Alþýðublaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 4
alþýðu-
Miðvikudagur 25. febrúar 1987
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
íslensk getspd:
Eignaraðilum Lottós greitt
tuttugufalt stofnframlag
íslensk Getspá, sem rekur talna-
leikinn Lottó 5/32 úthlutaöi á
þriðjudaginn var eignaraðilum sín-
um, íþróttasambandi íslands, Ör-
yrkjabandalagi íslands og Ung-
mennafélagi Islands, ágóðahlut í
fyrsta sinn frá því talnagetraunin
hófst, hinn 29. nóvember.
24 milljónum króna var úthlutað
í hlutfalli við eignaraðild. í hlut
íþróttasambands íslands komu
tæpar 11.3 milljónir, í hlut öryrkja-
bandalagsins komu 9.6 milljónir og
tæplega 3.2 milljónir komu í hlut
Ungmennafélags íslands. Þetta er
tuttugufalt stofnframlag þessara
aðila til Islenskrar Getspár.
137 milljónir á 12 vikum.
í máli Þórðar Þorkelssonar,
stjórnarformanns íslenskrar Get-
spár kom fram, að nú hefur verið
dregið 12 sinnum í Lottóinu. Sölu-
kassar í síðustu viku voru 126 og
Þessi mynd var tekin þegar eignaraðilum að Lottói 5/32 var afhentur ágóðahluti í fyrsta skipti. Frá vinstrU fiSyður
Þorkelsson, stjórnarformaður íslenskrar Getspár, Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags íslands,
Gíslason, formaður Ungmennafélags Islands og Sveinn Björnsson, forseti Iþróttasambands íslands.
Kúrdar andmæla of-
sóknum af hendi
sænskra yfirvalda
TVeir Kúrdar leituðu til stöðva
Flóttamannastofnunar Samein-
uðuþjóöanna í Stokkhólmi á
mánudaginn og óskuðu eftir að-
stoð gegn aðgerðum sænskra yfir-
valda. Samtímis söfnuðust 30—40 ,
Kúrdar saman í sænska sendiráð-
inu í Bonn til að mótmæla því að
margir Kúrdar hafa veriö hafðir
undir eftirliti vegna morðsins á
Olof Palme.
Fulltrúi flóttamannahjálpar S.Þ.
á Norðurlöndum, Soren Jessen
Pedersen, sagðist myndu athuga
mál Kúrdanna tveggja sem kvört-
uðu undan sænsku yfirvöldunum.
Þeir eiga á hættu tveggja mánaða
fangelsi fyrir að hafa yfirgefið
heimabæ sinn í Svíþjóð, þar sem
þeir voru í e.k. sveitarfangelsi,
þ.e.a.s. þeir máttu ekki fara þaðan
án leyfis Iögreglunnar.
Kúrdarnir tveir eru grunaðir um
að vera I tengslum við PKK-sam-
tökin sem eru ein af frelsishreyfing-
um Kúrda og talin vera hryðju-
verkasamtök, sem hafi staðið að
baki morðinu á Olof Palme. Þeir
krefjast þess að fá að vita hvað
sænska lögreglan sakar þá um og
annar þeirra vill flytjast frá Sví-
þjóð. Mörg morð hafa verið framin
í hverfum útlægra Kúrda í Svíþjóð
á undanförnum árum.
Þjóðfrelsissamtök Kúrdistan og
samtök Kúrda í Vestur-Þýskalandi
hafa sakað sænsku ríkisstjórnina
um misrétti og kerfisbundnar of-
sóknir gagnvart Kúrdum í sam-
bandi við rannsóknina á morði'
Olofs Palme.
PKK og önnur frelsissamtök
Kúrda berjast fyrir stofnun sjálf-
stæðs ríkis Kúrda á landamærum
írans, íraks og TVrklands.
eiga því um 94% þjóðarinnar að-
gang að leiknum. Heildarsala
fyrstu tólf vikurnar nemur um 137
milljónum króna.
Þórður Þorkelsson sagði, að
miðað við svipaða þátttöku í Lottó-
inu á þessu ári og verið hefði fram
til þessa, mætti ætla að talnaleikur-
inn skilaði íþróttasambandinu um
90 milljónum króna á árinu, ör-
yrkjabandalagsinu um 80 milljón-
um og Ungmennafélagi íslands um
26 milljónum króna.
