Alþýðublaðið - 11.03.1987, Síða 1
alþýöu-
LTíu'jT'
Miðvikudagur 11. mars 1987 48. tbl. 68. árg.
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Arni Gunnarsson
stj órnarformaður
Á aðalfundi Hjálparstofnunar
kirkjunnar, um síðustu helgi, var
kosin ný stjórn. Árni Gunnarsson
ritstjóri var kosinn stjórnarformað-
ur, en auk hans voru kosnir í stjórn-
ina Haraldur Ólafsson alþingis-
maður og séra Þorbjörn Hlynur
Árnason. Verndari stofnunarinnar
er Pétur Sigurgeirsson biskup.
Á aðalfundinum var samþykkt
ný skipulagsskrá fyrir Hjálpar-
stofnunina, en þar er t.d. afmarkað
það hlutfall tekna sem veita má í
rekstur stofnunarinnar sem er 8%
af heildartekjum. Til þess að mæta
greiðsluerfiðleikum stofnunarinn-
ar hefur verið ákveðið að selja hús
sem nýlega var keypt og eins hafa
bílar stofnunarinnar verið seldir.
Þá hefur verið ákveðið að auka
tengsl Hjálparstofnunarinnar við
kirkjuna.
Hjálparstofnun kirkjunnar á nú
við geysilega fjárhagserfiðleika að
stríða og mun allt kapp verða lagt á
að vinna aftur það traust sem tap-
aðist í fjölmiðlasprengingunni í
fyrra.
Frambjóðendur Alþýðuflokksins hafa haldið marga vinnustaðafundi víðs vegar um borgina á undanförnum dög-
um. A meðfylgjandi mynd sjáum við Jón Sigurðsson, efsta mann Alþýðuflokksins íReykjavík rœða við starfs-
menn Orkustofnunar.
Félagsráðgjafar hjá ríkinu:
Boða verkfall
26. mars n.k.
Erum 70% á eftir í launum segir Bjarney Kristjánsdóttir deildarfélagsráðgjafi.
Bensínhœkkun
„Kann að vera
eðlileg“
„Svo framarlega sem hækkunar-
beiðnin er grundvölluð verðsveifl-
Smásala ÁTVR
leggist niður
Aðalfundur Kaupmannasamtak-
anna sem haldinn var um helgina,
samþykkti ályktun þess efnis að
leggja beri áfengisverslun ríkisins
niður sem smásala, enda séu kaup-
menn fullfærir um að sinna þörfum
markaðarins hvað það varðar.
Aðspurður kvaðst Matthías
Bjarnason viðskiptaráðherra búast
við að bjórinn yrði lögleyfður á
næsta þingi.
um í Rotterdam og dollaragengi þá
tel ég þetta í lagi. Eins má segja að
ef inn í þessu eru kauphækkanir þá
er ekkert óeðlilegt við það,“ sagði
Jónas Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, i samtali við Alþýðublaðið í
gær.
Olíufélögin hafa sent verðlags-
stofnun beiðni um hækkanir. í
samtali við Indriða Pálsson, for-
stjóra Skeljungs, í síðustu viku kom
fram, að trúlega yrði um hækkun
að ræða á bensíni, en ólíklegt talið
að olían muni hækka.
Dagana 5. og 6. mars fór fram at-
kvæðagreiósla um verkfallsboðun
meðal ríkisstarfsmanna í Stéttarfé-
lagi íslenskra félagsráðgjafa.
Hjá ríkinu eru nú starfandi 32 fé-
lagsmenn. 24 greiddu atkvæði, þar
af voru 19 fylgjandi verkfallsboð-
un, en 5 á móti.
Verkfall mun hefjast þann 26.
mars m.k., hafi samningar ekki tek-
ist fyrir þann tíma.
„Okkar kröfur eru þær sömu og
önnur félög hjá BHMR hafa lagt
fram, eða svokallaðar samflots-
kröfur sem við leggjum til grund-
vallar. Við höfum farið fram á það
að lágmarkslaun fyrir fólk með há-
skólamenntun séu 45.500 krónur á
mánuði, og þar höfum við stuðst
við hina svokölluðu jólaföstusamn-
inga, þar sem ósérmenntað verka-
fólk fékk þá lágmarkslaun 26.500
krónur og iðnaðarmenn 35.000.
Síðan hafa bókagerðarmenn samið
um 38.000 krónur í mánaðarlaun,
þannig að við vildum leggja mennt-
un þarna til grundvallar. Þess vegna
förum við fram á að þeir sem út-
skrifast úr háskólá fái 45.500 króna
lágmarkslaunþ sagði Bjarney Krist-
jánsdóttir deildarfélagsráðgjafi í
samtali við blaðið i gær.
Síðan vildum við gera kröfu um
að breyta prófaldurskerfinu sem
kallað er, sem þegar er komið í gildi
í sambandi við starfsaldurshækk-
anir. Eins förum við fram á sam-
ræmingu á launakerfum, þannig að
þar sé fagleg ábyrgð og stjórnunar-
leg ábyrgð lögð til grundvallar og
það verði metið eftir ákveðnu kerfi.
Fjórða krafan var svo um styttingu
vinnutímans í 37 stundir á viku.
