Alþýðublaðið - 27.02.1987, Side 3
Föstudagur 27. febrúar 1987
3
Fé/agsmálastofnun
Frétta
bréfaröð
uiri
málefni
aldraðra
Félagsmálastofnun Reykjavikur-
horgar hefur nú sent frá sér 4 frétta-
hréf til aldraðra Reykvíkinga, en
byrjað var að senda út slík hréf á sl.
ári.
Fréttabréf um málefni aldraðra
eru send öllum íbúum Reykjavíkur-
borgar, 67 ára og eldri og hafa
margir aldraðir látið í Ijós þakklæti
fyrir fréttabréfin.
í fréttabréfi þessu er fjallað um
réttindi aldraðra og ýmis hlunnindi
sem veitast öldruðum Reykvíking-
um en í ljós hefur komið að fjöl-
margir aldraðir vita ekki um ýmiss
konar réttindi sem þeir hafa.
Ennfremur er sagt frá því að höf-
uðstöðvar félags- og tómstunda-
starfs aldraðra hafa nú flust frá
Norðurbrún 1 yfir í nýja félags- og
þjónustumiðstöð í Hvassaleiti
56—58, V.R.-húsið.
Helena Halldórsdóttir sem hefur
verið yfirmaður félagsstarfsins læt-
ur nú af þeim störfum en sinnir
áfram störfum sem forstöðumaður
i Norðurbrún 1, en Anna Þrúður
Þorkelsdóttir hefur nýlega verið
ráðin sem yfirmaður félagsstarfs
aldraðra hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborg rekur nú opið
félagsstarf fyrir aldraða á 8 stöðum
í borginni. Níunda félagsmiðstöðin
í Bólstaðahlíð 41—45 er tilbúin
undir tréverk og verður væntanlega
tekin í notkun í haust og fyrir
skömmu hófust byggingafram-
kvæmdir við 10. félags- og þjón-
ustumiðstöð aldraðra á horni Vest-
urgötu og Garðarsstrætis.
Það er ellimáladeild Félags-
málast. Reykavíkurborgar sem hef-
ur staðið að útgáfu fréttabréfsins
og er hún til húsa í Tjarnargötu 11.
Mál og menning:
Hundrað
ára
einsemd
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ný útgáfa skáldsögunnar
Hundraó ára einsemd eftir kólumb-
íska Nóbelsverðlaunahafann
Gabríel García Marquez. Er hún
bók fcbrúarmánaðar í ritröð sem
gefin er út í tilefni af 50 ára afmæli
forlagsins, en bók janúarmánaðar
var Ijóðabókin Tengsl eftir Stefán'
Hörð Grímsson.
Hundrað ára einsemd kom fyrst
út á frummálinu árið 1967 og vakti
mikla athygli; nú er hún talin eitt
helsta verk höfundar síns. Sagan
greinir frá því er Búendía fjölskyld-
an nemur land og reisir bæinn
Macondo hjá bergvatnstæru fljóti
þar sem sérhvert hús er sumarhús
fullt af birtu. í upphafi lifa þar allir
jafnir án valdhafa, einangraðir frá
umheiminum og hlíta forsjá goðans
Góðandag. En fyrr en varir ber
gesti að garði og brátt kemst rót á
kyrrstæða draumaveröld Macondo.
Þessi goðsagnakennda frásögn sýn-
ir heim í hnotskurn, í litríkri ættar-
sögu Búendíafjölskyldunnar krist-
allast líf suður-amerískra þjóða.
Hundrað ára einsemd var gefin
út á íslensku í þýðingu Guðbergs
Bergssonar árið 1978 og endur-
prentuð 1982, en hefur verið ófáan-
leg urn margra ára skeið. Þessi
þriðja útgáfa er 365 bls. að stærð og
kostar 1690 krónur. Fyrsta mánuð-
inn eftir útkomu verður takmarkað
upplag af henni selt á sérstöku af-
mælistilboði, 1190 krónur. Bókin er
prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en Bókfell annaðist bók-
band. Robert Guillemette gerði
kápu þessarar útgáfu.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Björgvin talar í
kosningamiðstöðinni
A laugardaginn þ. 28. þ.m.
verður opinn l'undur í kosninga-
miðstöð Álþýðuflokksins, Síðu-
múla 12. Þar mun Björgvin
Guðinundsson, sem skipar 6.
sætið á lista Alþýðuflokksins í
Reykjavík, fjalla uin efnið: „Ný
viðhorf í markaðsmálum".
