Alþýðublaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. mars 1987
3
SJÓNVARP
Viðbrögð við tillögum stjórnmálaforingjanna ísjónvarpsþœttinum ífyrrakvöld ímálefnum lista, urðu með ýms-
um hœtti.
Stefnuleysi — stjórnleysi
áhugaleysi og ráðaleysi
— að afloknum misheppnuðum sjónvarpsþœtti
Umræðan um listir og listastefnu
stjórnvalda sem fram fór í Gufu-
sjónvarpinu á sunnudagskvöldið
var, afhjúpaði nokkrar nöturlegar
staðreyndir í þessum málaflokki
öllum, sem við gumum þó svo mik-
ið af á tyllidögum.
Fyrst ber sennilega að geta þess
að listastefna á vegum hins opin-
bera fyrirfinnst engin! Lista (menn-
ingar) þjóðin stendur uppi stefnu-
laus í málefnum hinna ýmsu Iist-
greina, sem flestar aðrar þjóðir sem
einhvers mega sín, leggja þó höfuð-
áherslu á. I því sambandi er ef til vill
einfaldast að nefna til Hollendinga,
sem hafa fyrir löngu áttað sig á því
að öflugur stuðningur við listir og
listsköpun eru framtíðarverðmæti
sem skilar sér undantekningarlaust
til baka í beinhörðum peningum.
Og íslenska listastefnuleysinu til
verðugrar háðungar, hafa margir
íslendingar forðað sér þangað til að
geta snúið sér að alefli að listgrein
sinni, eftir að útséð var um að þeir
gætu þroskast í landi söguþjóðar-
innar. Sumir þessara manna njóta
mikillar virðingar úti þar og mætti
í því sambandi nefna listamennina
Hrein Friðfinnsson og Sigurð Guð-
mundsson.
Þátturinn á sunnudagskvöldið
afhjúpaði svo sem ýmislegt. Fæstir
stjórnmálaflokkanna eru t.d. með
stafkrók um stefnu, hvað þá heild-
arstefnu, í sambandi við listir í úr-
ræðadoðröntum sínum, um að
öðru leyti að því er virðist, allt milli
himins og jarðar! Menntamálaráð-
herrann okkar hafði að sjálfsögðu í
frammi sama malaflóðið og jafnan
áður. Þurfti það nú reyndar ekki að
koma á óvart, — manninum hlýtur
að vera margt betur gefið en sá
starfi sem Þorsteinn formaður tróð
upp á hann á miðju kjörtímabili,
þjóðinni allri til ögrunar, og mað-
urinn fallinn á stafsentingarprófi
auk heldur annað. Enda kom ekk-
ert frá Sverri ráðherra um málið
annað en það að menn væru að
skoða, athuga, klóra sér í hnakkan-
um og (guð hjálpi mér) segi og
skrifa,- hugsa! Gott og vel. En um
hvað ætli mennirnir séu þá að
hugsa? Er einhver von til þess að fá-
ist svar við því?
Þórhildur Þorleifsdóttir hafði
hins vegar ýmislegt til málanna að
leggja. Þurfti það svo sem ekki að
koma á óvart, þar sem hún er eina
manneskjan sem þarna sat fyrir
svörum, sem virkilega hefur unnið
við fjölmargar listgreinar frá ýms-
um hliðum, með fullri virðingu fyr-
ir Ragnari Arnalds sem skrifað hef-
ur ágætt leikrit. Þórhildur var því á
heimavelli þarna, enda stóð ekki á
fagnaðarundirtektum áheyrenda
aftantil í salnum. Hafi það farið
fram hjá einhverjum má upplýsa
það hér að Þórhildur er þaulvanur
leikari, leikstjóri (jafnvíg á söng-
leikjauppsetningu og hina hefð-
bundnu leikstjórn) ballettdansari
og reyndar ballettkennari einnig,
fyrir svo utan það að vera vel liðtæk
ef taka þarf lagið á leiksviði. Það
hefði því ekki verið alónýtt fyrir
fulltrúa hinna stjórnmálaflokk-
anna sem þarna sátu, að gefa nokk-
urn gaum að máli og tillögum Þór-
hildar. Ekki höfðu menn þó vit á
því. Eru lokaorð Sverris ráðherra
mjög einkennandi fyrir þá afstöðu
sem stjórnmálamenn hafa til sér-
fræðinga, ef þannig stendur á að
sérfræðingurinn er ekki i sama
stjórnmálaflokki og þeir sjálfir, en
Sverrir náði að skjóta því inn áður
en slökkt var á kamerunni, að Þór-
hildur væri nú svo mikil kerfis-
manneskja!