Gjörbreytir starfi
íþróttahreyfingarinnar
Sveinn Björnsson, forseti
íþróttasambands íslands, sagði við
þetta tækifæri, að hagnaðurinn af
Lottóinu ætti eftir að gjörbreyta
öllu starfi íþróttahreyfingarinnar á
komandi árum. Á þessu ári kostaði
rekstur íþróttastarfs í landinu um
500 milljónir króna. Það fjármagn
sem fengist frá Lottóinu myndi efla
til muna íþróttastarf hér á landi og
létta mjög undir með þeim 6—7
þúsund mönnum, út um allt land,
sem reyndu að ná endum saman í
hinum ýmsu íþróttasamböndum og ■
félögum. íþróttasambandið hefur
ákveðið að skipta hagnaði Lottós-
ins jafnt milli sérsambanda sinna
og héraðssambanda. Skipting þess
fjár, sem sérböndin fá í sinn hlut
verður þannig, að 10% verður skipt
jafnt, 30% skiptast eftir iðkenda-
fjölda, 55% skiptast eftir umfangi
og 5% renna í afreksmannasjóð.
Skipting þess fjár, sem héraðs-
samböndin fá í sinn hlut, verður
þannig, að 10% er skipt jafnt, 30%
skiptast eftir iðkendafjölda og 60%
skiptist eftir sölu lottómiða í hér-
aði.
Arnþór Helgason, formaður Or-
yrkjabandalags Islands, sagði, að
peningarnir frá Lottóinu sköpuðu
ný viðhorf í starfsemi bandalagsins
og yrðu því mikil lyftistöng. Banda-
lagið sæi nú fram á að geta reist og
rekið íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja
og rynnu 80% af peningunum beint
til Hússjóðs öryrkjabandalags ís-
lands, sem er sjálfseignastofnun.
Arnþór sagði, að nú þegar væru
400—500 manns á biðlista eftir
íbúðum. Þetta væri fólk sem hvorki
gæti byggt sjálft, né vænst þess að
geta keypt íbúðir á frjálsum mark-
aði. Þegar er hafinn undirbúningur
að íbúðabyggingum fyrir hagnað-
inn af Lottóinu og er ætlunin að
byggja víða um land. 20% af hagn-
aðinum renna beint til Öryrkja-
bandalagsins og sagði Arnþór, að
þar biðu ótalmörg verkefni úr-
lausnar og einna brýnast nú væri að
nýta tölvutækni og aðra nýja tækni
til þess að efla þátt öryrkja í at-
vinnulífinu. Með því ynnist tvennt:
Annars vegar lækkaði sá kostnaður
sem þjóðfélagið bæri vegna örorku
og hins vegar gæfi slíkt öryrkjum
ný og aukin tækifæri til þess að
taka þátt í atvinnulífinu.
Pálmi Gíslason, formaður Ung-
mennafélags íslands, sagði, að
hagnaðurinn af Lottóinu væri afar
kærkominn fyrir aðildarsambönd
Ungmennafélagsins. Hann kvað
fjármununum ekki verða skipt
strax, heldur yrðu tillögur um skipt-
ingu lagðar fyrir þing samtakanna í
haust, þar sem endanlegar ákvarð-
anir yrðu teknar. Pálmi kvað brýn-
asta verkefnið nú að gera öllum hér-
aðssamböndunum mögulegt að
ráða til sín starfsmann til þess að
hafa umsjón með starfinu.
Samsteypa íslenskra
fiskeldistrygginga
Stofnuð hefur verið Samsteypa
íslenskra fiskeldistrygginga.
Stofnaðilar eru eftirtalin vá-
tryggingafélög: Almennar Tkygg-
ingar hf., Brunabótafélag íslands,
Reykvísk Endurtrygging hf., Sjóvá-
tryggingarfélag íslands hf., Trygg-
ingamiðstöðin hf. og íslenzk end-
urtrygging.
I fréttatilkynningu segir, að til-
gangurinn með stofnun samsteyp-
unnar sé:
1. að vinna að því að samræma
skilmála og ákvarðanir um þá,
svo og iðgjöld, verði teknar hér á
landi.
2. að vinna að því að aðildarfélögin
hafi ávallt yfir að ráða sem
fyllstum tölulegum upplýsing-
um um þessar tryggingar.
3. að vinna að því að fullnýta
möguleika þá sem fyrir hendi
eru innanlands á þessu sviði með
því að aðildarfélögin endur-
tryggi hvert hjá öðru, svo sem
sérstakir endurtryggingarsamn-
ingar og samþykktir samsteyp-
unnar segja til um.
