Alþýðublaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 11. mars 1987
'RIT3T4ÓRNARGREIN'
Hjálparstofnun kirkjunnar endurreist
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur verið endur-
reist. Kosin hefur verið ný stjórn og ný skipu-
lagsskrá hefur verið kynnt í fjölmiðlum, sem
samþykkt var nýverið áaðalfundi stofnunarinn-
ar. Hjálparstofnunin mun sem áður starfa á
vegum þjóðkirkjunnar og er biskup íslands
verndari hennar. Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur lent ámiklum villugötum áundanförnum
árum. Helgarpósturinn skýrði fyrsturfjölmiðla
frá óráðsíunni innan veggja stofnunarinnar og
greindi m.a. frá slæmri nýtingu söfnunarfjár,
braski og vafasömum fjárfestingum. Mikil um-
ræðafylgdi I kjölfarskrifa fjölmiðlaum málefni
Hjálparstofnunar kirkjunnarog leiddi hún m.a.
til þess að kirkjumálaráðherra setti á laggirnar
nefndað óskstofnunarinnarsjálfrartilað rann-
saka staðreyndir varðandi starfsemi Hjálpar-
stofnunarinnar. Niðurstöður nefndarinnar
staðfestu að mestu ásakanirnar á hendur
stofnuninni og skömmu sfðar sagði fram-
kvæmdastjóri og aðrir starfsmenn störfum
sfnum lausum.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur unnið merkt
og gott starf og haft skilning og samúð al-
mennings. Eftir uppljóstranirnar um ráðstöf-
un söfnunarfjár og annað bruðl, glataði Hjálp-
arstofnun hins vegar trausti almennings eins
og berlega kom f Ijós f sfðustu söfnun. það er
einmitt þetta traust sem Hjálparstofnunin
hyggst nú endurvekja með gagngerri hreinsun
innan sinna veggja. Allir starfsmenn Hjálpar-
stofnunarinnar hafa látið af störfum. Aðalfund-
ur hefur kosið nýja stjórn sem hefur f hyggju að
draga strik yfir fortfðina og endurvekja traust
almennings og standa við skuldbindingarsem
hvfla á stofnuninni. í umræðunni um málefni
Hjálparstofnunar kirkjunnar gleymist oft hið
góða starf sem stofnunin rekur víða um heim.
Það er þvf ánægjulegt að stofnunin hafi ekki
gefist upp og hætt starfsemi sinni og hjálpar-
starfi heldur mokað flórinn og haldið áfram
störfum með hreinan skjöld.
Skuldir stofnunarinnar eru miklar og því er
erfitt verkefni framundan fyrir nýja stjórnendur
Hjálparstofnunarinnar. Lausafjárstaðan er
slæm og rétt ákvörðun hjá stjórninni að selja
húseign og bifreiðir til að minnka skuldafarg-
anið. Engu að sfður stefnir f gjaldþrot Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar ef ekki verður að gert.
Hjálparstofnunin hefur gert skuldbindingar
erlendis sem hún ætlar að standa við og er
stærsta verkefnið bygging munaðarleysingja-
hælis í Haik í Eþíópfu. Fjárhagsáætlunin hljóð-
ar upp á9 milljónir króna en aðeins ein milljón
hefurverið greidd. Hjálparstofnun áþví þunga
daga fyrir höndum.
I skipulagsskrá sem samþykkt var á aðalfund-
inum eru verkefni Hjálparstofnunarinnar skýrt
afmörkuð. Tekjurhennarmunu sem áðurverða
framlög styrktarmanna, fyrirtækja og hins
opinbera. Ákvæði eru um að fé sem safnað er
til sérstakra verkefna skuli renna til þeirra
óskipt að frádregnum söfnunarkostnaði og
framlagi ( rekstrarsjóð stofnunarinnar. Tekjur
rekstrarsjóðs verða að jafnaði 8% af öllu söfn-
unarfé, auk frjálsra framlaga, vaxta og fjár-
magns sem fæst eftir sérstökum fjáröflunar-
leiðum. Ný stjórn Hjálparstofnunar hefur lýst
þvf yfir að skýr mörk verði milli hjálparstarfsins
og reksturs stofnunarinnar. Hver söfnun verði
gerð upp sérstaklega og reikningsyfirlitið birt
opnberlega. Almenningi á þvf að gefast kostur
á að fylgjast nákvæmlega með þvf hvernig fénu
er varið.
