Alþýðublaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 6. mars 1987 RITSTJÓRNARGREIN Skerum upp herör gegn lyfjamafíunni Ami Johnsen aipingismaöur hefur, ásamt þremur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa lagafrumvarp um að lyfjasala verði gefin frjáls. I greinargerð með tillögunni segir m.a. að 99% af upplýsingum um lyf komi frá apótekurum en aðeins 1% frá landlækni. Gróðabrallið væri siíkt að landlæknir fengi ekki einu sinni að vita hvert væri söluhæsta lyf landsins. Þessar upplýsingar hefur landlæknir staðfest. Alþýðublaðið fagnar þessari þingsályktunar- tillögu. Það er kominn tími til að skera upp her- ör gegn gróðastarfsemi lyfjamafiunnar sem þrífst í skjóli sjúkdóma almennings ( landinu. Enginn rekstur í landinu borgar sig eins vel og iyfjasala. íslendingar kaupa lyf fyrir 1.800 millj- óniráþessu ári. Með skynsamlegri stýringu og afnámi einokunar I sölu lyfja á hins vegar að vera unnt að spara 600—700 milljónir króna, þar af stærstan hluta sem rfkisstjórnin greiðir nú beint af skattpeningum. Það er því algjört forgangsverkefni að afnemna einokunina I lyfjasölunni, ef ná á verðinu niður, og alþýða landsins og rikið greiði sanngjarnt verð fyrir nauðsynleg læknislyf. Uæmin um einokunaraðstöðu og gróðasvall lyfjamafíunnar eru mýmörg í greinargerð Árna Johnsen. Eitt þeirra er, að lyfjasalar og lyfja- fræðingar eru nær einráðir í lyfjasölunni allri. Þeir eru innflytjendur lyfja, framleiðendur, heildsalar, smásalarog ráða útsöluverðinu þar sem 4 lyfjafræðingar eru I 5 manna nefnd sem ákveður verð á lyfjum, svonefndri lyfjaverð- lagsnefnd. Að auki ráðaþessir aðilar innkaups- verðinu að hluta, þvl það er samningsatriði. Harðasta sölumennska I heiminum I dag er ekki I vopnum, heldur I lyfjasölu, svo orð Arna séu notuð. Annað dæmi um gróðabrallið er, að innlend lyfjafyrirtæki framleiða dýr sérlyf I samkeppni við innflutt lyf, en jafnframt leggj- ast innlend lyfjaframleiðslufyrirtæki áerlendu fyrirtækin og hóta þeim að hefja framleiðslu á þeirra lyfjum, ef þau fái ekki umboðin fyrir þau. Þesar og aðrar staðreyndir gera það að verkum að verð lyfja hækkar um 140% I það minnsta frá innflutningsverði og þar til neytandinn fær lyfið afhent og er þá söluskatturinn undanskil- inn. w Aðurhefurlltillegaverið fjallað um gróðabrall lyfjamaflunnar. Til að mynda tók Helgarpóstur- inn upp málið I ítarlegri grein sem birtist I blað- inu þ. 6. móvember. Yfirlýsingar lækna hafa birst um málið á opinberum vettvangi. Þannig skrifaði Pétur Pétursson læknir langa grein I Læknablaðið fyrir ári og fjallaði um ávísanir sýklalyfjaog vinnuvenjurlækna. Þarsagði Pét- ur m.a.: „Það er umtalað meðal lyfsala, hve áróður lyfjafyrirtækja og útsendara þeirra á greiðan aðgang að hlustum Isienskra lækna. Það ber kunnáttu eða siðferðisþreki okkar ekki fagurt vitni ef við eigum okkur ekki aðrar leiðir skárri til endurmenntunar en hlusta á fánýtan áróður lyfsala sem síðan er skolað niður með mútum I formi Ijúfra veiga.” í greinargerð Árna Jóhnsen er einnig komið inn á mútur til lækna: „Öll lyfjafyrirtækin eru eins konar ferðaskrif- stofur fyrir læknaog aðra sem sinna lyfjadreif- ingu. Ferðir sem boðið er upp á heita fundar- ferðir til þess að kynna sér lyf, en hér er að sjálfsögðu um að ræðasporslurtil mannafyrir dreifingu lyfja... Það hefurfærst I vöxt að lyfsal- ar byggi eða kaupi húsnæði við apótek sln og skapi aðstöðu fyrir læknastofur sem oft eru setnar læknum sem skrifa út hátt hlutfall lyfja- ávísanaen þessar lyfjaávísanir rennasíðan inn I lyfjaverslun leigusalans." Lyfjamaflan hefur