Okkar viðsemjandi er samninga-
nefnd ríkisins og formaður þeirrar
nefndar er Indriði Þorláksson. Við
höfum átt einn fund með samn-
inganefnd ríkisins og þar var okkur
boðin 3.5% hækkun á laun. Okkur
var sagt að það væri það sem um
væri að ræða. En eftir síðasta
kjaradóm, er búið að leggja mikla
vinnu í að meta starf okkar til sam-
ræmis við laun á almennum vinnu-
markaði og gaf kjaradómur undir
fótinn með það að slíkt væri rétt-
lætismál að miða við. Þegar til kom
var hins vegar aldrei gert neitt í þvi.
Þó eiga þeir að dæma ríkisstarfs-
mönnum laun í samræmi við laun á
almennum vinnumarkaði, þá hafa
þeir sem sagt ekki gert það. Og við
höfum ekki fengið neina Ieiðrétt-
ingu á því þó að við höfum dregist
um 70% aftur úr.
Auðvitað vonum við að þetta nái
saman án verkfalls, en bilið er
vissulega breitt ennþá, en við vitum
ekki hvort það hefur áhrif að boða
verkfall. Kannski breytist í þeim
hljóðið við það. Við vonum það að
minnsta kosti, að þeir sjái þá alvör-
una í þessu. það er nefnilega eins og
þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því
þegar ríkisstarfsmenn eru komnir
með verkfallsrétt, - eða BHMR, að
sá verkfallsréttur sé notaður. Fram
að þessu hafa verið notaðar sömu
aðferðir og þegar kjaradómur var í
gangi og menn virðast reikna með
því að þannig verði það áframý
sagði Bjarney Kristjánsdóttir deild-
arfélagsráðgjafi.
Lamar láglaunastefnan
heilbrigðiskerfið?
„Það hefur verið gífurleg
mannekla og vinnuálagið eftir
því. Við gerum okkur náttúrlega
grein fyrir því, að það er fyrst og
fremst láglaunastefnan sem þessu
veldur. Við teljum því mikilvægt
að stofnun eins og ríkisspítalarnir
geti borgað það góð laun, að hægt
sé að halda góðu fólkiý sagði
Ingileif Jónsdóttir, líffræðingur, í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
Samstarfsnefnd háskóla-
menntaðra starfsmanna sem sagt
hafa upp hjá ríkisspítölum hafa
sent frá sér bækling þar sem bent
er á þær afleiðingar sem kunna að
blasa við i heilbrigðiskerfinu
vegna láglaunastefnu umliðinna
ára.
„Við sögðum upp 1. október s.l.
vegna óánægju með kjaradóminn
í sumarý sagði Ingileif. „Við telj-
um að þeir kjarasamningar sem
við nú búum við, séu í raun kjara-
dómar og algjörlega óviðunandi.
Við vitum að víða á almennum
markaði og líka hjá ríkinu eru
greiðslur umfram þessa lágmarks-
taxta sem við fáum greitt eftir.
Þess vegna sögðum við upp til að
knýja á um leiðréttingu"
Uppsagnirnar áttu að koma til
1. janúar s.l. en lagaákvæðum var
beitt um framlengingu í þrjá mán-
uði, til 1. apríl næst komandi.
Ingileif sagði að menn hefðu talið
að þessi tími yrði notaður til þess
að reyna að leysa þessi máli. Hún
sagði að einnig hefði komið í Ijós
að forsvarsmenn ríkisspítalanna
hefðu virkilegar áhyggjur af því
ástandi sem kann að skapast ef
uppsagnirnar koma til.
Ingileif benti á að þeir starfs-
menn sem hér um ræðir væru ekki
að knýja á um breytingar á kjara-
samningum. Nokkurs miskiln-
ings hefur gætt um þetta atriði.
Hér er um að ræða einstaklinga úr
sjö hópum í heilbrigðiskerfinu,
sem telja að leiðrétta megi launin,
svo sem víða annars staðar, án
þess að breyta kjarasamningi.
Hún ítrekaði að uppsagnirnar
væru kjarasamningunum óvið-
komandi og stéttarfélögin hefðu
þar engin afskipti. „Auðvitað
hefði verið best að þessi mál
hefðu verið leyst fyrir áramót.
Það var hins vegar sett á okkur
þessi framlenging og þess vegna
lendir þetta saman"
Ingileif sagði að þessir hópar
hefðu fengið bréf frá stjórn spítal-
anna þar sem lýst er áhyggjum um
hvað tæki við ef allt þetta fólk
hættir störfum. í bréfinu segir
ennfremur að heilbrigðisráðherra
og fjármálaráðherra verði send
greinargerð um það ástand sem
kann að skapast ef uppsagnirnar
taka gildi.
Það voru um 140 starfsmenn
sem sögðu upp 1. október s.l.
Þetta fólk er sem áður sagði úr sjö
hópum í heilbrigðiskerfinu, fé-
lagsráðgjafar, hjúkrunarfræðing-
ar, iðjuþjálfar, líffræðingar, nær-
ingarráðgjafar, sálfræðingar og
sjúkraþjálfar.
En hvað tekur við hjá þessu
fólki ef uppsagnirnar taka gildi?
„Við höfum mjög góða mennt-
un og flest góða starfsþjálfun.
Við eigum því örugglega auðvelt
með að fá störf annars staðar. En
við vonum auðvitað að búið verði
að leysa málið fyrir 1. apríl áður en
uppsagnirnar taka gildiý sagði
Ingileif Jónsdóttir.