M álefni Hjálparstofnunar er dæmi um það
hvernig upplýsandi blaðamennska geturtekið
ámeinum þjóðfélagsins. Hjálparstofnunin hef-
ur brugðist rétt við gagnrýninni, hreinsað til og
þvf allarforsendurtil staðar að stofnuninni tak-
ist að endurheimta traust almennings sem er
grunnurinn að hinu mannúðlegaog góðastarfi
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Utför Frydenlunds
Forsœtisráðherra Noregs Gro Harlem Brundtland við kistu Knut Frydenlunds.
Knut Frydcnlund, utanríkisráð-
herra Noregs, var jarðsettur s.i.
föstudag. Jarðarförin fór fram í
Dómkirkju Oslóar og að viðstöddu
fjölmenni. Að sögn sjónarvotta
einkenndist útförin af hátiðleik og
persónulegri sorg viðstaddra.
Forsætisráðherra Noregs, flutti
minningarræðu um Knut Fryden-
lurid og sagði m.a.: „Við þökkum
Knut Frydenlund fyrir það öryggi
sem hann hefur veitt okkur með þvi
að sameina Noreg út á við og styrkt
landið í utanríkismálum. Við sjáum
á eftir einum af fremstu stjórn-
málamönnum eftirstríðsáranna af
alþjóðlegri stærðargráðu. Knut
Frydenlund átti til að bera skilning
og reynslu sem gerði hann að sjálf-
kjörnum leiðtoga. Hæfileiki hans
til að koma auga á lausnir var ein-
stakur. Hann bjó yfir mannkær-
leik, næmni og gáfum og mannlegri
hlýju sem vakti hvívetna traust. Það
styrkti hann sjálfan og landið sem
hann þjónaði. Enginn annar stjórn-
málamaður eftir Hallvard Lange,
hefur haft jafnmikil áhrif og þýð-
ingu fyrir norsk utanríkismál.“
Launasjóður rithöfunda:
81 rithöfundur
hlaut starfslaun
Lokið er úthlutun starfslauna úr
Launasjóði rithöfunda fyrir árið
1987.
í lögum og reglugerð sjóðsins
segir að árstekjum hans skuli varið
til að greiða íslenskum rithöfund-
um starfslaun samsvarandi byrjun-
arlaunum menntaskólakennara.
Þessi laun eru nú kr. 39.159 á mán-
uði.
Starfslaun eru veitt samkvæmt
umsóknum. Höfundur sem sækir
um og hlýtur starfslaun til þriggja
mánaða eða lengur skuldbindur sig
til að gegna ekki fastlaunuðu starfi
meðan hann nýtur starfslauna.
Tveggja mánaða starfslaun má veita
vegna verka sem birst hafa á næsta
almanaksári á undan og þeim fylgir
ekki kvöð um að gegna ekki fast-
launuðu starfi.
Alls bárust stjórninni að þessu
sinni umsóknir frá 164 höfundum
og sóttu þeir um því sem næst 819
mánaðarlaun auk mánaðarlauna til
ótiltekins tíma frá 6 rithöfundum.
Fjárveiting til sjóðsins nam hins
vegar 304 mánaðarlaunum.
Starfslaun til sex mánaða hlutu
að þessu sinni 21 rithöfundur, fjög-
urra mánaða laun hlutu 18 höfund-
ar, þriggja mánaða laun hlutu 22
höfundar og tveggja mánaða laun
hlutu 20 höfundar. Alls hefur þvð
verið úthlutað starfslaunum til 81
rithöfundar.
Öllum umsóknum hefur verið
svarað og skrá um úthlutun verið
send menntamálaráðherra.
Frá stjórn Launasjóðs rithöfunda.
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár í Hafnarfirði
Kjörskrá fyrir Hafnarfjörö vegna alþingiskosn-
inga, sem fram eiga að fara 25. aprfl 1987, liggur
frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni
að Strandgötu 6, Hafnarfirði alla virka daga nema
laugardaga, frá 13. mars til 6. apríl n.k., kl. 9:30—
15:30.
Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist
skrifstofu minni eigi síðar en 6. aprfl n.k.
Hafnarfirði, 10. mars 1987
Bæjarstjóri