þrifist I skjóli innri sam- tryggingar og einokunaraðstöðu. Hún hefur fitnað og dafnað á sjúkdómum og lyfjaþörfum almennings. Allar upplýsingar um sölu- og markaðsmál lyfjaeru sem hernaðarleyndarmál sem landlæknisembættið fær ekki einu sinni að reka nefið I. Þessi einokun lyfjamaflunnar kostar ríkið og almenning svimandi upphæðir sem renna að mestu I vasa gróðabrallara. Þessu þarf að breyta með löggjöf. „Endurskoða þarf gengisstefnuna“ — segir m.a. í greinargerð launanefndar, sem fylgdi úr- skurði um launahækkunina 1. mars. Eins og kunnugt er hefur launa- nefnd ASÍ, VSÍ OG VMSÍ ákveðið að hækkun launa skuli verða 2% hinn 1. mars, sem er jafn mikið og kveðið er á um í jólaföstuslamning- unum. I greinargerð með úrskurð- inum er fjallað um verðlagsþróun- ina á samningstímanuin, það sem miður hefur farið í stjórnun pen- inga og gjaldeyrismála og spáð í verðlagsmálin á árinu. Alþýðublað- ið birtir greinargerðina í fullri lengd: Launanefnd er sammála um þennan úrskurð og vísar til þess, að vísitala framfærslukostnaðar reyndist í febrúarbyrjun nánast á viðmiðunarmörkum kjarasamn- ings eða 187.77 stig, en í samning- unum í desember var miðað við 187.7 stig. Þá hefur launanefnd endurmetið verðlagsspár samningsaðila og fjallað almennt um efnahagshorf- ur, m.a. með hliðsjón af nýrri þjóð- hagsspá. Nefndin telur rétt að eftir- farandi komi fram: 1. Samningar sem gerðir hafa verið í kjölfar jólaföstusamninga hafa, — þegar á heildina er litið, falið í sér svipaðar hækkanir launakostnaðar og miðað var við í áætlunum samningsaðila í desember. Verðlagsáhrif þessra samninga, umfram áður gerða samninga, eru hverfandi. Niður- stöður þeirra samninga sem enn er ólokið kynnu að raska þeim forsendum sem lágu til grund- vallar verðlagsspánni í desemb- er, en ekki er að svo stöddu ástæða til þess að ætla að svo fari. 2. Aorðnar breytingar á gengi krónunnar leiða til nokkurrar hækkunar innlends verðlags, umfram það sem gert var ráð fyrir í desember. Þessar breyt- ingar má annars vegar rekja til sviptinga á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum og hins vegar til breyttrar viðmiðunar við ákvörðun á gengi íslensku krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Verð á SDR er nú tæp- um 2% hærra en í desember og meðalgengi erlendra mynta, skv. viðskiptavog, um 1.5% hærra. Þrátt fyrir að þessi hækkun, sem ekki varð fyrirséð, sé að miklu leyti þegar komin fram stenst verðlagsspá fyrir febrúar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu, en ljóst er að viðbrögð fyrir- tækja við verðlagsbreytingum eru allt önnur þegar verðbólga er tiltölulega lág, — mælist ekki í tugum prósenta, en við skilyrði mikillar verðbólgu. Viðleitni er til þess að eyða eða a.m.k. að fresta óverulegunr hækkunum í stað þess að velta sérhverri hækkun jafnóðum yfir á neyt- endur. A síðustu tveimur árum hafa mjög miklar breytingar orðið á innbyrðis vægi erlendra mynta í utanríkisverlun Iandsmanna. Mjög hefur dregið úr þunga dollaramarkaða, samhliða auk- inni sókn á markaði í Evrópu og Japan. Engan veginn sér fyrir enda þessarar þróunar, sem í rík- ustum mæli hefurgætt í útflutn- ingi frystra sjávarafurða og hef- ur þar með bein áhrif á eina mik- ilvægustu forsendu gegnis- ákvarðana hér innanlands. í ljósi þessa, og að teknu tilliti til verðhækkana á erlendum mörk- uðum svo og almennt batnandi viðskiptakjara frá síðasta ári, verður að telja, að nýlegar ákvarðanir varðandi gengisvið- miðanir orki mjög tvímælis. Fullt tilefni er til þess, að gengis- stefnan verði tekin til endur- skoðunar. Móta þarf gengis- stefnu til lengri tíma og auka að- hald gengisstefnunnar að verð- lagsþróun innanlands í bráð og lengd. 