Fiskeldi er ung atvinnugrein hér á
landi sem miklar vonir eru bundnar
við í framtíðinni. Reynslan bæði
hér og erlendis hefur hins vegar leitt
í ljós, að um mjög áhættusaman at-
vinnurekstur er að ræða. Það er því
mjög mikilvægt að þegar í upphafi
sé tekið mið af íslenskum aðstæð-
um og sú reynsla sem skapast, verði
notuð til að uppfylla þarfir þessarar
atvinnugreinar hvað vátryggingar
varðar.
Vegna slæmrar tjónareynslu er-
lendis eru endurtryggingamarkaðir
mjög takmarkaðir og hefur það
komið niður á íslensku fiskeldis-
stöðvunum í formi þröngra skil-
mála og hárra iðgjalda. Með því að
dreifa áhættum innanlands eins og
kostur er, minnkar ekki einungis
þörfin fyrir erlendu endurtrygg-
ingaverndina, heldur er vonast til
að unnt verði að hafa áhrif til þess
að ná betri skilmálum og hagstæð-
ari iðgjöldum.
Það virðist blasa við, að ef ekki er
faglega að málum staðið gæti það
leitt til þess, að mjög erfitt eða jafn-
vel útilokað verði að fá fullnægj-
andi endurtryggingavernd og yrði
það öllum aðilum til tjóns.
Á vegum samsteypunnar hefur
verið skipuð sérstök tækninefnd
Efnahagserfiðleikar
Greiðslujöfnuður hefur verið af-
ar óhagstæður hjá Dönum síðustu
árin og á síðasta ári jókst hallinn
meira en nokkru sinni. f rauninni
má segja að Danmörk sé gjald-
þrota, segir Jesper Jespersen, lektor
við Verslunarbáskóla Kaupmanna-
hafnar. Hann segir að Danir eigi
fullt i fangi með vaxtaaukninguna
eina saman, vegna síminnkandi
tekna af útflutningi.
Greiðslujöfnuður varð óhag-
stæðari á árinu 1986, en nokkru
sinni fyrr í sögu Danmerkur. Hall-
inn varð 34,5 milljarðar Dkr., sem
er 5,4 milljörðum kr. hærri upphæð
en árið 1985. Ríkisstjórnin hefur
sagt að nú hafi þessari óheillaþróun
verið snúið við og að hallinn í ár
verði langtum minni, eða 18—19
milljarðar Dkr. Hagfræðingar í
„Privatbanken“ leggja ekki trúnað
á þær tölur og Jespersen er einnig á
annarri skoðun. Hann telur að hall-
inn í ár verði u.þ.b. 25 milljarðar kr.
Jespersen telur áætlanir ríkis-
stjórnarinnar óraunhæfar, einkum
m.t.t. þess að á þessu ári muni Dan-
mörk að líkindum slá Evrópumet í
lántökum, sem út af fyrir sig sé
áhyggjuefni. Skoðun hans byggir
einkum á því að útflutningur hefur
dregist saman undanfarið. Síðasta
ár dróst iðnaðarútflutningur saman
um 2% að magni til, miðað við árið
1985 og það lítur ekki út fyrir neina
aukningu á þessu ári. Hann lítur þvi
ekki björtum augum til framtíðar-
innar.
Methafi í skuldum
Vegna hins mikla hallareksturs
í Danmörku
neyðast Danir til að auka enn er-
lendar skuldir sínar, sem hafa farið
sívaxandi hin síðari ár. Árið 1980
skulduðu Danir 100 milljarða Dkr.
erlendis. Árið 1982 voru skuldirnar
komnar í 154 milljarða kr. og nú eru
þær komnar í 262 milljarða kr.
Skuldirnar væru enn meiri, ef ekki
væri vegna breytinga á gengi og
verðbréfum, m.a. vegna verðfalls
dollarans sem hefur haft jákvæð
áhrif á skulastöðuna.
Erlendar skuldir samsvara nú því
að hver Dani skuldi 52.400 Dkr. er-
lendis.
Vöruskiptajöfnuður var óhag-
stæður um 9 milljarða kr. á síðasta
ári. Ferðamannaþjónustan hefur
verið sú atvinnugrein sem einna
mestar vonir voru bundnar við, en
einnig þar varð hallarekstur. Danir
eyddu 2,9 milljörðum meira í út-
löndum en sem nam tekjum af
ferðamönnum til Danmerkur. Mik-
ill hluti þessarar eyðslu er talinn
vera vegna innkaupaferða fólks yfir
landamærin til Norður-Þýska-
lands.