Alþýðublaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 27. febrúar 1987 RITSTJÓRNARGREIN Mótmælum Dounreay- stööinni í Skotlandi Islendingar hafa ekki verið nægilega á varð- bergi gagnvart náttúruspjöllum og umhverfis- slysum, og eitt Ijósastadæmið um þaðerupp- blástur og landeyðing, sem eykst með hverju árinu sem líður. Þá hafa íslendingar talió sig svo fjarri alfaraleið, að mengunarslys, t.d. á meginlandi Evrópu, hafi ekki áhrif hér. Þetta er rangt og nú steðjar að þjóöinni veruleg hætta vegna fyrirætlana Breta um að reisa endur- vinnslustöó fyrir plútóníum í Dounreay á norð- urodda Skotlands. I þessari stöð ætla Bretarað vinnaárlega úr80 lestum af geislavirku plútóníum. Plútóníum á aðflytjameðskipumtil Dounreayog síðan áað flytjaframleiðsluna flugleiðis til kjarnorkuvera um alla Evrópu. Hafstraumar við norðurodda Skotlands liggja upp á ströndum íslands, og geta menn gert sér í hugarlund hvaða áhrif það myndi hafa á uppeldisstöðvar fiskstofna, ef geislavirk efni bærust hingað frá Dounreay. Slík mengun gæti á augabragði gert að engu grundvöll lífsafkomu þjóðarinnar. M engunarslys af þessu tagi gætu orðið með ýmsu móti. Skip hlaðin plútóníum á leiö til Dounreay gætu farist og geislavirk efni borist hingað. Þá liggur ekkert fyrir um það hvernig verksmiðjan ætlarað losnavið úrgang, en ef að líkum læturverðurhafið notað sem ruslahaug- ur, eins og tíðkast hefuráundanförnum áratug- um. Islenskum stjórnvöldum ber að mótmæla fyr- irhugaðri smíði þessarar verksmiðju í Dounreay. Til þess áað beitaöllum ráðum, í óll- um alþjóðastofnunum, sem íslendingar eiga aðild að og í beinum viöræðum við bresk stjórnvöld. Hér dugar engin linkind, og það gagnar ekki að skjóta sér á bak við þá blekk- ingu, að ísland liggi svo fjarri ströndum meng- unarvaldanna, að áhrifanna gæti ekki hér. Það er liðin tíð. Nú er enginn óhultur, mengunin virðirengin landamæri né landhelgi. Það er heldur engin ástæða til að taka mark á þeim sérfræðingum, sem halda því fram, að ör- yggisráðstafanir séu svo tryggar að engin hætta sé á ferðum. Það er bara gömul þula og fullyrðingar, sem í engu hafa staðist. Öryggis- ráðstafanir vegna notkunar kjarnorku hafa brugðist og svipar til þess aö menn reyndu að loka Ijón inni í pappírsbúri. Islendingar skyldu hafa það í huga, að það eru fleiri hættur, sem steðja að fiskstofnum þeirra. Fæstir hafa hugmynd um þá gífurlegu umferð kjarnorkuknúinna kafbátaog herskipa, sem nú er um Norður-Atlantshafið. Því hefur verið haldið fram, að engin slysahætta stafi af þess- um skiþum. Nú eru aðrar skoðanir uppi. Árekstur eða annað óhapp gæti valdið því, að geislavirkt kælivatn frá vélum þessara skipa, færi út í hafið. Afleiðingarnar: Áratuga mengun og eyðilegging fiskstofna. Og fleiri hættursteðjaað. Norður-Atlantshaf- ið hefur um margra ára skeið verið notað sem ruslakista fyrir hverskonar eiturefni. Enginn getur sagt til um afleiðingar þess né heldur hvenæreiturefni frámeginlandinu berast til ís- lands. — Það er því rík ástæða til þess að taka öll umhverfismál mun fastari tökum en gert hefur verið og vera látlaust á varðbergi. Jóhanna 1 málum og slysavörnum þannig að fólk sé hvatt til meiri ábyrgð- ar á eigin heilsufari. Skólastefn- an taki i auknum mœli mið af hlutverki skólanna í heilbrigðis- uppeldi ungu kynslóðarinnar þannig að lykilhlutverk skóla- kerfisins í allri framþróun heilsufarsmála sé viðurkennt. 5. Skipulögð verði fræðsla um for- varnar- og heilsuverndarmál í fjölmiðlum. 6. Aukinn verði stuðningur við fé- lagasamtök sem vinna að viður- kenndu forvarnarstarfi i heil- brigðismálum. 7. Þjónustumarkmið heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa verði end- urskoðuð og skilgreind betur í samræmi við nýja síefnumörk- un í heilbrigðismálum. 