Alþýðublaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. mars 1987 3 Minning Guðmunda Vilhjálmsdóttir í dag er til moldar borin góð kona og mikil ættmóðir. Guðmunda fæddist 8. okt. 1907 í Vinaminni á Eyrarbakka en þar bjuggu foreldrar hennar, hjónin, Gíslína Erlendsdóttir og Vilhjálm- ur Ásgrímsson. Guðmunda var næstelst barna þeirra, elstur var Vilhjálmur Sigursteinn (VSV), blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík (lést 1966), þá Erlendur, fv. deildarstjóri, Ingibjörg húsmóð- ir og Gíslína, skrifstofustúlka, öll í Reykjavík. Vorið sem Guðmunda fermdist fluttist fjölskylda hennar til Reykjavíkur og þar bjó hún ætíð síðan. Eins og önnur ungmenni þeirra tíma þurfti hún snemma að fara að vinna. Þá sótti fólkið ýmist til sveita eða i sjávarplássin og var Guðmunda nokkur ár í margvís- legri vinnu: vist á nokkrum stöðum, einnig í fiskvinnu og um tíma hjá frú Olsen í Garðastræti en hún hafði kostgangara og gaf þeim gott fæði, í það minnsta lærði Guð- munda margt hjá henni í matargerð sem ekki var beinlínis hversdags- fæði þá. Einnig var hún í kaupa- vinnu á sumrin og það var einmitt þegar hún var kaupakona á Skeið- unum sem hún kynntist myndarleg- um kaupamanni, Guðmundi Kr. H. Jósepssyni, en hann var ættaður úr Kjósinni. Þau gengu í hjónaband i ágúst 1926 og bjuggu til að byrja með á ýmsum stöðum í Reykjavík. Þau gengu í Byggingarfélag alþýðu og fluttu árið 1935 i þriggja her- bergja íbúð við Hofsvallagötu. Þetta var ein af „stóru“ íbúðunum og veitti ekki af, því þegar þau fluttu inn voru börnin orðin sex og fjögur áttu eftir að bætast við. Á þessum árum var lúxus að flytja í nýja íbúð, það var lúxus að hafa rennandi vatn og þvottahús, hvað þá baðaðstöðu inni í íbúðinni. Verkamannabústaðirnir nálguðust óhóf, svo mikið voru þeir á undan tímanum. Ungu hjónin voru ein- staklega samhent við að hlynna að hreiðrinu sínu og ungahópnum og kom sér vel að bæði voru nýtin og hagsýn og bjuggu yfir kunnáttu forfeðranna í meðferð kjöt- og fisk- metis. Verkin á heimilinu voru drjúg og dagur húsmóðurinnar langur og oft farið seint í svefninn. Guðmunda var alla tíð hraust og börnin fæddi hún heima. Fjöl- skyldan og heimilið voru sá garður sem var ævistarfið hennar og hún ræktaði af heilum hug. Hún var lundgóð og kát að eðlisfari en styggðist ef henni fannst á sig hall- að. I henni bjó rík réttlætiskennd og henni fann hún meðal annars far- veg í jafnaðarstefnunni. Hún gaf sér lítinn tíma til að taka þátt í fé- lagsmálum en leyndi í engu í orðum sínum með hverjum hún stóð. Hún naut þess að sjá hópinn sinn stóra vaxa úr grasi og verða að sjálf- stæðum einstaklingum, gladdist með þeim þegar vel gekk i lífsbar- áttunni, hryggðist við þeirra mót- læti og átti til að segja til syndanna, en með hlýju og festu, þegar henni leist ekki á blikuna. Snemma eignaðist Guðmundur vörubifreið og ók á Vörubifreiða- stöðinni Þrótti árum saman. Oft Atlantshafsbandalagið: Utanríkisráð- herrafundur Vorfundur utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins verður haldinn í Reykjavik 11.