Auðvitað er ekki von til þess að
neitt gangi með þessu móti, — enda
gerist ekki neitt sem máli skiptir. Sí-
fellt er verið að berja í brestina frá
degi til dags í málefnum lista, en að
til sé heildarstefna í landinu sem
markvisst er unnið að, aðeins hugs-
unin um slíkt er í ljósárafjarlægð
hjá ráðamönnum og kemst maður
þá illa frá því að renna huganum
sérstaklega til menntamálaráðu-
neytisins og ráðherrans. Annars eru
drýgindin og grobbið í þessum
manni með þeim hætti að öll þjóðin
stendur á öndinni þegar hann opn-
ar sig. Þvi miður. Það er bara ekki
hægt annað en að nefna það hér, —
jafnvel þótt maður feginn vildi
leiða óværuna hjá sér.
Þessi háttur afhjúpaði sem sagt
það, að á sérfræðinga er ekki hlust-
að ef þeir ekki liggja á kviðnum,
stjórnmálalega séð og eru í öllum
greinum sammála viðkomandi
ráðamanni, hversu endalaus sem
hann kann að vera. Þeim sem þetta
ritar hefur sjaldan liðið eins illa
undir nokkrum umræðuþætti og
helvítis vitleysunni á sunnudags-
kvöldið.
Nú væri gaman að bera fram
spurningar: Hvað segja menn um
að reisa myndarlegan listaháskóla?
Hann ætti varla að kosta meira en
eitt stykki (eða brot) af Hafskips-
deleríum tremens. Með slíkri bygg-
ingu mætti koma undir eitt þak t.d.
myndlistarskóla, leiklistarskóla og
sönglistarskóla, svo eitthvað sé
nefnt. Þessi hugmynd þarf ekki að
vera svo fráleit. Henni til stuðnings
mætti ef til vill nefna, að kvik-
myndin er það listform sem samein-
ar flestar ef ekki allar listgreinar og
væri eða ætti að vera auðveldara
um vik að bera saman bækur sínar
® Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. gatnamála-
stjórans I Reykjavlk óskar eftir tilboðum f að lagfæra
skemmdir ( gangstéttum víðsvegar í Reykjavík, áætlað
magn u.þ.b. 10 þús. ferm.
Útboðsgögnin eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5 þús. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á s.st. þriðjudaginn 31. mars n.k.
kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
og leggja drög að gerð kvikmyndar
eða sjónvarpsmyndar, ef unnt væri
að hafa aðstandendur nokkurn veg-
inn á sama stað til að auðvelda öll
vinnubrögð. Ég spyr bara. Manni
skilst nefnilega að núverandi
menntamálaráðherra sjái um þess-
ar mundir fátt annað í listum en
kvikmyndina. En það er margt í
þessu. Þó sýnist manni að með því
að koma sem flestum listgreinum
undir eitt þak, mundi auðvelda alla
umföðmun, samhæfingu og yfir-
leitt alla vinnu við gerð listar. Eins
má ekki gleyma því, að listamenn
hafa mjög gott af því að umgangast
hver annan, þó í ólíkum listgreinum
sé og kannski sérstaklega þess
vegna. Það er nefnilega svo að þess-
ir hlutir eru allir samspilandi og því
er ekki aðeins æskilegt heldur
nauðsynlegt, þ.e.a.s. ef mönnum er
einhver alvara í því að gera átak sem
hægt er að nefna því nafni í.þágu
Iistsköpunar á vegum hins opin-
bera. Það er hins vegar spurning
sem gott væri að fá svar við.
Menn spurðu hvort Þjóðleikhús-
ið gæti lyft undir skottið á hinum
svokölluðu frjálsu leikhópum.
Hugleiðing sú afhjúpaði fyrst og
fremst vanþekkingu á málefnum
Þjóðleikhússins að mínu viti. í
fyrsta Iagi ber þess að geta, að Þjóð-
leikhúsið styður nú þegar við ýmsa
leikhópa út um allt land, eftir því
sem því er mögulegt, lánar búninga,
leikmyndir eftir því sem því verður
við komið og leikarar og leikstjórar
hafa verið sendir út á land, svo eitt-
hvað sé nefnt. Og ef ég man rétt þá
er Þjóðleikhúsið beinlínis skikkað
til að veita slíka þjónustu. — i lög-
um um Þjóðleikhús.Þjóðleikshúsið
hefur í þessum efnum ekkert legið á
liði sínu. Hitt er svo annað mál, að
það gæti gert miklu betur ef það
fengi enhvern tímann fé umfram
nauðþurftir. Menntamálaráðherra
hrósaði sér af því í þættinum um-
rædda að fé hefði nú ''erið lagt í
endurbætur á húsinu. Spurning:
Hvað tók mörg ár að fá þessa fjár-
veitingu? Alveg frá því að undirrit-
aður kynntist Þjóðleikhúsinu hefur
Þjóðleikshússtjóri verið að grát-
biðja um aura til slíkra hluta. Ékki
man ég þó að undirtektum hafi ver-
ið hrósað sérstaklega.