8. Fjármögnunarleiðir í heilbrigð- ismálum verði endurskipulagðar með það að markmiði að saman fari ákvörðunarvald, stjórn og fjárhagsleg ábyrgð. Einnig verði kannað hvernig unnt er að ein- falda greiðsluleiðir í rekstri heil- brigðisþjónustunnar. Skipulögð verði rekstrarleg ábyrgð ein- stakra deilda innan sjúkrahúsa. 9. Heildaráætlun verði gerð um lík- lega þróun og framtíðarhorfur í heilbrigðis- og heilsufarsmálum. Jafnframt verði hafnar víðtækar heilbrigðisþjónustu-rannsóknir til að stuðla að bættri ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilsu- gæslu- og sjúkrahúsþjónustu. Rannsakað verði m.a.: — tengsl þjónustu utan og innan sjúkrahúsa með hliðsjón af áhrifum á frantgang heilsu- verndarmála. — helstu tilefni innlagna á sjúkrahús og hvernig draga megi úr innlögnunt með bættri þjónustu utan sjúkrahúsa. — hvaða leiðir eru helst færar til að draga úr löngum biðlistum á ýmsar deildir sjúkrahús- anna, svo sem bæklunardeild- ir, — hvort draga megi úr kostnaði við ákveðna þætti heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa með því að nýta betur forvarnir og heilsugæsluþjónustu bæði á sviði sérfræðiþjónustu og al- mennra lækninga, þar með taldar tannlækningar, — fyrirkomulagogverðmynduni lyfjasölu með það að ntark- ntiði að ná fram meiri hag- kvæmni og draga úr lyfja- kostnaði og stemma stigu við lyfjanotkun, — rekstrarþættir sjúkrahúsa, þar með talið hvernig dreifing launakostnaðar er innbyrðis milli heilbrigðisstétta, með hliðsjón af hagkvæmni í rekstri. — hvernig samnýta megi sér- hæfðan tækjabúnað sjúkra- húsa, koma á bættri verka- skiptingu milli sjúkrahúsa og bættu skipulagi sjúkrahús- þjónustunnar i landinu al- mennt. Greinargerð Ný viðhorf eru nauðsynleg í heil- brigðismálum. Þau markmið, sem stefna ber að, eru mótun nýrrar heilbrigðisstefnu sem hvort tveggja í senn fæli í sér leiðir til að bæta heilsufar þjóðarinnar og stuðlaði að meiri hagkvæmni í útgjöldum til heilbrigðismála. Ný heilbrigðis- stefna felur í sér nýja sókn til að tryggja betra líf með bættri heilsu. A undanförnum áratugum hafa útgjöld til heilbrigðismála vaxið hröðum skrefum. Um 10% af vergri þjóðarframleiðslu er nú varið til þeirra mála. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í sjúkrahúsþjónustu og er fjöldi sjúkrarúma hér á landi á hvern íbúa með því hæsta sem gerist ef treysta má tölfræðilegum upplýs- ingum og samanburðargildi þeirra við sams konar erlendar upplýsing- ar. Sama má segja um vistrými fyrir aldraða. Þrátt fyrir langa biðlista á stofnanir aldraðra eru vistrými hér hlutfallslega fleiri en gengur og ger- ist meðal nágrannaþjóða. Skýringa má m.a. leita í því að hjá nágranna- þjóðunum hefur meira verið lagt upp úr aðgerðum til að koma í veg fyrir stofnanavist, svo sem með víð- tækri heimilishjúkrun og heima- þjónustu fyrir aldraða. Hér vantar Iíka betra skipulag á öldrunarþjón- ustu og samræmt mat á vistunar- þörf á stofnunum. Þótt heilsugæslustöðvum hafi víða verið komið á fót hefur vax- andi hluti fjármagns til heilbrigðis- mála, eða um 75—80%, runnið í rekstur sjúkrahúsþjónustu. Meiri áhersla hefur verið lögð á meðferð sjúkdóma fremur en forvarnar- starf. Á því sviði hefur ríkt hálfgert máttleysi. Auk þessa hefur kostnaður vegna sérfræðiþjónustu vaxið gífurlega þó að talið sé að heimilislæknar geti sinnt 75—80% þeirra sem þurfa að leita sér læknisaðstoðar. Samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunar hafa heildarútgjöld til heilbrigðismála á árunum 1950— 1980 rúmlega nífaldast miðað við fast verð. Innlagnir á sjúkrahús hafa einnig margfaldast. Innlagnir á öll sjúkra- hús landsins höfðu fimmfaldast á árinu 1982 frá því sem var á árinu 1952. Á sama tíma fjölgaði íbúum hér á landi um 58%. Lyfjakostnað- ur hefur meira en tvöfaldast á sl. 10 árum og nema útgjöld almanna- trygginga vegna lyfja yfir 1000 milljónum króna. Þá er ótalinn hluti