Fundurinn liefst klukkan 14:00
og er öllum opinn.
Reykjaneshátíð
A-listans, Stapa
A-listinn á Reykjanesi efnir til stórhátíðar í Stapa, laugar-
daginn 28. þessa mánaðar. Hátíðin stendur frá klukkan 22:00
til klukkan 3 eftir miðnætti.
Á hátíðinni verða frambjóðendur A-listans kynntir.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur.
Spaugstofan kemur öllum f gott skap.
Ríó-tríó leikur.
Guðmundur Oddsson flyturávarp.
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Rúllugjáld er 500 krónur.
Sætaferðir: Upplýsingar í símum 44700 — 50499 — 689370.
Sætaferöir frá:
Þverholti Mosfellssveit kl. 20:50
Nýjabæ Seltjarnarnesi kl. 20:45
Kosningamiðstöðin Síðumúla 12, Rvík kl. 21:00
Hamraborg 14 Kópavogi kl. 21:10
Goðatúni 2 Garðabæ kl. 21:20
Alþýðuhúsinu Strandgötu 32, Hafnarfirði kl. 21:30.
Nánari upplýsingar I síma: 44700, 50499 og 689370.
Um hvad verður barist?
Borgarafundur
á Akureyri
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri efna til borgarafundar i Al-
þýðuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. mars klukkan 15.00.
Raeðumenn á fundinum verða:
Árni Gunnarsson, sem fjallar umefnið: „Vandi landsbyggð-
arinnar".
Hreinn Pálsson, sem fjallar um „Örlagaríkar kosningar“.
Jóhanna Sigurðardóttir, sem talar um „Húsnæðismálin".
Jón Sigurðsson, sem ræðir um „Stjórnmálin við upphaf
kosningabaráttu".
Að framsöguerindum loknum verður riflegur tími til fyrir-
spurna.
Akureyringar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri.
Flokksstjórnarfundur
og árshátíð á Akureyri
Flokksstjórn Alþýðuflokksins kemur saman til fundar á Ak-
ureyri laugardaginn 28. febrúar. Flokksstjórnarmenn, sem
fara frá Reykjavík, fara með flugvél frá Reykjavíkurflugvelli
föstudaginn 27. febrúar klukkan 19.00 (Mæting klukkan
18.30).
Dagskrá flokksstjórnarfundarins á laugardag, verður á
þessa leið:
Kl. 11.00: Fundurinn settur I Alþýðuhúsinu. JóhannaSiguröar-
dóttir, varaformaður flokksins, setur fundinn.
Kl. 11.15: Staðfesting á framboðslistum Aiþýðuflokksins
vegna væntanlegra aiþingiskosninga.
Kl. 12.00: „Málefni landsbyggðarinnar" — Árni Gunnarsson,
ritari flokksins, og efsti maður á lista hans í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, flytur framsögu.
Kl. 12.35: Matarhlé. Létt máltíð á staðnum. (250 kr.)
Kl. 13.00: „Málefni landsbyggðarinnar". Umræður.
Kl. 14.30: Onnur mál.
Kl. 15.00: Fundarlok.
Að loknum flokksstjórnarfundinum býður fulltrúaráð Al-
þýðuflokksfélaganna á Akureyri flokksstjórnarmönnum og
mökum þeirra í skoðunarferð um Akureyri. Að ferö lokinni
verða veitingar i boði fulltrúaráðsins í skrifstofu flokksins að
Strandgötu 9.
ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri verður síðan
í Alþýöuhúsinu um kvöldið, og hefst með borðhaldi klukkan
19.30.
Sölustaðir á
Austurlandi:
Vopnafjörður
Seyðisfjörður
Egilsstaðir
Neskaupstaður
EskifjörðurLÁ/S
Reyðarfjörður m"
Fáskrúðsfjörður
Djúpivogur
Höfn í Hornafirði
w HENNI
TÓKST ÞAÐ!
Ung kona í Reykjavík
varð rúmlega 2,5 míUjónum ríkarí
með þátttöku sínni í Lottóinu
síðasta laugardag.
Hún var eín með fimm réttar tölurl
HVAÐ MEÐ WG?
Hefur þú 5 réttar tölur
í fórum þínum
fyrír næsta Iaugardag?