Alþýðublaðið - 03.03.1987, Side 3
Þriöjudagur 3. mars 1987
3
Vaka—Helgafell:
Af menningarástandi
— æskuskrif Halldórs Laxness
guðfræði, og reyndust dálkarnir
undirritaðir Halldór frá Laxnesi,
Halldór Guðjónsson, Halldór Lax-
ness og Halldór Kiljan. Það var
gaman að rekast á þetta spakvitr-
íngaslúður aftur eftir rúmlega hálfa
öld og sumt eldra.
Við glugguðum í þessa mis-
laungu blaðadálka og ekki er því að
leyna að mér þótti mart forvitnilegt
sem þar skrifað stóð, þó víða gætti
nokkurs únggæðíngsháttar. Ljóst
var að skrifarinn hafði sumsstaðar
tekið meira uppí sig en góðu hófi
gegnir, líklega til þess að vekja
þjóðina upp með andfælum og
skaprauna yfirvöldum.
Forleggjari minn tjáði mér að
með góðra manna aðstoð hefði
hann safnað saman þessu efni, úr
gömlum blöðum og tímaritum, sem
ekki fyndust leingur nema á söfn-
um. Fátt eða ekkert af þessu blaða-
lesmáli mínu hefði enn komist á
bók og væri því almenningi í land-
inu ótilkvæmt. Þetta taldi hann
fulla ástæðu til að velja úr efninu
dálitla syrpu sem kynni að eiga er-
indi í ritsafn mitt, þar sem ýmis
roskinlegri greinasöfn voru fyrir og
höfðu notið vinsælda.
Á þessu málaleitan félst ég og nú
Ólafur H. Einarsson:
Nafni minn Palme
A síðkvöldi þú gengur
af bíósýningu með konu þinni.
Þið röltið eftir malbikuðu strœti
leiðist hönd í hönd,
eins og lífið hefur okkur best kennt.
Á síðkvöldi þið gangið
og strœtið ómar af borgarnið,
það gellur í hávœrum bílhornum
og loftið er mettað af borgarlykt.
Á síðkvöldi leiðist þið
og ræðið um efni myndar,
sem var stundarafþreying ykkar
frá amstri hins vélvœdda borgarsamfélags.
Á síðkvöldi lœðist hönd í lófa
það er mannmargt á götum,
það eru hundruð ykkur lík
á leiðinni til þeirra sem best ykkur unna
og búast við ykkur heim.
Á síðkvöldi þú gengur
af bíósýningu með konu þinni
og afrek dagsins fara um huga þinn.
Hugsjón sem drifin er af eldmóði
um frelsi jafnrétti og brœðra/ag.
Á síðkvöldi þið gangið
og fólkið sem þú elskar og virðir
líður hjá ykkur og viðmót þess
er elskulegt, því það þekkir sína bestu.
Á síðkvöldi verður gangan öll
því morðingjar heimsins eiga aldrei frí
frá vonsku, hatri og vélabrögðum;
þyí þeir hata lífið með eðli sínu.
Á síðkvöldi þegar lœðist hönd í lófa
heyrist skothvellur á strœtishorni
og krampakenndur sársauki þrýstir hönd
þess sem best þér unnir,
en um huga þinn flýgur heil mannsœvi.
Á síðkvöldi þegar gangan er öll
og þú hnígur máttvana niður
er ævin þín öll, því fljótið stemmist að ósi.
Þá skellur i hœlum ódœðisins
sem lifir á því að flýja verk sín.
Á síðkvöldi þegar œvin er öll
ertu frjáls í nýjutn heimi
þar sem morðingjar heimsins fá aldrei völd.
Þú gengur frjáls um strœtin.
A síðkvöldi þú gengur
af bíósýningu með konu þinni,
þið röltið eftir malbikuðu strœti
leiðist hönd í hönd,
það er ilmur rósa á strœtishorni.
Á síðkvöldi leiðist þið
framhjá hljóðu fólki sem drjúpir höfði
er fyrirlítur ofbeldi, þessa heims;
í svip þess vakir friður, frelsi, jafnrétti.
Ólafur Hafsteinn Einarsson
samið árið 1987 í feb.
Fvrir síðustu jól kom út hjá
Vöku-Helgafelli bók sem inniheld-
ur greinasafn eftir Halldór Lax-
ness. Allar eru greinarnar um og yf-
ir 60 ára gamlar og því í meira lagi
forvitnilegar af ýmsum ástæðum.
Til dæmis sýna þær og sanna að
Halldór hefur snemma byrjað að
reyna að tukta þjóð sína til og haft
uppi tilburði til að koma henni til
betri siða en í þá daga voru viðhafð-
ir á landi hér. Þegar staldrað er við
í dag og litið á útkomuna verður
ekki annað séð en að skáldinu hafi
orðið allvel ágengt.
, Halldór segir í upphafsorðum:
» Ekki ósjaldan hefur komið í ljós
að þessi höfundur hefur í meira lagi'
götóttar endurminníngar um ýmis
æviskeið sín. Samferðamenn og
atburðir frá fyrri tíð kynnu að vera
lifandi í minningunni, en skyndi-
skrif af margvíslegum toga, sem ég
hef breitt út í blöðum og tímaritum
á úngum aldri, kynni ég ekki að
rifja upp núna svo í lagi væri,
hversu mjög sem að mér væri lagt.