sjúklinga í Iyfjakostnaði, lyfjakostnaður sjúkrahúsa og lyf sem ekki eru lyfseðlaskyld. Tann- læknakostnaður hins opinbera hef- ur einnig aukist margfalt á undan- förnum árum. T.d. hefur þessi kostnaður vegna ibúa í Reykjavík fimm- til sexfaldast frá árinu 1974. Margt bendir einnig til þess að fjármögnunarleiðir heilbrigðis- mála stuðli ekki að hagkvæmni, en fjármögnun til heilbrigðismála er margþætt og greiðsluleiðir fjöl- margar. Mikið vantar á að saman fari ákvörðunarvald og stjórnunar- leg og fjárhagsleg ábyrgð. Þá ber einnig að leggja áherslu á það í þessu sambandi að það skipu lag heilbrigðisþjónustu, sem er fjárhagslega hagkvæmast — aukin heilsugæsla og forvarnir — gefur einnig mestan ávinning í heilsufars- efnum. Samfara þeirri þróun, sem hér hefur verið lýst, hefur sú skoðun verið ríkjandi að heilsufar íslend- inga fari batnandi. Til grundvallar því eru aðallega lagðar vaxandi ævilíkur og minnkandi ungbarna- dauði. Uppbygging sjúkrahúsaþjónust- unnar og aukin umsvif og útgjöld í heilbrigðisþjónustu þurfa ekki að jafngilda betra heilsufari þjóðar- innar, þó að nútimalæknavísindi hafi haft þau áhrif að lengja líf manna og lífslíkur þeirra sem haldnir eru langvinnum sjúkdóm- um. Frekar má áætla að meiri þjón- ustuþörf og mikill vöxtur heilbrigð- isþjónustunnar bendi til verra heilsufars. Það er mat margra að upplýsingar um heilsufarsmál séu alls ónógar og þvi byggist skoðun um gott heilsufar íslendinga fremur á ágiskunum heldur en á niðurstöð- um beinna rannsókna um þau mál. Þess vegna er það nauðsyn að auka upplýsingasöfnun varðandi alla þætti heilbrigðismála og efla rann- sóknir. Með úrvinnslu upplýsinga, sem safnað er skipulega, gefst kost- ur á að meta einstaka þætti og skipuleggja heilbrigðisþjónustuna. Þvi hefur verið haldið frarn, m.a. af landlækni, að beinn kostnaður vegna heilsugæslu og sjúkrahús- jyjónustu sé mun minni en óbeinn kostnaður. Er þar vitnað til niður- stöðu rannsókna á Norðurlöndum þar sem fram kemur að óbein út- gjöld, þ.e. kostnaður vegna sjúk- dóma og vanheilsu sem stafar af fjarvistum úr vinnu vegna sjúk- dóma, örorku og dauða fyrir aidur fram, sé mun meiri en beinn kostn- aður. Hið síðast nefnda hefur víð- tæka þýðingu í almennum þjóðfé- Iagsmálum. Á það ber einnig að líta að öldr- uðum mun fara mjög fjölgandi á næstu áratugum jafnframt því sem allt bendir til að verulega muni draga úr fólksfjölgun. í þessu felst mikil fjölgun fólks á lífeyrisaldri í hlutfalli við starfandi fólk. Áætla má að nú séu 8,3 einstaklingar á aldrinum 20—69 ára á móti hverj- um 70 ára og eldri, en spár benda til að eftir 50 ár verði aðeins 4,5 20— 69 ára einstaklingar á móti hverjum 70 ára og eldri. Ljóst er því að hlut- fallslega færri verða á vinnumark- aðinum til að standa undir auknum kröfum, þörfum og útgjöldum til heilbrigðismála. Heilbrigðisstefnu ber að marka í samræmi við ofangreind sjónarm- ið. Árangursríkasta leiðin er tví- mælalaust aukið forvarnarstarf og heilsuvernd, sem er hvort tveggja í senn eina raunhæfa leiðin til að tryggja betra heilsufar og meiri hag- kvæmni í útgjöldum til heilbrigðis- mála. Það vill oft gleymast að markmið okkar er ekki einungis að veita sem mesta þjónustu heldur einnig og ekki síður að vinna að bættu heilsu- fari. Það er ótvírætt eitt af háleit- ustu markmiðum hvers þjóðfélags að vinna að bættu heilsufari þegna sinna í sem víðtækustum skilningi. Haraldur 1 hafa áhuga á okkur. Það er ekki hægt annað en að hlæja að því, — en þetta er sannleikurinn og Stefán hafði ekki hugmynd um að nafn hans væri undir bréfinu. Tíma- menn láta svona sennilega til þess að hressa upp á kærleikann. Horfurnar hjá okkur Stefáns- mönnum eru góðar eins og málin standa i dag, en það er dagamunur á þessu hvað mönnum fínnstý sagði Haraldur M. Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.