Alþýðublaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið Þriðjudagur 3. mars 1987 42. tbl. 68. árg. Erlent fjármagn í fiskvinnsluna: Búvöruverðshœkkunin: mótmælir „Það liggur ekkert í augum uppi, að tekjuháir bændur eigi að fá sérstaka hækkun vegna ákvæða um lágmarkslaun í kjarasamningum“, segir Björn Björnsson, hagfræð- ingur ASÍ. — „Við eigum samkvæmt lögunum að bera okkur saman við aðra hópa. — Auðvitað er það svo að sumir bændur hafa hærri tekjur en aðrir“, segir Ingi Tryggvason. „Fögnum nýju framtaki í atviimumálum* ‘ — segir Karl Steinar Guðnason, alþingismaður „Við fögnum öliu nýju framtaki í atvinnumálum á Suðurnesjum. Með þessu móti hefur fengist fjár- magn til þess að koma þessum fyrir- tækjum á flot, og þeim stýra fram- sæknir og duglegir menn, sem eiga eftir að láta frekar að sér kveða í at- vinnumálum á Suðurnesjum“, sagði Karl Steinar Guðnason, al- þingismaður og formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur, í samtali við Alþýðublaðiö í gær. Erlendir aðilar hafa nýverið keypt sig inn í tvö fyrirtæki á Suð- urnesjum, ICE-Scott í Garði og ís- lenskan Gæðafisk hf. í Njarðvík- um. Þessi tvö fyrirtæki hafa undan- farið auglýst í fjölmiðlum og boðið allt að 30—50% hærra verð fyrir fisk en boðið er samkvæmt fisk- verði verðlagsráðs. Fyrirtækin tvö eru bæði í vinnslu og ísfiskútflutningi. „Þau bjóða gott verð og það skapar atvinnu og fjármagn í byggðarlögunum. — Við frábiðjum okkur allan gamal- dags hugsunarhátt og einangrun. Það er því engin ástæða til annars en horfa björtum augum til fram- tíðarinnar, því þessi fyrirtæki vita nákvæmlega hvað þau eru að gera“, sagði Karl Steinar. fyrrverandi þjóðskjala- vörður, látinn. Látinn er í Reykjavík Bjami Vilhjálmsson, fyrrverandi þjóðskjalavörður, á sjötugasta og öðru aldursári. Bjarni Vilhjálmsson var fæddur 12. júní 1915 að Hátúni á Nesi í Vopnafirði. Hann varð magister i íslenskum fræðum frá Háskóla íslands árið 1942. Kennari við Alþýðuskólann í Reykjavík 1939—47 og for- stöðumaður skólans síðustu ár- in. Bjarni var framkvæmda- stjóri Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu •* 1943—44. Skjalavörður við Þjóðskjala- safn íslands frá 1. okt. 1958 og Þjóðskjalavörður frá árinu 1968. Eftirlifandi kona Bjarna Vil- hjálmssonar er Jóna Kristín Eiríksdóttir. Búvöruverð hækkaði um 5% í gær eftir að launaliður bænda var hækkaður um 10 prósent. Mið- stjórn ASÍ hafði harðlega mótmælt áformum um hækkun búvöru- verðs. „Við gagnrýndum þessar fyr- irætlanir og höfum umfram allt vís- að til þeirra yfirlýsinga sem ríkis- stjórnin gaf út um þessi mál í tengslum við kjarasamningana í desember", sagði Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ í samtali við Al- þýðublaöið í gær. Miðstjórn ASÍ hélt fund á föstu- dag og vakti athygli á, að áform væru uppi í 6-mannanefnd um 20% hækkun á Iaunalið, sem mundi skila sér í meira mæli til tekjuhárra bænda, en þeirra tekjulægri. Hækkun búvara gæti orðið 10— 12%. Forsætisráðherra skrifaði bændum bréf í framhaldi af því og náðist samkomulag um, að hluti hækkunarinnar kæmi til fram- kvæmda strax og gilti til bráða- birgða í hálfan mánuð. Samkvæmt samkomulaginu verða á meðan kannaðir möguleikar á sérstökum ráðstöfunum til að ná