3. Á árinu 1986 jukust innlán inn- lánsstofnana um 34%, en heild- arútlán að frádregnum afurða- lánum og erlendum endurlánum um 29%. Með aðhaldi á sviði peningamála fékkst því nokkurt mótvægi við mikinn halla á rík- issjóði. Hraðfara vexti í efma- hagslífinu og halla á ríkisrekstri fylgir hætta á þenslu, sem ann- ars vegar kemur fram í halla á viðskiptunum við útlönd og hins vegar í aukinni verðbólgu, sem grefur undan stefnunni í gengis- málum. Mikilvægt er að áfram verði gætt ýtrasta aðhalds á sviði peningamála og komið í veg fyr- ir þenslu með þvi að útlánum bankakerfisins verði haldið vel innan marka innlánsaukningar. Stjórn peningamálanna verður fyrst og fremst að hafa að leiðar- Ijósi að hindra að innstreymi af erlendu lánsfé verði aflvaki óeðlilegrar þenslu. Stefna þyrfti að því með peningalegum að- gerðum að koma í veg fyrir þann 950 millj. kr. viðskiptahalla, sem Þjóðhagsstofnun spáir í ár. Beita verður markvissum að- gerðum til þess að skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlönd- um versni ekki á árinu, þrátt fyr- ir innstreymi lánsfjár til langs tíma. 4. Að gefnum fyrrgreindum for- sendum um stefnu á sviði laurta-, Vinnustaðafundur Fyrirtæki sem óska eftir frambjóðendum Alþýðu- flokksins á vinnustaðafundi hafi samband við kosningamiðstöð Alþýðuflokksins, Síðumúla 12 sími 689370. gengis- og peningamála hefur launanefnd endurmetið verð- Spá í des. Hækkun F-vísit. frá 1. nóv. 1986 til 1. feb. 1987, % 4.73 Frá 1. feb. — 1. maí 2.8 Frá 1. maí — 1. sept. 1.8 Niðurstöður þessarar spár fela í sér nokkur frávik frá nýrri verð- lagsspá Þjóðhagsstofnunar, sem að teknu tilliti til mismunandi forsenda eru þó óveruleg. Reikn- að er með 8—9% hækkun Framfærsluvísitölu frá 1. janúar 1987 til 1. janúar 1988 í stað 10.5% í spá ÞHS. Meðalhækk- un vísitölunnar frá 1986 til 1987 er um 12.5—13.5%, en í spá ÞHS er reiknað með 14.5% hækkun milli ára. 5. í verðlagsspá samningsaðila frá desember var reiknað með því að á síðasta fjórðungi ársins yrði hraði verðlagsbreytinga um 4%, miðað við heilt ár. í fyrsta skipti um áratuga skeið eygðu menn vonir um að verðlagsþróun hér á landi yrði komið á svipað stig og lagsspá fyrir árið 1987. Megin- atriði nýrrar verðlagsspár eru: Niðurst. Mism. og spá nú % 4.77 0.04 2.9—3.2 0.1—0.4 1.9—2.1 0.1—0.3 helstu nágranna- og viðskipta- löndum íslendinga. Enn eru all- ar forsendur til þess að þetta markmið geti náðst, ef saman fer almennur vilji sterkra hags- munaaðila í þjóðfélaginu og ákveðin og markviss stefna í efnahagsstjórn. Ekki þarf að fjölyrða um hvern- ig mikil og stöðug verðbólga hefur leikið efnahag heimila og fyrirtækja á liðnum árum. Öll- um er ljóst hvaða þýðingu það getur haft fyrir efnahagslegar framfarir í landinu, og þar með efnahag alls almennings, ef því marki verður náð að verðbólga verði ekki meiri en í grannlönd- unum. Ekkert bendir til annars en að það sé nú fullkomlega í eigin hendi okkar sjálfra hver niðurstaðan verður. Jón Baldvin í Múlakaffi Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðu- flokksins heldur opinn fund í Múlakaffi, laugar- dagsmorguninn 7. mars kl. 9.00. Jón Baldvin mun flytja ávarp og svara fyrir- spurnum. Kosningamiðstöð A—listans: Opið hús á laugardag Opið hús verður í Kosningamiðstöðinni að Síðumúla 12 í Reykjavík n.k. laugardag. Efstu menn á lista Alþýð- uflokksins mæta og verða til skrafs og viðtals, Opið hús verður milli 13.30—16.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.