Það kom mér skemmtilega á
óvart þegar nýr útgefandi minn,
Ólafur Ragnarsson, sýndi mér á
liðnu sumri haug af blaðagreinum
um þjóðmál, list, bókmenntir og
Halldór Laxness Mynd J. Smart
hefur sá góði maður komið efninu
saman og heim með nokkrum skýr-
íngum sem hann hefur sótt í sam-
tímaheimildir og til fróðra manna;
auk þess sem ég hef samkvæmt
bestu vitund bætt smámunum við
hinn forna texta minn til að gera
hann nútímalesendum ljósari.
Mér er sagt að vaxandi áhugi sé
meðal úngs fólks um fortíð þjóðar-
innar og fer vel á því. Kynni þá þetta
raus úngs manns frá því fyrir rúm-
um sex tugum ára að vera viðlíka
nýtt fyrir ýmsum lesurum og það er
fyrir mcr núna. Stundum finst mér
tíminn hafi geingið afturábak síðan
þetta v tr .”
Og þa hafa menn það. Það getur
vel verið að endurminningarnar séu
götóttar, jafnvel í rneira lagi. Hvað
sem því líður þá eru þær stór-
skemmtilegar aflestrar og fróðlegar
vel fyrir það ungt fólk sem ef til vill
langar að hnýsast í rifrildi og þras
manna fyrir sextíu árum. Og fleira.
Ekki er nefnilega allt rifrildi og þras
sem þar stendur, þrátt fyrir að Hall-
dór segi á einum stað: „Landslýður-
inn varð stundum moldöskuvondur
út af þessum skrifum mínum enda
stillti ég vandamálunum oft upp á
rosalegasta hátt!‘ Og einnig: „Það
er augljóst að þarna eru á ferð
strákur og kjaftaskur í einni og
sömu persónu."
Halldór hefur komið víða við í
skrifum sínum á þessum árum.
Menningarástand íslendinga hefur
haldið skáldinu vakandi árið 1925.
Tæpar fimmtíu blaðsíður í þessari
bók eru hugleiðingar og vangavelt-
ur um það furðufyrirbæri, — og
hefur varla veitt af, þar sem ekki
verður annað séð en þjóðin hafi í þá
daga haft í meira lagi furðulegar
hugmyndir um menningu almennt,
svo ekki sé nú talað um daglegan
framgangsmáta og mannasiði í þess
orðs hringlaga merkingu.
Einnig er i bók þessari þáttur um
ritdómara. Verður ekki betur séð en
að hann eigi erindi til þeirrar stéttar
enn þann dag í dag, með fullri virð-
ingu auðvitað og mætti undirritað-
ur taka vel til greina allt sem þar
stendur, — svona sér í lagi.
Talið um útvarpið hefur á þess-
um árum verið hið fróðlegasta, en
þá veltu mcnn því til dæmis fyrir sér
hvað það fyrirbrigði skyldi kallast
upp á íslensku. Halldór notar í
grein sinni um fyrirtækið orðið
„viðboð“. Þykir það sennilega
nokkuð kindugt í dag. Ættarnöfnin
fá einnig sinn skammt. Einnig
Þjóðkirkjan. Þá skrifar Halldór
um tisku og menningu. Fróðlegt
nokk fyrir nútimann. Einnig
Drengjakollurinn og íslenska kon-
Annars er tómt mál að reyna að
tína allt það til sem Halldór tekur
fyrir í þessari bók. Hann kemur
víða við og virðist óþreytandi að
hvetja þjóð sína til dáða á flestum
ef ekki öllum sviðum.
Bók Halldórs Laxness er stór-
skemmtileg aflestrar. Þar að auki
fróðleg eins og best verður á kosið.
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi
hefur skrifað skýringar framan við
hvern kafla, lesendum til glöggvun-
ar, þannig að háttvirtir neytendur
eru alltaf með á nótunum af hvaða
tilefni viðkomandi grein er rituð.
Hefur þetta ráð þeirra Halldórs og
Ólafs tekist með ágætum.
Örn Bjarnason
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ!
|| uweroar
VEXTIH
Frá 1. mars 1987 eru vextir í Landsbankanum
sem hér segir:
INNLANSVEXTIR:
Vextir
alls á ári
Sparisjóðsbækur
11,0%
Kjörbækur
20,0%
Vextir eftir 16 mánuði
21,4%
Vextir eftir 24 mánuði
22,0%
Vaxtaleiðrétting v/úttekta
0,8%
Verðtryggður Sparireikningur:
Með 3ja mánaða bindingu
2,0%
Með 6 mánaða bindingu
3,5%
Sérstakar verðbætur á mán. 0,92%
11,0%
Sparireikningar bundnir í 3 mán.
12,0%
Sparireikningar bundnir í 12 mán.
13,0%
Sparilán
13,0%
Tékkareikningar
6,0%
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
Bandaríkjadollar
5,0%
Sterlingspund
9,5%
Vesturþýsk mörk
3,0%
Danskar Krónur
9,5%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Vextir
alls á ári
Víxlar (forvextir)
19,0%
Hlaupareikningar
20,0%
21,0%
Almenn skuldabréf
Verðtryggð lán:
Lánstími í alltað21/2ár
6,0%
Lánstími minnst 2'/2 ár
6,5%
Lapdsbanki
islands
Banki allra landsmanna