Ef það er eitthvað að breytast, þá
gott er það, segi ég nú bara. Hitt er
miklu alvarlegra mál að Þjóðleik-
húsið er orðið gamalt í þeim skiln-
ingi, að frá því það var byggt hefur
starfsemin sem það átti og á að
þjóna, margfaldast. Kröfurnar
stóraukist og fyrir bragðið eru leik-
myndageymslur, búningageymslur,
— svo ekki sé nú talað um aðstöðu
ljósamanna, ekki aðeins of litlar
heldur aldeilis ófullnægjandi. Hef-
ur herra menntamálráðherra nokk-
uð hugsað út í það? Væri kannski
hægt að gera þarna eitthvað til úr-
bóta? Það'íná einnig alveg fljóta
með hér, að ferð einnar leikmyndar,
frá því efnið í hana kemur í húsið og
þangað til hún stendur fullbúin á
sviðinu, er ábyggilega einhver
furðulegasta reisa sem um getur í
nokkru leikhúsi. Það væri ekki
ónýtt fyrir ráðherrann að rölta sig
aftan til inn í húsið og fylgjast með
ferðalagi einnar leikmyndar. Ég
ætla ekki að tíunda það hér hvernig
það óhagræði fer fram, en einhvern
veginn finnst mér ferð slíkrar leik-
myndar upp og niður og fram og
aftur endurspegla ástandið, óstand-
ið, ráðaleysið og vitleysuna í öllu því
sem heitir opinber listastefna ís-
lenska ríkisins.
Ragnar Arnalds kallaði Þjóð-
leikhúsið „flaggskip" leiklistarinn-
ar í landinu. Það má vel vera rétt, en
sé það rétt, hvernig er þá ástandið
hjá „þriggja tonna pungunum“?
Starfsfólk Þjóðleikhússins hefur
löngum unnið kraftaverk við ófull-
nægjandi aðstæður. Slíkt getur
ekki gengið endalaust. Þjóðleik-
húsið er gott dæmi, en þetta á við
um allar greinar lista á íslandi.
Þannig býr hin stolta söguþjóð (!)
að ungu og öðru listafólki sinu.
Hver sem á þess kost, — flýr út fyrir
landsteinana.
Örn Bjarnason.
Kosningaskrifstofur
Alþýðuflokksins
um landið
REYKJANES
Skrifstofan eraö Esjugrund 40, Kjalarnesi.
Opin daglega frá kl. 10—11. Sími 666004.
Kosningastjóri Hulda Ragnarsdóttir.
Skrifstofan er að Hamraborg 14, Kópavogi.
Opin daglega frá kl. 13—19, laugardaga og sunnudaga frá kl.
13— 17. Sfmi 44700.
Kosningastjóri Guðrún Emilsdóttir.
Skrifstofan er að Strandgötu 32, Hafnarfirði.
Opin daglegafrá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl.
14— 17. Sími 50499 — 51506 — 51606.
Kosningastjóri Elín Harðardóttir.
Skrifstofan er að Hafnargötu 31, Keflavík.
Opin daglega frá kl. 14—19. Sfmi 92-3030.
Kosningastjóri Haukur Guðmundsson.
VESTURLAND
Skrifstofan er að Vesturgötu 53 (Röst), Akranesi.
Opin daglega frá kl. 16—19, fyrst um sinn laugardaga frá kl.
14—19. Sími 93-1716.
Kosningastjóri Sigurbjörn Guðmundsson.
NORÐURLAND—EYSTRA
Skrifstofan er að Strandgötu 9, Akureyri.
Opin daglega frá kl. 9—17. Sími 96-24399.
Kosningastjóri Jón Ingi Cesarsson.
AUSTURLAND
Skrifstofan er að Skrúð, Fáskrúðsfirði.
Opin daglega frá kl. 20—22 fyrst um sinn. Sfmi 97-5445.
Kosningastjóri Rúnar Stefánsson
Skrifstofan er að Bláskógum 9, Egilsstöðum.
Opin daglega frá kl. 9—24. Sími 97-1807.
Kosningastjóri Karl Birgisson.
SUÐURLAND
Skrifstofan er að Heiðarvegi 6, Vestmannaeyjum.
Opin daglega frá kl. 17—19 fyrst um sinn. Sfmi 98-1422.
Kosningastjóri Þorbjörn Pálsson.
Fleiri kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins verða opnaðar á
næstu dögum og verður þeirra getið nánar síðar. Frekari upp-
lýsingar um nýjar kosningaskrifstofur veitir kosningamið-
stöð Alþýðuflokksins að Síðumúla 12. Sími 689370.