—12. júní 1987. Utanríkisráðherrafundir hinna 16 aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins eru haldnir tvisvar á ári, í desember í höfuðstöðvunum í Brussel og á vorin í einhverju bandalagsríkjanna. Slíkur fundur var síðast haldinn i Reykjavík vorið 1968. Hjálmar W. Hannesson, sendi- fulltrúi i utanríkisráðuneytinu hef- ur umsjón með undirbúningi fund- arins. var þungur róðurinn, þau hjónin komust í kynni við stopula atvinnu, atvinnuleysi, kreppuárin og svo ríf- andi vinnu þar á milli. Eina Iífs- reglu höfðu þau að leiðarljósi, hún gekk eins og rauður þráður í gegn- um allt þeirra líf. Sú Iífsregla var: „Að skulda engum neitt en vera helst aflögufær“. Þau voru af þeirri kynslóð sem ólst upp við það að skömm væri að skulda og sækja til annarra og þau lögðu metnað sinn í að þurfa þess ekki. Það færist stöðugt i aukana að íslendingar á ferð erlendis velji þann kostinn að aka á einkabíl frjálsir og óháðir. Flugleiðir hafa um árabil boðið ferðamátann „flug og bíll“ og færeyska ferjan Norröna hefur flutt fjölda manna með fjölskyldubílinn til útlanda. Af þessu tilefni hefur Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda, í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins og Flugleiðir, ákveðið að bjóða upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggjast aka um Evrópu. Helstu þættir sem námskeiðið spannar eru: 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun, ferðakostnað- ur og tryggingar. 3. Skipulagning, áfangaskipting og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöfl- un. 5. Upprifjun almennra reglna og kynning helstu sérákvæða er- lendis. 6. Akstur á hraðbrautum og í þétt- býli erlendis. Á tíunda starfsári Norræna fjár- festingarbankans (NIB) varð veru- leg aukning á útlánum og einnig á innlánum. Heildarútlán voru í árs- lok 1.426 milljónir SDR eða 70.188 milljónir íslenskra króna. Aukning frá fyrra ári varð 42%. Heildarráð- stöfunarfé bankans er nú 2.408 milljónir SDR eða 118.522 milljónir íslenskra króna, sem er 46% aukn- ing frá fyrra ári. Hagnaður ársins 1986 varð 34 milljónir SDR eða 1.673 milljónir islenskra króna, sem er 22% aukning. Stjórn bankans hefur lagt til að arði að upphæð 6 milljónir SDR eða 295 milljónum íslenskra króna verði úthlutað til eigendanna, sem eru Norðurlöndin fimm. Hin mikla aukning útlána hefur beint athyglinni að nauðsyn þess að auka grunnfé bankans. Gildandi rammi um norræn útlán að upp- hæð 2.000 milljónir SDR eða um 100 milljarðar íslenskra króna verð- ur væntanlega að fullu nýttur í árs- Börn þeirra urðu, eins og áður sagði, tiu og eru þessi: Hlöðver, maki Esther Ingimundardóttir, Ólafur, maki Alma Hansen, Guð- rún, maki Reynir Guðbjörnsson, Vilhjálmur, maki Alda Guðbjörns- dóttir, Gísli, maki undirrituð, Ellen, maki Ólafur Stephensen, Ásta, maki Baldur Skaftason, Jósep, maki Ólöf Björg Karlsdóttir, Sigríður, maki Þorlákur Jóhanns- son og Dagbjört, maki Haraldur Sigurðsson. Guðmundur lést árið 1969. Bjó Guðmunda áfram í íbúðinni til dauðadags, fyrst nokkur ár með dóttur sinni en síðustu árin bjó dóttursonur hennar hjá henni. Fram á síðasta dag var hún að sinna sínum, miðla öðrum af reynslu sinni, gefa kaffi og með því og stússa kringum þá sem litu inn. Og alltaf var eitthvað að ske þvi af- komendurnir eru 112 talsins og enn bætist við. Hún lést á 80. aldursári og varð að ósk sinni að þurfa ekki að vera upp á aðra komin. Við þökkum henni góða sam- fylgd, guð blessi minningu hennar. Þóra Elfa Björnsson 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. 8. Kynning. Fyrirhugað er að halda nám- skeiðin á þriðjudagskvöldum og á laugardögum í Reykjavík, á Akur- eyri, Egilsstöðum og ísafirði. Sam- ráðsaðili er Umferðarráð, en um- sjón og kennslu annast Guðmund- ur Þorsteinsson námsstjóri og Hilmar Viktorsson viðskiptafræð- ingur. Einnig verða til kvaddir á námskeiðin gestir sem áður hafa ekið erlendis og segja frá reynslu sinni. Fyrsta námskeiðið hefst í Reykja- vík 14. mars, en hámarksfjöldi þátt- takenda er 30 hverju sinni. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru vegakort og létt máltíð meðan á námskeiði stendur. Námskeiðs- gjaldið er 900 kr. en 700 kr. til fé- lagsmanna F.Í.B. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda, á söluskrifstofum Flugleiða, Ferðaskrifstofu ríkisins og Austfar hf. á Seyðisfirði. Skráning fer fram í síma 91— 29999. byrjun árið 1988. Að beiðni bank- ans hefur norræna ráðherranefndin ákveðið að leggja til að grunnfé bankans verði auídð úr 800 milljón- um SDR í 1.600 milljónir SDR eða 80 milljarða íslenskra króna. Við þetta aukast möguleikar til útlána úr 2.000 í 4.000 milljónir SDR eða í um 200 milljarða íslenskra króna. hæöir og brýr eru vettvang- ur margra um- ferðarslysa. Við slíkar aðstæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. IÉUMFERÐAR Flugleiðir — Ferðaskrifstofa ríkisins: Námskeið fyrir ferðalanga Norræni fjárfestingarbank- inn eykur útlán verulega Lausarstöður Við félagsvlsindadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Lektorsstaða I stjórnmálafræði. Umsækjandi skal vera hæfur til að annast kennslu I undirstöðugrein- um I stjórnmálafræði og kennslu og rannsóknir á a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum Islenskra stjórn- mála: 1. Ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan stjórnkerfisins. 2. Hegðun og viðhorf kjósenda. 3. Samanburðarstjórnmál. 2. Dósentsstaða i aðferðafræði. Umsækjandi skal hafa aflað sér viðtækrar menntunar og reynslu I rannsóknaraðferðum félagsvlsinda og tölfræði. Kennslan verður á sviði aðferðafræði, tölfræði og tölvunotkunar. 3. Lektorsstaða ( bókasafns- og upplýsingafræði. Æskilegarsérgreinareru einkum skráning og flokk- un. Staða þessi ertimabundin og er gert ráð fyrir að ráðið verði i hana til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf unúsækjenda, ritsmlðarog rannsóknir, svo og námsfer- il og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik, fyrir 6. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1987. Laus staða Við læknadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar tímabundin lektorsstaða (lífeðlisfræði. ,Gert er ráð fyrir að ráðið verði I stöðuna til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rik- isins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um visinda- störf umsækjenda, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavik, fyrir 6. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1987. Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5 til lOminútnastanságóöum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta yUMFERÐAR RÁÐ Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. mars. Ber þáað skilaskattinum til innheimtumanna rík- issjóðs ásamt söluskattskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla (Reykjavfk vegna aiþingiskosninga 1987 hefst miðviku- daginn 11. mars n.k. Fyrst um sinn, þar til annað verður auglýst, verður kjör- staður opinn á skrifstofu embættisins að Skógarhlið 6, mánudaga til föstudaga kl. 10 til 15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Vinnustaðafundur Fyrirtæki sem óskaeftirframbjóðendum Alþýðu-. flokksins á vinnustaðafundi hafi samband við kosningamiðstöð Alþýðuflokksins, Síðumúla 12 sími 689370. Kosningamiðstöðin Opinn fundur um skólamál Umræðuefni: Frumvarp til grunnskólalaga, miðviku- daginn 11. mars kl. 20 i Kosningamiðstöðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.