einkenni um heilabil-
un. Hann er eftirsóttur fyrirlesari á
fjölþjóðaþingum og er því augljós-
lega mikill fengur að komu hans
hingað. Fundurinn er opinn öllum
sem áhuga hafa.
vinnslustöðvarinnar og kjarnorku-
veranna í Evrópu. Sigurður sagði,
að það væri afar ólíklegt að hætta
stafaði af slíkum flutningum.
„Brennsluefnið verður sem áður
sagði í töfluformi og þannig frá
gengið að það þoli mikinn hita og
högg án þess að dreifast út í um-
hverfið. — En, það gildir það sama
með þetta og annað, að það er engin
leið að ráða í það hvernig slys geta
orðið. Sagan segir okkur það, að ef
slys eiga sér stað á annað borð, þá
geta þau þróast á óliklegasta hátt”
sagði Sigurður Magnússon.
Bubbi Mortens
á Akureyri
Fimmtudaginn 26. febrúar mun
Bubbi Morthens og Mx21 halda
dansleik í sjallanum á Akureyri.
Föstudaginn 27. febrúar verða
þeir með tónleika í íþróttahöllinni á
Akureyri, en á laugardaginn 28.
febrúar kl. 20:30-21:30, kemur
Bubbi einn fram í sjallanum, með
kassagítarinn sér við hönd og
seinna sama kvöld verður hann
ásamt Mx21 með dansleik í Víkur-
röst Dalvík.
Stöðumælasektir
Gíró í stað
grænna miða
Nýveriö var tekiö í notkun nýtt
fyrirkomulag i sambandi við inn-
heimtu aukaleigugjalda vegna
stöðumæla. í stað grænu miöanna,
sem settir voru á bifreiðar, er stóðu
ólöglega við mælana, verða nú sett-
ir gíróseðlar undir þurkublöð bif-
reiðanna.
Greiða má aukaleigugjaldið sem
er kr. 300 í næsta banka, pósthúsi
eða sparisjóði. Þetta greiðslufyrir-
komulag ætti að auðvelda viðkom-
andi að standa skil á aukaleigu-
gjaldinu innan tilskilins tíma, sem
eru 7 dagar. Að þeim tíma liðnum
kemur til sektargreiðsla í ríkissjóð
sem er kr. 500 og innheimt er af lög-
reglustjóraembættinu.