fram áhrifum kjarasamninganna frá í desember, og verður reynt að sjá til þess að þær ráðstafanir hafi ekki veruleg áhrif á verðlag. Tveir fulltrúar neyt- enda í 6-mannanefnd voru frestun andvígir. Björn Björnsson var spurður að því hvort mönnum hefði ekki átt að vera ljóst að búvöruverð hækkaði þegar launaliður bænda hækkaði til samræmis við kjarasamninga: „Það liggur ekkert í augum uppi að tekjuháir bændur eigi að fá sér- staka hækkun vegna almennra ákvæða um lágmarkstekjur í kjara- samningum. Það er ekki um það að ræða að hækka bara laun tekju- lægstu bænda. Þarna er um að ræða almenna hækkun sem þýðir í raun raun miklu meira til handa þeim tekjuhærri en tekjulægri" Ingi Tryggvason, formaður Stéttasambands bænda, sagði að bændur væru aðeins að taka inn lágmarkslaun. „Ástæðan fyrir þvi að hækkunin er þetta mikil í prósentum er bara einfaldlega sú að þau laun sem miðað hefur verið við í verðlagsgrundvelli eru þetta lág. Við eigum samkvæmt lögunum að bera okkur saman við tekjur ann- arra þjóðfélagshópa. — Áuðvitað er þaö svo að sumir bændur hafa hærri tekjur en aðrir. Það gildir sama með bændur og atvinnurek- endur að staða þeirra er nokkuð mismunandi eftir þvi hve mikið eig- ið fé þeir hafa í rekstrinum“ Jón Sigurðsson um samemnlezan lífeyrissjóð: „Sjóðuriim deildskiptur eftir landshlutum hvað varðar ávöxtun iðgjalda“ Yfirráð fjárins haldist heima í héraði „Alþýðuflokkurinn vill þjóðar- atkvæði um lífeyrissjóðamálið og leggur til að komið verði á lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn. Sjóður- inn verði deildskiptur eftir lands- hlutum, hvað varðar ávöxtun ið- gjalda þannig að yfirráð fjárins haldist heima í héraði. En hvað rétt- indi fólksins varöar, starfi deildirn- ar sem einn sjóður.“ Þessi orð lét Jón Sigurðsson falla í ræðu á opn- um borgarafúndi sem Alþýðu- flokksfélögin á Akureyri gengust fyrir sl. sunnudag. Jón Sigurðsson sagði ennfremur um lífeyrissjóðamálið: „Það hefur verið að velkjast í nefndum árum saman og engin lausn í augsýn af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Reyndar hefur fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, lýst yfir stuðn- ingi við ríkjandi kerfi hundruð sjóða sem þó skilur þúsundir eftir með skarðan hlut. Það eru eigendur lífeyrisréttinda sem eiga að ráða en ekki núverandi stjórnendur sjóð- anna eitthundraðí* Á sama fundi fjallaði Árni Gunnarsson, efsti maður Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, um launakjör landsbyggðar- fólks, fólksflutning úr sveitum og hrapandi fasteignaverð út á landi. í ræðu Árna kom fram að hann teldi helst til ráða að stækka sveitarfé- lögin, auka tekjustofna til sveita og íhuga fylkjaskiptingu. Jón Sigurðsson: „Eigendur lífeyris- réttinda — fólkið í landinu — eiga að ráða en ekki núverandi stjórn- endur sjóðanna eitt hundrað.“ Eiður Guðnason um yfirlýsingu Sverris Hermannssonar á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki um Tele-X: Einkennileg vinnubrögð“ Tillagan um Norrœnan kvikmyndasjóð vakti mikla athygli „Eg hef lýst þeirri skoðun minni, að það sé allt of fljótt og ótímabært að vera með yfirlýsing- ar, eins og þær sem Sverrir Her- mannsson kom með á Norður- landaráðsþinginu, þar sem hann mælti með að íslendingar drægju sig út úr Tele-x samstarfinu. Ég sé ekki alveg hvaða tilgangi svona yf- irlýsing þjónar“, sagði Eiður Guðnason, alþm. um fyrrgreind ummæli menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar sem hann lét falla á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki fyrir skömmu. „í fyrsta lagi er von á skýrslu frá útvarpsstjórum Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og íslands, núna næstu daga, en þeir hafa verið að vinna að athugun þessa máls. Einnig er þegar búið að taka ákvörðun um norrænt sjónvarp um Tele-x. Það var gert í nóvem- ber 1985, en þá voru gerðir vissir fyrirvarar af okkar hálfu. Út- varpsstjórarnir munu leggja til í þessari skýrslu, sem kemur núna alveg á næstunni, að kannað verði með fjórar rásir í stað tveggja. Hins vegar hefur maður ekki séð neinar tillögur um það ennþá hvernig eigi að nota þessar fjórar rásir. Það getur vel verið að við get- um ekki nýtt okkur þetta samstarf og ekki tekið þátt í þessu, en það er að minnsta kosti ekki enn kom- ið í ljós. Sendingar frá Tele-x hnettinum ná ekki hingað eins og er, — hans sendistyrkur nær ekki svona langt vestur á bóginn. Þess vegna er talað um að koma efninu til okkar með öðrum hætti, eða um annan fjarskiptahnött. Hin Norðurlöndin ætluðu sér að borga kostnaðinn við það að mestu, þannig að okkar hlutur hefði orðið 1% eða þar um bil. Þessi mál eru sem sagt enn í athugun. Svo gerist það á þing- inu, að fulltrúar hægri flokkanna í Norðurlandaráði, henda fram tillögu fyrirvaralaust þar sern upp er tekin þessi hugmynd úr út- varpsstjóraskýrslunni, að rásirnar verði fjórar og að hætt verði við tvær. Þetta vakti nokkra gagnrýni vegna þess að málið var illa undir- búið og átti greinilega að vera ein- hver pólitískur uppsláttur. Allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skrifuðu upp á þessa tillögu. Svo kemur Sverrir Hermannsson með sína úrtölutillögu nánast sama daginn, þess efnis að íslendingar eigi að draga sig út úr þessu. Þetta eru auðvitað afar einkennileg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt. Þessari tillögu hægri flokkanna var vísað til menningarmála- nefndarinnar og nú verður þetta Eiður Guðnason: „Okkar kostnaðarhlutur hefði orðið /%.“ mál væntanlega athugað í ljósi þeirra upplýsinga sem væntanlega koma fram í skýrslu útvarpsstjór- anna. Menningarmálanefndin heldur síðan fund í byrjun maí, þar sem um þetta mál verður fjall- að. Ef á að breyta Tele-x hnettin- um þannig að hann geti annað fjórum rásum í stað tveggja, verð- ur að taka ákvörðun um það fyrir miðjan júní n.k. Varðandi Kvikmyndasjóðinn, þá var þessi tillaga frá menningar- málanefndinni um að stofna kvikmynda- og sjónvarpsmynda- sjóð, samþykkt með 70 atkvæð- um samhljóða. Þetta er tillaga sem ég átti frumkvæðið að og hún hefur vak- ið feiknalega athygli og henni hef- ur verið mjög vel tekið. Það sýnist vera mikill áhugi á því að vinna þetta mál nokkuð hratt, þannig að þessi sjóður geti komist á lagg- irnar tiltölulega fljótt. Hversu hratt það verður nákvæmlega, fer eftir undirtektum ráðherranna. Ég á von á því að frekari athugun á þessu máli fari í gang núna alveg á næstunni“, sagði Eiður Guðna- son.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.